Morgunblaðið - 26.01.2011, Blaðsíða 32
Sundance-kvikmyndahátíðin hófst í Park City í Utah í
Bandaríkjunum 20. janúar sl. og lýkur 30. janúar. Að venju
hefur mikið stjörnustóð verið á götum borgarinnar og ljós-
myndarar elt kvikmyndastjörnur á röndum, eins og sjá má af
meðfylgjandi myndum. Hátíðin er helguð verkum sjálfstæðra
kvikmyndagerðarmanna, bæði bandarískra og alþjóðlegra,
og er sú umfangsmesta sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
Hátíðin er því mikilvæg kvikmyndagerðarmönnum sem vilja
komast á kortið og koma verkum sínum víða í sýningar.
Hátíðin hóf göngu sína árið 1978 og var einn stofnenda
hennar Hollywood-stjarnan Robert Redford.
Svalur Leikarinn Dominic Cooper.
Ljósmyndarar Leikarinn Tobey Maguire umsetinn af ljósmyndurum.
Reuters
Áritanir Leikkonan Anne Heche varð við óskum aðdáenda á götum úti um eiginhandaráritanir.
Harðir Rapparinn 50 Cent með hnefaleikakappanum Floyd Mayweather Jr.
Púkó Paul Rudd, ekki í sparifötum. Ha? Jeremy Irons virðist hissa. Bros Kate Bosworth leikkona.
Koss Leik-
arinn Ed
Helms kyssir
pappamynd af
sjálfum sér.
Glæsileg Leikkonan Eva Green.
Líf og fjör í Park City
Teiti Söngvarinn Cee-Lo Green.
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2011
Kvikmyndaleikstjórinn Kevin Smith frum-
sýndi nýjustu kvikmynd sína, Red State, á
Sundance-hátíðinni sunnudaginn sl. Smith
hafði áður auglýst að hann myndi velja sér
dreifingaraðila fyrir myndina í bíósalnum að
lokinni frumsýningu myndarinnar en kom
mönnum á óvart með því að segjast ætla að
dreifa myndinni sjálfur. Fyrirtæki hans og fé-
laga hans Jon Gordon, SModcast Pictures,
myndi sjá um dreifinguna.
Reuters
Óvænt Kevin Smith ætlar að dreifa mynd sinni sjálfur. Hér sést hann í miklu stuði á Sundance.
Smith kom mönnum á óvart
The Devil’s Double er ein fjölda kvikmynda
sem vakið hafa athygli á Sundance-
hátíðinni. Í myndinni er fjallað um Uday,
eldri son Saddams Hussein, og hans hroða-
verk í stjórnartíð föður hans í Írak.
Í umfjöllun um myndina á kvikmynda-
vefnum The Wrap segir að áhorfendur trúi
því varla að Uday hafi verið jafn hryllileg
persóna og sést á hvíta tjaldinu en sú sé
hins vegar staðreyndin. Uday hafi haldið
ungum stúlkum föngnum og nauðgað sem
og nýgiftum konum, pyntað íþróttamenn
eftir tapleiki og einnig sigurleiki, þar sem
honum þótti þeir fá fullmikla athygli. Þá
hafi hann neytt eiturlyfja og notið þess að
pynta fólk. Í myndinni sé dregin upp stór-
brotin mynd af skelfilegum glæpamanni og
leikarinn Dominic Cooper, sem fari í fyrsta
sinn með aðalhlutverk í kvikmynd, túlki
Uday með sannfærandi og oft á tíðum
heillandi hætti.
Sagan er sögð frá sjónarhóli tvífara
Uday, Latif Ahmed, sem þurfti tilneyddur
að horfa upp á voðaverk þessa skrímslis.
Cooper leikur báða mennina, þ.e. Uday og
tvífara hans.
Uday og bróðir hans Qusay voru myrtir
árið 2003.
Skrímslið
Uday og
tvífari þess
Illmenni Cooper í hlutverki Uday Hussein.
Sundance kvikmyndahátíðin í fullum gangi