Morgunblaðið - 26.01.2011, Síða 31
12 Úr kvikmyndinni The King’s
Speech.
Tíu kvikmyndir hafa verið til-
nefndar til Óskarsverðlaunanna í ár
og verða þau afhent í lok febrúar.
Kvikmyndin The King’s Speech
hlaut flestar tilnefningar, 12 alls, en
næstflestar hlaut True Grit, 10 til-
nefningar.
Kvikmyndirnar sem tilnefndar
eru til verðlaunanna sem besta
mynd ársins 2010 eru Inception, The
Fighter, Black Swan, The Kids Are
All Right, The King’s Speech, 127
hours, The Social Network, Toy
Story 3, True Grit og Winter’s Bone.
Eftirfarandi leikarar eru til-
nefndir fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki: Javier Bardem, Jeff
Bridges, Jesse Eisenberg, Colin
Firth og James Franco. Tilnefndar
sem besta leikkonan í aðal-
hlutverki eru Annette Bening, Ni-
cole Kidman, Jennifer Lawrence,
Natalie Portman og Michelle Willi-
ams.
Tilnefningar fyrir leikstjórn
hlutu Darren Aronofsky, David O.
Russell, Tom Hooper, David Finc-
her og Joel Coen og Ethan Coen.
The King’s Speech með flestar
Óskarsverðlaunatilnefningar
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Körlum og konum er stund-um uppsigað við risannDisney, sjá í honum allskyns óprúttin bellibrögð
til að klófesta barnssálina og maka
krókinn eins og hægt sé á sakleysi
hennar og ekki síst foreldranna sem
láta allt eftir ungunum. En það er
nú einu sinni svo að þessar teikni-
myndir í fullri lengd sem fyrirtækið
sendir frá sér reglubundið (og er
Tangled sú fimmtugasta) eru iðu-
lega svo skotheldar að allt slíkt
verður að hjómi þegar töframáttur
bíóupplifunarinnar læsir sig um
þig. Og Tangled uppfyllir þau skil-
yrði með glans. Disney hefur reynd-
ar strítt við smáþurrk á þessum
fyrsta áratug aldarinnar (Brother
Bear (2003), Home on the Range
(2004), Chicken Little (2005) og
Meet the Robinsons (2007) voru lítt
að gera sig) en komst í fluggírinn á
nýjan leik í hittiðfyrra með hinni
bráðvel heppnuðu The Princess and
the Frog. Bangsímon er svo vænt-
anlegur í ár og manni því óhætt að
núa saman höndum, sé mið tekið af
þessum tveimur síðustu myndum.
Tangled segir af Garðabrúðu
(Rapunzel) sem lifir einangruðu lífi
uppi í turni ásamt stjúpmóður sinni
(sem hún heldur að sé alvöru móðir
sín). Stjúpan nýtir Garðabrúðu til
að viðhalda eilífu lífi en að því kem-
ur að Garðabrúða verður óþreyju-
full, sleppur úr turninum og heldur
í ævintýraför ásamt sjarmerandi
bandingja að nafni Flynn.
Skemmst frá að segja gengur
myndin afskaplega vel upp og það
er tilfinnanleg natni í öllu hér, hvort
sem er handrit, teikningar eða
raddleikur. Handritið er stillt vel
af; nægilega mikið af fullorð-
insbröndurum til að halda þeim
hópi við efnið en um leið er hún rík
af sígildum minnum úr ævintýrum
þar sem hnykkt er á grundvall-
argildum eins og trausti, heið-
arleika og ástleitni. Litirnir í mynd-
inni eru mjúkir og bjartir og
framvindan alger rússibanareið,
með gnægð af „Indiana Jones“-
köflum eins og ég kalla það. Þá er
þetta mynd sem virkar vel í þrívídd-
inni, einmitt vegna þessa.
Tangled er pottþétt og vel heppn-
uð afþreying, ekki tímamótaverk að
vísu a la Aladdin eða Lion King, en
stendur hins vegar keik og klár með
sér – líkt og prinsessan í burðarrull-
unni.
Æsileg „Litirnir í myndinni eru mjúkir og bjartir og framvindan alger
rússíbanareið,“ segir m.a. um teiknimyndina Tangled frá Disney.
Ævintýri enn gerast
Sambíóin
Tangled
bbbbn
Leikstjórn: Nathan Greno, Byron How-
ard. 100 mín. Bandaríkin 2010.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
KVIKMYNDIR
Sigurður Eyberg – Finger of God
(Toes of Paul McCartney)
bbbmn
Það nægir að
horfa til titils
þessarar fyrstu
sólóplötu Sig-
urðar Eyberg,
söngvara Deep
Jimi and the Zep
Creams, til að
sannfærast um að hér er ekkert
venjulegt efni á ferðinni. Er það líka
svo, en Sigurður framreiðir alveg
öldungis heillandi skrítipopp sem
minnir á Beck og Jónas Sigurðsson;
ekki endilega hljómrænt séð heldur
hvað afstöðuna varðar, hér er alls
kyns stílum hrært óhikað saman og
líkt og í tilfelli áðurnefndra herra-
manna gengur bræðingurinn upp að
langmestu leyti, er hæfilega til-
raunakenndur en um leið hæfilega
hlustendavænn. Stórgóður frum-
burður hjá Sigurði.
