Morgunblaðið - 10.02.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
BAKSVIÐ
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Það gengur ekki að fólki sé refsað fyrir ráðdeild-
arsemi og sparsemi en það er gert,“ segir Helgi K.
Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borg-
ara. „Velferðarkerfið er útjaskað.“
Morgunblaðið greindi í gær frá bréfi Kristínar
H. Tryggvadóttur lífeyrisþega til forsætis-, fjár-
mála-, velferðar- og innanríksiráðherra, þar sem
hún spyr hvað hafi orðið um lífeyrissjóðinn sinn,
sem hún hafi unnið sér inn á 40 árum. Hún spyr
hvers vegna ríkið taki af henni um 120 þúsund kr. í
skatt og um 240 þúsund kr. í gjöld til Hrafnistu,
þar sem hún býr í litlu herbergi, en fyrir vikið haldi
hún aðeins eftir um 65 þúsund kr. á mánuði. „Til
hvers erum við yfirleitt að borga í lífeyrissjóð, þar
sem ríkið tekur allt til baka?“ spyr hún. „Er það
velferðarkerfið sem mismunar svona fólki?“
Á vef Tryggingastofnunar kemur fram að íbú-
ar geti þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum
vegna varanlegrar búsetu á dvalar- eða hjúkr-
unarheimili. Þátttakan sé tekjutengd og reiknuð út
á grundvelli tekjuáætlunar. „Á árinu 2011 gildir að
ef mánaðartekjur íbúa eru yfir 65.005 kr. á mánuði,
eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði
með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðsluþátt-
taka verður þó aldrei hærri en 293.247 kr. á mán-
uði.“
Ekki eðlilegt
Helgi segir þetta langt því frá að vera eðlilegt.
„Við viljum að hver og einn gangi að sínum pakka
vísum þegar hann hættir að vinna, að við fáum það
sem við höfum borgað í lífeyrissjóð og Trygg-
ingastofnun borgi okkur það sem við höfum borgað
þangað í sambandi við grunnlífeyri og svo fram-
vegis.“
Formaðurinn gerir líka athugasemdir við það
að aðeins eitt hjúkrunarheimili, Sóltún, hafi gert
samning við ríkið um vistunarmat og þjónustuna
sem fólk eigi að fá. „Okkur finnst það skrýtið að
ríkið skuli borga til þessara stofnana og það er ekki
skilgreint hvaða þjónustu þær eigi að láta í stað-
inn,“ segir Helgi.
Í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Lands-
samtaka lífeyrissjóðanna frá 30. desember 2010
segir að bætur almannatrygginga skuli ekki lækka
frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013 „þrátt fyrir
almennar hækkanir greiðslna frá lífeyrissjóðum“.
Einnig kemur fram að á sama tíma muni lífeyr-
issjóðir „ekki beita tekjuviðmiðun eftir úrskurð
gagnvart nýjum örorkulífeyrisúrskurðum“. Þá er
tiltekið að frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur
ellilífeyrisþega gagnvart útreikningi bóta
almannatrygginga skuli hækka í þremur
áföngum, 1. janúar 2013, 1. janúar 2014
og 1. janúar 2015.
Óánægja hjá lífeyrissjóðunum
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóð-
irnir hafi alltaf verið mjög óánægðir með tekju-
tengingu lífeyrissjóðsgreiðslna við bætur al-
mannatryggingakerfisins og aðrar bætur. Þarna
sé um að ræða persónulegan rétt. Fólk hafi lagt til
hliðar og eigi að fá þessar greiðslur óskertar.
Grunnlífeyrir hafi verið heilagur þar til 2009
og með því að skerða hann vegna ellilífeyris frá líf-
eyrissjóðunum hafi verið farið inn á nýjar brautir
varðandi samspil almannatrygginga og lífeyr-
issjóða. Fram að því hafi tekjutrygging lækkað
umtalsvert vegna lífeyrissjóðstekna og lífeyr-
issjóðirnir hafa varað eindregið við óhóflegri
skerðingu á tekjutryggingu almannatrygginga
vegna lífeyris frá lífeyrissjóðunum.
Hrafn segir að ekki megi einskorða bætur al-
mannatrygginga einvörðungu við þá sem verst séu
settir í þjóðfélaginu. Afleiðing slíks kerfis séu þær
að velferðarkerfið sé svelt. „Því meira sem bætur
eru lágtekjumiðaðar, því lægri verður upphæðin
sem er til ráðstöfunar; því meiri áhersla sem lögð
verður á að beina bótum aðeins til hinna fátækustu
í samfélaginu, því minni árangri nær velferð-
arríkið í því að draga úr ójöfnuði. Almannatrygg-
ingar eiga að greiða öllum landsmönnum ótekju-
tengdan grunnlífeyri, en mega alls ekki vera eins
konar fátækrastofnun fyrir þá sem eru verst settir
í þjóðfélaginu.“
Útjaskað velferðarkerfi
Fulltrúi eldri borgara gagnrýnir að fólki sé refsað fyrir ráðdeildarsemi og
sparsemi Lífeyrissjóðsgreiðslur eiga að vera óskertar að mati lífeyrissjóðanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kostnaður Íbúi má halda eftir um 65.000 kr. eftir skatt áður en til þátttöku í dvalarkostnaði kemur.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-
herra beindi þeirri ósk til sveitar-
stjórna Skaftárhrepps, Hornafjarðar
og Vestmannaeyja í gær að þær skoði
alla möguleika til að hætta eða draga
verulega úr sorpbrennslu þar til nið-
urstöður frekari rannsókna á dioxín-
mengun liggja fyrir. Óskin er sett
fram í kjölfar mælinga á díoxíni úr bú-
fjárafurðum og fóðri sem gerðar voru
á Vestfjörðum og í Öræfum.
„Það kemur ekki til greina að hætta
alveg sorpbrennslu en sú ákvörðun
verður rædd á sveitarstjórnarfundi á
mánudaginn. Það eru allir að vinna að
lausnum,“ segir Eygló Kristjánsdótt-
ir sveitarstjóri í Skaftárhreppi. Sorp-
brennsla á Kirkjubæjarklaustri hefst
nú ekki fyrr en klukkan fjögur á dag-
inn eftir að beiðni barst sveitarstjórn-
inni frá foreldrafélagi grunnskólans
um að brenna ekki sorp á skólatíma.
Umhverfisráðherra leitaði einnig
álits Umhverfisstofnunar á því hvort
stofnunin hefði heimild samkvæmt
lögum til að stöðva starfsemi um-
ræddra sorpbrennslustöðva þangað
til Sóttvarnalæknir hefur lokið við
heilsufarsrannsókn á íbúum sveitar-
félaganna. Var það álit stofnunarinn-
ar að ekki væri um bráðahættu að
ræða og því væru skilyrði laga um
heimild til skyndilokunar ekki upp-
fyllt. Í ljósi þess hefur ráðherra
ákveðið að hefja könnun á því með
hvaða hætti setja megi lagaákvæði
sem heimili stjórnvöldum að grípa til
skyndiráðstafana ef óvissa er um
mengun og áhrif hennar á lífríkið.
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á
Hornafirði, segir ósk Svandísar að
mörgu leyti eðlilega og þau hafi verið
mjög hugsi yfir framtíð sorpbrennsl-
unnar á Svínafelli í Öræfum. „Við er-
um að skoða hversu mikið við getum
dregið úr sorpbrennslu eða hvort við
getum hætt starfsemi í bili þar til frek-
ari niðurstöður og greiningar liggja
fyrir. Við erum búin að fá sýni úr nær-
liggjandi mjólkurbúi og höfum ekki
áhyggjur af þeim niðurstöðum en við
erum enn að bíða eftir sýnum hvað
varðar díoxínmengunina sjálfa.“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
manneyjum, segir að þau hafi áhyggj-
ur af þessu máli líkt og umhverfisráð-
herra. „Ef að ríkið er tilbúið til að
mæta okkur í þeim kostnaði sem
myndast við það að hætta allri sorp-
brennslu eða draga verulega úr henni
þangað til eitthver framtíðarlausn
liggur fyrir þá skal ekki standa á okk-
ur,“ segir Elliði
Ráðherra vill að sorp-
brennslu verði hætt
Kemur ekki til greina að hætta sorpbrennslu á Klaustri
Geðhjálp hyggst
senda þeim fimm-
tán þjónustu-
samlögum sem
hafa tekið til
starfa eftir flutn-
ing málefna fatl-
aðra frá ríki til
sveitarfélaga um
áramótin bréf til
þess að kanna
muninn á þjón-
ustunni fyrir og eftir breytingarnar.
Sigursteinn Másson, formaður
stjórnar Geðhjálpar, segir að enginn
vafi sé á að flutningur málaflokksins
til sveitarfélaganna hafi verið fram-
faraspor. „Núna er skylda sveitarfé-
laganna miklu skýrari. Nú viljum við
bara fylgjast með því hvað það tekur
langan tíma að koma þessu öllu al-
mennilega í gang,“ segir hann.
Ýmsir hafi lýst áhyggjum af því að
sveitarfélögin væru of veikburða til
að taka málaflokkinn yfir. Sigur-
steinn segir ríkið ekki hafa sinnt
honum utan höfuðborgarsvæðisins
og reynsla Geðhjálpar sé sú að
ástandið sé best þar sem sveitar-
félögin hafi annast hann eins og til
dæmis á Akureyri, Norðurþingi,
Vestmannaeyjum og Höfn í Horna-
firði. kjartan@mbl.is
Kanna
breytta
þjónustu
Sigursteinn
Másson
Ánægja með flutning
til sveitarfélaganna
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu
fylgdist áfram í
gær með stefnu-
ljósanotkun. Um
80 ökumenn voru
stöðvaðir á Vest-
urlandsvegi í
gær, eða álíka
margir og voru
teknir í vesturbæ
Reykjavíkur í
fyrradag.
Ökumennirnir sem voru stöðvaðir
gáfu ekki stefnuljós þegar ekið var
út úr hringtorgi og fá nú sekt.
Dýrt spaug að
sleppa stefnu-
ljósunum
Of margir gefa
ekki stefnuljós.
Daggjald á dvalar- eða hjúkrunarheimili er um
21.000 kr. og mánaðargjaldið um 615 þúsund
krónur. Tryggingastofnun greiðir ákveðinn
hluta og íbúi afganginn, sem er tekjutengdur.
Viðkomandi stofnun þarf að innheimta mis-
muninn hjá viðkomandi íbúa eða ættingjum
hans. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar
hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut og
formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis-
þjónustu, segir að þess séu dæmi að ekki
gangi að innheimta þessa greiðslu og þá sitji
viðkomandi stofnun uppi með tapið. „Ríkið
setur okkur í innheimtustörf sem okkur
finnst algerlega óþolandi,“ segir hann.
Gísli Páll áréttar að greiðslur íbúanna
séu ekki viðbót við greiðslur ríkisins
heldur mismunur. Morgunblaðið
áréttaði spurningar Kristínar
H. Tryggvadóttur í tölvu-
pósti til viðkomandi ráð-
herra í gær en ekki
barst svar frá þeim.
Óþolandi
innheimta
DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILI
Gísli Páll Pálsson
Þórður Friðjónsson
forstjóri lést á þriðju-
dag á sjúkrahúsi í
Friedrichshafen í
Þýskalandi, 59 ára að
aldri.
Þórður fæddist í
Reykjavík 2. janúar ár-
ið 1952. Foreldrar hans
voru Kristín Sigurð-
ardóttir og Friðjón
Þórðarson, alþingis-
maður og ráðherra.
Þórður gegndi starfi
forstjóra NASDAQ
OMX á Íslandi frá því í
febrúar 2002. Þar áður
var hann forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar um 15 ára skeið en á því tíma-
bili gegndi Þórður einnig stöðu
ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu frá apríl 1998
til september 1999. Hann gegndi
jafnframt stöðu efnahagsráðgjafa
forsætisráðherra í stjórnartíð
Gunnars Thoroddsen og Steingríms
Hermannssonar. Hann var stunda-
kennari og aðjunkt við viðskipta- og
hagfræðideild HÍ til fjölda ára.
Þórður sat í stjórn Viðskiptaráðs
frá árinu 2008. Hann var enn frem-
ur stjórnarformaður
Framkvæmdasjóðs Ís-
lands til margra ára.
Þá ritaði hann fjöl-
margar greinar í dag-
blöð, sérrit og bækur.
Þórður sat fyrir Ís-
lands hönd m.a. í
hagstjórnarnefnd
OECD og í bankaráði
Evrópubankans. Jafn-
framt var Þórður
stjórnarformaður
Nordic Project Fund.
Þórður var með
MA-gráðu í hagfræði
frá Queen’s háskóla í
Kanada og cand.oecon-gráðu frá
viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Enn fremur sótti Þórður stjórn-
endanám við Harvard-háskóla í
Boston.
Þórður var kvæntur Ragnheiði
Agnarsdóttur og áttu þau saman
Auði Ólöfu og Óliver sem Ragn-
heiður á úr fyrra sambandi.
Þórður lætur einnig eftir sig
fjögur uppkomin börn, Sigríði,
Steinunni Kristínu, Friðjón og Har-
ald og 11 barnabörn. Þórður var áð-
ur kvæntur Þrúði G. Haraldsdóttur.
Andlát
Þórður Friðjónsson
Innkalla kjöt
» Vegna hugsanlegrar díóxín-
mengunar ákvað KS að inn-
kalla í varúðarskyni fersk
lambalæri með pökkunardags-
setningu 29.09.2010 sem fóru
í Bónus. Einnig innkölluðu
Ferskar kjötvörur nautakjöt.