Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 18. febrúar 2011.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna vorið 2011 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Förðrun.
Húðin,krem og meðferð.
Snyrting.
Neglur.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Það heitasta í tísku fyrir
árshátíðirnar.
Hvað verður í tísku á vor-
mánuðum.
Tíska & Förðun
sérblað
Í Morgunblaðinu
4. janúar birtist
grein frá meðlimum
svæðisráðs aust-
ursvæðis Vatnajök-
ulsþjóðgarðs undir
yfirskriftinni „Kál-
hausar svara ávirð-
ingum“, þar sem far-
ið er yfir málin frá
þeirra bæjardyrum
séð. Illu heilli hafa
rökræður því miður þurft að fara
fram í fjölmiðlum, sem er bein af-
leiðing af þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð hafa verið við vinnslu
verndar- og stjórnunaráætlunar
fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, en rétt
er að árétta mikilvægi þess að
helstu hagsmunaaðilar fái aðgang
að undirbúningsferlinu til að
tryggja fagleg vinnubrögð við
meðhöndlun ólíkra sjónarmiða og
möguleikar á samstöðu og sáttum
eru miklir. Í jafnmikilvægu máli
sem Vatnajökulsþjóðgarður er
verður að ríkja sátt og samstaða
ólíkra hagsmunaaðila, stjórnvalda
og stjórnar þjóðgarðsins sem og
almennings ef vel á til að takast.
Fátt er mikilvægara en að útivist-
arfólk á Íslandi upplifi sig vel-
komið í stærsta þjóðgarð Evrópu.
Í grein svæðisráðsins er farið
um víðan völl og rifjaðir upp m.a.
fundir á Héraði frá árinu 2006
þegar unnið var að stofnun þjóð-
garðsins og því er rétt að minnast
hverju var lofað við stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs, t.d. að
hefðbundnar nytjar og veiðar
fengju að halda sér með óbreytt-
um hætti. Það var meginástæða
þess að veiðimenn fylktu sér á
bak við stofnun þessa þjóðgarðs.
Nú stöndum við hins vegar
frammi fyrir frekari boðum og
bönnum gagnvart veiðum á því
svæði sem öllu máli skiptir innan
þjóðgarðsins, þ.e. öræfunum í
kringum Snæfell og Hálslón, án
stofnfræðilegs rökstuðnings og á
mótsagnakenndum forsendum.
Við munum ekki fara í kjölinn á
þeim atriðum sem nefnd hafa ver-
ið af báðum aðilum sem rök í mál-
inu í enn eitt skiptið, en rök veiði-
manna hafa komið fram áður í
greinum um þetta mál og standa
vel fyrir sínu. Við viljum hins veg-
ar fara yfir það hvað fór úrskeiðis
í ferlinu og hvar hefði betur mátt
gera við framkvæmd þess. Ferlið
sjálft hefur verið tilraun til að fá
að borðinu þá aðila sem hafa
hagsmuna að gæta við gerð slíkra
áætlana og á umhverfisráðherra
hrós skilið fyrir, en það verður að
segjast að framkvæmdin hefur
leitt umræðuna og niðurstöðuna á
villigötur. Ferlið gagnvart veiðum
er í stórum dráttum eftirfarandi:
1. Náttúrustofa Austurlands
hannar tillögurnar.
2. Svæðisráð Austurlands
fjallar um tillögurnar út frá hags-
munum sveitarstjórnar, ferðaiðn-
aðar á svæðinu, frjálsra fé-
lagasamtaka á sviði
umhverfisverndar og frjálsra fé-
lagasamtaka á sviði útivistar.
3. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
fjallar um tillögurnar, gerir end-
anlega tillögu.
4. Umhverfisráðherra sam-
þykkir, gerir athugasemdir við
eða hafnar tillögunum.
Skýr ábyrgð í þessu ferli gagn-
vart lögum og reglugerðum er
mikilvæg, því við innleiðingu
íþyngjandi ákvarðana stjórnvalds
gagnvart borgurunum gilda m.a.
reglur stjórnsýslulaga um rann-
sóknarskyldu, upplýsingaskyldu
og meðalhóf.
Tillögur um takmarkanir á
skotveiðum byggjast að miklu
leyti á rannsóknum og tillögum
Náttúrustofu Austurlands sem
lagðar eru fyrir svæðisráðið til
frekari umfjöllunar. Rík rann-
sóknarskylda hvílir á Nátt-
úrustofu Austurlands sem leggur
sínar tillögur fyrir svæðisráðið
sem ber ábyrgð á því að tryggja
að helstu hagsmunaaðilar fái
beina aðkomu að tillögugerðinni.
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er
síðan ábyrg fyrir því að ferlið
brjóti ekki í bága við stjórn-
sýslulög og lög um Vatnajök-
ulsþjóðgarð og að opinberum
markmiðum þjóðgarðsins sé náð
með löglegum hætti.
Staðreyndirnar tala hins vegar
sínu máli. Skýrsla um ástand
heiðagæsar við Hálslón hefur ver-
ið stórlega gagnrýnd m.a. af sér-
fræðingum og sá Náttúrustofa
Austurlands sig tilneydda að gera
aðra könnun á haustmánuðum
sem tilraun til að bæta fyrir gæði
fyrri skýrslu, en án árangurs.
Upphaflegu skýrsluna (4 bls.) má
lesa í heild sinni á vef Skotvís, en
stjórn, svæðisráði, náttúrustofu
og framkvæmdastjóra þjóðgarðs-
ins er fullkunnugt um þessa gagn-
rýni.
Til að bæta gráu ofan á svart,
þá er starfsmaður Náttúrustofu
Austurlands valinn sem fulltrúi
umhverfisverndarsamtaka í svæð-
isráði til að fjalla um rannsókn
þar sem er vitnað beint í störf
viðkomandi. Og þegar ljóst var að
mótaðar tillögur myndu þrengja
verulega að hagsmunum skot-
veiðimanna og annarra útivist-
arhópa hafði svæðisráðið ekki fyr-
ir því að kalla til fundar fulltrúa
landssamtaka skotveiðimanna til
viðræðna.
Stjórn þjóðgarðsins sinnti ekki
eftirlitshlutverki sínu með því að
benda ekki á þessa galla við
vinnslu málsins og samþykkir
þ.a.l. allan gjörninginn en fríar
sig svo snilldarlega frá ábyrgðinni
með því að kasta heitu kartöflunni
í fang umhverfisráðherra sem nú
situr uppi með vandann, sem
hugsanlega er skýringin á síðbún-
um svörum!
Að þessu sögðu er skorað á um-
hverfisráðherra að vísa tillögum
stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
aftur á undirbúningsstig. Það er
ekki of seint að fara vandlega yfir
þessa afmörkuðu þætti og nálgast
lausn þar sem þjóðgarðurinn
verði okkur öllum til sóma og fyr-
irmynd að samstarfi almennings,
frjálsra félagasamtaka, stofnana
og stjórnvalda.
Ákall um gegn-
sæi og fagleg
vinnubrögð
Eftir Kristján
Sturlaugsson og
Arne Sólmundsson
Kristján
Sturlaugsson
» „Við viljum hins veg-
ar fara yfir það hvað
fór úrskeiðis í ferlinu og
hvar hefði betur mátt
gera við framkvæmd
þess“
Höfundar eru verkfræðingar, skot-
veiðimenn og eiga sæti í landrétt-
arnefnd Skotvís.
Arne S
Sólmundsson
Í fyrsta kafla nýsam-
þykktra Skipulagslaga,
sem tóku gildi núna í
ársbyrjun, eru markmið
laganna skilgreind, en
þessi lög fjalla um það
hvernig heimilt er að
nota og nýta allt land á
Íslandi. Þetta eru ynd-
isleg markmið sem
ástæða er til að hvetja
alla landsmenn til að
kynna sér. Þar segir
meðal annars að markmið laganna sé
„að þróun byggðar og landnotkunar á
landinu öllu verði í samræmi við skipu-
lagsáætlanir þar sem efnahagslegar,
félagslegar og menningarlegar þarfir
landsmanna, heilbrigði þeirra og ör-
yggi er haft að leiðarljósi“. Þetta er að
vísu ekki nýtt ákvæði heldur er það
tekið óbreytt upp úr fyrri Skipulags-
lögum frá 1997, en sveitarstjórnir ann-
ast nú alfarið gerð svæðis-, aðal- og
deiliskipulagsáætlana.
Ekki er það þó alveg á hreinu hvort
þessi lög ná bara til yfirborðs jarðar og
mannvirkja eða hvað þau ná langt upp
eða niður eða líka til athafna á landinu,
hugsanlegrar mengunar eða auðlinda í
jörðu. Ef menn meina hins vegar eitt-
hvað með svona fallegum markmiðum
þá þarf jafnframt að ákveða ábyrgð
hlutaðeigandi aðila. Þetta er dálítið
flókið mál því ef ábyrgðin er of dreifð
endar þetta oft með því að enginn telur
sig ábyrgan. Í þessu samhengi er t.d.
erfitt að skilja þá stjórnvisku að Fiski-
stofu sé falið að stjórna malarnámi úr
ám og vötnum og Orkustofnun mal-
arnámi úr sjó. Hvort tveggja er jú
landnotkun.
Það sem hefur nýverið valdið mörg-
um áhyggjum eru m.a. mál sem upp
hafa komið viðvíkjandi sorpbrennslum
á Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri og víð-
ar. Hvernig getur það átt sér stað, með
hliðsjón af ofangreindu ákvæði, að allt
það skipulagsapparat
sem við höfum byggt
upp hér á landi und-
anfarna áratugi dugi
ekki einu sinni til þess að
verja okkur Íslendinga
fyrir hættulegum eitur-
efnum eins og díoxíni og
vetnisklóríði – eða hver
bar faglega ábyrgð á
staðarvalsgreiningu og
skipulagi þessara sorp-
brennslna og eftirfylgni?
Hér er einungis um að
ræða fáein af fjölmörgum deilumálum
í sambandi við skipulag sem upp hafa
komið á undanförnum árum.
Við Reykvíkingar erum heldur ekki
búnir að gleyma skrifstofuturninum
sem var „skipulagður“ fyrir innsigling-
arvitann í Reykjavíkurhöfn og við svo
látnir borga brúsann eins og ekkert
væri sjálfsagðara eða umræðum um
staðarval Landspítala – Háskóla-
sjúkrahúss.
Hugsanlegt er að alþingismenn geri
sér ennþá alls enga grein fyrir því
hvað það skiptir miklu í nútímaþjóð-
félagi, þar sem nauðsynlegt er að fara
vel með takmarkað fé, hvernig staðið
er að skipulagi á fjölmörgum sviðum
og hvort þar sé notuð nútíma þekking
og aðferðafræði. Að minnsta kosti
verður það ekki séð af nýsamþykktum
skipulagslögum þar sem engar
ákveðnar lágmarks menntunar- og
starfsreynslukröfur eru gerðar til
þeirra sem heimild hafa til þess að
standa fyrir skipulagi og bera á því
faglega ábyrgð. Ekki er því kyn þó að
keraldið leki, en það sem er verra er að
það er íslenskur almenningur sem þarf
að sæta afleiðingunum og borga fyrir
mistökin.
Engu að síður er innheimt í rík-
issjóð skipulagsgjald af öllum nýbygg-
ingum á Íslandi til þess að standa
straum af vinnu sérfræðinga á þessu
sviði og til þess að þær séu í lagi. Þetta
gjald hefur kröfu á viðkomandi fast-
eign umfram öll önnur samnings-, að-
farar- eða lögveð. Fyrir þetta gjald
hljótum við Íslendingar líka að eiga
heimtingu á að faglega sé unnið að
þessum málum og að fagmenn axli þar
faglega ábyrgð á því sem kann að fara
afvega alveg eins og aðrir sérfræð-
ingar þessa lands þurfa að gera.
Stjórnmálamenn geta hér, eðli málsins
samkvæmt, einungis borið pólitíska
ábyrgð.
Reynsla undanfarinna ára ætti að
hafa kennt okkur þá lexíu að það er
alltaf nauðsynlegt að vinna heimavinn-
una okkar, vanda okkur við hvers kon-
ar skipulag og reyna að gera okkur
fulla grein fyrir afleiðingum af skipu-
lagsákvörðunum. Annars er tómt mál
að tala hér um sjálfbæra þróun. Marg-
ar skipulagsákvarðanir eru nefnilega
ekki afturkræfar. Það eru heldur ekki
til neinar töfralausnir eða töfraorð í
þessum málum. Samkeppnir leysa
þessi mál ekki nema að takmörkuðu
leyti og umhverfismat, hversu gott
sem það kann annars að vera, getur
aldrei komið í staðinn fyrir vonda
skipulagsákvörðun.
Þótt við séum ef til vill ekki mjög
fjáð um þessar mundir þá höfum við
örugglega ekki efni á að kasta höndum
til ákvarðana um það hvernig allt land
á Íslandi er skipulagt, notað og nýtt.
Kannske er almenn stjórnsýsluúttekt
á framkvæmd skipulags hér á landi og
skilvirkni hlutaðeigandi stofnana og
ferla orðin fyllilega tímabær?
Eftir Gest Ólafsson
» Íslenskur almenn-
ingur þarf alltaf að
sæta afleiðingum af lé-
legu skipulagi og borga
fyrir mistökin.
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur og fyrrverandi kennari í
skipulagsfræðum við HÍ.
Skipulag skipulagsins