Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 10

Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 10
sem frygðarlyf en konur eru ekki að drekka áfengi til þess að fá slík áhrif, þær eru bara að skemmta sér.“ Erfitt að hafa stjórn á áfeng- isdrykkju og kynlífi Erlingur hefur skoðað áfengis- drykkju allt aftur til Egypta til forna. „Í fornaldarsamfélögum voru minni fordómar gagnvart víni yfir- leitt og líka gagnvart konum sem drukku. En afstaðan harðnaði þegar fram liðu tímar, með ólíkum lífn- aðarháttum og trúarbrögðum. Alkó- hólismi er nú algengastur í löndum þar sem búa kristnir, hvítir mót- mælendur í iðnaðarsamfélögum. Það er erfitt að hafa stjórn á trúar- brögðum og sama er að segja um áfengi og kynlíf. En trúarbrögðin eru samt alltaf að róta í kynlífi og víni, þau eru að reyna að bjóða upp á leiðir til að hafa stjórn á þessu, sem gengur ekkert. Biblían er ákaflega ströng þegar kemur að áfengisnotkun, sérstaklega í gamla testamentinu, þar er áfengisnotkun algerlega for- dæmd. Versta fordæmingin er í Babílon þar sem talað er um frygðarvín hórunnar miklu, sem hlýtur að hafa verið öflugur drykkur mið- að við hvað menn sóttu í það.“ Siðprýðisímynd Erlingur segir að tvær leiðir séu til að nota áfengi, önnur er að drekka það, hin er að taka afstöðu á móti því í pólitískum tilgangi, berja sér á brjóst og segja: Ég er ábyrgur borgari, ég bragða ekki áfengi. „Þetta gerðu Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ígegnum tíðina hefur veriðlitið niður á áfengisnotkunkvenna og af einhverjumástæðum þykir það enn miklu verra að kona fái sér í glas en karlmaður,“ segir Erlingur Brynj- ólfsson sagnfræðingur sem hefur verið að skoða og velta fyrir sér sögu áfengis. „Lengi vel snertu kon- ur nánast ekki áfengi en þær sem gerðu það voru álitnar fordæmdar gálur. Þess vegna drukku konur ákaflega mikið í felum. Þetta var svo strangt að ef boðið var upp á brennivín út í kaffi þá var reglan sú að karlar fengu ómælt magn á með- an konum var skammtað aðeins ein matskeið af áfengi út í sinn bolla.“ Það mátti semsagt alls ekki hætta á að þær yrðu ölvaðar. Það er æv- inlega litið á ölvaða konu sem sjálf- sagða bráð. „Óttinn við áfeng- isnotkun kvenna var því tengdur óttanum um ótímabæra þungun. Menn líta nefnilega margir á áfengi Um kvenfólk og b Frygðarvín hórunnar miklu í Babílon var gör- óttur drykkur enda sóttu karlmenn stíft í hann. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Þegar enn er dimmur vetur hér heima á Íslandi er gaman að plana sumarfrí, nú eða vetrarfrí, vor eða haustfrí og láta sig hlakka til ferðalags. Og á þeim tímum sem buddan hefur látið á sjá er um að gera að leita að sem ódýrustum gistingum. Á heimasíð- unni only-apartments.com er hægt að leita sér að íbúðum sem fólk leigir út fyrir gesti og margar þeirra eru á mun betra verði en hótelgistingar. Fyrirtæki þetta hefur aðsetur í spænsku borginni Barcelona og hef- ur á sinni skrá rúmlega 20.000 íbúðir á ólíkustu stöðum um víða veröld. Vefurinn er aðgengilegur og fólk get- ur skoðað myndir af íbúðunum og fundið sér íbúð í því hverfi sem það vill vera í, í þeirri borg sem það er að fara til og bókað sjálft. Fullyrt er að verðið sé það lægsta á netinu. Vefsíðan www.only-apartments.com Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íbúðir til leigu í útlandinu Gott er að njóta menningar hvenær sem hún er á borð borin og í kvöld er ekki úr vegi að bregða sér á tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem tríóið Delizie Italiane ætlar að leika lög af nýja diskinum sínum „La vita con te - Lífð með þér“ en hann inniheldur lög eins og Bláu augun þín, Komdu í kvöld, Nína, Braggablús, Það er gott að elska og Tvær stjörnur. Tríóið skipa Leone Tinganelli, Jón Elvar Haf- steinsson og Jón Rafnsson. Að auki koma fram Ragnar Bjarnason, Gissur Páll Gissurarson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Einar Valur Scheving og Kristín Inga Jónsdóttir. Endilega … … njótið tríósins Delizie Italiane Sólþurrkuðu tómatarnir eru lykillinn að bragðinu í þessari þykku og bragðgóðu pastasósu. Hráefni 4-500 g kjúklingalundir eða kjúklingabringur 15 sólþurrkaðir tómatar í olíu 2 dl hvítvín 1 dl kjúklingasoð 2-3 dl matreiðslurjómi 1 stór laukur 2 geirlausir hvítlaukar væn lúka af basillaufum klípa af rauðum chiliflögum 500 g pasta, t.d. penne Aðferð:1. Skerið kjúklinginn í litla bita. Saxið sólþurrkuðu tómatana, laukinn, hvítlaukinn og basillaufin. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana í um fimm mínútur. Saltið og piprið. Takið af pönnunni og geymið. Steikið laukinn og hvít- laukinn í 2-3 mínútur. Bætið tómöt- unum út á pönnuna og chiliflög- unum. 3. Bætið víninu á pönnuna, hreinsið upp skófirnar og sjóðið nið- ur um helming. 4. Bætið kjúklingasoðinu út á pönnuna. Leyfið suðu að koma upp. 5. Bætið kjúklingabitunum aftur út á ásamt safa sem hefur lekið af þeim. Hellið rjóma á pönnuna og bætið basillaufunum saman við. Hrærið öllu vel saman og látið malla á vægum hita í 7-8 mínútur. 6. