Morgunblaðið - 26.01.2011, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Það var troðfullt í Lang-holtskirkju á djass-tónleikum Eyvarar Páls-dóttur og fjögurra
frækinna djassleikara. Hætt er við
að fámennara hefði verið hefði fær-
eyska dívan ekki sungið. Það kom
þó ekki á óvart að hún skyldi efna
til djasstónleika. Á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2007 flutti hún eigin
verk með Stórsveit Reykjavíkur,
en þau hafði hún hljóðritað áður
með Stórsveit danska ríkisútvarps-
ins. „Tröllaslagur“ hét sú plata og
var aldeilis frábær einsog nýja
platan hennar „Lavra“ sem er á
stundum myrk og dulúðug einsog
„Tröllaslagur“ en á sér líka blíða
tóna. Eitt hinna blíðu laga „All
blue“ flutti hún frábærlega í Lang-
holtskirkju – eins og flest annað,
færeysk lög og barnagælur, klass-
íska söngdansa og síðast en ekki
síst verk eftir félaga sína í hljóm-
sveit kvöldsins.
Eyvør er voldugur sópran og
„Vocalless“ eftir Kjartan Valdi-
marsson, sem tónleikarnir hófust á
er mögnuð textalaus lína, síðan tók
„Einhvers staðar“ Sigurðar Flosa-
sonar og Aðalsteins Ásbergs við.
Tvö önnur verk þeirra félaga flutti
hún: „Ástand“ og „Vináttu okkar“.
Eyvør er dramatísk söngkona og
sýndi það vel þarna. Sólóar Kjart-
ans voru flottir, dálítill samstígandi
í „Ástandinu“ áður en Einar Valur
greip á lofti trillur hans og sló
óvenju vel uppbyggðan trommu-
sóló. Eins má nefna frábæran
textalausan söng Eyvarar við altó-
leik Sigurðar. Einar Valur hefur
samið fallegt sönglag við ljóð Guð-
mundar Bjarnasonar landlæknis,
sem orti undir dulnefninu „Gest-
ur“. „Sorgardans“ nefnist það og
var flutningurinn hnökralaus.
Þá er að geta þess sem Eyvør er
óvönust að gera: syngja klassíska
söngdansa. Þeir voru fjórir á dag-
skránni. „Laufblöð falla (Autum
leaves)“ hinn franski, „Cry me a ri-
ver“ sem til er hljóðrituð með einni
helstu djasssöngkonu Íslands-
ögunnar, Sigrúnu Jónsdóttur. Þar
örlaði eilítið á tilgerð í flutningi
Eyvarar af þeirri ætt sem stundum
kemur við sögu hjá Ellen, Röggu
Gröndal og Önnu Mjöll. Sem betur
fer var engu slíku til að dreifa í
flugeldasýningunni í lok snilld-
arsöngdans Cole Porters „Night
and day“ og í uppklappinu, „Sum-
mertime“ eftir þá Gershwin-
bræður, fór Eyvör á kostum ásamt
kvartettinum. Þessi vögguvísa úr
„Porgy and Bess“ er flestum lög-
um oftar á efnisskrá söngvara og
því skemmtilegt hvernig fimm-
menningarnir, með þykka hljóma
og karabískan, hryn umbyltu arí-
unni og svo var raddbeiting Eyv-
arar einstök – ekki síst er hún
renndi sér í átt til himna eins og
Alice Babs með Ellington-bandinu.
Stórbrotin rödd
Langholtskirkja
Eyvør og landsliðiðbbbbn
Eyvør Pálsdóttir söngur og gítar, Sig-
urður Flosason altósaxófón, Kjartan
Valdimansson píanó, Þorgrímur Jóns-
son bassa og Einar Valur Scheving
trommur. Sunnudagskvöldið 23.1. 2011.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Eivör Raddbeiting hennar er einstök að mati gagnrýnanda.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ce qu’il faut pour vivre,eða Lífslöngun, er fram-lag sendiráðs Kanada áÍslandi til Franskrar
kvikmyndahátíðar þetta árið og er
það býsna mögnuð kvikmynd,
átakanleg að mestu en þó brosleg
á köflum.
Kvikmyndin gerist árið 1952 og
er sögusviðið Baffinsland og Que-
bec-borg í Kanada. Í kvikmyndinni
segir af inúítanum Tivii sem grein-
ist með berkla, þarf að yfirgefa
eiginkonu og börn á Baffinslandi
án nokkurs fyrirvara og dvelja í
tvö ár á sjúkrahúsi í Quebec. Tivii
óttast mjög um fjölskyldu sína þar
sem hann hefur séð um að veiða
henni til matar en enginn virðist
skeyta nokkru um það. Tivii er
ekki frönskumælandi, getur því
ekki tjáð sig við nokkurn mann á
sjúkrahúsinu og er auk þess lítils-
virtur af lækni og sjúklingi sem
dvelur á sömu stofu og hann.
Hann grípur til þess örþrifaráðs
að yfirgefa sjúkrahúsið og reyna
að komast aftur heim en sú
strokutilraun fer út um þúfur.
Fljótlega missir Tivii lífsviljann og
hyggst svelta sig í hel. Þá kemur
hjúkrunarkona að nafni Carole
honum til bjargar og hefur upp á
munaðarlausum dreng, inúíta að
nafni Kaki, sem talar sama mál og
Tivii og verður þeim vel til vina.
Tivii finnur aftur tilgang með lífi
sínu og gengur drengnum í föður
stað.
Lífslöngun er fyrir margra hluta
sakir merkileg og vönduð kvik-
mynd. Sagan er færð fram af
miklu raunsæi og heillandi túlkun
leikarans Natar Ungalaaq á hinum
þjáða Tivii og ekki er hinn ungi
Paul-André Brasseur síðri í hlut-
verki berklaveika drengsins Kaki.
Fordómar koma við sögu, litið er
niður á „eskimóann“ og hann með-
höndlaður sem annars flokks
manneskja á köflum en einnig
veitt forvitnileg innsýn í menning-
arheim inúíta með þeim sögum af
heimaslóðunum sem Tivii segir
hinum unga Kaki. Myndin er einn-
ig á köflum brosleg og þá er ekki
síður hlegið á kostnað okkar Vest-
urlandabúa, að okkar venjum sem
okkur þykja oft og tíðum vera þær
einu réttu. Má þar t.d. nefna atriði
þar sem Tivii er færður diskur
með spagettí, hann hefur ekki
hugmynd um hvernig á að borða
þennan furðulega mat og reynir að
skófla honum upp í sig með skeið.
Þá er ekki síður skondið atriði þar
sem Tivii fær loksins almennilegan
mat, hráan fisk. Sorgin knýr einn-
ig dyra sem og ástin.
Í þessari frásögn er ekki dregin
upp svart-hvít mynd af heiminum
og samskiptum fólks af ólíkum
menningarsamfélögum, enginn er
algóður eða alvondur, við erum
fyrst og fremst manneskjur með
alla okkar kosti og galla. Maður
þakkar fyrir að fá kvikmyndir á
borð við þessa til landsins, Holly-
wood tröllríður jú kvikmynda-
húsum megnið af árinu og lítið um
kvikmyndir á öðru tungumáli en
ensku. Frönsk kvikmyndahátíð er
því hvalreki fyrir þá sem vilja til-
breytingu.
Saga inúíta
Frönsk kvikmyndahátíð
Ce qu’il faut pour vivre bbbbn
Leikstjóri: Benoit Pilon. Aðahlutverk:
Natar Ungalaaq, Paul-André Brasseur
og Éveline Gélinas. 102 mín. Kanada,
2008. Sýnd í Háskólabíó.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYND
Vinir Tivii kennir Kaki að tálga út dýr og segir honum veiðisögur frá Baffinslandi.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Mið 26/1 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Fim 3/3 kl. 20:00
Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Fim 10/3 kl. 20:00
Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Sun 20/2 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Lau 29/1 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 19/2 kl. 19:00 aukas
Fös 4/2 kl. 19:00 auka Fös 11/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00 aukas
Síðustu sýningar
Faust (Stóra svið)
Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Lau 12/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas
Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fim 3/2 kl. 20:00 Mið 16/2 kl. 20:00
Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Mið 9/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00
Mið 2/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00
Sýningum lýkur í febrúar!
Afinn (Litla sviðið)
Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Lau 12/2 kl. 19:00
Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Fim 3/2 kl. 20:00 Sun 13/2 kl. 20:00
Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Fös 4/2 kl. 19:00 Fim 17/2 kl. 20:00
Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Lau 5/2 kl. 19:00 Fös 18/2 kl. 19:00
Lau 29/1 kl. 19:00 Sun 6/2 kl. 20:00 Lau 19/2 kl. 19:00
Lau 29/1 kl. 22:00 Fös 11/2 kl. 19:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00
Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k
Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Sun 30/1 kl. 14:00 Lau 12/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 14:00
Lau 5/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Lau 26/2 kl. 14:00
Sun 6/2 kl. 14:00 Lau 19/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
Afinn – HHHH J.V. DV
Fíasól
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200