Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 15

Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 „Ég er í fyrsta lagi mjög undrandi, ekki endilega á dómnum sem slíkum heldur þessu máli öllu í heild sinni,“ segir Freyja Haraldsdóttir, stjórnlagaþing- maður. „Mér finnst mjög sorglegt að þeir vankantar sem nú hafa verið fundnir á kosningafyrirkomulaginu hafi ekki verið fyrirbyggðir í upphafi, því það hefði átt að vera mjög auðvelt að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp.“ Freyja segir dapurlegt að fylgjast með umræðum á Alþingi um málið þar sem mjög skorti á að tekið sé málefnalega á því hvað gerast þurfi næst. Lítið sé gert úr ákalli þjóðarinnar um breytingar. „Við berum öll ábyrgð, ríkisstjórnin, þeir sem standa að stjórnlagaþingi, dómsvaldið og við sem erum kjörin. Við þurfum öll að finna lausn á þessu máli. Það dap- urlegasta í stöðunni er ef þetta verður blásið af, því þetta er von margra um breytta tíma. Mér finnst það skylda stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stjórnlagaþing verði, því við getum ekki endurreist samfélag okkar án þess að endurskoða grunngildin.“ una@mbl.is Hefði átt að vera auðvelt að fyrirbyggja Freyja Haraldsdóttir „Ég var farinn að hlakka til að takast á við þetta en það verður bara að koma í ljós hvað verður, verri hlutir hafa gerst,“ segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur sem kjörinn var til stjórnlagaþings í nóvember síðastliðnum. Pawel segir það vissulega vonbrigði að kosningarnar séu ógildar. „En við búum í réttarríki og það má segja að það hlýtur að vera betra að búa í ríki þar sem dóm- arar fá þó að komast að þeirri niðurstöðu að kosningar séu ógildar, heldur en að búa í ríki þar sem það gerist aldrei. Það er ákveðið þroskamerki og þetta þing hafði þann jákvæða eiginleika að það var hægt að kæra þessar kosningar til Hæsta- réttar sem er ekki hægt með alþingiskosningar, þær eru bara kærðar til þingsins sjálfs sem er akkúrat eitt af því sem ég hefði talið nauðsynlegt að breyta í þeirri vinnu sem átti að vera framundan.“ una@mbl.is Jákvætt að hægt var að kæra kosningarnar Pawel Bartoszek Ómar Ragnarsson segir að ógilding stjórnlagaþings- kosninganna sé dapurlegar málalyktir. Hann vill þó að vinnan að endurbættri stjórnarskrá haldi áfram. „Ég tel fulla ástæðu til þess að þjóðin fái sáttmála sem er rök- réttur, skýr og nútímalegur og sem þjóðin geti sætt sig við,“ segir Ómar og neitar því að kosningarnar til stjórn- lagaþings hafi verið tækifæri sem nú sé farið í súginn. „Mér finnst þetta alls ekki glatað tækifæri vegna þess að ég tel að höfuðhugsunin og kannski ástæða þess að svona fór sé sú að við erum að flýta okkur of mikið og ætlum að gera þetta á litlum tíma. Þetta er heilmikið vandaverk og hvort þetta gerist ári fyrr eða seinna finnst mér algjört aukaatriði miðað við það að núlifandi kynslóð ætli að skila af sér verki sem á að standast tímans tönn og verða okkur til sóma.“ una@mbl.is Vandaverk sem á að standast tímans tönn Ómar Ragnarsson Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir það koma sér á óvart að kosningarnar hafi verið dæmd- ar ógildar. Hann segir það standa upp á stjórnvöld að greiða úr málum í kjölfar úrskurðarins. Stóra málið sé það að til hafi staðið frá upphafi þegar Íslendingar fengu sjálfstæði árið 1944 að þeir myndu sjálfir setja sér sína eigin stjórnarskrá í stað þess að láta duga að byggja á dönsku stjórnarskránni frá 19. öld. „Þetta tækifæri kom núna með þessum stjórnlaga- þingskosningum. Það er í sjálfu sér stórmerkileg til- raun. Ég vildi taka þátt í því og bauð mig því fram til þess. Ég er mest hugsi yfir því að við Íslendingar séum að missa af þessu tækifæri til þess að setja okkur okkar eigin stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. kjartan@mbl.is Íslendingar að missa af tækifæri? Eiríkur Bergmann Gísli Tryggvason segir það vonbrigði að kosningarnar hafi verið úrskurðaðar ógildar. Niðurstaða Hæstaréttar sé engu að síður ítarleg og málefnalega rökstudd. „Ég óttaðist þetta en bjóst nú kannski ekki við þessu. Þar sem ég er nú löglærður þá sá ég að þetta var alveg fræðilega möguleg niðurstaða þó mér hafi reyndar ekki fundist hún líkleg,“ segir Gísli. Hann telur þó tækifærið ekki farið í súginn með ákvörðun Hæstaréttar. „Ég held nú að bæði loforð um stjórnlagaþing og stjórnarskrárbreytingar í heilan mannsaldur, væntingar fjölmargra um það og svo kostn- aðurinn sem hefur verið lagður í þetta hljóti að leiða til þess að stjórnvöld láti af stjórnlagaþingi verða fyrr heldur en síðar. Boltinn er hjá stjórnvöld- um um hvernig það verður gert.“ kjartan@mbl.is Niðurstaða Hæstaréttar vonbrigði Gísli Tryggvason „Ég vil fá svör frá stjórnvöldum sem allra fyrst um hvernig þau ætli að bregðast við þessum dómi,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, fulltrúi á stjórnlagaþingi, sem ótt- ast að dýrmætt tækifæri hafi glatast. Frambjóðendur hafi fórnað tíma og fé í kosningabaráttu, þeir þurfi að fá svör um hvað niðurstaðan þýðir. Hún segist enn áhugasöm um taka sæti á stjórnlaga- þingi og myndi bjóða sig fram aftur ef kosið yrði að nýju. Hún velti hins vegar fyrir sér kostnaðinum við það. „Það er búið að eyða mörg hundruð milljónum í þetta. Stjórn- völd verða að velta fyrir sér hversu miklu meira er hægt að eyða. Þetta er bara mjög erfið staða. Ég spyr bara: finnst öllum réttlætanlegt að eyða fleiri milljónum í þetta verkefni en þeg- ar hefur verið gert?“ segir Inga Lind. kjartan@mbl.is Veltir fyrir sér kostnaði við að kjósa aftur Inga Lind Karlsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er nákvæmlega sú niðurstaða sem mér fannst eiga að koma en þorði ekki að trúa fyrr en á reyndi. Þetta er kórrétt niðurstaða hjá Hæstarétti,“ segir Gísli M. Auðbergsson, lögmaður á Eskifirði. Lögmannsstofa hans kærði framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings fyrir hönd eins kjósanda. Tveir almennir kjósendur kærðu framkvæmd kosn- inganna og einn frambjóðandi sem ekki náði kosningu. Kjósendurnir eru Óðinn Sigþórsson, bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði, og Þorgrímur S. Þorgrímsson, vélvirkja- og rennismíðameistari í Neskaupstað. Þeir létu ekki síst reyna á það hvort kosningaleynd hefði verið tryggð í kosningunum. Frambjóðandinn er Skafti Harðarson rekstrarstjóri sem gerði athugasemdir við að hafa ekki fengið tækifæri til að skipa umboðsmann við talningu at- kvæða. Óðinn og Skafti ráku mál sín sjálfir. „Sem margreyndum kjörstjórnarmanni varð mér strax ljóst að ef ekki væru ákvæði í lögum um stjórnlaga- þing um að haga mætti kosningunni á þann hátt sem gert var væri það ekki í lagi. Niðurstaða Hæstaréttar er því mjög eðlileg og rökrétt, miðað við það hvernig staðið var að kosningunum,“ segir Óðinn, þegar leitað er álits hans á ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Hann telur að með niðurstöðu sinni sé Hæstiréttur að veita stjórnvöldum áminningu um að fara eigi eftir lögum landsins. Gísli segir að losarabragur hafi verið á framkvæmd kosninganna. Telur hann að ef Hæstiréttur hefði skaut- að framhjá annmörkunum í ákvörðun sinni hefði það þýtt gengisfellingu kosningaframkvæmdar á Íslandi. Skafti Harðarson segist hafa gert sér grein fyrir því að kæra hans gæti leitt til aukins kostnaðar ríkissjóðs. „Umferðarlög og rauð ljós eru ekki bara einhver þæg- indamál heldur lög og reglur sem þarf að dæma eftir. Það gerði Hæstiréttur í þessu tilviki,“ segir Skafti. „Það ætti að flauta þingið af, að sjálfsögðu,“ segir Skafti um framhaldið. Vísar hann til þess hversu lítil þátttaka var í kosningunum og skoðanakannana um að kjósendum þætti peningunum illa varið í þetta mál. Gísli segir að það sé Alþingis að ákveða hvort kosið verði aftur til stjórnlagaþings eða látið við svo búið sitja, eftir ógildingu Hæstaréttar. Það sé pólitísk spurning en ekki lögfræðileg. Hann segir að lög um endurteknar kosningar sem úrskurðaðar eru ógildar eigi ekki við um kosningarnar til stjórnlagaþings. Ekki hafi verið vísað til þess ákvæðis kosningalaga. „Mér þykir einsýnt að láta eigi af svona tilraunastarf- semi við endurskoðun stjórnarskrárinnar enda hefur ekkert ríki gert þetta þannig,“ segir Óðinn og bætir því að heppilegast sé fyrir alla, stjórnvöld og almenning, að vinna málið eftir hefðbundnum leiðum. „Við höfum ekki misst af neinum strætó því við höfum alla möguleika á því að endurskoða stjórnarskrána með vandaðri hætti en hér var stofnað til,“ segir hann. „Það ætti að flauta stjórnlagaþingið af“  Kórrétt niðurstaða hjá Hæstarétti, segir lögmaður Óðinn Sigþórsson Skafti Harðarson Þorgrímur S. Þorgrímsson Morgunblaðið/Eggert Kjörbréf Nokkrir af þeim fulltrúum sem fengu úthlutað sæti á stjórnlagaþingi taka við kjörbréfum sínum. „Það kemur manni svolítið á óvart að í svona stóru verkefni skuli ekki vera hugsað um að samræma kosn- ingalögin og framkvæmdina, það er það sem maður er mest hissa á,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir alþjóða- stjórnmálafræðingur og einn stjórn- lagaþingsmanna. Framkvæmdin sé dýr mistök. „En auðvitað er maður mest svekktur vegna þess að ég hefði ekki boðið mig fram nema þetta væri verkefni sem ég trúi að sé mikilvægt og er tilbúin að taka þátt í. Nú veit maður ekki hvernig eða hvenær það verður, hvort það verður farið í aðr- ar kosningar og hvort maður er þá tilbúinn í það.“ Hún segist ekki geta tjáð sig um hvort rétt sé að kjósa aft- ur. Það sé verkefni Alþingis að skoða framhaldið. una@mbl.is Hissa á að svo stórt verkefni hafi ekki verið betur hugsað Silja Bára Ómarsdóttir „Þeir sem hafa völd í íslensku samfélagi vilja að sjálfsögðu ekki breyta stjórnarskránni. Þeir munu nota hvert tækifæri til að koma í veg fyrir það og þetta er bensín á það bál,“ segir Andrés Magnússon læknir og einn stjórnlagaþingsmanna aðspurður hvort hann telji að stjórnlagaþing sé úr sögunni. Andrés telur eðlileg- ast að endurtaka kosningarnar. „Ég tel að þetta sé gífurlega mik- ilvægt verkefni, að það sé hægt að koma fram mörgum góðum breyt- ingum á stjórnarskrá og að það sé mjög athyglisverð aðferð að kjósa fulltrúa frá þjóðinni. 100-200 millj- ónir eru lítill verðmiði fyrir bætt lýðræði, lýðræði má kosta, þannig að mér finnst það engin rök gegn nýrri kosningu að það kosti 200 milljónir.“ una@mbl.is Valdhafar vilja ekki breytta stjórnarskrá Andrés Magnússon „Ég er tvímæla- laust þeirrar skoðunar að á mínum rétti hafi verið brotið, sem frambjóðandi,“ segir Þorsteinn Arnalds, sem bauð sig fram til stjórnlagaþings. Hann er ósam- mála orðum Ög- mundar Jónassonar innanrík- isráðherra á Alþingi í gær að þótt Hæstiréttur hefði ákveðið að kosn- ingin væri ógild hefði ekki verið brot- ið á neinum. Þorsteinn segist hafa lagt í tölu- verðan kostnað við að kynna sitt framboð. Hann ætli að reyna að fá þann kostnað endurgreiddan en kostnaðarsamt og tímafrekt sé að leita réttar síns. Þá segir Þorsteinn að sér hafi verið misboðið þegar for- maður landskjörstjórnar heimilaði ekki frambjóðendum að hafa fulltrúa á kjörstað til að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna. jonpetur@mbl.is Telur að brotið hafi verið á rétti sínum sem frambjóðandi Þorsteinn Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.