Morgunblaðið - 10.02.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Við skulum bara vona að hann verði gæfuríkari en
Presley. Hann verður kannski farsæll og flottur
söngvari, eins og Elvis Costello,“ segir Ólafur Daði
Helgason. Theódór Elvis er fyrsta barn hans og Olgu
Möller, sambýliskonu hans, og fyrsti Íslendingurinn
sem ber eiginnafnið Elvis. Mannanafnanefnd sam-
þykkti nafnið á fundi sínum undir lok janúar og færði
það á mannanafnaskrá sem eiginnafn. Elvis var
skírður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fljótlega í kjölfar-
ið, hinn 29. janúar síðastliðinn. Skráningin á manna-
nafnaskrá var ekki auðsótt. Á meðal skilyrða þess að
fá nýtt eiginnafn samþykkt er að það taki íslenskri
beygingu í eignarfalli og brjóti ekki í bága við íslenskt
málkerfi. Eignarfall eiginnafnsins Elvis er þannig
Elvisar.
Ólafur segir mannanafnanefnd ekki hafa hafnað
skráningunni, en tekið sér góðan tíma til umfjöllunar.
Fyrir utan eyðublöð og umsóknir hafi hann staðið í
bréfaskriftum við nefndina og fært rök fyrir sínu máli.
„Ég var farinn að ganga dálítið langt með þetta. Ég
fékk til dæmis afa minn, sem er íslenskufræðingur,
með mér í lið og spurði hvort hann þekkti einhverja
prófessora við Árnastofnun. Mér skilst að ég hafi
fengið aðstoð þaðan, þannig að það gæti verið að afi
gamli hafi kippt í einhverja spotta,“ segir Ólafur.
„Fíla ekki allir Elvis?“
„Það er okkar hugmynd að hann verði bara kall-
aður Elvis Ólafsson,“ segir Ólafur. Foreldrarnir hafi
sett Theódór fyrir framan til vara, ef ske kynni að
Elvis yrði einungis samþykkt sem millinafn. „Okkur
fannst það líklegra,“ bætir hann við. „Theódór er þá
bara falið núna, en við notum það kannski „spari“ eða
ef það þarf að skamma drenginn. Við hefðum ekki
þurft þess, eftir á að hyggja, en við vorum búin að
nefna hann það til þess að fá þetta í gegn. Hann ber
þetta vonandi vel, en ef hann fílar kannski ekki Elvis
getur hann náttúrlega notað Theódór.“
En af hverju Elvis? „Hvers vegna ekki Elvis?“
spyr Ólafur á móti. „Fíla ekki allir Elvis?“ Hann segir
þau foreldrana þó ekki forfallna aðdáendur rokkgoðs-
ins líkt og ætla mætti af nafngift frumburðarins. Gest-
ir á heimili þeirra muni til dæmis ekki finna altari til
minningar um Elvis, eins og hörðustu aðdáendurnir
koma sér upp. „Persónulega er ég meiri Stones-
aðdáandi,“ segir Ólafur. „En það er bara ekki jafnflott
að heita Keith Ólafsson og að heita Elvis Ólafsson.
Þetta er flott nafn og fellur líka vel að íslenskri
tungu.“
Morgunblaðið/RAX
Engan æsing! Ólafur Daði Helgason og Olga Möller virða frumburðinn fyrir sér. Elvis litli kippir sér ekkert
upp við athyglina sem honum er sýnd og sefur værum svefni.
Fyrsti Elvis Íslands
Theódór Elvis Ólafsson er fyrsti Íslendingurinn sem
ber eiginnafnið Elvis Theódór verður bara „spari“
Meiri niðurskurður er á Landspít-
alanum en kemur fram í beinhörðum
tölum, til dæmis með fækkun al-
mennra lækna. Þetta segir Eyjólfur
Þorkelsson, formaður Félags al-
mennra lækna. Mikið álag er á
starfsfólki spítalans sem kvartar
undan streitu í starfi.
