Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 8
SKATAFELAGIÐ "FYLKIR” 10 ARA Hvergi hér á landi munu vera jafn mikl- ir örðugleikar fyrir skátafélag að starfa og á Siglufirði, en orsökin er sú, að yfir síld- veiðitímann verður allt starf að liggja niðri, vegna hinna miklu anna, sem sá tími hefur í för með sér fyrir bæjarbúa. Þrátt fyrir þetta hefur skátastarfsemin á Siglufirði ver- ið allsæmileg og með köflum ágæt, og má fyrst og fremst þakka það félagslyndi bæj- arbúa. Skátafélagið Fylkir var stofnað 22. jan. 1935, og var Norðmaðurinn Sverre Tynes aðal hvatamaðurinn að stofnun þess. Stofn- endurnir voru alls tólf og var Sverre þegar kosinn foringi. Félagið óx smám saman undir hinni dugandi forustu hans, og er hann lét af störfum í lok ársins 1937» var Fylkir orðinn allöflugt skátafélag með fjóra starfandi flokka. Sverre Tynes dvelst nú í ættlandi sínu, Noregi. Samúel Samúels- son tók við af Sverre og stýrði félaginu til ársins 1940, en þá varð hann því miður að hætta. Á tveim næstu árum var mjög lítið starf í félaginu, aðeins einn flokkur vel starfandi á því tímabili. Árið 1942 var merkisár í sögu félagsins að því leyti, að þá var það endurskipulagt eða réttara sagt endurreist. Síðan hefur það vaxið ár frá ári, og nú á tíu ára afmælinu telur það um eitt hundrað félaga. Mikill hluti af starfsemi Fylkis hefur ver- ið fólginn í æfingum flokka og sveita, en á síðustu árum hafa mjög margar útilegur verið farnar, þrátt fyrir það hversu úti- legutíminn er stuttur, en hann er varla tveir mánuðir. Stærsta útilegan fór fram á síðastliðnu sumri og voru þátttakendur um fimmtíu. Útilega þessi var með „mótssniði“ 8 Foringjar félagsins. og voru tjöldin yfir þrjátíu. Útilegan tókst mjög vel, enda var hún vandlega undir- búin. Félaginu er skipt niður í tvær sveitir og eru fimm flokkar í hvorri. Sveitarforingj- ar eru þeir Eldjárn Magnússon deildarstjóri og Hlöðver Sigurðsson skólastjóri. Nýlega var stofnuð Rovers sveit innan félagsins og má vænta allmikils starfs af henni í framtíðinni. Aðaláhugamál allra siglfirzkra skáta er að eignast fundahús, því að fyrir stórt félag hlýtur allt starf að verða mjög erfitt, án ákveðins samastaðar. En það er von allra félagsmanna, að hægt verði að hefjast handa um bygginguna strax í vor. — Stjórn Fylkis skipa nú: Gunnar Flóvents, félagsforingi. Óli J. Blöndal, aðst.félagsforingi. Haukur Jónasson ritari. Árni Friðjónsson gjaldkeri. Hlöðver Sigurðsson sv.for. 2. sv. Eldjárn Magnússon sv.for. 1. sv. SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.