Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Kristín Marja Baldursdóttir
mun á morgun, fimmtudag
halda fyrirlestur á Há-
skólatorgi HÍ, stofu 105, um
stórvirki sitt, skáldsögurnar
um Karitas. Bækurnar hafa á
síðustu árum vakið mikla at-
hygli, hér heima og erlendis.
Hefst fyrirlesturinn kl.12.
Er fyrirlesturinn hluti af
fyrirlestraröðinni Hvernig
verður bók til? sem er skipu-
lögð af ritlist við Íslensku- og menningardeild, í
samvinnu við Bókmennta- og listfræðistofnun.
Kristín Marja hefur sent frá sér efni af ýmsu
tagi, skáldsögur, smásögur og ævisögu. Bækur
hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál.
Bækur
Segir frá skáldsög-
unum um Karitas
Kristín Marja
Baldursdóttir
Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir og Kristjana
Stefánsdóttir bjóða upp á tón-
leikana Í eldhúskróknum í
Salnum, föstudaginn 11. febr-
úar kl. 20.
Ætla þær að syngja sín
uppáhaldslög frá ýmsum tím-
um í sínu lífi sem þær syngja
ein, tvær eða þrjár, eftir því
hvað hentar hverju sinni.
Á hljóðfæri spila Eyþór
Gunnarsson og Valdimar Kolbeinn. Söngkon-
urnar eiga margar skemmtilegar minningar
tengdar lögunum og deila þeim með áhorfendum
á milli laganna, og að auki verða sýndar myndir úr
myndaalbúmum þeirra síðan þær voru táningar.
Tónlist
Notaleg eldhús-
stemning í Salnum
Ellen
Kristjánsdóttir
Einleikurinn Brák eftir Bryn-
hildi Guðjónsdóttur hefur verð-
ir sýndur undanfarin þrjú ár á
Sögulofti Landnámssetursins í
Borgarnesi. Verkið var skrifað
til flutnings þar og hefur sýn-
ingin, sem Brynhildur leikur
sjálf í, í leikstjórn Atla Rafns
Sigurðssonar, gengið fyrir
fullu húsi.
Nú hafa Brynhildur og
Landnámssetur þegið boð um
að sýna Brák í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á næst-
unni. Sýningar í Kúlunni hefjast sjötta febrúar.
Brynhildur hlaut tvenn Grímuverðlaun fyrir
verkið, sem leikkona í aðalhlutverki og einnig sem
leikskáld ársins 2008.
Leiklist
Einleikurinn Brák
í Þjóðleikhúsið
Brynhildur
Guðjónsdóttir
Tilkynnt var í gær að Hrafnhildur Arnar-
dóttir myndlistarkona hljóti Norrænu textíl-
verðlaunin í ár. Eru það helstu textílverðlaun
Evrópu, en verðlaunaféð er 250.000 sænskar
krónur, um 4,5 milljónir króna. Verðlaunin
veitir Stiftelsen Fokus Borås-stofnunin í Sví-
þjóð og verða þau afhent í Borås í Svíþjóð í
nóvember. Um leið verður opnuð sýning á
verkum Hrafnhildar í Textílsafninu í Borås.
Í tilkynningu segir að Hrafnhildur, sem er
þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter,
hljóti verðlaunin fyrir nýstárlega og hug-
myndaríka notkun sína á hári, mannshári og
gervihári.
Frá Árinu 1994 hefur Hrafnhildur verið
búsett í New York, þar sem hún lauk meist-
aragráðu frá School of Visual Arts. Hún hef-
ur meðal annars sett upp stóra hárinnsetn-
ingu í Museum of Modern Art, gert
háskúlptúra fyrir Björk Guðmundsdóttur og
er einnig sögð hafa haft áhrif á fram-
úrstefnulegar hágreiðslur poppsöng-
konunnar Lady Gaga.
„Hár er hið mannlegasta af öllum text-
ílefnum,“ er haft eftir Hrafnhildi sem mun
næst sýna hér á landi þegar hún tekur þátt í
HönnunarMars hátíðinni með sýningu í
Hönnunarsafni Íslands. Þá hefur Norræna
húsið í Reykjavík skipað Hrafnhildi næsta
sýningarstjóra Nordic Fashion-tvíæringsins
sem verður haldinn í Nordic Heritage Mu-
seum í Seattle USA síðar á árinu.
Á síðustu árum hafa verk Hrafnhildar ver-
ið á sýningum víða í Bandaríkjunum, hér á
landi, og í fleiri löndum. Í verkunum notast
hún við ýmsa miðla, frá vatnslitum að hári,
og vinnur oft í samstarfi við aðra listamenn
og hönnuði. efi@mbl.is
Hrafnhildur vinnur norræn verðlaun
Hrafnhildur Arnardóttir hlýtur helstu
textílverðlaun Evrópu fyrir myndverk úr hári
Morgunblaðið/RAX
Hrafnhildur og hárið Listakonan á sýningu sinni í i8-galleríi fyrir tveimur árum.
Á morgun, fimmtudag, klukkan 17
verða árlegir tónleikar á Kjarvals-
stöðum í tilefni af fæðingardegi
W.A. Mozarts en þessir tónleikar
hafa verið haldnir á annan áratug.
Að þessu sinni verður píanóið í
aðalhlutverki en fluttar verða
tvær píanósónötur, í D-dúr KV
211 og í a-moll KV 310, auk Du-
pont-tilbrigðanna. Flytjendur eru
píanóleikararnir Ástríður Alda
Sigurðardóttir, Birna Hallgríms-
dóttir og Aladár Rácz. Þá flytja
Krystyna Cortes og Laufey Sig-
urðardóttir tvær sónötur fyrir pí-
anó og fiðlu.
Altli Heimir Sveinsson mun
spjalla um tónlistina sem flutt
verður, sem og um tónskáldið.
Velgjörðarmaður mannkyns
„Við lítum á tónskáldið sem einn
af velgjörðarmönnum mannkyns
og það er full ástæða til að minn-
ast hans árlega á þennan hátt,“
segir Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari þegar hún er spurð út í til-
efni tónleikanna.
„Þótt Mozart verði aldrei gerð
nægilega góð skil, þá má reyna.“
Að þessu sinni verður píanóið í
forgrunni og Laufey segir að það
sé hægt að raða allskyns efnis-
skrám saman þegar leitað er í
smiðju Mozarts, en á liðnum árum
hefur sama verkið aldrei verið
flutt tvisvar á þessum tónleikum á
Kjarvalsstöðum.
„Við höfum átt afskaplega gott
samstarf við Listasafn Reykjavík-
ur á þessum tíma,“ segir hún.
„Flygillinn þar hljómar svo ein-
staklega vel að það er gaman að fá
að heyra þessi verk flutt með hon-
um. Mér finnst hann vera einhver
hljómfegursti flygill á Reykjavík-
ursvæðinu.“
Tónleikar
á afmæli
Mozarts
Píanóið verður
í aðalhlutverkinu
Birna
Hallgrímsdóttir
Aladár
Rácz
Ég var líklega alltaf á
leiðinni. Hrunið var
svo lokahnykkurinn30
»
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Myrkir músíkdagar hefjast á
morgun, fimmtudag og standa
fram á sunnudag. Að vanda er
efnisskráin æði fjölbreytileg. Sem
dæmi má nefna að á fimmtudag
leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands
undir stjórn Daníels Bjarnasonar,
meðal annars verk eftir hann; á
föstudag er Tríó VEI í Norræna
húsinu og Missa Pacis – Hljóm-
eyki flytur verk eftir Sigurð Sæv-
arsson í Neskirkju; á laugardag
leika Íslenski saxófónkvartettinn á
Kjarvalsstöðum og Kira Kira í
Norðurpólnum; og á sunnudag má
meðal annars heyra Samuli Kosm-
inen á fjölskyldutónleikum, sjá
Caput-hópinn og Pars Pro Toto og
hlýða á Nínu Margréti Gríms-
dóttur kynna í tali og tónum dokt-
orsverkefni sitt um Pál Ísólfsson.
Mikil gróska í frumsköpun
„Eins og ætíð er dagskráin
mjög fjölbreytileg – fjölbreytileik-
inn er eitt af aðalsmerkjum
Myrkra músíkdaga,“ segir Pétur
Jónasson sem er ásamt Kjartani
Ólafssyni listrænn stjórnandi há-
tíðarinnar.
„Á efnisskránni eru meðal ann-
ars tónverk eftir allra yngstu tón-
skáldin, nýútskrifuð úr Listahá-
skólanum, og allt upp í þau elstu.
Ekki er minna frumflutt af verk-
um í ár en venjulega, í rauninni er
stór hluti verkanna frumfluttur –
við gætum verið að slá met í ár
hvað það varðar.“
Tónleikarnir eru haldnir víða á
Reykjavíkursvæðinu og segir Pét-
ur þá aldrei hafa dreifst svo víða.
„Í ljósi árferðis og óvissu í pen-
ingamálum, þar sem ekkert heyr-
ist frá opinberum aðilum varðandi
styrki fyrir 2011, þá þurftum við
að finna staði þar sem hægt væri
að leika gegn vægu gjaldi. Þannig
verða tónleikar í Hugmyndahúsi
Háskólanna og í Ásmundarsal
Listasafns ASÍ. Við njótum líka
frábærs viðmóts ráðamanna í
Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arborg, Norræna húsinu og
Listaháskólanum.“
En er þörf fyrir hátíð sem
þessa, með framsækinni nútíma-
tónlist?
„Án efa, gróskan í frumsköpun
er svo mikil hér, ekki síst í tónlist.
Tónsmíðar eru vaxandi listgrein
og vegur Listaháskólinn þar þungt
en þaðan er að koma ný kynslóð
fólks sem getur allt.“
Pétur segir að aðsókn á Myrka
músíkdaga hafi aukist ár frá ári.
Hátíðin er snörp að þessu sinni,
sautján tónleikar á fjórum dögum.
„Menn verða að hafa sig alla við
en það er nægur tími til að kom-
ast á milli staða,“ segir Pétur og
brosir.
Fjölbreytileikinn eitt af aðals-
merkjum Myrkra músíkdaga
Sautján tón-
leikar á dag-
skránni næstu
fjóra daga
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Caput-hópurinn Á sunnudaginn kemur Caput fram ásamt Pas Pro Toto í
Norðurpólnum. Flutt verður „5-hjóladrif“ eftir Atla Heimi Sveinsson.
Íslenski saxófónkvartettinn.
Daníel
Bjarnason
Nína Margrét
Grímsdóttir
Tríó VEI leikur í Norræna húsinu.