„Út af því að við erum fljótandi
vinnukraftur er mjög auðvelt að
fækka okkar störfum án þess að það
komi beint fram á blaði sem niður-
skurður. Við erum öll ráðin tíma-
bundið í hálft ár eða heilt, fæst leng-
ur en það. Þegar læknir lýkur sínu
ráðningartímabili er svo einfalt að
ráða bara ekki nýjan í staðinn.“ Seg-
ir Eyjólfur að almennum læknum
hafi verið fækkað um í kringum 25 á
einu ári og sé það um 20% fækkun.
Margir með streitueinkenni
Þegar eru farin að sjást merki um
áhrif niðurskurðarins segir Eyjólf-
ur. Í nýlegri könnun um líðan og
álag í vinnu sem gerð var á spít-
alanum kemur fram að hátt hlutfall
lækna, sérstaklega almennra lækna
og kandídata, er með líkamleg og
andleg álagseinkenni. „Þeim finnst
þeir ekki ná að ljúka þeim störfum
sem þarf að ljúka, þeir eiga erfitt
með að aðskilja vinnu og einkalíf,
þeir vinna fram eftir, ólaunað jafn-
vel, og eru með króníska þreytu og
streitueinkenni. Þar er því mikið
álag þarna.“ Þá segist margir þeirra
ekki sjá framtíð sína á spítalanum.
Viðbrögð spítalans hafa ekki verið
nógu sannfærandi að mati Eyjólfs
en starfsmönnum hafi þó verið boðið
í hópviðtöl hjá sálfræðingi.
kjartan@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Landspítali Mikið álag er á læknum
við spítalann í kjölfar niðurskurðar.
Falinn nið-
urskurður
á spítölum
Könnun sýnir fram á
mikið álag á lækna
Embætti sérstaks saksóknara hefur
fengið í hendur gögn sem lagt var
hald á við húsleit í Banque Havill-
and, áður Kaupþingi í Lúxemborg.
Gögnin vega samtals um 150 kg.
Þau varða rannsókn á viðskiptum
með hlutabréf í bankanum sjálfum
sem og viðskipti með skuldatrygg-
ingar, sem ætlað var að hafa áhrif á
skuldatryggingarálag.
Gögn um Banque
Havilland komin
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Athugasemdakerfi netmiðla kunna
að taka breytingum fari meiðyrða-
mál fjölskyldu, sem býr við Aratún
í Garðabæ, fyrir dómstóla. Fjöl-
skyldan krafði sjö einstaklinga um
opinbera afsökunarbeiðni og
miskabætur vegna ærumeiðandi
ummæla sem þeir létu falla í at-
hugasemdum við frétt sem birtist
á fréttavefnum dv.is. Tveir þeirra
hafa þegar beðist afsökunar og
samþykkt bótakröfuna. Stefnur á
hendur öðrum verða að öllum lík-
indum birtar í næstu viku.
Burtséð frá atvikum í ofan-
greindu máli er athyglisvert að um
er að ræða fyrstu mál sinnar teg-
undar, þ.e. sem höfðuð eru á þess-
um grundvelli. „Þarna verður bæði
eiganda vefsvæðisins, þ.e. rétthafa
lénsins sem er DV ehf., og við-
komandi einstaklingum sem við-
hafa ummælin stefnt,“ segir
hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálm-
ur H. Vilhjálmsson en hann gætir
hagsmuna fjölskyldunnar. Þetta
er því prófmál um þessi tilteknu
atriði, þar sem menn viðhafa um-
mæli undir fullu nafni í athuga-
semdakerfi og á ákveðnum vef-
miðli.
Útbreiðslan sjálfstætt brot
Taka ber fram að áður hafa ver-
ið höfðuð mál vegna ærumeiðandi
ummæla á bloggsíðum og dómar
fallið. Eiganda vefsvæðis hefur
hins vegar ekki áður verið stefnt
fyrir birtingu slíkra ummæla.
Vilhjálmur segir að ef málin fari
fyrir dómstóla verði þau mjög
áhugaverð út frá lögfræðilegu
sjónarhorni. „Það er auðvitað
refsivert að viðhafa ærumeiðandi
aðdróttun og birta hana opinber-
lega, en svo er þetta líka spurning
um dreifingu og útbreiðslu æru-
meiðinganna, sem er sjálfstætt
brot.“
Vilhjálmur segir löngu tíma-
bært að dómstólar kveði upp úr í
málum sem þessum enda kominn
tími á að komið sé böndum á æru-
meiðandi aðdróttanir og gífuryrði
í almennri umræðu á vefnum.
