Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Elsku besta amma
mín.
Ofboðslega er sárt
að þurfa að kveðja þig
en ég veit að þér líður betur núna og
þú ert laus við allar kvalirnar sem þú
þurftir að þola undir lokin. Ég trúi
því líka að það hafi verið fagnaðar-
fundir þegar Albert fékk loksins að
hitta og faðma mömmu sína aftur.
Það koma upp ótal margar hugs-
anir og yndislegar minningar á þess-
ari erfiðu stundu og ég gæti skrifað
heila bók um tímana sem við áttum
saman. Ég var ekki gömul þegar þú
fórst að taka mig alltaf með þér
norður á Drangsnes, á Mýrarnar þar
sem var yndislegt að vera, öll yatsy-
kvöldin, kleinubakstrarnir, berja-
ferðirnar, pönnukökubakstrarnir,
kaupfélagsferðirnar inn á Hólmavík,
bátsferðirnar og margt margt fleira.
Biðin í glugganum í stofunni á
hverju sumri eftir að heyra bílflautið
og sjá mömmu og pabba koma keyr-
andi yfir hæðina og varst þú þá alltaf
búin að leyfa mér að hjálpa þér að
finna kvöldkaffið sem var alltaf haft í
sveitinni hjá ömmu Gyðu, rosalega
var alltaf gaman hjá okkur í sveitinni
og svo seinna meir þegar Sonný fór
að koma með, þá var nú ennþá meira
fjör á bænum.
Elsku amma mín, þú varst ynd-
isleg og best og alltaf var gott að
koma í heimsókn til ömmu Gyðu og
fá pönnukökur og ískalda mjólk og á
ég eftir að sakna þess alveg rosalega
Gyða Steingrímsdóttir
✝ Gyða Steingríms-dóttir fæddist í
Höfðakoti á Skaga-
strönd 6. júní 1935.
Hún lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 4. janúar 2011.
Útför Gyðu fór
fram frá Grafar-
vogskirkju 13. janúar
2011.
mikið að geta ekki
komið í heimsókn til
þín þegar ég vil.
Þann 6. júní 2005
gaf ég þér bestu af-
mælisgjöf sem þú
hafðir fengið um æv-
ina, sagðir þú mér, þá
fæddist dóttir mín
Emilía Karítas. Þú
varst alltaf svo montin
að segja fólki frá því
þegar þú fékkst Emil-
íu Karítas í 70 ára af-
mælisgjöf og er Em-
ilía mín einstaklega
lánsöm að fá að vera þess njótandi
að eiga sama afmælisdag og þú og að
hafa fengið að kynnast þér, elsku
amma mín.
Elsku amma mín, allar aðrar
minningar sem ég á um þig ætla ég
að geyma í hjarta mínu og á ég eftir
að nota þær til að segja Emilíu og
litla barninu sem kemur í apríl
hversu yndisleg og góð langamma
þeirra var.
Ég er þakklát fyrir það að þú hafir
fengið að vera með okkur um jólin
og áramótin og að við gátum komið
til þín og sprengt fyrir þig nokkrar
rakettur en þér fannst það skemmti-
legast við áramótin.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Elsku amma mín, ég kveð þig
núna með sorg í hjarta og ég veit að
þú vakir yfir okkur og leiðbeinir
okkur áfram í lífinu. Yndislegar
minningar um þig munu hjálpa okk-
ur að komast yfir mestu sorgina.
Rabbi og Emilía Karítas biðja að
heilsa
Ég elska þig.
Þín dótturdóttir,
Þórey Gyða Þráinsdóttir.
Okkar góða vinkona og samstarfs-
kona Gyða Steingrímsdóttir er nú
horfin á braut.
Gyða var skemmtileg, dugleg og
mjög góður félagi í SVD Eykyndli
hér í Vestmannaeyjum. Hún var í
stjórn deildarinnar frá 1975 og varð
formaður 1983, en því embætti
gegndi hún í eitt ár.
