Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 10
Frá fréttastjóra. Þann 28. okt. s. 1. var sent út bréf í spurnaformi til allra félagsforingja á land- inu, og ætlast til að spurningum þessum væri svarað. Svör bárust frá 19 félgum og má það teljast góð þátttaka. Þakkar Skáta- blaðið hér með öllum þeim félögum, sem svör hafa sent. Var síðan unnið úr svörum þessum og birtist það hér á eftir. Byrjað er á Akranesi og haldið réttsælis í kringum land og end- að á Reykjavík. Það, sem innan gæsalappa er, er tekið orðrétt upp úr svörunum, og dagsetning í svigum fyrir aftan félagsnafn táknar dagsetningu bréfsins. Kvenskátafélag Akraness (1. des. 1944.) Frá sumarstarfi þeirra er það að segja, að þær tóku þátt í skrúðgöngu 17. júní og störfuðu einnig sem hjálparsveit á vegum hátíðarnefndar í sambandi við Þjóðhátíð- ina. — Á sumardaginn fyrsta halda skátar á Akranesi engin hátíðahöld, vegna þess að það er hátíðisdagur barnaskólans. — Nokkr- ar sameiginlegar útilegur með drengjunum hafa verið farnar upp í Skátafell en það er skáli drengjanna. — 15 stúlkur fóru á kven- ro skátamótið í Vatnsdalshólum og líkaði þeim prýðilega ferðin og dvölin. — Seint í sum- ar komu skáta-drengir og -stúlkur úr Reykjavík í heimsókn og gistu þau í Skáta- felli. Vetrarstarfsemin hófst í október. Fékk félagið kvenskátaforingja úr Reykjavík, ungfrú Borghildi Strange, til að kenna hér ýmis skátafræði. Áhugi hefur aukizt hröð- um skrefum og tala félagsmanna eykst stöðugt. Því miður hefur ekki borizt neitt bréf frá drengjaskátunum. Skátafélagið Valur, Borgarnesi. (4. des. og 15. des. 1944.) „Fyrsta sumardag fóru skátarnir (piltar og stúlkur) í hópgöngu um bæinn með fána í broddi fylkingar, en síðan var hlýtt á guðþjónustu.“ „Þá er forseti íslands, hr. Sveinn Björns- son kom til Borgarness á ferð sinni um landið á síðastliðnu sumri, gengu skátar hér ásamt íþróttamönnum fyrir hann þar, sem hinar opinberu móttökur fóru fram og hyltu hann með fánakveðju." Á skátamótið á Þingvöllum fóru 3 skátar. „Þeir okkar, sem fóru héðan, létu allvel yfir för sinni, og þótti mótið hafa farið vel fram, eftir því sem veður leyfði.“ Farnar voru 5 útilegur með 25 þátttak- SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.