Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 19
HvítasunnuferS. Skátar! IleíjiÖ útilegustarf sumars- ins með því að fara í útilegu um Hvítasunnuna. Farið að hugsa ykkur um, hvert halda skal. Undirbúið útilegurnar ná- kvæmlega, þá takast þær ávallt vel. í fyrra gengu nokkrir Reykjavíkur- gkátar yfir Leggjabrjót á Hvítasunn- unni og er myndin úr þeirri ferð. Sumardagurinn fyrsti 1945. Framhald af bls. 7. og sé stýrt eftir hennar leiðarmerkjum, þá er engin hætta á strandi. Skátahreyfingin hefur hvorki vald eða vilja til að beygja nokkurn nauðugan. Hún býður aðeins leið- sögn sína í þeirri vissu, að hún sé rétt, og sá, sem tileinkar sér með alvöru og með ein- beitni sjónarmið hennar, hann þarf hvorki að kviða hausti né vetri — og þeir, sem gefa skátahreyfingunni tómstundir sínar, bæði hér og um allan heim eru að leggja steina í byggingu betra, fyllra og fegurra lífs, sem við þráum öll að rísi af grunni hins stríð- andi heims. Skátarnir eru nú að hefja vorverkin í þess orðs eiginlegu merkingu. Skólunum er að ljúka. Sumir koma heim, aðrir fara til annarra starfa, en leiðir skátanna liggja nú til fjalla, út í frjálsa náttúru — þar treyst- hann hafi safnað í Vatnsdal 400 kr. í sjóð til styrktar nauðstöddum börnum á Norður- löndum. Átti upphæðin að vera 1100 kr. Eru viðkomandi aðilar beðnir afsökunar á villu þessari, sem eingöngu er sök blaðsins. SKÁTABLAÐIÐ um við vináttuböndin og ræktum okkar vor- og sumarhug. I byrjun þessa sumars skulum við ganga djarfir til starfa, mikil verkefni bíða, í sjálfs- aga og sjálfsþroska. Skátahreyfingin hefur nú lagt inn á nýjar brautir einingu og samstarfs. Sameinuð höldum við nú á bratt- ann og biðjum sumarið að blessa hverja viðleitni, sem miðar að því að gera skáta- hreyfinguna að voldugu afli í íslenzku þjóð- lífi. Ef skátinn stýrir, þá er stefnan rétt. — Gleðilegt sumar skáta-systur og bræður. Helgi S. Jónsson. Bréfasambönd. Erla Gunnarsdóttir, Hríseyjargötu 6, Ak- ureyri, óskar að skrifast á við skáta í Rvík (dreng eða stúlku). Enskur skátaforingi hefur skrifað Skáta- blaðinu og beðið það að koma á bréfasam- böndum milli íslenzkra og enskra skáta. Sendi hann nöfn allmargra enskra kven- og drengjaskáta. Þeir íslenzkir skátar, sem hafa hug á að kornast í bréfasamband við enska skáta, eru því beðnir að skrifa Skátablað- inu og munum við þá senda þeim nafn og heimilsfang einhvers ensks skáta. !9

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.