Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 9

Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala Allar vörur á hálfvirði Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Útsalan heldur áfram Gerðu góð kaup ar starfsgreinar. Þær eru ekki áberandi,“ segir Maríanna og vík- ur að aukinni þörf fyrir röntgen- lækna. „Þáttur myndgreiningar í sjúkdómsgreiningu er alltaf stærri og stærri. Möguleikarnir á mynd- greiningu sem þætti í greiningu sjúkdóma eru alltaf að aukast. Við getum notað myndgreiningu í sí- fellt meira mæli. Rannsóknarmöguleikum fjölgar stöðugt og við þurfum að geta sinnt því. Og það gerist ekki nema með fleira fólki.“ – Þörfin eykst en framboð á starfskröftum minnkar? „Já, eins og útlitið er núna. Ég tek hins vegar fram að ég las nýlega grein sem var skrifuð fyrir tíu árum um stétt röntgen- lækna og það verður að segjast eins og er að út- litið er ekki alveg eins dökkt og óttast var þá. En betur má ef duga skal.“ Nær allir þyrftu að koma heim – Hvað þurfa margir röntgen- læknanna sem starfa erlendis að koma heim til þess að koma í veg fyrir að hér skorti röntgenlækna? „Helst allir.“ – Það er fátt sem bendir til þess? „Já. Ég sé það ekki fyrir mér. Nú eru 12 íslenskir röntgenlæknar starfandi erlendis sem eru 40 ára og eldri. Þeir eru ekki á leiðinni heim.“ – Af hverju ekki? „Það er fyrst og fremst vegna þess að aðbúnaðurinn er töluvert betri erlendis. Launin eru hærri, frítíminn er rýmri, búsetan þægi- legri og betur búið að barna- og fjölskyldufólki. Svo eru samgöngur orðnar svo greiðar að þótt viðkom- andi búi erlendis er auðvelt að halda sambandi við ættingja hér heima. Þörfin fyrir að flytja aftur heim til Íslands er ef til vill ekki jafnmikil og áður. Svo er líka nánast ógerlegt fyrir fólk sem býr erlendis að flytja heim og festa sér húsnæði eins og ástandið er í þjóðfélaginu. Þetta er vandamál sem snýr að öllum sér- greinum læknisfræðinnar. Í þeim tilvikum sem ég þekki til hugsa menn sig tvisvar og þrisvar um áð- ur en þeir snúa heim. Það hafa að- eins örfáir gert það á síðustu árum og þá yfirleitt af einhverjum sér- stökum ástæðum. Almennt hefur fólk ekki efni á að festa sér húsnæði hér miðað við þau laun sem eru í boði. Þótt læknar teljist hafa há laun eru ráðstöfunartekjurnar lágar og fólk hefur ekki efni á því. Það getur verið dýrt að flytja heim.“ Hafa meiri frítíma erlendis Maríanna segir starfsumhverfið erlendis fjölskylduvænna en hér. „Sá sem starfar erlendis, sér- staklega á Norðurlöndunum, er kannski með sömu laun í krónum talið en fær á móti mikinn frítíma til að vera með fjölskyldunni. Stór hluti af vöktum og yfir- vinnu er greiddur í fríum í staðinn fyrir laun sem fara hvort sem er í skatt hér. Og þegar fólk er farið að venjast því hugsar það sig tvisvar um áður en það kýs að koma heim.“ Útlit fyrir mikinn skort á röntgenlæknum hér á landi  Formaður félags röntgenlækna segir lækna ekki sjá sér hag í að koma heim Morgunblaðið/Árni Sæberg Fækkun Maríanna segir horfurnar ekki bjartar. Sex læknar séu nú í sér- námi í myndgreiningu en 35 munu hætta fyrir aldurs sakir á næstu 20 árum. „Ef gert er ráð fyrir því að allir hætti 70 ára og einn læknir bætist við á hverju ári vegna ný- liðunar í stéttinni verða 46 læknar starfandi hérlendis árið 2030 samanborið við 61 í dag. Þá er gert ráð fyrir að allir sem ljúki sérnámi starfi hér á landi. Þessir 46 fullnægja þannig eng- an veginn þeirri mannaflaþörf sem er til staðar í dag, hvað sem verður eftir 20 ár,“ skrifaði Maríanna í nýlegri grein um stöðu röntgen- lækna á Íslandi í Læknablaðinu. Gjá verður til VANDINN Í TÖLUM Pláss er fyrir rétt tæplega eitt þús- und manns á háfjallafyrirlestri 66°Norður og Félags íslenskra fjalla- lækna (FÍFL) sem haldinn verður í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld. Í fyrra mættu um 670 manns á slíkan fyrirlestur en í ár er von á enn fleir- um; bæði vegna þess að áhugi á fjalla- mennsku hefur aukist og einnig vegna þess að aðalfyrirlesarinn er sérlega áhugaverður. Aðalfyrirlesarinn er Peter Habeler sem m.a. hefur unnið sér til frægðar að verða, ásamt Reinhold Messner, fyrstur til að ganga á tind Everest án aukasúrefnis. Það var árið 1978. Fram að því höfðu læknar haldið því fram að slíkt væri ómögulegt þar sem loftið á tindinum væri of þunnt. Tómas Guðbjartsson, einn fjalla- læknanna í FÍFL, mun kynna Habe- ler en einnig fjalla um fjögur íslensk fjöll sem öll eru utan alfaraleiðar og bjóða göngumönnum upp á geysifag- urt útsýni. Fjöllin fjögur eru Sveins- tindur, Drangajökull, Herðubreið og Þverártindsegg og mun Tómas bæði sýna myndir og myndbönd af fjall- göngunum. Aðgangur er ókeypis. Everest og innlendar fjallaperlur Fjallageit Peter Habeler í fjallgöngu fyrir skemmstu. Hann er 68 ára. Á föstudag nk. mun Jón Kristinn Ragnarsson halda erindi um tölvuógnir. Er- indið fer fram í Lögbergi 101, frá kl. 12-13 og eru allir velkomnir. Í tilkynningu um fyrirlesturinn segir m.a. að ný meistararitgerð um tölvuógnir hafi leitt í ljós hversu viðkvæmt Ísland sé fyrir tölvuárásum og mikilvægt sé að skerpa varnirnar. En hverja þarf að verja og hver á að sjá um varn- irnar? Er einhver ástæða fyrir al- menning til að hafa áhyggjur að því? Er tölvuógnin raunverulega stærsta ógn okkar tíma? Fyrirlestur um tölvuógnir Jón Kristinn Ragnarsson Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fór fram á það í upphafi þingfundar í gær að aflétt yrði trúnaði af samtali seðla- bankastjóra Íslands og Englands frá árinu 2008, sem fjárlaganefnd Al- þingis var sýnt á fundi í fyrrakvöld. Sagðist Kristján Þór fara fram á þetta vegna þess hvernig nokkrir þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd, hefðu fjallað um samtalið í fjöl- miðlum og túlkað það. Fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins tóku í sama streng og vísuðu einkum til umfjöllunar Björns Vals Gíslasonar, varaformanns fjárlaganefndar, á vef sínum í morgun. Það sama gerðu nokkrir þingmenn Framsókn- arflokks. Björn Valur sagði á vefn- um, að miðað við þau gögn sem fyrir lægju og miðað við sögu og stöðu þeirra tveggja sem þarna töluðu saman í síma, til viðbótar skilningi annarra á um- ræddu símtali, myndi hann fara varlega í að túlka samtalið með þeim hætti sem Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, hefði gert. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, sagðist fullyrða að hún hefði haldið trúnað og ekki tjáð sig um innihald trúnaðarskjalanna. Hins vegar yrði málið á ný til um- fjöllunar á fundi í fjárlaganefnd í fyrramálið. En meðan aðilar málsins hefðu ekki samþykkt að aflétta trún- aði af samtalinu yrði þeim trúnaði haldið. Gætu breytt viðhorfi fólks „Ég tel að þær upplýsingar sem koma fram í samtalinu geti gjör- breytt viðhorfi fólks um það hvort við eigum að borga Icesave eða ekki,“ sagði Höskuldur Þór Þór- hallsson, Framsóknarflokki, við mbl.is. Sagðist Höskuldur mótmæla þeim orðum Oddnýjar í fjölmiðlum að samtalið skipti engu máli um stöðu Icesave-málsins. „Ég er því óssammála,“ sagði Höskur, sem tel- ur að samtal seðlabankastjóranna eigi erindi við almenning. Vilja að trúnaði verði aflétt af samtali bankastjóra Kristján Þór Júlíusson FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Á næsta áratug er fyrirsjáanleg fækkun í stéttinni. Útskrifuðum læknum fer fækkandi og við rönt- genlæknar fáum lítinn hluta þeirra til okkar í sérnám. Þá eru margir röntgenlæknar sem hætta á næstu árum. Það er kannski stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Nýliðun er alls ekki í takt við eftirspurnina,“ segir Marí- anna Garðarsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra röntgenlækna, um dræma nýliðun í stétt röntgen- lækna. Heldur ekki í við fækkunina Maríanna segir tölurnar tala sínu máli um umfang vandans. „Horfurnar eru ekki bjartar. Það eru sex læknar í sérnámi í myndgreiningu í útlöndum og aðr- ir 14 læknar starfa erlendis. Þá eru kannski fimm sem eru að hefja sérnám í myndgreiningu. Til að setja þá tölu í samhengi munu 35 hætta fyrir aldurs sakir á næstu 20 árum. Það eru rúmlega 40 manns sem starfa hérlendis í greiningunni í dag og það er því útlit fyrir gríðarlega blóðtöku.“ Þjálfunin tekur langan tíma Aðspurð hversu mikinn tíma læknastéttin hafi til að grípa í taumana bendir Maríanna á að langan tíma taki að þjálfa röntgen- lækna. „Hefðbundið læknanám er sex ár. Kandídatsárið tekur eitt til tvö ár og þá tekur við fimm ára sér- nám í myndgreiningu. Þannig að það tekur 10-15 ár að þjálfa nýtt fólk og 15-20 ár ef það á að verða veruleg fjölgun. Útlitið er því svart ef það verður veruleg dýfa í greininni. Þetta er ekki aðeins vandamál í okkar stétt heldur einnig í fámennum stéttum innan læknisfræðinnar, eins og til dæmis meinafræði og meinefnafræði. Þar er mjög fámennt. Hér er á ferð viðvarandi vandi sem ekki sér fyrir endann á.“ Greinar sem lítið ber á Maríanna leiðir líkur að því að skortur á sýnileika kunni að skýra hvers vegna fyrirsjáanleg mann- ekla hjá þessum starfsstéttum hafi ekki verið meira til umfjöllunar. „Það má segja að þetta séu fald-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.