Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél og þurrkari
frá Siemens.
Einstök gæði.
Góð þjónusta.
Þetta eru tækin
handa þér!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Stjórnlaganefnd mun ljúka
öllum sínum verkefnum
Starfsmenn undirbúningsnefndar mæta til vinnu í dag en óvissa um framhaldið
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing stóð til að
þingið kæmi saman eigi síðar en 15. febrúar
næstkomandi. Fátt bendir nú til þess að þingið
verði sett þann dag en að vonum er undirbúnings-
vinna á lokastigi. Tvær nefndir hafa unnið að
undirbúningi stjórnlagaþingsins. Annars vegar er
það stjórnlaganefnd, sem skipuð var af Alþingi
sama dag og lög um stjórnlagaþing voru sam-
þykkt, hinn 16. júní 2010. Nefndin annast söfnun
og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga
um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórn-
lagaþingi. Hins vegar var skipuð undirbúnings-
nefnd um stjórnlagaþing af forsætisnefnd Alþing-
is. Hlutverk hennar er að undirbúa stofnun og
starfsemi stjórnlagaþings ásamt undirbúningi
þjóðfundarins. Undirbúningsnefnd sér einnig um
húsnæðis- og kynningarmál. Þessar nefndir
gegndu engu hlutverki við framkvæmd kosning-
anna heldur var sú vinna á hendi landskjörstjórn-
ar.
Stolt af vinnu stjórnlaganefndar
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaga-
nefndar, segir vinnu nefndarinnar á lokastigi.
Hún segir að nefndin muni ljúka þeim verkefnum
sem gert sé ráð fyrir í lögum.
„Við erum stolt af okkar þætti, sem meðal ann-
ars er þjóðfundurinn, sem tókst mjög vel og okk-
ur tókst að skila meginniðurstöðum strax daginn
eftir fund. Auk þess höfum við sett saman viða-
mesta gagnasafn sem til er á landinu um stjórn-
arskrármál sem er aðgengilegt almenningi á
heimasíðu stjórnlagaþingsins.“
Guðrún segir seinasta liðinn í vinnu stjórnlaga-
nefndar að skila inn hugmyndum að stjórnar-
skrárbreytingu. Sú vinna sé nú á lokastigi.
„Við munum halda vinnunni áfram en það er á
hendi annarra að ákveða hvert framhald stjórn-
lagaþingsins verður. Við reiknum með að fundin
verði lausn á þessu máli.“
Aðspurð segir Guðrún að möguleg niðurstaða
Hæstaréttar í kærumálinu hafi ekki verið rædd
sérstaklega innan stjórnlaganefndar. Nefndin
hafi einfaldlega haft nóg á sinni könnu.
„Við vissum að málið væri í þessum farvegi hjá
Hæstarétti og að ekki yrði deilt við dómarann
þegar úrskurðurinn lægi fyrir. Það hefði því lítið
upp á sig að velta niðurstöðunni fyrir sér.“ Nið-
urstaða Hæstaréttar liggi nú fyrir og því þurfi
bara að bregðast við henni.
Framkvæmdir í Ofanleiti í biðstöðu
Til stóð að stjórnlagaþingið kæmi saman í Of-
anleiti 2 þar sem Háskólinn í Reykjavík var áður
til húsa. Fjöldi fólks hefur unnið að því að laga
húsnæðið að þörfum þingsins.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri
undirbúningsnefndar stjórnlagaþings, segir und-
irbúningsvinnu við stjórnlagaþingið í ákveðinni
biðstöðu eftir ákvörðun Hæstaréttar.
„Við bíðum bara eftir því hvað tekur við. Það
mun að líkindum hægja á undirbúningi við stjórn-
lagaþingið og þær framkvæmdir sem hægt er að
stöðva verða stöðvaðar. Við bíðum bara eftir að
niðurstaða komist í málið, lítið annað að gera.“
Þorsteinn segir að starfsmenn undirbúnings-
nefndarinnar muni mæta til starfa í dag en ekki
hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið. „Þetta
er bara enn eitt verkefnið sem tekur við og maður
bara bregst við og vinnur það af heiðarleika og
kostgæfni.“
„Við munum halda vinnunni
áfram en það er á hendi ann-
arra að ákveða hvert framhald
stjórnlagaþingsins verður.“
Guðrún Pétursdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómt Þessi mynd var tekin í Ofanleiti 2 í gær í sal sem útbúinn hefur verið á 5. hæð fyrir þá 25 einstaklinga sem kjörnir voru á stjórnlagaþing.
