Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 21

Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Til ömmu. Við systkinin nut- um þeirra forréttinda að alast upp í faðmi fjölmennrar og litríkrar stórfjöl- skyldu á norðanverðu landshorn- inu. Aðeins spölkorn frá húsi for- eldra okkar bjó föðurfjölskyldan, amma Inga, afi Yngvi, Óli og Jónki og sömuleiðis föðurbræður okkar fjórir ásamt sínum fjölskyldum. Á vestanverðu landinu bjó móðurfjöl- skyldan, amma Júlla, afi Lalli og móðursystkini okkar fimm ásamt sínum fjölskyldum. Hópurinn allur Júlíana Guðmundsdóttir ✝ Júlíana Guð-mundsdóttir fæddist 30. júlí 1918 á Sigurstöðum á Akra- nesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. nóvember 2010. Útför Júlíönu var gerð frá Akra- neskirkju 17. nóv- ember 2010. verður ekki öðruvísi talinn en í tugum og sjaldan, eða trúlega aldrei, sem allur fjöldinn hittist í einu. Ættarlaukar þessa fjölmenna hóps voru ömmurnar okkar og afarnir okkar. Í því stóra bútasaums- stykki sem líf okkar allra er, þá eru þess- ar fjórar persónur órjúfanlegur hluti heildarmyndarinnar. Þau eru grunnurinn, þau eru ramminn, þau eru gylltu þræðirnir sem halda hinum ólíku bútum saman. Núna í nóvember síðastliðnum kvöddum við þann síðasta í þessum kæra hóp. Hana ömmu Júllu, þá rúmlega 92 ára gamla. Elsku amma Júlla, þú varst okk- ur svo margt. Guðhrædd, kær- leiksrík og umhyggjusöm kona. Hjálpsöm, kraftmikil, ákveðin og vinnusöm. Heiðarleg, heilsteypt og hreinskilin. Glæsileg og falleg í út- liti og innræti. Við erum heppin að hafa átt þig að og við erum óend- anlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum að eiga með þér. Fyrir öll þau skipti sem þið afi dvölduð hjá okkur í sveitinni og fyrir öll þau skipti sem við máttum heimsækja ykkur og njóta gest- risni ykkar og hlýju. Fyrir fiski- bollur, kökur og kræsingar. Fyrir heimsins fallegustu lopapeysur og hlýjustu vettlinga og sokka. Fyrir ást þína og umhyggju, fyrir að þú skulir hafa sýnt okkur með lífi þínu og fordæmi hvað raunveru- lega skiptir máli. Eins og kær frænka hefur sagt: „Þá hefur ættarlaukurinn nú fært sig um set,“ en það breytir því ekki að þið afi Lalli ásamt ömmu Ingu og afa Yngva munuð um ald- ur og ævi lifa innra með okkur systkinunum sem órjúfanlegur hluti ljóslifandi minninga sem hluti af lífi okkar, persónuleika og því sem við erum og verðum. Þið eruð grunnurinn, þið eruð ramminn. Þið eruð alltaf hjá okkur, þið eruð okkar gylltu þræðir. Lárus, Aldís Birna, Ingibjörg, Soffía Kristín og Júlíus Gunn- ar Björns- og Ástubörn. Jón Bragi Bjarnason vann mik- ilvæg störf fyrir Félag háskóla- kennara á erfiðum tímum. Verk hans skiluðu félaginu áleiðis til betri kjara eftir langvarandi stöðnunarskeið og hann steig ásamt stjórnarmönnum sínum fyrstu skrefin í átt til mats á vinnuframlagi félagsmanna sem síðar hefur gengið undir heitinu framgangskerfi háskólafólks. Fyrir hönd félagsins færi ég þakkir fyrir þessi störf öll: stjórn- arsetu 1979-1981 og síðan for- mennsku 1984-1986 og síðast setu fyrir hönd félagsins í Háskólaráði 1984. Þá vil ég votta aðstandend- um samúð félagsmanna. F.h. Félags háskólakennara, Jörundur Guðmunds- son, formaður. Sjarmatröllið og lífskúnstner- inn Jón Bragi er fallinn frá. Jón Bragi var stór maður, ekki bara hávaxinn heldur stór maður með stórt, gott og viðkvæmt hjarta. Faðmur hans var ofurstór, röddin hljómfögur og sterk og skapferli