Hann er á þeirri skoðun að falli
dómur skjólstæðingum hans í hag
– fari málin fyrir dóm – geti
það einnig breytt því hvernig
athugasemdakerfi eru sett
upp, og þá hugsan-
lega tekin upp ein-
hvers konar rit-
skoðun á ummæl-
um áður en þau eru
birt.
„Það á ekki síst við í
þessu tilviki þar sem eig-
andi vefsvæðisins hefur þann fyr-
irvara að áskilja sér rétt til að
eyða ærumeiðandi ummælum. Út
frá því hlýtur að mega gagnálykta,
að þeir telji að þau ummæli sem
fái að standa séu ekki ærumeið-
andi.“ Hann segist telja að það
breyti ekki máli hversu lengi æru-
meiðandi ummæli fái að standa
enda sé brotið framið um leið og
þau birtist.
Höfundum ummælanna verður
stefnt á grundvelli almennra sönn-
unarreglna og þurfa þeir að sýna
fram á það með einhverjum hætti
að þau stafi ekki frá þeim. Einnig
verður DV ehf. stefnt og þá á
grundvelli þess að það er eigandi
vettvangsins þar sem ummælin
voru látin falla og ber þar með
ábyrgð á birtingu og dreifingu
þeirra. Vilhjálmur segir að í stefnu
verði gert ráð fyrir sameiginlegri
ábyrgð og því er DV einnig stefnt.
Prófmál um ummæli á netinu
Útlit er fyrir að fimm einstaklingum verði stefnt vegna ærumeiðandi ummæla í athugasemdakerfi
Eigandi vefsvæðisins talinn bera sameiginlega ábyrgð vegna birtingar og dreifingar ummælanna
Héraðsdómur Reykjaness kveð-
ur upp dóm eftir hádegi í dag í
meiðyrðamáli sem höfðað
var í kjölfar Lúkasarmáls-
ins svonefnda sem vakti
mikla athygli og umfjöllun
árið 2007. Sá er sakaður
var um að drepa hundinn
Lúkas höfðaði málið á
hendur konu vegna um-
mæla sem hún viðhafði á
bloggsvæði sínu. Hann
krefst 500 þúsund
króna í miskabætur.
Dómsupp-
saga í dag
LÚKASARMÁLIÐ
„Þetta er vorboði, heldur betur,“
sagði Sigurgeir Jónasson, ljós-
myndari Morgunblaðsins og fugla-
áhugamaður, í Vestmannaeyjum.
Hann sá í gær að svartfuglinn var
sestur upp í Ystakletti. Sigurgeir
var búinn að fylgjast með fuglabæl-
unum og í gær fylltust allir kórar
og holur í Ystakletti.
„Þetta er langmest langvía. Ég sá
hann fyrst á litlum syllum ofan við
við Klettshelli. Svo kíkti ég á aust-
urhliðina á Ystakletti og þar var
fugl í öllum fallegu stóru kórunum
og koppunum. Búinn að koma sér
fyrir á hverri einustu syllu.“
Sigurgeir sagði að samkvæmt
sínum bókum hefði svartfuglinn
sest upp á sama degi í fyrra, 9. febr-
úar. Faðir hans, Jónas heitinn Sig-
urðsson í Skuld, fylgdist einnig með
svartfuglakomum. Einu sinni settist
fuglinn upp 4. febrúar og er ekkert
dæmi um að hann hafi sest fyrr
upp. Sigurgeir sagði algengt að
svartfuglinn settist upp í annarri
viku febrúar og fram undir miðjan
mánuð.
Svo virðist sem svartfuglinn fylg-
ist vel með loðnunni og taldi Sig-
urgeir þetta gefa til kynna að stutt
væri í að loðnugangan næði til
Vestmannaeyja. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Langvíur Fuglabælin iða nú af lífi.
Svartfuglinn
settist upp í
Eyjum í gær
Kom sama dag í fyrra