Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.01.2011, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011 Hvernig hljómar miðaldatrommuheili? Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Um er að ræða fyrstu sólóplötu Úlfs sem á að baki þónokkuð langan tón- listarferil en hann er einkum þekktur sem einn liðsmanna Orgel- kvartettsins Apparat. Tónlistin var hljóðrituð á árunum 2008 til 2010 og er sjálfstætt afsprengi af samstarfs- verkefni nokkurra norskra og ís- lenskra listamanna, en hópurinn setti upp leiksýninguna Eterinn (Þjóðleik- húsinu 2009), myndlistarsýninguna Innan seilingar (Kling & Bang 2009) og gaf að lokum út bókverkið Mani- festations (2010). „Það má segja að platan hafi fæðst á þessari leið,“ útskýrir Úlfur. „T.d. er ekki nema brot úr tónlistinni sem var notuð í Eternum á sjálfri plötunni. Ég vann áfram með pælingar og hugmyndir sem fæddust í þess- um verkum.“ Í plötunni gerir Úlfur tilraunir með vélræna hljóðgjafa frá ýmsum tímum og segist hann hafa gengið ansi langt í tilraunastarfseminni, t.a.m. sé vélbún- aður látinn spila á slagverk og það hljómi eins og „trommuheili frá mið- öldum“ eins og Úlfur kemst að orði. „Þetta var mikill og góður vett- vangur fyrir skemmtilega tilrauna- starfsemi og gekk ekki vandræða- laust fyrir sig. T.d þurfti ég að finna leið til að láta þennan trommuheila hljóma eins og trommuheila, en ekki eins og einhver asnalegur trommu- leikari væri á settinu!“ Hið háa og hið lága Úlfur er nú að semja mikið fyrir Sjónvarp og svið, á t.d. tónlistina við Hlemmavídeó, en hann hefur nær eingöngu fengist við tónlist í rúm tvö ár og er jafnframt í tónsmíðanámi við LHÍ. „Ég var líklega alltaf á leiðinni. Hrunið var svo lokahnykkurinn. Það jákvæða við það er að allt í einu var jafn skynsamlegt að taka einhverja sénsa og að halda í vinnu sem maður hefði kannski ekki átt kost á að ganga í lengur. Ég ákvað bara að sjá hvað ég héldi það lengi út að vera ekki í vinnu og það hefur gengið ágætlega. Verkefni eru ærin og mér finnst gott að skipta á milli há- og lágmenningar, semja fyrir strengjakvartett fyrir há- degi og svo stef fyrir Tvíhöfða eftir hádegi.“  Úlfur Eldjárn gefur út plötuna Field Recordings: Music from the Ether Tilraunaglaður Úlfur Eldjárn sinnir nú tónlistinni af kappi. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is The Weird Girls Project hefur vaxið og dafnað hægt en örugglega á und- anförum misserum. Ærinn starfi er þá framundan en í febrúar gengur Kitty í samstarf við UNIFEM og í apríl mun hún vinna með tónlist- arkonunni Imogen Heap, en það samstarf tengist inn á verkefni Heap, Love The Earth. Heap er Grammy- verðlaunahafi og ötul baráttukona fyrir betri heimi, m.a. í gegnum fyr- irtæki sitt Bubbletank. Þá hafa listahátíðir í Póllandi og Kanada sýnt verkefninu áhuga. Royal Albert Hall – Hvernig kom þetta samstarf við UNIFEM til? „Það var haft samband við mig fyr- ir jól,“ segir Kitty. „En mitt innlegg mun tengjast því sem kallað er UN Women. Konur og réttindi þeirra eru sem betur fer að þokast ofar í for- gangsröðinni hjá Sameinuðu þjóð- unum og þau langar til að vekja at- hygli á þessu með nokkuð öðruvísi hætti en áður. Þannig að ég er að fara að búa til þátt (episode) en einnig mun ég búa til sérstaka ímynd sem var ákveðin í samstarfi við UNI- FEM.“ – En Imogen Heap? „Ég hitti hana á You Are in Cont- rol ráðstefnunni sem ÚTÓN hélt í haust. Við tókum tal saman og ég lýsti yfir áhuga á því að vinna með henni. Hún var til en hana langaði til að semja eitthvað sérstaklega af til- efninu. Við erum svo búnar að vera í sambandi síðan. Þetta mun tengjast Love The Earth verkefninu hennar en flutningur á því verður í Royal Al- bert Hall. Mitt framlag verður hluti af stærri heild og við erum svona að ræða það hvernig eigi að stilla þessu fram.