Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 17
lagsmenn þátt í henni. Farið var í fjall- göngur á næstliggjandi fjöll. í aðra útilegu var farið út á Siglunes í miðjum júní. „17. júní gengu skátar fylktu liði um götur bæjarins. Nokkrir hagleiksmenn úr félaginu smíðuðu og skreyttu inngangshiið að hinum nýja íþróttaveili bæjarins og þótti það mjög fallegt." Vetrarstarfsemin er nú í fullum gangi og er í ráði að stofna R. S.-sveit. Húsnæðisvandræði hafa háð starfsemi fé- lagsins frá byrjun, en nú er í ráði að byggja hús og er þá vonandi, að hagur félagsins og allur aðbúnaður batni að mun. 22. janúar varð Skátafélagið Fylkir 10 ára. Áformuðu þeir að halda skemmtun og gefa út blað í tilefni af því. Óskar Skáta- blaðið því hér með til hamingju með þetta merka afmæli. Kvenskátáfél. Valkyrjan, Akureyri. (23. nóv. 1944.) Frá sumarstarfseminni: „Féiag okkar tók þátt í skrúðgöngunni um bæinn þann 17. júní og hjálpuðu skátastúlkurnar lítið eitt við skreytingu á torgi því, er hátíðahöldin fóru fram á. Á sumardaginn fyrsta var sameiginleg kirkjuganga hjá drengja- og kvenskátum Akureyrar. Kvenskátarnir buðu nokkrum drengjum til kaffidrykkju hjá sér á eftir. Félag okkar fór aðeins tvær ferðir í sumar. 28 stúlkur héldu á landsmót kven- skáta í Vatnsdalshólum. Fór mótið vel fram og varð öllum til gleði. Hin ferðin var farin í Garðsárgil. Önnur sumarstörf voru kartöflurækt og kvenskáta-kofabygg- ing á Vaðlaheiði." Vetrarstarfsemin: „Frá því um miðjan ágúst hafa skátastúlkurnar hérna mætt eitt kvöld í viku til þess að sauma á bazar, sem halda á 3. desember þ. á. Einu sinni í mán- uði hverjum var einnig soðið kakaó handa öllum mættum. Þessi saumakvöld hafa verið mjög ánægjuleg, lesin framhaldssaga og sungið. Útlit fyrir vetrarstarf okkar er fremur gott. Nokkar nýjar stúlkur eru að bætast í hópinn." Kvenskátafélag Húsavíkur (13. nóv. 1944.) „17. júní tóku bæði skátafélögin á Húsa- vík þátt í hátíðahöldunum. Fólk varbeðiðað safnast saman á höfðanum fyrir utan Hvík kl. 10 f. h. og þangað komu skátar gangandi í fylkingu undir fánum. Var þá hafin skrúð- ganga með barnaskólabörn í fararbroddi og skáta þar næst, og haldið upp að Borgarhól, þar sem sagt er, að Garðar Svavarsson hafi fyrst setzt að. Hélt sýslumaður þar ræðu og karlakórinn söng nokkur lög. Var síðan haldið í kirkju, þar sem prófastur héraðsins hélt hátíðaguðsþjónustu. Um kvöldið fóru nokkrir skátar (drengir og stúlkur) fram að Laugum, þar sem þeir settu upp tjaldborg með 11 tjöldum, og aðstoðuðu eftir getu við undirbúning hátíðahaldanna næsta dag. A þessari héraðssamkomu stóðu þeir heiðurs- vörð og aðstoðuðu eftir mætti. Á sumardaginn fyrsta var haldin skáta- messa í Húsavíkurkirkju og gengu skátarnir fylktu liði í kirkju. Um kvöldið héldu bæði skátafélögin opinberan dansleik með veit- ingum í samkomuhúsi bæjarins. Tveim dögum seinna héldu félögin sameiginlegan sumarfagnaðarfund. Við komu forsetans tóku skátarnir á móti honum fyrir utan samkomuhúsið og heilsuðu með fánakveðju. Eftir að for- setinn hafði tekið þátt í kaffiveizlu í sam- komuhúsinu, var gengið að kirkjunni, þar sem forseti ávarpaði mannfjöldann frá SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.