Mjög gott var að starfa með Gyðu,
hafði hún mikinn áhuga á slysa-
varnamálum og lagði mikla starfs-
gleði í málefnið. Þótti okkur leitt er
hún flutti upp á fastalandið, en sam-
band hafði hún við okkur eftir sem
áður. Það var mikil kátína og gleði
að vera með Gyðu í sumarferðum
okkar Eykyndilskvenna á árum áður
og átti hún ekki síst þar hlut að máli.
Minningin um Gyðu Steingríms-
dóttur mun lifa í hugum okkar Ey-
kyndilskvenna með þakklæti fyrir
kynni af góðri, glaðri og elskulegri
konu, sem vann af heilum hug að
slysavörnum í þágu okkar allra.
Við sendum ástvinum hennar okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd SVD Eykyndils Vest-
mannaeyjum,
Nanna Rósa Magnúsdóttir.
Elsku besti afi minn.
Ég sit og hugsa um þig.
Þú komst mér oft til að
hlæja. Þegar ég fór með þér á stóra
olíubílnum sem lítill aðstoðarmaður
við að dæla olíu á tankana við húsin í
Halldór Rósmundur
Helgason
✝ Halldór Rós-mundur Helgason
fæddist í Vest-
mannaeyjum 1. júní
1926. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 2. janúar
2011.
Útför Halldórs fór
fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði 14. jan-
úar 2011.
Hafnarfirði. Þegar við
töluðum við karlana á
bryggjunni í Hafnar-
firði um heima og
geima eða unnum sam-
an á bensínstöðinni og
seinna þegar ég flutti
til ykkar ömmu Siggu á
Hraunbrúnina.
Ég minnist ferðalag-
anna með þér og ömmu
Siggu um landið og
hvað það var skemmti-
legt að fara með ykkur
í heimsóknir. Þú varst
mér besti afi í heimi og
þessar minningar ylja núna eins og
allt annað sem þú gerðir fyrir mig.
Ég elska þig, afi minn, og er þér
ævinlega þakklátur fyrir umhyggju
þína og alla þá gleði sem þú veittir
mér.
Halldór Rósmundur.
Elsku afi. Mig langar að kveðja þig
með nokkrum orðum.
Það fyrsta sem kemur í huga mér
er þegar ég fékk að fara til ykkar
ömmu inní Hafnarfjörð með rútunni
rétt 6-7 ára og ég vissi að ég átti að
fara út hjá bensínstöðinni hans afa.
Alltaf tókst þú á móti mér í strætó-
skýlinu og ég fékk að vera með þér í
vinnunni þar til að amma væri búin að
vinna, ég man hvað það var gaman á
bensínstöðinni, að hjálpa þér að dæla
bensíni á bílana, raða olíubrúsum og
fleiru í hillurnar, þú passaðir alltaf
uppá að mér leiddist aldrei með þér í
vinnunni.
Það var alltaf gaman að koma til
ykkar ömmu á Hraunbrúnina enda
var ég svo heppin að fá að vera mikið
hjá ykkur þar sem lítil stelpa, svo
flytjið þið suður í Njarðvíkurnar til að
vera nær börnum ykkar og barna-
börnum. Nokkrum árum seinna fellur
amma frá og tók það mikið á þig eins
og okkur öll. Það tók þig langan tíma
að halda áfram en það hafðist loks og
þú blómstraðir, varst virkur í kór
eldriborgara, lærðir að skera út í tré
og skarst út gestabækur, klukkur og
fleira. Ég held að þú hafir gert klukk-
ur handa öllum, meira að segja eiga
börnin mín klukkur eftir þig í her-
bergjum sínum enda kölluðu þau þig
klukku-afa sem þú hafðir nú gaman
af.
Þú varst alltaf mikill snyrtipinni,
hvort sem var með heimilið, bílskúr-
inn eða bílinn þinn, allt var í röð og
reglu svo ekki sé minnst á klæðnað-
inn, alltaf flottur í tauinu.
Sorgin er eigingjörn, en ég veit að
þú ert kominn á góðan stað og þið
amma eruð saman á ný eftir tæpan 18
ára aðskilnað og eruð ábyggilega stolt
af börnum ykkar og afkomendum.
