Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings urnar þrjár komu fram. Það hefði sparað einhvern pening en hann fengist ekki til baka. Tveir stjórnarþingmenn voru mun jákvæðari. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði hugsjónina um stjórnlagaþing enn í fullu gildi og ákvörðun Alþingis að efna til stjórnlaga- þings þess þá heldur. Þá ákvörðun hefði Hæsti- réttur ekkert með að gera. „Við endurtökum bara kosninguna og stöndum óaðfinnanlega að verki,“ sagði Þráinn en félagi hans í meirihlutanum, Ró- bert Marshall, formaður allsherjarnefndar, nefndi að auki annan kost; að Alþingi staðfesti kjörið með einum eða öðrum hætti, s.s. með því að kjósa þá sem hefðu þegar verið valdir í sérstaka stjórnlaga- nefnd. „Að hætta við kemur ekki til greina,“ sagði Róbert og bætti við að stjórnlagaþingið yrði ekki af þjóðinni tekið. Þá velti Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, fyrir sér áhrifum af pólitískum skipunum dómara í Hæstarétt. „Við vitum hverjir voru á móti stjórnlagaþinginu og vildu eyðileggja það. Við skulum ekki láta það takast.“ Morgunblaðið/Ernir Alþingi Niðurstaða Hæstaréttar um stjórnlagaþingið varð tilefni sérstakrar umræðu á Alþingi síðdegis í gær. Ögmundur Jónasson reyndi að róa þingheim. Dæmi um ógöngur ríkisstjórnarinnar  Fjörugar umræður fóru fram á Alþingi í gær um ákvörðun Hæstaréttar  Stjórnarandstaðan taldi niðurstöðu réttarins vera ríkisstjórninni til vansa „Ákvörðun Hæstaréttar er afdráttarlaus, kosn- ingin var dæmd ógild og framhjá því verður ekki horft. Á hitt er á að líta að þegar málin eru skoðuð í reynd var ekki gengið á hlut eins eða neins. Eng- inn varð fyrir skaða,“ seg- ir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að niður- staðan í kosningunum hefði, eftir því sem best er vitað, ekki orðið önnur þrátt fyrir breytt skipulag. „Ég tel rétt að við skoðum málið í þessu samhengi. Þegar menn taka stórt upp í sig í áfellisdómum þá er ekki inni- stæða fyrir slíku.“ Ögmundur segir að nú þurfi þingið að taka ákvörðun um næstu skref. „Mín skoðun er sú að ekki verði horft framhjá því að kosningin hefur verið dæmd ógild. Jafnframt segi ég að stjórnlagaþing verði að ná fram að ganga. Ef við leggjum þá saman tvo og tvo er niður- staða mín því að endurtaka eigi kosninguna. En það er auðvitað Alþingis að ákveða.“ haa@mbl.is Kosningin verði endurtekin ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur Jónasson ’ Stjórnlagaþingið tökum við ekki frá þjóðinni. Jóhanna Sigurðardóttir ’ Við stöndum nú frammi fyrir því, að taka ákvarðanir um næstu skref. Þau geta verið nokkur og mik- ilvægt er að þingið íhugi nú hvert næsta skref er í þessari stöðu. Jóhanna Sigurðardóttir ’ [Kostirnir] geta verið nokkrir. Einn er að hætta við stjórnlagaþingið, sem mér finnst alls ekki koma til greina. Annar að leiðrétta ágallana í framkvæmdinni og kjósa aftur með þeim kostnaði sem því fylgir. Hugs- anlega mætti einnig veita Alþingi heim- ild með lögum til að kjósa 25 fulltrúa á stjórnlagaþingið. Mögulega þá sömu og þjóðin hefur kosið, meti Alþingi lýðræð- islegt umboð þeirra fullnægjandi. Jóhanna Sigurðardóttir ’ Þetta er í fyrsta skipti, þetta er í fyrsta skipti, í sögu þessa lýðræð- isríkis að Hæstiréttur telur sig knúinn til þess að ógilda almennar kosningar. Og það er ekki gert vegna þess að ein- hver smámál eru athugaverð. [...] Það er vegna þess að lagasetningin sem undir þessu hvílir er svo skökk að Hæstiréttur, æðsti dómstóll þjóð- arinnar, gat ekki annað en fallist á það að ógilda kosningarnar. Ólöf Nordal ’ Það var farið af stað með allt of miklu offorsi í þessa lagasetningu og menn eru að fara í tilraunastarfsemi í grundvallarmáli þegar verið er að halda almennar kosningar. Ólöf Nordal ’ Ég hygg að í hefðbundnum lýðræð- isríkjum, og það ætti Ísland heldur betur að vera, myndi hæstvirtur for- sætisráðherra íhuga vandlega þá stöðu sem upp er komin í þessu efni. Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til að gera einmitt það. Að nýta þennan dag til þess að íhuga þá stöðu sem upp er komin, þegar að vegna vinnubragða þessarar ríkisstjórnar er nauðsynlegt að ógilda almennar kosningar. Ólöf Nordal ’ Ég vek athygli á því, að í engu til- viki telur nokkur maður að á sér hafi verið brotið eða að niðurstaðan hefði orðið önnur ef aðfinnsluatriði Hæstaréttar hefðu ekki verið fyrir hendi. Ögmundur Jónasson ’ Til hamingju með daginn, rík- isstjórn. Það mistekst allt hjá ykk- ur sem þið komið nálægt. Vigdís Hauksdóttir ’ Ég lýsi ábyrgð þessa úrskurðar [...] beint heim til föðurhúsanna. Beint heim til barnsmóður stjórnlagaþings- ins, hæstvirts forsætisráðherra, Jó- hönnu Sigurðardóttur. Vigdís Hauksdóttir ’ Með lagakrókum hefur tekist að leggja stein í götu stjórnlagaþings [...] Við endurtökum bara kosninguna og stöndum óaðfinnanlega að verki. Þráinn Bertelsson ’ Á hvaða braut erum við komin þeg- ar við ætlum ekki aðeins að láta þjóðþing Íslendinga stjórnast af ótta heldur ætlumst til þess að dómstól- arnir geri það líka. Þess vegna segi ég: Guði sé lof fyrir Hæstarétt og Guði sé lof fyrir það, að dómstólarnir hafa sýnt það að þeir hafa ekki látið etja sér út í að elta tíðarandann á röndum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ’ Að hætta við kemur ekki til greina. Það kemur ekki til greina að taka stjórnlagaþingið frá þjóðinni. Það verð- ur ekki frá þjóðinni tekið. Róbert Marshall ’ Ég veit það að íhaldið er órólegt, af því þeir vilja ekki stjórnlagaþing. Þeir eru skíthræddir um það að þá komi inn ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyrir. Það er að auðlindirnar verði í þjóðareign. Jóhanna Sigurðardóttir Orðrétt á Alþingi Tíðindin af niðurstöðu Hæstaréttar um stjórn- lagaþing bárust inn í þingsal um þrjúleytið í gær, í miðri umræðu um brunavarnir. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta og fór fram á að Alþingi tæki málið tafarlaust á dagskrá og forsætisráð- herra yrði fenginn í þingsal. Tóku nokkrir þing- menn til máls um fundarstjórn og að endingu gerði forseti Alþingis hlé á dagskránni. Síðar var boðað til formlegrar umræðu í þinginu. Kom inn í miðja umræðuBAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Umræðurnar á Alþingi í gærdag um ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlaga- þings voru fjörugar. Fyrir utan ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem fjallað er um á öðrum stað á þessari opnu, tóku til máls varaformaður Sjálfstæðisflokks, formaður Fram- sóknarflokks, innanríkisráðherra og formaður allsherjarnefndar Alþingis svo einhverjir séu nefndir. Líkt og iðulega skipti í tvö horn með stjórn og stjórnarandstöðu. Svo stiklað sé á stóru má nefna að Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vandaði ríkis- stjórninni og meirihluta þingsins ekki kveðjurnar. Hún sagði allt þetta mál, þ.e. stjórnlagaþingið, meirihlutanum til vansa og stjórnlagaþing ekki haldið miðað við ákvörðun Hæstaréttar. Hún sagði pólitíska óvissu á Íslandi mikla og nú bættist við að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hefðu fengið áfellisdóm Hæstaréttar. „Þetta er enn eitt dæmið um þær ógöngur sem stjórn þessa lands er komin í,“ sagði Ólöf. Á sömu línu var Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem lýsti ábyrgð á hendur for- sætisráðherra sem hún nefndi svo pent „barns- móður stjórnlagaþingsins“. Hún sagði allt mistak- ast sem ríkisstjórnin kæmi nálægt og tók fram að ekki væri séð fyrir endann á þessu máli. Hugs- anlega myndu jafnvel einhverjir stjórnlagaþings- menn fara í skaðabótamál „gegn þessari vesölu ríkisstjórn“. Ennfremur lýsti Vigdís furðu sinni á því að ríkisstjórnin skyldi ekki grípa í taumana og stöðva undirbúning stjórnlagaþings þegar kær-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.