Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tekist var á í þingsölum í aðdraganda samþykktar laga 90/2010 um stjórn- lagaþing. Frumvarpi til laga um stjórnlagaþing var upphaflega dreift á Alþingi hinn 4. nóvember 2009, en varð loks að lögum 16. júní 2010. Eitt þeirra skilyrða sem Framsóknar- flokkurinn setti fram gegn því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna vantrausti var að efna skyldi til stjórnlagaþings. Til marks um þá staðreynd má líta til ummæla Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, á þingi hinn 12. júní síðastliðinn: „Við settum fram þrjú skilyrði og eitt af þeim var stjórnlagaþingið þannig að nú, rúmu ári seinna, getum við sagt að minni- hlutastjórnin sé að standa við loforð sitt gagnvart Framsóknarflokknum. Til hamingju, Ísland og til hamingju, þingmenn.“ Snemma sett á oddinn Forystumenn minnihlutastjórnar- innar hófu fljótlega í kjölfar mynd- unar stjórnarinnar að vekja máls á því að stjórnlagaþing væri það sem koma skyldi. Í aðsendri grein í Morg- unblaðinu hinn 7. mars 2009, um sjö vikum fyrir alþingiskosningar, skrif- aði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra að virkja þyrfti þann kraft, sem fælist í þeirri umræðu sem fram hefði farið um framtíðarskipan sam- félagsins. Stjórnlagaþing skyldi verða að veruleika: „Loks er gert ráð fyrir því að ákvæði um stjórnlagaþing bæt- ist í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði verður stjórnskipuleg heimild eða grundvöllur fyrir því að efna til stjórnlagaþings, en nánari útfærsla á störfum og skipulagi þingsins verður sett með almennum lögum. […] Ég vil leggja áherslu á að gert er ráð fyrir nánu samráði milli stjórnlagaþingsins og Alþingis um gerð frumvarps til nýrrar stjórnarskrár, ekki síst til að tryggja eins og framast er kostur vandaða meðferð málsins.“ Rætt um að kjósa strax Upphaflega var rætt um að kosið skyldi til stjórnlagaþings samfara kosningum til Alþingis, sem fóru fram 25. apríl 2009. Ekki tókst að afgreiða málið frá Alþingi í tæka tíð, svo það væri mögulegt. Ný framboð settu stjórnlagaþing í kjölfarið í forgrunn sem eitt baráttumála sinna. Þannig skrifaði Þráinn Bertelsson, efsti mað- ur á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Morgunblaðið í apríl 2009, að þáver- andi flokkar á Alþingi væru ekki færir um að knýja fram nauðsynlegar lýð- ræðisumbætur: „Takmark Borgara- hreyfingarinnar er að færa völdin frá flokksræði til lýðræðis. Ef sá sem þetta les treystir í raun og sannleika Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu til að rannsaka hrun- ið ofan í kjölinn getur viðkomandi í góðri trú haldið áfram að kjósa þá yfir sig og búið sig undir frekari hörm- ungar. Ef sá sem þetta les telur að VG muni með Samfylkingunni sigla okk- ur heilu og höldnu út úr kreppunni þá hefur viðkomandi gleymt því að þess- ir flokkar eru nú andstæðir pólar.