Ég veit við munum hittast á ný,
þakka þér fyrir samveruna, elsku afi,
þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði. Kveðja,
Bjarklind Alda.
„Stirðnuð er haga
höndin þín,
gjörð til að laga allt úr
öllu“
(Jónas Hallgrímsson)
Hörður Þorvaldsson vinur og
starfsfélagi er fallinn frá eftir harða
baráttu við krabbamein. Þótt stórt
skarð sé hoggið í hópinn er þakklæti
fyrir samveruna okkur efst í huga.
Hörður var einstakur starfsfélagi,
Hörður Þorvaldsson
✝ Hörður Þorvalds-son fæddist á
Deplum í Fljótum,
Skagafirði, 12. nóv-
ember 1942. Hann
andaðist á heimili
sínu 4. janúar 2011.
Útför Harðar var
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 13.
janúar 2011.
ljúfur í lund og hjálp-
samur. Hann bar með
sér andblæ liðinna
tíma inn í síhvikult
borgarlífið enda var
hann fæddur og uppal-
inn í einni fegurstu
sveit landsins, Fljót-
um í Skagafirði. Það
einkenndi hann því að
hafa dálítið annað
sjónarhorn á málefni
líðandi stundar en
flest okkar, fátt kom
honum úr jafnvægi –
þó vottaði fyrir óþoli
um hábjargræðistímann.
Við kveðjum elskulegan félaga og
sendum innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu hans.
F.h. samstarfsfólks hjá
framkvæmda- og tæknisviði
í Háskóla Íslands,
Sigríður Björnsdóttir.
Ég sé mig knúna til að gera at-
hugasemdir við Ljósvakapistil
Sigtryggs Sigtryggssonar sem
birtist í blaðinu
í gær. Þar sér
Sigtryggur
ástæðu til að
hnýta í störf
mín sem upplýs-
ingafulltrúi Ís-
landsbanka und-
ir fyrirsögninni
„Gat ekki veitt
upplýsingar“.
Gagnrýni Sig-
tryggs snýr að
því að ég hafi ekki „getað“ veitt
upplýsingar um hversu miklar
fjárhæðir væri að tefla í Byr lán-
unum svokölluðu.
Í pistlinum virðist Sigtryggur
gefa sér að bankinn hafi þessar
tölur á reiðum höndum og að ég
hafi staðið í vegi fyrir því að fjöl-
miðlar fengju upplýsingarnar.
Þetta er rangt og virðist ein-
göngu byggjast á getgátum
pistlahöfundar.
Hið rétta er að blaðamaður
Morgunblaðsins, Þórður Gunn-
arsson, hafði samband við mig
síðla föstudags, skömmu eftir að
dómar féllu í héraðsdómi, og
spurði um uppreiknað virði lán-
anna. Uppreiknað virði um-
ræddra lána var ekki fyrirliggj-
andi svo skömmu eftir að
niðurstöður dómstóla lágu fyrir
enda um að ræða mörg lán, ýmist
í erlendum gjaldmiðlum eða verð-
tryggð í íslenskum krónum. Ég
benti Þórði hinsvegar á að áður
hefði komið fram í fjölmiðlum að
um væri að ræða í kringum 10
milljarða króna.
Í pistlinum fjallar Sigtryggur
einnig um störf upplýsingafull-
trúa í fyrirtækjum og finnur þeim
flest til foráttu. Ég hef sjálf ekki
átt í samskiptum við Sigtrygg og
tek því gagnrýni hans ekki til
mín. Íslandsbanki hefur skýra
stefnu varðandi upplýsingagjöf til
fjölmiðla og leggur áherslu á að
veita þeim góða þjónustu. Vissu-
lega má þó alltaf gera betur.
Íslandsbanki leggur metnað
sinn í að upplýsa eins fljótt og
auðið er um þá hluti sem leyfilegt
er að upplýsa. Það er hins vegar
ekki gerlegt að upplýsa um þætti
sem ekki liggja fyrir enda stefna
bankans að veita fjölmiðlum rétt-
ar og áreiðanlegar upplýsingar
sem byggjast á staðreyndum en
ekki ágiskunum.
