Morgunblaðið - 10.02.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 10.02.2011, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  34. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g KVENFÓLKIÐ, BRENNIVÍNIÐ OG SIÐPRÝÐIN FYNDIÐ FÓLK SEM ER MEÐ Á NÓTUNUM LEIKIR ÞAR SEM ÍMYNDUNARAFLIÐ ER Í FYRIRRÚMI VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS HUGLEIKJAFÉLAG 28SAGA ÁFENGIS 10  „Skólastjórar í Reykjavík eru ekki að hafna hugmyndum um samrekstur eða sameiningar en það verður að vinna þetta í miklu víðtækara samráði en hefur verið gert. Það er verið að fara of hratt í þessar breytingar. Grunn- skólaárið er tilbúið fyrir 1. maí ár hvert og það að ætla að fara að sameina eða samreka grunnskóla er miklu meiri vinna en til tveggja mánaða,“ segir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Haga- skóla. Hún lagði fram tillögu á fundi menntaráðs í gær sem var vísað áfram til borgarráðs þar sem óskað var eftir því að hug- myndin um sameiningu og sam- rekstur í grunnskólum borg- arinnar kæmi ekki til fram- kvæmda 2011. »12 Borgarráð ákveður hvort sameiningu verði frestað um ár Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Frá Arion til dótturfélags » Söluferli á kjölfestuhlut í Högum hefur nú staðið yfir í nokkra mánuði, en Arion banki á félagið og hefur umsjón með ferlinu. Dótturfélag Arion, Stefnir, átti hæsta boð í Haga. » Lágverðsverslunin Bónus skilar meira en helmingi veltu fyrirtækisins. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Stefnir átti hæsta tilboðið í kjöl- festuhlut í Högum, en Arion banki hefur unnið að því að selja félagið undanfarna mánuði. Nokkur kergja er sögð í öðrum sem tóku þátt í sölu- ferlinu vegna þessa, enda um að ræða dótturfyrirtæki Arion banka. Arion banki tók Haga yfir fyrir rúmlega ári. Bankinn bauð síðan kjölfestuhlut til sölu og nú er allt út- lit fyrir að eitt dótturfélaga þessa sama banka eignist félagið. Vaxtaberandi skuldir Haga, sem eru í formi kúlulána með gjalddaga árið 2015, eru í dag um 12 milljarðar króna. Tilboð Stefnis hljóðaði upp á 13-14 milljarða auk yfirtöku skulda, sé miðað við verðlagningu á öllu hlutafé félagsins. Heimildir Morg- unblaðsins herma þó að Stefnir hyggist aðeins kaupa um 20-25% hlut í fyrirtækinu. Einnig hefur blaðið heimildir fyrir því að bankinn hafi hafnað tilboði í allt félagið, sem hljóðaði upp á 20 milljarða, að yfir- teknum skuldum meðtöldum. Sá kaupendahópur hefði því lagt út um átta milljarða króna, hefði bankinn tekið boði hans. 10% frá fataverslunum Velta Haga, sem rekur mikinn fjölda fata- og matvöruverslana, var um 65 milljarðar á síðasta ári. Heim- ildamenn Morgunblaðsins herma að innan við 10% þeirrar veltu eigi upp- runa sinn í fataverslunum fyrirtæk- isins. Um helmingur allrar veltu fyr- irtækisins komi frá Bónusi. Stefnir bauð hæst í Haga  Dótturfélag Arion banka átti hæsta boð í kjölfestuhlut í smásölurisanum Högum  Kergja í öðrum sem buðu í félagið  Rúmlega helmingur af veltu fer um Bónus MViðskipti Dæmi um nýja skatta frá 2007 Auðlegðarskattur 1,50% Skattur á rafmagn 0,12 kr. Skattur á heitt vatn 2% Bankaskattur 0,04% Afdráttarskattur á vaxtagreiðslur 10% Skattlagning gengis- innlánsreikninga 20% Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Á síðustu tveimur árum hafa ríflega eitt hundrað efnisbreytingar verið gerðar á skattalögum, bæði í álagn- ingu nýrra skatta og hækkun ann- arra. Þessum breytingum er ætlað að hjálpa til við að brúa bilið í rekstri ríkissjóðs, en áhrif þeirra á hegðun fólks getur verið önnur en að er stefnt. Alexander G. Eðvardsson, sviðs- stjóri skattasviðs KPMG, segir að auðveldlega sé hægt að sjá að auð- legðarskattur, hækkanir á bensín- og áfengisgjöldum og svokallaður af- dráttarskattur á vaxtagreiðslur hafi haft umtalsverð áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. „Ég þekki þess dæmi að fólk hafi gripið til ýmissa ráða til þess ann- aðhvort að minnka greiðslu auðlegð- arskatts eða jafnvel að komast hjá henni. Í sumum tilfellum hefur fólk flutt úr landi, en eftir aðstæðum get- ur það með þeim hætti komist alfarið hjá greiðslu auðlegðarskatts, eigna- skattar af þessu tagi eru nú fátíðir í löndunum í kringum okkur.“ Alexander segir að þessi leið sé þeim einkum fær sem eigi töluvert af erlendum verðbréfum. Málið sé flóknara þegar eignirnar eru á Ís- landi. „Fólk þarf alltaf að borga skatt af tekjum, sem eignir búa til og fólk sem flytur út kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt af ís- lenskum verðbréfum, svo dæmi sé tekið. Hins vegar þarf það ekki að greiða auðlegðarskattinn, ef það býr ekki hér á landi, nema það hafi fjár- magnstekjur hér á landi og eigi eign- ir á Íslandi umfram skattleysis- mörk.“ »Viðskipti Flytja úr landi til að forðast skatta  Yfir hundrað efnisbreytingar hafa verið gerðar á skattalögum á tveimur árum Það var mikill kærleikur í félagsmiðstöðinni Þróttheimum í gær þar sem unglingar úr Laug- ardalnum skemmtu sér saman á tónleikum með Retro Stefson. Um kvöldið var svo blásið til dansleiks í Vogaskóla. Skemmtanirnar voru hluti af hinum árlegu Kærleikum sem eru samstarfsverkefni unglinga úr félagsmiðstöðvunum Laugó, Þróttheimum og Buskanum. Kærleikur hjá unglingunum í Laugardalnum Morgunblaðið/Golli  „Það kemur ekki til greina að hætta alveg sorp- brennslu,“ segir Eygló Kristjáns- dóttir, sveitar- stjóri Skaft- árhrepps, um ósk umhverfisráðherra um að sveitar- stjórnir Skaftárhrepps, Horna- fjarðar og Vestmannaeyja skoði alla möguleika til að hætta eða draga verulega úr sorpbrennslu. Á Hornafirði er verið að skoða hversu mikið hægt er að draga úr sorp- brennslu eða hvort hægt sé að hætta starfsemi í bili. Bæjarstjóri Eyja segir að ef ríkið sé tilbúið til að mæta þeim kostnaði sem mynd- ast við það að koma til móts við ósk ráðherra standi ekki á þeim. »6, 14 Íhuga að draga úr brennslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.