Morgunblaðið - 26.01.2011, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Kosning til stjórnlagaþings ógild
2. Sex marka sigur Frakka
3. 29 ára afi
4. Frægasti rass í heimi?
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Janúarmánuður er óvenjuöflugur
hvað tónlistarútgáfu varðar. Gagn-
rýnandi fer yfir nokkrar nýjar plötur,
m.a. sólóplötu Úlfs Eldjárn og sóló-
plötu Sigurðar Eyberg, söngvara
Deep Jimi. »31
Morgunblaðið/Golli
Rýnt í nýjar íslenskar
hljómplötur
Árið 2010 voru
seldir 1.560.438
miðar fyrir
1.474.535.620
krónur í kvik-
myndahús á Ís-
landi, segir í
fréttatilkynningu
frá Snæbirni
Steingrímssyni,
framkvæmdastjóra Smáís. Þar segir
jafnframt: „Enn og aftur var met
slegið og var 2010 stærsta árið í
sögu kvikmyndahúsa á Íslandi sem er
frábær árangur, sérstaklega í ljósi
þess að Bandaríkjamarkaður þurfti
að horfa fram á samdrátt frá árinu
áður. Avatar var langstærsta mynd
ársins og nær þeim einstaka árangri
að vera stærsta myndin á Íslandi tvö
ár í röð, sem hefur ekki gerst áður í
sögunni.“
Með tilkynningunni er birtur topp
20 listi. Í öðru sæti er Inception, Toy
Story 3 í því þriðja, Bjarnfreðarson í
því fjórða og Harry Potter and the
Deathly Hallows er í því fimmta. Þrjár
íslenskar myndir eru inni á topp 20
eins og fyrri ár en ásamt Bjarnfreð-
arsyni eru það Algjör Sveppi og Dul-
arfulla Hótelherbergið og svo
Mamma Gógó.
„Stærsta“ árið
í íslenskri bíósögu
Á fimmtudag Suðvestan 10-15, rigning eða slydda og síðar él vestantil en hægari og úr-
komulítið austanlands. Hiti 0 til 6 stig en vægt frost inn til landsins N- og A-til.
Á föstudag Vestan og suðvestan 8-13 og slydduél eða él en bjartviðri A-lands. Frostlaust
með ströndinni en vægt frost inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG V 3-10 m/s. Þokuloft um vestanvert landið, en annars skýjað að
mestu. SV 8-15 og rigning vestast á landinu í kvöld. Allt að 7 stiga hiti í dag.
VEÐUR
„Ef maður kemst ekki í und-
anúrslitin þá getur maður
ekki gert betur en að spila
um 5. sætið. Það er eigin-
lega ótrúlegt að við séum
að fara að spila um það
sæti, og eigum möguleika á
því að jafna besta árangur
Íslands á HM, í ljósi þess að
við höfum tapað þremur
leikjum í röð,“ sagði Sverre
Jakobsson við Morgun-
blaðið eftir leikinn við
Frakka í gærkvöld. »2-3
Getum jafnað
besta árangurinn
Það verða hin sögufrægu lið Pitts-
burgh Steelers og Green Bay Packers
sem leika til úrslita um Ofurskálina í
bandaríska ruðningnum um aðra
helgi. Gunnar Valgeirsson, sérfræð-
ingur Morgunblaðsins, skrifar um
undanúrslitin þar sem Green Bay
vann enn á útivelli, nú gegn Chicago
Bears. Pittsburgh komst í 24:0 í leik
sínum við New York Jets en vann
nauman sigur
þegar upp var
staðið. »4
Sögufræg lið spila til
úrslita um Ofurskálina
Sigurður Sveinn Sigurðarson, hinn
reyndi leikmaður Skautafélags
Akureyrar, skoraði skrautlegt mark af
35 metra færi þegar SA Víkingar
unnu Skautafélag Reykjavíkur, 6:1, á
Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld.
