Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 16
HAFSTEINN 0. HANNESSON: Gæzlumenn og skátafélög Allir, sem eitthvað hafa starfað að skáta- málum, hafa tekið eftir því, hve oft það kemur fyrir með skátafélög, einkum á hin- um smærri stöðum, að þau lognast út af eftir tveggja til fjögra ára starf. Astæðan til þess er oftast sú, að drengir þeir, sem höfðu forustuna í félaginu til að byrja með, flytj- ast burtu af staðnum oftast til framhalds- náms eða í atvinnuleit. — Þá er félagið forustulaust, meðlimirnir 12—16 drengir, sem standa uppi aðstoðarlausir, — flokks- fundunum smáfækkar, útilegurnar hverfa, — og eftir eitt eða tvö ár er félagið dautt, — fundarbækur þess og aðrar eigur týndar. Þetta er sorgarsaga, sem endurtekur sig enn í dag. En það er skylda okkar að hugsa um þetta vandamál, og gera tillögur til úr- bótar, því að svona má þetta ekki ganga. Beztu lausnina tel ég vera þá, að á hverj- um stað verði fengnir nokkrir fullorðnir, vel metnir borgarar til þess að vera bak- hjarl skátafélagsins. Stjórn B.Í.S. hefur rætt þetta mál, sbr. bréf hennar til félaganna dags 17. nóv. 1943, og telur brýna þörf á því að tryggja skáta- félögunum sem virkasta aðstoð málsmet- andi manna á hverjum stað, þar sem félög eru starfandi. Og lausn stjórnar B.Í.S. á þessu er í „Reglugerð um deildarráðsforingja og for- ingjaráð“. Reglugerð þessi var mikíð rædd á aðalfundi B.Í.S. í sumar, og fékk heldur misjafna dóma. Nokkrir skátaforingjar lýstu sig jafnvel talsvert andvíga reglugerðinni, og umræðum lauk með því, að Skátahöfð- 16 ingi lýsti því yfir, að reglugerð þessa ætti ekki að skoða sem skipun, sem framkvæma ætti strax í dag, heldur væri þetta það, sem koma ætti hjá öllum skátafélögum, smátt og smátt á næstu árum. Við umræðurnar kom í ljós, að Skáta- félag Akureyrar hefur sinn „verndara“ og skátafélagið Faxi í Vestmannaeyjum sitt „öldungaráð“, og Einherjar hafa nýlega stofnað sitt „styrktarfélag“. — Sést á þessu, að jafnvel hin stærri félög hafa fundið þörf hjá sér til þess að hafa einhvern bak- hjarl fyrir félagsstarfið. Ég er ekki nákunnugur fyrirkomulaginu á Akureyri og í Vestmannaeyjum, en Magni, styrktarfélag skáta á ísafirði, er „félag með þeim höfuðtilgangi að vera á siðferðilegan, og undir sérstökum kringumstæðum á fjár- hagslegan hátt, styrktarstoð Einherja“. Fé- lagið er opið öllum, en aðallega ætlað gömlum skátum, er hættir eru virkri skáta- starfsemi, og svo foreldrum skátanna sjálfra. — Magni kýs annan endurskoðenda reikn- inga Einherja, og einn mann í foringjaráð Einherja, og nýtur hann þar fullra rétt- inda. Ef Einherjar hætta störfum, renna eigur þeirra til Magna. — Félag þetta er hið fyrsta hér á landi með svona stefnu- skrá. Og enn er ekki fengin reynsla fyrir þessu nýja fyrirkomulagi. Hér á eftir fara tillögur mínar um gæzlu- menn skátafélaga, starfssvið þeirra og sam- band við skátafélagið. Nafnið gæzlumaður hefur mér fundizt heppilegast, það skýrir sig sjálft, — betur en „verndari" og „öld- SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.