Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 10
ENSK SKÁTASAGA: Klukkan var 15 mínútur yfir 8. Fyrsta Rodeham-sveitin var í næturleik. Þrír flokk- ar: úlfar, tígrar og birnir, höfðu raðað sér upp í hálfhring um brúarsporð, sem otr- arnir áttu að ná með því að brjótast gegn- um varnir hinna. Otrarnir áttu að leggja af stað, þegar þorpsklukkan slægi hálfníu. Hver þeirra var með flugeld, sem þeir áttu að skjóta, þegar þeir kæmust á brúna. Væri einum flugeldi skotið á brúnni, var hún skemmd, en þó fær. Væri tveimur skotið, var hún ófær vögnum, og ef þremur var skotið, var brúin eyðilögð. svo að þeir hlypu ekki beint í flasið á árás- arliðinu. Allt í einu staðnæmdist Pétur. Á veginum var eitthvert hrúgald, stórt og mikið. „Er þetta ekki bíll?“ hvíslaði Jack í eyrað á Pétri. Þeir læddust áfram, þangað til þeir komust fram með hrúgaldinu, sem þeir sáu glögglega, að var bifreið. „Bíðið!“ hvíslaði Pétur. Hann læddist að vagninum og gat eftir nokkra stund kveikt á framljós- unum. Drengirnir stóðu nokkra stund agn- dofa af undrun. Þvert yfir veginn stóð lítil, ljósgrá bifreið, en fast við hana stóð póst- vagninn. „Er þetta ekki læknisbíllinn?" sagði Monk. „Jú,“ svaráði Jack, „en hvar er læknirinn.“ „Eða Bill, póstekillinn,“ sagði Pétur. „Hann hefur sennilega hlaup- Ævintvralegur næturleikur Jack, flokksforingi tígranna, og Tom gengu niður hæðina. Það var koldimmt. Allt í einu komu tveir skuggar fram undan runna. Það voru þeir Monk og Pétur, for- ingi tígranna. „Hvaðan heldurðu, að þeir komi, Pétur?“ spurði Jack. „Ætli þeir komi ekki hér beint yfir,“ sagði Pétur. „Þeir sækja þá beint í vindinn, og það er svo hvasst, að lítið heyrist til þeirra.“ „Þey, þey, það er eiúhver að koma,“ hvíslaði Monk. Á sama augnabliki lágu þeir allir marflatir á jörðinni og rýndu út í myrkrið. Von bráðar heyrðist fótatak og tveir menn með eitthvað á bakinu gengu fram hjá drengjunum og hurfu út í myrkrið. „Þekktirðu þá, Pétur?“ spurði Jack. „Nei,“ svaraði Pétur. „En nú verðum við að hraða okkur. Þorpsklukkan var að slá hálfníu, og nú geta otrarnir farið að koma.“ Drengirnir læddust með fram veginum í einni röð og héldu í belti hvers annars. Við og við staðnæmdust þeir til að hlusta, 10 ið eftir hjálp,“ sagði Tom. „Já, en hvers vegna fóru þeir báðir, læknirinn og hann?“ sagði Jack. „Og því í ósköpunum slökktu þeir ljósin?“ „Og hvernig stendur á því, Jack,“ sagði Pétur, „að það lítur ekki út fyrir, að hér hafi orðið neinn árekstur, því að báðir bílarnir eru óskemmdir.” „Þetta er það skrítnasta, sem ég hef séð lengi,“ sagði Jack. „En hvað er á handleggnum á þér, Pétur?" spurði Monk. Úlfaforinginn teygði handlegginn í birtu bifreiðaljósanna. „Hamingjan góða. Það er blóð. Hvaðan getur það verið komið?“ Hann gægðist inn í vagninn. „Drengir, komið þið fljótt.“ í ekilssætinu lá maður, meðvitundarlaus. Þeir lyftu honum varlega upp og lögðu hann á vegbrúnina. Þetta var Bill, póstekillinn. Hann var lifandi, en alblóðugu'r í framan. Stórt sár var á höfði hans hægra megin. „Sárabindi, Jack.“ Þegar þeir voru að enda við að binda um sárið, komu otrarnir með Vilfreð, foringja sinn í fararbroddi. „Hvað SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.