Með sigrinum náðu Akureyringarnir
þriggja stiga forskoti á SR en liðin
eiga hinsvegar eftir að mætast
tvisvar í Reykjavík. »4
Skrautlegt mark
Sigurðar gegn SR
ÍÞRÓTTIR
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Smalamót Harðar verður haldið í
annað sinn í reiðhöll Harðar í Mos-
fellsbæ laugardaginn 5. febrúar
næstkomandi og er eins og sambæri-
leg hestamannamót en það sem er
óvenjulegt er að skipuleggjendurnir
eru tvær ungar stúlkur í Mosfellsbæ.
Harpa Sigríður Bjarnadóttir, 12
ára, og Súsanna Katarína Guð-
mundsdóttir, 14 ára, segjast hafa
fengið hugmyndina eftir að hafa
fylgst með meistaradeild VÍS í
hestaíþróttum í Ölfusi 2009.
Styrkja krabbameinssjúk börn
„Við vildum gera eins hérna,“
segja þær í kór. Þær létu ekki sitja
við orðin tóm heldur hófu strax að
skipuleggja keppni, pöntuðu tíma í
reiðhöllinni í byrjun febrúar í fyrra,
smíðuðu verðlaunagripi, réðu fólk til
starfa við mótið og stjórnuðu því.
„Það var full höll, fullt af keppendum
og ókeypis inn en nú ætlum við að
styrkja krabbameinssjúk börn og
því kostar 500 krónur fyrir kepp-
endur í unglingaflokki og upp úr en
áfram verður frítt fyrir börn,“ segir
Katarína.
Stelpurnar skelltu sér í reiðtúr
eftir að hafa gefið sér tíma með
Morgunblaðinu að loknum skóla í
gær. Þær segjast ríða út fimm til sex
sinnum í viku og taka reglulega þátt
í mótum. „Það hefur gengið rosalega
vel,“ segir Harpa. „Ég var í A- og B-
úrslitum á Íslandsmótinu í fyrra,“
segir hún. „Ég keppti til dæmis í úr-
slitum á stórmóti Geysis í fyrrasum-
ar,“ segir Katarína. Þess má geta að
stelpurnar hafa sótt leiðtoga-
námskeið hjá Hestamennt og að-
stoðuðu við kennslu þar í fyrra-
sumar.
Þeir bestu með
Í Smalamótinu er keppt í því að
fara ákveðna braut á sem stystum
tíma og fella sem fæstar keilur. Vin-
konurnar vilja ná til sem flestra og
hafa haft samband við Sigurbjörn
Bárðarson, þekktasta knapa Ís-
lands, í þeim tilgangi að fá þá bestu
í keppni. „Hugmyndin er að fá
knapa úr meistaradeildinni og
láta þá keppa á móti okkar
bestu knöpum,“ segir Harpa.
Skipulagningin hefur tekið sinn
tíma og því hafa þær ekki mátt vera
að því að auglýsa mótið en það er
næst á dagskrá. Að sjálfsögðu hafa
þær tilkynnt gang mála á fésbókinni
en næst á dagskrá er að koma til-
kynningu um mótið í Eiðfaxa og
Hestafréttir.
Ungir frumkvöðlar skipu-
leggja hestamannamót
Skipuleggja
og stjórna Smala-
móti Harðar í Mosó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leiðtogar Harpa Sigríður Bjarnadóttir, 12 ára, og Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, 14 ára.
Eins og á flestum hestamannamótum verða veitt verðlaun
fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki á Smalamóti Harðar
auk annarra verðlauna.
Í stað þess að kaupa verðlaunagripi ákváðu Harpa
Sigríður Bjarnadóttir og Súsanna Katarína Guðmunds-
dóttir að búa þá til sjálfar og hafa verið á fullu að ganga
frá þeim, en hugmyndin er að hafa verðlaunin tilbúin
í dag.
„Við vildum hafa þetta öðruvísi og búa til okkar
verðlaun sjálfar,“ segir Súsanna Katarína. „Við
erum eiginlega alveg búnar,“ bætir Harpa Sig-
ríður við, en þær hafa skorið út hesta í kross-
við og merkt með tilheyrandi merkingum.
Stelpurnar búa til listaverkin
VERÐLAUN