Forsætisnefnd Al-
þingis mun að öll-
um líkindum
funda með lands-
kjörstjórn um þá
ákvörðun Hæsta-
réttar að kosn-
ingar til stjórn-
lagaþings hafi
verið ógildar.
Kristján Möller,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sem situr í forsæt-
isnefnd, segir að enn hafi ekki verið
boðað til fundarins en hann geri ráð
fyrir því að svo verði gert innan
skamms tíma. Hann segir mikilvægt
að nefndarmenn fái tíma til að kynna
sér málið til hlítar.
Sem kunnugt er var framkvæmd
stjórnlagaþingskosninganna á hendi
landskjörstjórnar í samræmi við lög
um stjórnlagaþing sem og lög um
kosningar til Alþingis.
Í samtali við Morgunblaðið vildi
Ástráður Haraldsson, formaður lands-
kjörstjórnar, ekki tjá sig um ákvörðun
Hæstaréttar. Aðrir meðlimir lands-
kjörstjórnar vildu sömuleiðis ekki tjá
sig um málið og vísuðu öllum spurn-
ingum til formanns.
Í landskjörstjórn sitja, auk Ástráðs,
Bryndís Hlöðversdóttir, Hervör Lilja
Þorvaldsdóttir, Þórður Bogason og
Þuríður Jónsdóttir. hjaltigeir@mbl.is
Funda
með for-
sætisnefnd
Ástráður
Haraldsson
Landskjörstjórn
tjáir sig ekki
Þeir þingmenn sem hlutu flest at-
kvæði til stjórnlagaþings, Þorvaldur
Gylfason og Salvör Nordal, vildu
ekki tjá sig um niðurstöðu Hæsta-
réttar um kosningarnar. Þegar
Morgunblaðið leitaði viðbragða
þeirra Þorvaldar og Salvarar í gær
sagðist hvorugt þeirra vilja segja
neitt um málið að svo stöddu.
Tvö efstu vildu
ekki tjá sig
Þorvaldur
Gylfason
Salvör
Nordal
„Niðurstaða Hæstaréttar, sem ógilt
hefur kosningu til stjórnlagaþingsins,
er að mínum dómi sannfærandi,“ seg-
ir Róbert R. Spanó, prófessor og for-
seti lagadeildar HÍ. Hann segir að af
niðurstöðu Hæstaréttar megi draga
þá ályktun að Alþingi eitt hafi vald til
að ákveða hvaða reglur gildi um fram-
kvæmd kosninga hér á landi.
Annmarkar á framkvæmd
„Í lögum um stjórnlagaþing er, að
slepptum sérreglum um ákveðin at-
riði, byggt á því að efnisreglur al-
mennra laga um kosningar til Alþing-
is skuli gilda um ýmis framkvæmdar-
atriði. Stjórnvöld gátu því ekki skv.
forsendum Hæstaréttar ákveðið að
haga framkvæmdinni með þeim hætti
sem ekki sam-
rýmdist því sem
Alþingi hafði
ákveðið,“ segir Ró-
bert.
„Stjórnvöld
verða að fara að
gildandi lögum, en
sé framkvæmd
laga fyrirsjáanlega
verulegum vand-
kvæðum bundin er Alþingis að gera
breytingar. Niðurstaða Hæstaréttar
er að þessu leyti vel rökstudd sýnist
mér.“
Sex dómarar Hæstaréttar komust
að þeirri niðurstöðu að kosningin til
stjórnlagaþings væri ógild, þótt
ágreiningur hefði verið um ákveðin
atriði. Athygli vekur að fjöldi dómara
sem sinntu þessu máli stendur á
sléttri tölu en þegar t.d. hefðbundnir
dómar eru kveðnir upp eru dóm-
ararnir þrír eða fimm – það er odda-
tala.
Sá háttur sem hafður var á í kosn-
ingamálinu skýrist af því að sam-
kvæmt dómstólalögum skulu allir níu
dómarar réttarins koma að úrlausn
máls þegar rétturinn tekur skv. lögum
ákvörðun sem ekki er liður í meðferð
máls fyrir dómi. Í máli gærdagsins
hagaði svo til að dómararnir Ingibjörg
Benediktsdóttir, Markús Sigur-
björnsson og Ólafur Börkur Þorvalds-
son töldu sig vanhæf og þá stóðu eftir
sex sem komust að þeirri niðurstöðu
sem fyrr er getið. sbs@mbl.is
Niðurstaðan vel rökstudd
Alþingi breyti lögum sé framkvæmd kosninga vand-
kvæðum bundin, segir Róbert R. Spanó hjá lagadeild HÍ
Róbert R. Spanó
Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings