Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
kreditkort.is
Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið.
MASTERCARD
KREDITKORTA
BJÓÐUM ALLAR TEGUNDIR
Flestum fullorðnum finnst best að taka nokkra
sundspretti og slaka því næst á í heitu pottunum
í sundlaugum landsins en krökkunum finnst yf-
irleitt skemmtilegra að busla og leika sér, hvort
sem það er að kafa eftir ímynduðum fjársjóðum
eða leika í boltaleikjum.
Bregða á leik með bolta í lauginni
Morgunblaðið/Ernir
Sjö ára drengur í Rimaskóla skar í gærmorgun bekkj-
arbróður sinn á háls með glerbroti sem hann fann á
skólalóðinni. Að sögn Helga Árnasonar skólastjóra var
sárið grunnt en sauma þurfti þrjú spor. Hann segir for-
eldrum og starfsmönnum skólans brugðið en að fáir nem-
endur hafi orðið vitni að atburðinum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem drengurinn veitist að
samnemendum sínum. Í síðustu viku beitti hann blýanti
sem vopni. Hann á við geðræn vandamál að stríða en hef-
ur ekki fengið greiningu þar sem langur biðlisti er á
BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Að
sögn Helga hefur skólinn ákveðin úrræði fyrir börn sem
eiga við hegðunarvandamál að stríða, m.a. er námsver í
skólanum þar sem börnin fá sérhæfðan stuðning.
„Drengurinn sem um ræðir kom til okkar úr öðrum
skóla og flutti um leið inn á nýtt heimili. Þetta er barn
sem við höfum verið að vinna mikið með en hann hefur
bara ekki komist að,“ segir Helgi og vísar þar til biðlist-
anna hjá BUGL. Hann segir mikla mildi að ekki fór verr,
en tilvikið verði til þess að enn frekar verði þrýst á að
drengurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. Báðir drengirnir
muni mæta í skólann á morgun og hafi sú ákvörðun verið
tekin í samráði við foreldra beggja. Drengurinn sem
réðst á bekkjarbróður sinn mun þó eyða kennslustundum
í námsveri og fær ekki að fara út í frímínútum.
holmfridur@mbl.is
Skar bekkjarbróður sinn
á háls í frímínútum
Morgunblaðið/Ómar
BUGL Biðlistar eru á barna- og unglingageðdeild.
Hefur ekki fengið grein-
ingu vegna biðlista hjá BUGL
Ragnheiður Elín
Árnadóttir, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokks, sagði á
Alþingi í gær að
erlend fjármögn-
unarfyrirtæki
færu nú fram á að
pólitískt óþæg-
indaálag væri
lagt ofan á fjár-
mögnun sem ís-
lensk fyrirtæki væru að leita eftir.
Sagði Ragnheiður þetta hafa komið
fram í máli forstjóra Norðuráls og
forstjóra Magma á fjölmennum
fundi í Stapanum í fyrradag.
Að mati Ragnheiðar er þetta
vegna pólitískrar óvissu og óstöð-
ugleika hér á landi. „Hér eru í fyrsta
sinn erlendir fjárfestar sem eru að
skoða fjárfestingu á Íslandi að hugsa
um að kaupa sér tryggingu vegna
pólitískrar óvissu á Íslandi.“
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagðist hafa rætt við
marga sem væru áhugasamir um að
koma til Íslands og þeir óttuðust það
ekki. „Ég tel þar af leiðandi alveg
hægt að segja að sá þáttur málsins
sé ýktur upp. Ég efast ekkert um
það.“
Krefjast
óþæginda-
álags
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Óttast óstöðug-
leikann hér á landi
Verð á bensíni fór í 217,9 krónur lítr-
inn í fyrradag en það var N1 sem
reið á vaðið og hækkaði lítrann um
fimm krónur. N1 lækkaði hins vegar
verðið aftur í gær og í gærkvöldi
stóð verðið á lítranum í 215,80 hjá
Orkunni, 215,90 hjá N1, 217,10 hjá
Atlantsolíu, 217,60 hjá ÓB og 217,90
hjá Olís og Shell.
Verðhækkanir á eldsneyti komu
upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í
gær og sagði Sigurður Kári Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks, að lítraverðið stefndi í
„hreina sturlun“. Krafði hann fjár-
málaráðherra svara um til hvaða að-
gerða ríkisstjórnin hygðist grípa til
að lækka eldsneytisverð.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði verðið óvenju-
hátt um þessar mundir vegna að-
stæðna á heimsmarkaði og
styrkingar Bandaríkjadals. Sagði
hann líklegt að verðið myndi lækka
þegar árstíðasveiflunni lyki. Engin
áform væru uppi um að breyta
skattlagningunni.
Síhækkandi
bensínverð
Héraðsdómur
Austurlands hef-
ur komist að
þeirri niðurstöðu,
að staðfesta beri
niðurstöðu sér-
stakrar mats-
nefndar sem lagði
mat á verðmæti
vatnsréttinda
vegna Kárahnjúkavirkjunar. Mats-
nefndin komst að þeirri niðurstöðu
að réttindin yrðu metin á 1,6 millj-
arða króna. Héraðsdómur kvað í gær
upp dóm í máli, sem flestir eigendur
vatnsréttinda við Jökulsá á Dal, eða
61 að tölu, höfðuðu gegn Lands-
virkjun. Fram kemur í greinargerð
Landsvirkjunar, að landeigendurnir
hafi á sínum tíma gert kröfu um að
samtals yrðu greiddir tæpir 96 millj-
arðar króna vegna vatnsréttinda
virkjunarinnar í heild sinni.
Vatnsrétt-
indi upp á
1,6 milljarða
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vegna óvissunnar sem komin er upp í
kjaramálum er sú hugmynd nú rædd
innan forystu verkalýðshreyfingar-
innar hvort skynsamlegt sé að reyna
að ná skammtímasamningi við SA til
1. júní. Við það yrði til svigrúm á
næstu mánuðum sem notað yrði til að
finna lausnir á stærri málum sem
leysa þarf í tengslum við endurnýjun
kjarasamninga.
Það var Guðmundur Gunnarsson,
formaður Rafiðnaðarsambandsins,
sem varpaði fyrstur þessari hugmynd
fram og eftir að slitnaði upp úr við-
ræðum ASÍ og SA í fyrradag vegna
kröfu SA í sjávarútvegsmálum, hefur
þessi hugmynd aftur skotið upp koll-
inum. Var hún rædd á fundi forsvars-
manna iðnaðarmannafélaganna í
gærmorgun og voru uppi áform í gær
um að reyna að koma á fundi samn-
inganefnda ASÍ og SA næstkomandi
föstudag til að fara yfir þetta. For-
ystumenn SA hafa til þessa ekki léð
máls á gerð skammtímasamnings.
Hugmynd Guðmundar er sú að
samið yrði núna um krónutöluhækk-
un sem gengi jafnt til allra. Sam-
komulagið gilti til 1. júní og jafnframt
yrði hægt að ganga frá samningum
um einfaldari sérmál sambanda og fé-
laga. Næstu mánuðir yrði síðan not-
aðir til að koma í höfn stærri málum á
borð við samræmingu lífeyrisréttinda
sem er þýðingarmikil krafa verka-
lýðshreyfingarinnar og SA myndi
með sama hætti reyna að leysa
ágreining sinn við stjórnvöld um sjáv-
arútvegsmálin.
Starfsgreinasambandið átti sátta-
fund með SA hjá ríkissáttasemjara í
gær. Björn Snæbjörnsson, formaður
samninganefndar SGS, segir að
menn hafi farið yfir stöðuna eftir að
strandaði í fyrradag á kröfu SA um
sjávarútvegsmálin. SGS hefur viljað
ræða gerð styttri samnings. Spurður
hvort honum lítist á þá hugmynd að
ganga frá skammtímasamningi til
vors segir Björn að það geti vel komið
til greina að skoða það.
Hugmyndir um stuttan
samning og eingreiðslu
Semja um krónutöluhækkun sem gengi jafnt til allra