“ Sem kunnugt er hefur Þráinn Bert- elsson nú gengið til liðs við Vinstri- græna. Fáum bara eitt tækifæri Margrét Tryggvadóttir, þingmað- ur Hreyfingarinnar, sagði í annarri umræðu um málið á þingi að aðeins gæfist eitt tækifæri til að ráðast í breytingu á stjórnarskránni: „Því kalla ég eftir stjórnlagaþingi fólksins í landinu, stjórnlagaþingi, sem öllum íslenskum þegnum finnst koma sér við. Við fáum bara þetta eina tækifæri til að eiga þetta samtal. Landsmenn allir: Gerum þetta vel og göngum alla leið,“ sagði hún. Stjórnarliðar tjáðu sig vitanlega líka um frumvarpið á þingi, þegar unnið var að afgreiðslu þess til laga. Eins og áður sagði tók frumvarpið miklum breytingum í meðförum þingsins, og af því tilefni sagði Val- gerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég vil hins veg- ar mótmæla því sem ég las eða heyrði einhvers staðar í gær eða í morgun að búið væri að útvatna stjórnlagaþing- ið. Svo er hreint ekki. En ef vel tekst til getur vel verið að við fáum krydd- legið stjórnlagaþing.“ Ólína Þorvarð- ardóttir, Samfylkingunni, hafði uppi þessi orð: „Ég tel að málið hafi tekið farsælum breytingum í meðförum nefndarinnar. Þar hefur tekist að sætta andstæð sjónarmið og setja þau í lausnamiðaðan farveg, vandaðan farveg. Málið verður unnið að viturra manna ráði og þess jafnframt gætt að íslenskur almenningur eigi aðkomu að vinnunni með þjóðfundi og síðan fulltrúa á sjálfu stjórnlagaþinginu.“ Allsherjarnefnd hafði frumvarp til laga um stjórnlagaþing til umfjöllun- ar. Formaður nefndarinnar, Róbert Marshall, fullyrti við lokaafgreiðslu málsins að allsherjarnefnd hefði aldr- ei nokkurn tímann tekið sér eins lang- an tíma í afgreiðslu einstaks máls: „[É]g skynja það jafnframt í um- ræðunni að veruleg ánægja er með hvernig til hefur tekist hjá allsherj- arnefnd í þessu máli.“ Fáar hliðstæður „Það eru miklar væntingar til þess úti í þjóðfélaginu að þjóðin sjálf fái að fjalla um nýja stjórnarskrá og það er löngu tímabært að við komumst eitt- hvað áleiðis með þetta mál,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon skömmu fyrir afgreiðslu frumvarpsins. Jó- hanna Sigurðardóttir ritaði síðan á vefsíðu sína tveimur dögum fyrir kosningar til stjórnlagaþings: „Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræð- isþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. […] Með kosningun- um er gerð tilraun með nýtt kosn- ingafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefð- bundnum listakosningum.“ Morgunblaðið/Eggert Stjórnlagaþing Létt var yfir þeim 25 fulltrúum sem kosnir voru á stjórnlagaþing, er þeir komu saman í Þjóðmenningarhúsinu skömmu eftir kosningarnar í nóvember sl. Stjórnlagaþing verið þrætu- epli flokkanna frá upphafi  Forsætisráðherra vildi virkja kraftinn sem fælist í umræðunni um framtíðarskipan samfélagsins  Þingmenn sögðu miklum tíma varið í málið og mærðu vandaðan og lausnamiðaðan farveg þess Stjórnlagaþing » Framsóknarflokkurinn setti fram kröfu um boðun stjórn- lagaþings gegn því að verja minnihlutastjórn VG og Sam- fylkingar falli í febrúar 2009. » Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, ritaði grein í Morgunblaðið nokkrum vikum fyrir kosningarnar í apríl 2009 um mikilvægi stjórnlagaþings. Jóhanna hefur áður knúið á um boðun stjórnlagaþings, en hún lagði fram tillögu þess efnis á Alþingi árið 1995. » Eitt helsta baráttumál nýs framboðs, Borgarahreyfing- arinnar, í kosningunum í apríl 2009 var að stjórnlagaþing skyldi haldið. » Formaður allsherjarnefndar, Róbert Marshall, sagði þing- heimi að líklegast hefði nefnd- in aldrei eytt jafnmiklum tíma í einstakt mál og gert var í til- felli stjórnlagaþingskosning- anna. » Ólína Þorvarðardóttir benti á í umræðum á Alþingi að loks hefði tekist að koma stjórn- lagaþingsmálinu í vandaðan og lausnamiðaðan farveg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.