Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 14
HÁS Útiæfingar eru skemmtilegur liður í skátastarfinu, en hafa verið stundaðar allt of lítið. Það er ekki nauðsynlegt að fara langt út fyrir bæina til að halda sumar æf- ingar. Bezt er þó að geta haft nokkuð stórt svæði til umráða. Laugardags eða sunnu- dags eftirmiðdagar eru ágætur tími til æf- inganna. Ég ætla nú að lýsa því hér, hvernig hægt væri að hafa eina slíka æfingu. Gerum ráð fyrir, að það sé sveit, sem æfinguna heldur og í henni séu 27 skátar: 1 sveitarforingi, 1 aðstoðarforingi, 1 yfirflokksforingi, 4 flokksforingjar og 20 aðrir skátar. Sveitarforinginn þarf auðvitað að halda foringjafund til að undirbúa æfinguna. Þar er rætt um fyrirkomulag og hvað á að taka fyrir. Æðri foringjar sveitarinnar geta síð- an skipt hinum ákveðnu verkefnum niður á flokkana, svo að flokksforingjarnir viti ekki fyrirfram hvað hver flokkur fær. Nú hefur foringjafundurinn ákveðið þessa tilhögun: Dagskrá: Útiæfing við ........ 26. maí kl. 1.30. ! ÚTI Kl. 1.30 Þátttakendur mæta. Tjöld reist — annar undirbún. - 2.30 Fylkt. Ávarp sveitarforingja. - 2-45 Göngur. - 3-i5 Æfingar hjá flokkum. Keppni. - 5-!5 Drukkið. - 5-45 Fylkt. Sveitarforingi skýrir úrslit. — 6.00 Tjöld tekin niður. Heimferð. Foringjafundurinn hefur talið nauðsyn- legt, að hver flokkur hefði sitt tjald. Þá þarf líka að vera tjald fyrir aðalstöðvarnar þ. e. aðsetursstað æðri foringja sveitarinn- ar. í hverju tjaldi þurfa auk þess að vera semaforflögg og sáraumbúðir. Enn fremur er gert ráð fyrir að kakóið sé hitað í aðal- stöðvunum og í því skyni sendi hver flokk- ur mann þangað kl. 4.45. Kallmerki eru ákveðin þannig: AB — aðalstöðvar. CD — 1. flokkur EF - 2. - GH - 3. - IK - 4. - LM — allir flokkar. Sveitarforinginn hefur verið svo forsjáll að senda einn 1. flokks skátann til að gera kort af staðnum, svo að foringjafundurinn geti haft það við hendina til frekari ákvarð- ana. Jæja, nú skulum við snúa okkur að sjálfri æfingunni. Strax og þátttakendurnir koma fer hver flokkur á sinn stað, sem er fyrir- fram ákveðinn, tjaldar sínu tjaldi og býr sig á annan hátt undir æfinguna. Kl. 2.30 er gefið merki frá aðalstöðvunum, um að allir skuli safnast þar saman. Merkið má gefa SKÁTABLAÐIÐ 14

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.