Darknote – Walk into Your Night-
mare
bbbmn
Darknote hefur
verið starfandi
giska lengi en
þetta er fyrsta al-
vöruafurðin, sjö
laga stuttskífa.
Hér er höggvið í
knérunn sem er kirfilega merktur
amerískum nýþungarokksböndum
eins og Lamb of God en í ævin-
týralegri köflum reka Svíarnir í
Opeth inn nefið. Frumlegt er það
ekki en úrvinnsla öll er til fyrir-
myndar, hvort heldur í tilfelli um-
slags eða hljóms. Spilamennskan er
þétt, ástríðan tilfinnanleg og hver
veit, kannski fáum við að heyra meira
af „Darknote“ í næstu umferð.
The Heavy Experience – The Heavy
Experience
bbbnn
Tvö lög, drunga-
leg og drafandi og
það á forláta tíu
tommu. Ég tek of-
an fyrir Kimi Re-
cords og piltunum
sem bandið skipa
að ráðast í svona
útgáfu, þetta lífgar sannarlega upp á
annars spræka flóruna í þeim efnum.
Tónlistin er drunurokk að hætti
Earth og ámóta sveita, sker sig ekki
mikið frá þeim geiranum en maður
nýtur vel og innilega á meðan varir.
Ferlegheit – You can be as Bad as
you can be Good
bbbnn
Þessi fyrsta plata blússveitarinnar
Ferlegheita kemur skemmtilega á
óvart. Meðlimir eru velflestir ungir
að árum en af hljóminum að dæma
mætti halda að þeir hefðu hist í Chi-
cago á sjötta áratugnum. Fyrri helm-
ingur plötunnar einkennist af fremur
hefðbundnum
rafblús en flutt-
um af mikilli orku
og spilagleði.
Margrét Guðrún-
ardóttir syngur
þá eins og hún
eigi lífið að leysa.
Undir endann á plötunni leyfir sveit-
in sér hins vegar að stíga út fyrir
blúsrammann og þá fara spennandi
hlutir að gerast. Frábær byrjun hjá
þessari ungu sveit.
Úlfur Eldjárn – Field Recordings:
Music from the Ether
bbbbn
Þessi fyrsta eig-
inlega sólóplata
Úlfs Eldjárns er
afskaplega vel
heppnuð. Hún á
sér rætur í
þremur ólíkum
listaverkum en
stendur keik og klár ein og sér. Ekki
bara að Úlfur vinni skemmtilega
með möguleika hljóðfæranna, hann
leikur á gömul og „útdauð“ hljóð-
færi, sérsmíðar þau o.s.frv., heldur
er sjálf tónlistin – innihaldið –
heillandi. Þetta er falleg tónlist og
viðkvæmnisleg á stundum en dökk
og ágeng þegar því er að skipta. Á
öðrum köflum fléttar Úlfur svo þess-
um andstæðum listavel saman og
eyrun eru vel sperrt frá fyrsta tóni
til hins síðasta.
Úr staflanum
Arnar Eggert Thoroddssen
arnart@mbl.is
Nýútkomnar íslenskar plötur
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8 og 10:20
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10 ótextuð
ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10
HROTTALEG
SPENNA
Í ÞVÍVÍDD
HHHHH
„SKEMMTILEG, FYNDINN
OG SPENNANDI”
- S.V BOXOFFICE MAGAZINE
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
SÝND Í 3D
LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR
í3D
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
VINSÆLA
STA
MYND V
ERALDAR
TVÆR VI
KUR Í RÖ
Ð!
NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10
BURLESQUE kl. 8
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10.10
GAURAGANGUR KL. 6
12
L
L
12
7
Nánar á Miði.is
THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35
THE GREEN HORNET 3D LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
12
12
L
L
12
L
7
L
7
BURLESQUE KL. 10.30
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8
LÍFSLÖNGUN kl. 10.10 Enskur texti
BARA HÚSMÓÐIR kl. 8 Enskur texti
HVÍTAR LYGAR kl. 10 Íslenskur texti
ÆVINTÝRI ADÉLE BLANC-SEC kl. 6 Íslenskur texti
LAFMÓÐUR KL. 8 Enskur texti
LEYNDARMÁL KL. 10 Enskur texti
EINS OG HINIR KL. 6 Enskur texti
STÚLKAN Í LESTINNI KL. 6 Enskur texti
L
7
L
L
L
L
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
5%
5%
/haskolabio/smarabio