hans geðríkt. Þar sem hann fór var aldrei logn og stilla heldur ávallt hreyfing og iðandi líf. Sannfærandi vísindamaður og eldhugi sem var stór, hugsaði stórt og stefndi hátt. Í góðra vina hópi var Jón hrók- ur alls fagnaðar, söng hæst og lengst og á sinn einstaka hátt með öllum líkamanum. Þar sem Jón Bragi var fór ekki fram hjá nein- um að hann var til staðar. Hann hafði alls staðar verið, talaði öll heimsins tungumál og þekkti alla. Hann flutti „I have a dream“- ræðu Martin Luther King betur en Martin Luther King sjálfur svo maður tali nú ekki um Gettys- burgarávarpið hans Abraham Lincolns. Hann var skemmtileg- ur, óvenjulegur og óútreiknanleg- ur, gáfaður og glæsilegur. Hann var vinum sínum hlýr og einlæg- Jón Bragi Bjarnason ✝ Jón Bragi Bjarna-son, prófessor í lífefnafræði við efna- fræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla Íslands, fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1948. Hann lést í Maryland í Banda- ríkjunum 3. janúar 2011. Jón Bragi var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 14. janúar 2011. ur. Hann var Jón Bragi. Hann sagði sögur með slíkum sannfær- ingarkrafti að allar urðu þær sannar fyrir vikið, sögur af frægu fólki og ekki frægu sem hann hafði hitt á ferðum sínum um heiminn eða selt Pensím. Sögur af hópferðum útlendra Pensím- aðdáenda til lands- ins til að berja Pen- símgoðið augum eru ábyggilega sannar eða ættu að minnsta kosti að vera það. Menn hafa ferðast lengra fyrir minna. Hann var vísindamaður, sann- færður um gæði sinnar vöru, sem við vitum af eigin reynslu að læknar mörg mein og er reyndar alltof falið leyndarmál enn. Við horfum enn á Skype-fangið hans og eigum allt eins von að sjá hann koma þar enn og gleðja geð okkar eins og svo oft áður en vit- um jafnframt að heimurinn er miklu leiðinlegri fyrir þær sakir að Jón Bragi er horfinn á braut. Við söknum Jóns Braga, við söknum kraftsins, ákefðarinnar, sannfæringarkraftsins, gleðigjaf- ans, stóra persónuleikans og sanna Íslendingsins. Fjölskyldunni vottum við sam- úð okkar, þau hafa mikils misst eins og við öll. Jón Bragi gleymist aldrei þeim sem voru svo heppnir að eiga hann að vin. Ragnheiður Ebenezersdóttir, Stefán Friðfinnsson. Jón Bragi tók mikið rými og hann skilur eftir sig mikið rými. Það er sárt að standa yfir moldum hans. Við kynntumst í R-bekkn- um í stærðfræðideild MR. Hann var tiltölulega nýkominn frá Bandaríkjunum og hafði vakið at- hygli íslenskra tollvarða er hann arkaði í gegnum hlið þeirra, skæl- brosandi og sólbrúnn með amer- ískan Stetson-kúrekahatt á höfð- inu. Jón Bragi var eins og ameríski draumurinn: Allt var gerlegt, alltaf frjáls og taumlaus, uppátektasamur, bjartsýnn og án efa eða landamæra; sveif eins og örninn yfir mannaheimum. Við vorum þrír í menntaskóla- bekknum sem bundumst sterkari böndum en flestir enda allir öfl- ugir gleðimenn: Jón Bragi, Ragn- ar Kvaran, Jón Ásbergsson og ég. Nú eru tveir farnir; Ragnar og Jón Bragi. Blómin fölna á einni hélunótt. Jón Bragi var ekki ein- skorðaður við raunvísindi. Reynd- ar vorum við margir sem spáðum Jóni Braga framtíð í hugvísind- um, jafnvel að hann yrði rithöf- undur eða skáld. Hann náði ágæt- iseinkunn í skólaritgerð um skógrækt sem einmitt var uppá- haldsáhugamál Magnúsar Finn- bogasonar íslenskukennara okk- ar, sem fæstir okkar mátu sem bókmenntamann. Ég tók bók- menntir og texta of alvarlega á þessum árum og reiddist Jóni Braga fyrir að slá sér upp við Magnús á þessum tíma meðan við textaspekingar lentum í neðstu skúffu íslenskukennarans. „Hvernig er hægt að skrifa rit- gerð um skógrækt?