Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
að hafa orðið mjög svo
róttækar breytingar á
matarvenjum Íslendinga
á síðustu öld, frá því við
lifðum mest á fiski,
smjöri og skyri og fram á daginn í
dag,“ segir Laufey Steingrímsdóttir
næringarfræðingur sem á morgun
verður með erindi á Læknadögum
um breytingar á fæðuvenjum land-
ans á síðustu öld. „Það eru margir
þættir sem hafa áhrif á það hvað við
leggjum okkur til munns, til dæmis
verðlag og aðgengi að vöru. Skömmt-
unin á kreppuárunum hafði sín áhrif
og eins þegar verslun var gefin frjáls.
Þegar Hagkaup opnaði í Skeifunni
um 1970, þá jókst aðgengi að vöruúr-
vali í matvöru mikið í Reykjavík.
Fleiri stórverslanir fylgdu í kjölfarið.
Frystikistubyltingin hafði svo þau
áhrif að saltkjöt og saltfiskur varð
ekki lengur dagleg fæða í afskekkt-
ari sveitum, og svo mætti lengi telja.
Það hefur líka haft mikil áhrif á hvað
við borðum, og ekki síður hvað við
borðum mikið, að seinustu áratugina
hefur skyndibitastöðum fjölgað gríð-
arlega. Fljótfengin orka er alls stað-
ar nálæg.“
Harðfiskur í hvert mál
Þó margt hafi breyst til batn-
aðar þá er það ekki einvörðungu svo,
til dæmis hefur fiskneysla Íslendinga
hrapað. „Við borðuðum gríðarlegt
magn af fiski hér áður, harðfiskur
var nánast borðaður eins og brauð í
flest mál. Annað sem hefur hrapað
og er mjög miður er gamla kornteg-
undin rúgur sem við borðuðum mikið
af, enda var hún ráðandi í því korni
sem flutt var inn. Þegar byrjað var
að flytja inn hveiti, tók það stuttan
tíma að bola burt rúgnum. Rúgur er
gamla norræna korntegundin sem
við ættum að líta aftur til því hún er
ákaflega holl og heilsusamleg, við
getum jafnað honum við grænmeti
og ávexti hvað það varðar.“
Minna af smjörlíki
En sem betur fer hefur margt
gott gerst í matarmálum og ekki vilj-
um við hverfa til baka til þess þegar
við lifðum á hertum þorskhausum og
margaríni. „Smjörlíkið kom fram á
sjónarsviðið í byrjun tuttugustu ald-
ar og var haft í staðinn fyrir smjör,
ódýrari vara. Smjörlíkið varð mjög
áberandi í mataræðinu hjá okkur og
fólk notaði það ofan á brauð og með
mat. En það hefur gjörbreyst undan-
farna áratugi, smjörlíkisneyslan hef-
ur minnkað úr 13 kílóum á mann á ári
niður í 3 kíló, sem er gott, því okkur
veitti ekki af að minnka hörðu fituna í
fæðunni og þessi vara innhélt líka
mikið af transfitusýrum. Nú notar
fólk meira mýkri fitu í stað smjörlíkis
eða smjörs, eins og matarolíu eða
ólífuolíu.“ Landsmenn eru nú með-
vitaðri um hollustu og meira er rætt
um þá hluti. „Margar brauðgerðir
eru líka farnar að vanda meira fram-
leiðsluna, nota annarskonar fitu í
stað hertu fitunnar sem inniheldur
mikið af transfitusýrum. Í það
minnsta eru miklu meiri möguleikar
á að nálgast heilsusamlegri vöru en
nokkurntíma áður í sögu þjóðar-
innar. Við höfum valið, er okkur sagt,
en það blasir samt við að verðlag á
hollustuvörum og aðstæður fólks eru
þannig að það búa ekki allir við sömu
valmöguleikana í þessu efni.“
Minna af mör í slátri
Víða sést viðleitni til meiri holl-
ustu, sykurþrungnum hnallþórum
hefur fækkað á veisluborðum og
skólarnir leitast við að bjóða börn-
