Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Á Alþingi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra var íbyggin á svip í gær þegar stjórnlagaþingsumræður fóru fram en öllu þyngra var yfir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra.
Ernir
Samið hefur verið
„Frumvarp til laga um
breytingu á lögum um
náttúruvernd, nr. 44/
1999, með síðari breyt-
ingum.“(Lagt fyrir Al-
þingi á 139. löggjaf-
arþingi 2010-2011.) Ég
vil hvetja fólk til að lesa
frumvarpið í núverandi
mynd sem má finna á
vef umhverfisráðuneyt-
isins. Það er áhugavert fyrir alla að
skynja þar þann nýja tón sem sleginn
er í viðhorfum til ræktunarstarfs í
landinu.
Titillinn lætur lítið yfir sér já – en
1. grein býr lesandann strax undir
það sem koma skal. „Ágeng framandi
lífvera“ er nefnd strax í fyrstu línu.
Manni dettur ósjálfrátt í hug leikritið
Innrásin frá Mars. En gamanlaust þá
er þetta hugtak rauði þráðurinn í
hrollvekju frumvarpsins sem boðar
afnám frelsis ein-
staklingsins til gróð-
ursetningar og rækt-
unarstarfa á Íslandi.
Það eru boðuð áður
óþekkt höft á ræktun í
landinu, þar sem mið-
stýring ráðuneytis og
hugmyndafræði um
„ágengar framandi líf-
verur“ skal taka við af
grasrótarstarfi almenn-
ings sem hefur skilað
okkur óendanlega mikl-
um lífsgæðum. Í staðinn
skal umhverfisráðherra taka sér allt
vald til að ákveða hvaða plöntur eru
óvinir ríkisins og hvar þær þarf að
uppræta hvar sem þær finnast. Það
er algerlega ný hugsun að setja rækt-
unarstarfi skorður með handafli en
við þekkjum vel skorður vegna van-
kunnáttu, veðurfars og norðlægrar
legu landsins.
Tímamót urðu á Íslandi á fyrri
hluta síðustu aldar í viðhorfum til
uppgræðslu og ræktunar almennings
í kjölfarið á frumkvöðlastarfi fram-
sýnna manna og aðstoð vinaþjóða.
Það sannaðist að unnt væri að rækta
fleira en áður var talið gerlegt hér á
landi. Fáir tóku sér þá í munn orðið
skógur en litlir kantaðir skógarreitir
sem við þekkjum öll af ferðum okkar
um landið eru til vitnis um þann
áhuga sem ríkti þrátt fyrir margs
konar mótdrægni. Birkiskógarnir
gömlu hafa alltaf verið okkar stolt og
þeim höfum við Íslendingar sinnt æ
betur með vaxandi áhuga og þekk-
ingu í skógrækt.
Eftir a.m.k. 50 ára lærdóm af rækt-
unarstarfi í landinu hafa augu okkar
lokist upp fyrir því að fjöldi tegunda á
sér líf í íslenskri mold ef rétt er að
staðið og nýlega heyrum við af rækt-
un ávaxtatrjáa sem kom öllum gleði-
lega á óvart. Ræktun á Íslandi hefur
alfarið byggst á framtaki almennings,
áhugasamtaka og bænda með sér-
fræðinga sér við hlið. Þekking hefur
aukist til muna allra síðustu áratugi
og ekki síður áræðni í að prófa nýjar
tegundir samfara batnandi loftslagi
a.m.k í bili. Sú ræktunargleði sem
ríkir hér á landi og hið góða veðurfar
á enga samleið með hugmyndafræði
umhverfisráðuneytisins sem vill skil-
greina margar okkar helstu trjáteg-
undir sem „ágengar framandi líf-
verur“ og gefur tóninn um hvað
þeirra bíður í framtíðinni. Þetta
frumvarp í núverandi mynd gengur í
berhögg við og ógnar ræktunarstarfi
almennings. Það leggur einfaldlega
dauða hönd kerfisins á margra ára-
tuga þrotlausa vinnu við að græða
upp landið og finna nýjar tegundir
sem geta þrifist hér.
Það er fleira hrollvekjandi í frum-
varpinu en ofuráherslur á hömlur s.s.
eftirlits- og skattheimtukerfi á rækt-
un almennings í landinu. Eða hvernig
stóð á því að garð- og skógræktarfólk
um allt land hafði ekki aðkomu að
samningu þessa frumvarps en fær
eingöngu að gefa umsögn undir óvið-
unandi tímapressu. Hvers vegna fær
maður það á tilfinninguna að hópur
„sérfræðinga“, sem óttast ekkert
meir en „ágengar framandi lífverur“ í
náttúru Íslands, hafi viljað sitja óá-
reittur við samningu frumvarpsins,
með sína hugmyndafræði vitandi það
að ræktendur á öllum sviðum eru
þessum hugmyndum algerlega and-
snúnir. Og enn fremur vitandi það að
almennt er engin sátt um það í land-
inu hvenær skal telja lífveru „fram-
andi“. Ég spyr: Er vilji fyrir því í
ráðuneytinu að þröngva þessari hug-
myndafræði upp á ræktunarstarf al-
mennings á Íslandi? Nú er þetta
frumvarp til umsagnar m.a. hjá aðild-
arfélögum Skógræktarfélags Íslands
í nokkra næstu daga og hvet ég alla
sem bera hag garð- og skógræktar á
Íslandi fyrir brjósti að kynna sér
frumvarpið og láta sig málið varða.
Eftir Kristjönu
Bergsdóttur » Það er algerlega
ný hugsun að
setja ræktunarstarfi
skorður með handafli
en við þekkjum vel
skorður vegna van-
kunnáttu, veðurfars
og norðlægrar legu
landsins.
Kristjana Bergsdóttir
Höfundur er kerfisfræðingur og er
stjórnarmaður í Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. (www.heidmork.is)
Ágengar framandi lífverur
Öllum má vera ljóst að
mikið þarf til að koma til að
Hæstiréttur ógildi almennar
kosningar í landinu. Það hef-
ur nú gerst og fram hjá
þeirri niðurstöðu verður ekki
komist. Lögin um stjórnlaga-
þing, sem meiri hluti Alþingis
samþykkti síðastliðið sumar,
fela Hæstarétti að úrskurða í
kærumálum vegna kosning-
anna. Sú niðurstaða liggur nú
fyrir og ákvörðun réttarins er
bæði samhljóða og skýr. Þar kemur fram
að þeir fjölmörgu annmarkar, sem bent
hefur verið á í sambandi við kosningarnar,
leiði til ógildingar þeirra. Ógilding kosn-
inganna verður til þess að óbreyttu, að
ekki verður af því stjórnlagaþingi, sem
gert var ráð fyrir að tæki til starfa í næsta
mánuði.
Næstu daga þurfa menn innan þings og
utan auðvitað að fara yfir hvað fór úr-
skeiðis. Við fyrstu sýn virðist ljóst að ræt-
ur vandans liggja í þeirri lagasetningu,
sem ríkisstjórnin hafði frumkvæði að og
þingið samþykkti, með atkvæðum stjórn-
arflokkanna og hluta stjórnarandstöð-
unnar. Þar var um að ræða tilraunastarf-
semi, sem leiddi til ótal vandamála í
framkvæmd. Það er ekki stórmannlegt af
einstaka ráðherrum og þingmönnum að
reyna að varpa allri ábyrgðinni í því sam-
bandi á þá sem þurftu að framfylgja lög-
unum, hvort sem um var að ræða lands-
kjörstjórn eða embættismenn.
Hvað sem öðru líður hlýtur
ábyrgðin að hvíla þyngst á
þeim, sem komu málinu af
stað og linntu ekki látunum á
þingi fyrr en það var á end-
anum afgreitt. Þar var for-
sætisráðherra fremstur í
flokki.
Óháð forsögu málsins
stendur Alþingi nú frammi
fyrir tveimur valkostum. Ann-
ars vegar væri hugsanlegt að
setja málið á ís, um sinn að
minnsta kosti. Þá gæfist kost-
ur á að fara yfir allan grundvöll málsins,
hvort og þá hvernig ætti að efna til stjórn-
lagaþings, hvenær og með hvaða hætti
ætti að kjósa, og svo framvegis. Vonandi
gæti sú umræða orðið yfirvegaðri og skyn-
samlegri en þegar málið kom síðast til
kasta þingsins.
Hins vegar er auðvitað hægt að fara þá
leið að fara strax í nýja lagasetningu, þar
sem reynt yrði að takast á við vandamálin,
sem upp komu í kosningunum í nóvember
og færa til betri vegar þau atriði sem
Hæstiréttur taldi að leiða ættu til ógild-
ingar. Þá þyrfti að sjálfsögðu að kjósa að
nýju til stjórnlagaþings og fresta öllum
tímasetningum í samræmi við það. Væri
reynt að fara þessa leið er hins vegar rétt
að hafa í huga, að alls ekki er víst að málið
nyti sama stuðnings á Alþingi og á síðasta
ári. Þar kemur margt til, auk þeirra
vandamála sem í ljós hafa komið varðandi
sjálft kosningafyrirkomulagið. Í fyrsta lagi
er alltaf að verða skýrara og skýrara að
ekkert samhengi var milli ákvæða stjórn-
arskrárinnar og þeirra vandamála sem
leiddu til bankahrunsins 2008. Stjórnlaga-
þing og breytingar á stjórnarskrá í ein-
hverju bráðræði eru ekki heldur með nein-
um hætti svar við þeim vandamálum sem
hrunið olli. Þá hefur komið í ljós að kostn-
aður við stjórnlagaþing verður fyr-
irsjáanlega miklu meiri en gert var ráð
fyrir á síðasta ári. Síðast en ekki síst er
áhugi almennings á stjórnlagaþingi mun
minni en nokkurn grunaði. Kjörsóknin í
nóvember sýndi svo ekki verður um villst
að hugmyndir um stjórnlagaþing eiga ekki
neinn sérstakan hljómgrunn hjá miklum
meiri hluta landsmanna. Fleira mætti
nefna, en allt þetta hlýtur að vera þing-
mönnum verulegt umhugsunarefni.
Um þetta verður auðvitað fjallað á
næstu dögum. Boltinn er augljóslega hjá
ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum á
þingi. Sennilega mun forsætisráðherra
skipa nefnd til að fjalla um málið og að svo
stöddu er ekki ástæða til að amast við því.
Ríkisstjórnin getur ekki
vikist undan ábyrgð
Eftir Birgi Ármannsson »Hvað sem öðru líður hlýt-
ur ábyrgðin að hvíla
þyngst á þeim, sem komu
málinu af stað og linntu ekki
látunum á þingi fyrr en það
var á endanum afgreitt.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Það var ekki þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins sem ógilti kosningar til stjórnlagaþings.
Það var Hæstiréttur Íslands sem komst að
þeirri niðurstöðu að ekki yrði hjá því komist
að ógilda lýðræðislegar kosningar í þessu
landi vegna annmarka sem á þeim voru. Ef
ríkisstjórn Íslands og þingmeirihluti hennar
hefði staðið rétt að málum væri stjórnlaga-
þing að hefja störf eftir þrjár vikur. Rík-
isstjórnin vandaði sig ekki við lagasetninguna
og framkvæmd kosninganna var í ólagi. Úr-
skurður Hæstaréttar snýst um það og ekkert
annað.
Málatilbúnaður forsætisráðherra á Alþingi
var ráðherranum til skammar. Dómur Hæsta-
réttar snýst ekki um afstöðu „íhaldsins“ né
nokkurra annarra í neinu því álitamáli sem
stjórnlagaþingi var ætlað að fjalla um. Ekki
er það heldur stórmannlegt af æðsta fulltrúa
framkvæmdavaldsins að skýla sér á bak við
undirmenn sína og embættismenn og varpa
ábyrgðinni á eigin klúðri frá sér til þeirra. Sá
forsætisráðherra sem nú situr hefur gengið
hvað harðast fram í því að kalla eftir ábyrgð
ráðherra í þeim málum sem að þeim snýr. En
það á víst bara við um aðra ráðherra. Og aðr-
ar ríkisstjórnir.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Kosninga-
klúður
verkstjórans
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.