“ Utangarðs – Þú hefur byggt Weird Girls verkefnið upp úr nánast engu. Hvernig líður þér með þetta? „Já, snjóboltinn er farinn að rúlla dálítið hratt (hlær). Ég reyni bara að fylgja með; stundum hugsa ég hvað ég sé eiginlega að gera og ég eigi í raun ekki innistæðu fyrir þessu, ég er ekki með neina menntun á listasviðinu. En svo þeg- ar ég lít stundum á þau verkefni sem ég hef unnið fyllist ég stolti. En ég finn alveg fyrir því að vera utangarðs í listaheiminum, gráðuleysi mitt hef- ur hamlað ýmsu í sambandi við að koma þessum verkefnum áfram. En ég hef í staðinn reynt að nýta þær leiðir sem mér eru færar eins vel og hægt er, nýta þau tengsl sem ég er með og hugsa út fyrir rammann. – Hvað leggur þú upp með þegar þú ræðst í eitt af verkefnunum? „Það er þessi óvissuþáttur sem hefur mikið að segja. En svo má ekki gleyma að gamanið og gleðin við að vinna þetta er mjög dýrmætt. Iðu- lega fæ ég símtöl frá stelpunum sem hafa ekki gert þetta áður, daginn fyr- ir upptökur, þar sem þær eru að renna á rassinn með þetta. En að upplifa síðan gleðina og orkuna sem er í hópnum eftir á er stórkostlegt. Þar má segja að sé í gangi einhvers konar rannsókn á mannlegu eðli og þar nýtist menntun mín, en ég er með gráður í heimspeki og sálfræði, einna best. Alltént gengur þetta eins og í sögu og sjálfstraustið hjá mér eykst með hverju „skoti“.“ Ljósmynd/Héðinn Eiríksson Hin rauðdökku mön Þessi mynd er tekin úr tólfta kafla The Weird Girls Project sem var tekinn upp um síðustu helgi. Skrítnar stelpur taka yfir …  Annasamt ár framundan hjá Kitty Von Sometime, höfundi The Weird Girls Project  Samstarf við UNIFEM, Imogen Heap og boð inn á listahátíðir  Nú eru strákarnir okkar úti í Sví- þjóð að berjast fyrir handboltalegu lífi sínu en gengið hefur ekki verið gott undanfarið. Svofelld hand- boltalög hafa verið að hrúgast upp að undanförnu, pönksveitin Blóð lét t.d. frá sér eitt slíkt og einnig hin mjög svo ágæta sveit Ég. Og nú hef- ur sjálfur kóngurinn, Bubbi, hent upp einu slíku, segir á spjallborðinu á bubbi.is að hann hafi verið þannig stemmdur að hann hafi hreinlega ekki ráðið við sig. Það er samt vert að velta gildi þessara laga fyrir sér, en eftir því sem lögunum hefur fjölgað hefur árangur liðsins versn- að. Það má því gera ráð fyrir því að ef mikið bætist við þennan lista sem fyrir er getum við sem heima sitjum og Strákarnir okkar gleymt þessu. Hvað er eiginlega með þessi handboltalög?  Hann Benni Hemm Hemm er far- inn í Evróputúr. Fyrst er farið í túr um Bretland áður en lagt verður í umfangsmeira ferðalag um meg- inlandið. Bretlandstúrinn tengist inn á útgáfu á nýrri smáskífu, „FF ekki CC“ sem er tekin af nýjustu plötu Benna, Skot. Meginlandstúrinn tengist hins vegar útgáfu á Skot þar. Sviss, Þýskaland og Frakkland eru undir og mun Benni leika ásamt hljómsveit en einnig sóló. Sjötomm- an með „FF ekki CC“ inniheldur endurhljóðblöndun eftir FM Belfast og endurmyndblandaði Lóa Hjálm- týsdóttir, meðlimur FM Belfast um- slagið! Benni Hemm Hemm í tónleikaferðalag Verkefnið hófst fyrir þremur ár- um og til þessa hafa ellefu „þættir“ verið gerðir en sá tólfti, sem tengist nýrri sveit Krumma Björgvins, Legend, var tekinn upp um síðustu helgi. Verkefnið er nokkurs konar röð gjörninga sem eru skipu- lagðir af Kitty Von Sometime sem fær stúlknahóp til liðs við sig. Stúlkurnar vita ekkert hvað þær eru að fara út í og eru við- brögð þeirra við því og þeim aðstæðum sem þær eru komnar í virkur hluti af ferlinu. Stúlkurnar eru iðu- lega „venjulegar“ stúlkur, ekki módel eða leikkonur og verkefninu var m.a. hrund- ið af stað út frá vanga- veltum um sjálfsöryggi ungra kvenna, einkum hvað varðar upplifun þeirra af líkama sín- um. Sagan THE WEIRD GIRLS PROJECT Iðin Kitty Von Sometime www.theweirdgirlsproject.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.