unum upp á hollari mat. „Og nú þeg-
ar fólk er aftur farið að taka slátur þá
hafa uppskriftirnar breyst, gömlu
uppskriftirnar innihéldu mun meiri
mör. Sömuleiðis er áhersla á að
minnka salt í mat, sem er mjög mik-
ilvægt. Mesta saltið sem við fáum er
reyndar í tilbúnum vörum, svo það er
matvælaframleiðandinn sem ræður
þessu gjarnan. En víða er verið að
gera góða hluti og það er til dæmis
algengara að fólk drekki vatn í stað
gosdrykkja.“
Hollt þarf ekki að vera dýrt
Laufey segir að þó svo að Ís-
lendingar hafi aukið grænmetisátið
þá séum við með einna minnstu
grænmetisneyslu Evrópuþjóða. „Við
erum á réttri leið, en þó hafa komið
afturkippir. Eftir bankahrunið
minnkaði neysla á grænmeti og
ávöxtum í fyrsta sinn eftir að mæl-
ingar hófust hjá Manneldisráði upp
úr 1950. Fram að því hafði þetta auk-
ist jafnt og þétt. Væntanlega hefur
Hertir þorskshausar
ekki lengur á borðum
Við upphaf tuttugustu aldar var fæðuúrval lítið hér á landi en gífurlegar breyt-
ingar hafa orðið, flestar til góðs en þó ekki allar. Íslendingar hafa nú meiri mögu-
leika á að nálgast heilsusamlegri vöru en nokkurntíma áður í sögu þjóðarinnar.
Næringarfræðingur Laufey segir
flest hafa breyst til batnaðar.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur
opnað nýja heimasíðu, Heimilisidnad-
ur.is. Síðan er hin myndarlegasta og
þar má finna allar upplýsingar um
starfsemi félagsins. HFÍ býður upp á
fjölda námskeiða og á síðunni má sjá
yfirlit yfir námskeið á vorönn 2011,
þá má til dæmis læra að prjóna,
hekla, sauma út, gera þjóðbúninga,
vefa, sauma úr leðri og endurhanna
úr gömlum fötum.
Á forsíðu síðunnar má sjá fréttir
og upplýsingar um prjónakaffihús,
hannyrðakvöld og fleira tengt hand-
verki sem félagið stendur fyrir.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands er
stofnað 12. júlí 1913. Hlutverk þess er
að vernda þjóðlegan íslenskan heim-
ilisiðnað, auka hann og efla, stuðla
að vöndun hans og fegurð og vekja
áhuga landsmanna á því að framleiða
fallega og nytsama hluti, er hæfi
kröfum nýs tíma með rætur í þjóð-
legum menningararfi.
Heimilisiðnaðarfélagið rekur einn-
ig verslun í Nethyl 2e og þar er hægt
að fá allt efni og tillegg fyrir íslenska
þjóðbúninga, úrval af íslensku bandi,
léttlopa, kambgarni, einbandi og
lopa, ýmislegt til vefnaðar og flest
það sem þarf af efnum og verkfærum
í tengslum við námskeið HFÍ.
Vefsíðan www.heimilisidnadur.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Heimilisiðnaður Það má læra að prjóna og sauma þjóðbúninga hjá HFÍ.
Þjóðlegur heimilisiðnaður
Gleðileikurinn Síðasti dagur Sveins
skotta verður sýndur í Tjarnarbíói á
morgun, fimmtudag, og föstudaginn
28. janúar. Það er svört kómedía sem
gerist á 17. öld og fjallar um Svein
Björnsson þjóf, nauðgara og galdra-
mann sem var hengdur í Rauðu-
skörðum á Barðaströnd 1648. Síðasti
dagur Sveins skotta gerist á síðasta
ævidegi Sveins þar sem hann bíður
aftöku sinnar og rifjar upp líf sitt og
ástæður þess að svona er komið fyrir
honum.
Uppsetningin er í samstarfi Lýð-
veldisleikhússins í Reykjavík og
Kómedíuleikhússins á Ísafirði.
Endilega …
… sjáið síðasta dag Sveins skotta
Leikverkið Síðasti dagur Sveins skotta er sýnt í Tjarnarbíói á morgun og hinn.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Afríkudagar standa nú yfir ávegum Barnaheilla-Savethe Children á Íslandi ogAfríka 20:20-félag áhuga-
fólks um málefni Afríku sunnan Sa-
hara. Meðal þess sem boðið er upp á
er ljósmyndagjörningur þar sem
myndir Páls Stefánssonar ljósmynd-
ara frá Afríku eru settar upp á sýn-
ingarstöðum víða um bæinn, boðið er
upp á tvær málstofur um málefni Afr-
íku, Bíó Paradís sýnir myndir um lífið
í Gíneu-Bissá auk þess sem börn og
unglingar hér og þar um borgina
setja sig í einn dag í spor ungviðis í
Afríku.
Markmiðið með Afríkudögunum
er að vekja athygli á málefnum Afr-
íku og afla fjár til stuðnings mennt-
unarverkefni Barnaheilla í Pader-
héraði Norður-Úganda.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
höldum þessa daga. Hugmyndin að
þeim kviknaði út frá bókinni Áfram
Afríka eftir Pál Stefánsson ljósmynd-
ara sem kom út í fyrra. Páll hafði
ferðast um Afríku og tekið myndir og
hann, og þeir sem gáfu út bókina,
vildu styrkja menntaverkefni okkar í
Norður-Úganda með uppboði á
myndunum. Við ákváðum að gera
meira úr því og hafa Afríkudaga og
erum í samstarfi
við Afríku 20:20, “
segir Petrína Ás-
geirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Barnaheilla.
Páll Stef-
ánsson gefur ljós-
myndir sínar sem
seldar verða á
uppboði í lok Afr-
íkudaganna, hinn
28. janúar, í húsakynnum Barna-
heilla. Um er að ræða þögult uppboð
og ágóðinn rennur til menntunar-
verkefnisins.
Börn bera vatnsfötur
á höfðinu
„Það er margt í gangi á Afr-
íkudögum, t.d. eru myndirnar hans
Páls sýndar víða um borg. Við erum
að vinna með Snælandsskóla þar sem
krakkar í áttunda bekk taka þátt. Í
dag ætla stelpurnar að bera vatn á
höfðinu marga kílómetra og strák-
arnir ganga í skólann, þau hafa verið
að kynna sér aðstæður barna í Afríku
og þau ætla að prófa að setja sig í
spor sumra jafnaldra sinna í álfunni.
Börn í 6. flokki Breiðabliks settu sig í
spor barna í Afríku í gær með því að
spila án hefðbundins skóbúnaðar með
fótbolta sem þau gerðu sjálf.
Svo eru málstofur, í dag í Há-
skólanum í Reykjavík þar sem ég
mun meðal annars segja frá mennta-
verkefni okkar í Úganda og á morgun
er málstofa í HÍ þar sem er verið að
fjalla um fleiri lönd í álfunni,“ segir
Petrína. Hún vonast til að með Afr-
íkudögum náist að vekja athygli á álf-
unni, margbreytileika hennar og
mannlífi.
„Við vonumst líka til að vekja at-
hygli á menntaverkefni okkar í Norð-
ur-Úganda og við vonum að ljós-
myndauppboðið gefi okkur eitthvert
fjármagn svo við getum haldið áfram
að styrkja það.“
Samfélag í miklum sárum
Petrína er tiltölulega nýkomin
frá Úganda þar sem hún hitti börn og
foreldra, samstarfsaðila Barnaheilla
og skólayfirvöld. „Við erum búin að
leggja 53 milljónir í uppbyggingar
menntastarfsins í norðurhluta lands-
ins frá árinu 2007 og við fórum út til
að fylgja eftir þessum stuðningi og
meta stöðuna,“ segir Petrína.
Spurð hvað hafi áunnist segir
Petrína það vera margt en enn sé
langt í land.
„Það var þarna stríð í tuttugu ár,
því lauk fyrir þremur árum. Það
skortir allan innviði í samfélaginu,
það var allt eyðilagt. Þetta er sam-
félag í miklum sárum og það er eig-
inlega ekkert þarna. Við sáum að
Petrína
Ásgeirsdóttir
Afríkudagar í Reykjavík
Á föstudaginn verður haldið þögult uppboð á Afríkumyndum Páls Stefánssonar
til styrktar menntunarverkefni Barnaheilla í Pader-héraði í Norður-Úganda.
ÞORRINN 2
011
Þorrahlaðborð
– fyrir 10 eða fleiri –
1.990
kr. á mann
www.noatun.is