“ spurði ég Jón hneykslaður á þessum árum. Hann eyddi sárindum mínum með því að leysa efnafræðiverkefnin mín sem gáfu mér góða einkunn. Enda fór það svo að ég endaði sem ritstjóri og rithöfundur en Jón Bragi varð doktor og prófess- or í efnaverkfræði við Háskóla Ís- lands. Hin síðari ár hlógum við Jón Bragi mikið að þessari sjálfs- bjargarviðleitni okkar. Þessi gamli hópur okkar hló saman og hittist reglulega fram á hinsta dag. Jón Bragi var ekki aðeins efna- fræðingur. Hann var einnig hug- sjónamaður. Vildi skapa hagvöxt á Íslandi. Hans stóra áhugamál var að einangra ensím úr fiskum og nýta. Hann stofnaði fyrirtækið Ensímtækni og hóf framleiðslu á smyrslinu Pensími sem skóp fjölda starfa á Íslandi og víðar. Hann var kominn af stað með fjöl- þjóðlegt samstarf þegar hann féll í valinn. Jón Bragi var hrifnæmur og sannur rómantíker. Hann dáðist að sögum og ljóðum Oscars Wil- des og vitnaði oft í skáldið. Flug Jóns Braga var mikið; hann sveif yfir hæstu tindum en renndi sér einnig í dýpstu dali. Svo var og með sálu hans. Það voru sveiflur í huga Jóns Braga. Kannski þekkti enginn eða skildi Jón Braga til hlítar, og allra síst hann sjálfur. Hann var fyrst og fremst maður glaðværðar augnabliksins og gætti þess að láta engan og ekk- ert trufla þá stund. Hann geislaði af vináttu, hlýju, yl og skopskyni og í því ljósi sáu hann flestir. Á menntaskólaárunum las Jón Bragi oft fyrir bekkinn sögu Wil- des um eigingjarna risann. Líkt og í sögulok liggur nú risinn Jón Bragi látinn í blómabeði eftir að hafa opnað garð sinn fyrir hlýju og ást svo sól og hlýja mætti streyma inn og börnin gætu átt sér þar leikstað. Guð blessi þig Jón Bragi. Öllum aðstandendum votta ég dýpstu hluttekningu. Ingólfur Margeirsson. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐMUNDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Núpi í Fljótshlíð, Kleppsvegi 52, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 27. janúar kl. 15.00. Katrín Guðmannsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Matthildur Guðmannsdóttir, Þórir S. Magnússon, Olga Steingrímsdóttir, Guðmann Þórisson, Birgir Þórisson, Katrín Steina Olgudóttir. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, VIGDÍS THEODÓRA BERGSDÓTTIR, Dósý, Bjarnastöðum, Vatnsdal, verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Ellert Pálmason, Pálína Bergey Lýðsdóttir, Bjarni Kristinsson, Hekla Birgisdóttir, Pálmi Ellertsson, Oddný Rún Ellertsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Safamýri 42, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 28. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Jóhann Hjartarson, Jónína Ingvadóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR SÆDAL EINARSSON, Heiðarhorni 6, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS PÉTURSSONAR, Löngumýri 57, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar og gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Ríkey Lúðvíksdóttir, Vilhjálmur Kristjánsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Brynja Kristjánsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Þór Kristjánsson, Birna Jóna Jóhannsdóttir, Arnar Kristjánsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.