GUÐNÝ HELGA
HERBERTSDÓTTIR,
upplýsingafulltrúi
Íslandsbanka.
Rétt skal vera rétt
Frá Guðnýju Helgu
Herbertsdóttur
Guðný Helga
Herbertsdóttir
Bréf til blaðsins
Fyrr í mán-
uðinum lagði Sjálf-
stæðisflokkurinn
fram svohljóðandi
tillögu í bæjarstjórn
Kópavogs: „Bæj-
arstjórn skorar á
ráðherra samgöngu-
mála að draga til
baka allar hug-
myndir um vegtoll á
akstur bifreiða til
og frá höfuðborg-
arsvæðinu“.
Pétur Ólafsson,
fulltrúi Samfylking-
arinnar, sagði þá
orðrétt þegar til-
lagan var til um-
ræðu „Ég tel að
bæjarstjórn Kópa-
vogs sé ekki vett-
vangur fyrir þessa
umræðu,“ og lagði
svo til að bæj-
arstjórn hætti að
tala um þetta. Þá
sagðist hann einnig
vera mikið á móti
vegtollum og ekki
sjá af hverju þetta
ætti að vera póli-
tískt mál. Sagðist jafnframt vera
í flokki sem væri í ríkisstjórn
sem stæði frammi fyrir mörgum
erfiðum ákvörðunum.
Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi
Næstbesta flokksins, steig einnig
í pontu og sagði: „Mér finnst
þessi vegatollahugmynd glötuð.“
Síðan sagðist hann taka undir
með hugmyndafræðinni í bók-
uninni. Í kjölfarið var svo gengið
til atkvæðagreiðslu og þessir
tveir bæjarfulltrúar, ásamt fjór-
flokkameirihlutanum, vísuðu til-
lögunni sem þeir voru efnislega
sammála frá og komu þannig í
veg fyrir að bæjarstjórn Kópa-
vogs gæti komið skoðun sem
meirihluti var fyrir á framfæri
við ráðherra samgöngumála og
bæjarbúa. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks
studdu hins vegar allir
tillöguna.
Hamskipti Samfylk-
ingarinnar
í Kópavogi
Afstaða Samfylking-
arinnar í þá veru að
bæjarstjórn sé ekki
rétti vettvangurinn til
að fjalla um sam-
göngur til og frá höf-
uðborgarsvæðinu er
sérstök í sögulegu
samhengi, eins og sjá
má á eftirfarandi til-
lögu, sem lögð var
fram af bæjarfulltrúa
Samfylkingarinnar í
bæjarstjórn 9. janúar
árið 2007:
„Bæjarstjórn Kópa-
vogs skorar á sam-
gönguráðherra að ráð-
ast þegar í tvöföldun
Suðurlandsvegar frá
höfuðborginni að
Hveragerði.“
Greinargerð: Tvö-
földun Suðurlands-
vegar varðar Íslend-
inga alla og þá ekki
síst íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Málið á sérstakt erindi við íbúa
Kópavogs, þar sem stór hluti
Suðurlandsvegar frá Hafravatns-
vegi að Hveragerði liggur um
land Kópavogsbæjar.
Það væri synd að segja að
Samfylkingin væri samkvæm
sjálfri sér og hvað varðar ákvæði
laga um að sveitastjórnarmenn
skuli fylgja eigin sannfæringu
skiptir það fjórflokkameirihlut-
ann í Kópavogi engu máli. Þeir
ná þó allavega saman um það að
kasta sannfæringu sinni fyrir
róða. Það eru ekki góð tíðindi
fyrir Kópavogsbúa.
Samfylking
í Kópavogi ver
vegtollana
Eftir Ármann Kr.
Ólafsson
Ármann Kr.
Ólafsson
» Það væri
synd að
segja að Sam-
fylkingin væri
samkvæm
sjálfri sér og
hvað varðar
ákvæði laga um
að sveitastjórn-
armenn skuli
fylgja eigin
sannfæringu …
Höfundur er oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi.