Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 8
Tvær bækur fyrir skáta YLFINGABÓK eftir séra Jakob Jónsson. Nýlega er komin út Ylfingabók á íslenzku á vegum B. í. S. Er bók þessi drög að hand- bók fyrir ylfinga, fjölrituð 27 bls. að stærð, sem séra Jakob Jónsson hefur samið og sniðið sem bezt við hæfi íslenzkra byrjenda á skátabrautinni. Hefur hann að sjálfsögðu haft til fyrirmyndar bókmenntir um ylfinga- mál, gömlu ylfingabókina, en þó gætt þess vandlega, að bókin yrði aðgengileg og skilj- anleg íslenzkum drengjum á aldrinum 8— 11 ára. Ýtarlegan ritdóm um bókina er ekki hægt að skrifa hér. Hann mundi taka of mikið rúm. En það, sem bókin inniheldur aðal- lega, vil ég taka fram. Þar er skýrt frá því hvað ylfingar eru, skyldum þeirra, starfsreglum, búningi, skil- yrði til þess að hljóta verðlaun eða viður- kenningu fyrir unnin skátastörf. Þar er sagan um Manna litla og hvernig hann varð ylfingur, ennfremur hin lærdómsríka frásaga um Velvakandi og bræður hans. Mjög vel og rækiiega er lýst mikilvægi bræðralagsins meðal ylfinga og hugur ylf- ingsins laðaður að skátastarfinu með heill- 8 andi dæmisögum, fegurstu frásögnum úr lífi Jesú Krists og með því að benda á fyrir- myndir hinna ágætustu manna úr fortíð- inni, ekki aðeins erlendra heidur fyrst og fremst íslenzkra ágætismanna. Margur fróð- leikur er þar hagnýtur, sem hver einasti skáti verður að hafa tileinkað sér. Skátahöfðinginn og Jón Sigurðsson skóla- stjóri hafa farið yfir handritið fyrir hönd stjórnar B. í. S. Vafaiaust fagna skátar þessari bók. Hún er auðsætt framfaraspor. Skátar, á hvaða aldri sem er, ættu að lesa hana. Bókin er vel skrifuð, á góðu máli og frásagnarstíllinn við unglingahæfi. Ylfingar munu unna þessari bók og síðar þegar út í lífið kemur, mun þeim skiljast að hún var eitt af því dýr- mætasta, sem þeim var á námsárunum í hendur fengið. Sigurgeir Sigurðsson. SAGAN UM BADEN POWELL heitir dálítii bók, sem mér barst nýlega í hendur. Þetta er allra laglegasta bók, 72 bls. í venjulegu námsbókabroti og svipuð að frágangi. Ég leit í bókina að loknum kvöldverði, skömmu fyrir fréttatíma útvarpsins. Auð- vitað ætlaði ég að hlusta á fréttirnar, en vitið þið hvernig fór? Ég gleymdi að hlusta á fréttirnar og vissi vart fyrr en ég var bú- inn að lesa alla bókina! Af því, sem ég hef nú sagt, má nokkuð ráða, hvernig mér féll bókin. Það má nærri því segja, að hún sé spennandi frá upphafi til enda. Rúmlega þriðjungur bókarinnar er um hermennskuferil skátahöfðingjans, sem síðar varð. Mér finnst að vísu, að þessi þáttur bókarinnar hefði mátt vera styttri, en frásögnin um æsku Powells og síðari helmingur bókarinnar — um stofnun skáta- félagsskaparins og eflingu hans — lengri. Þá SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.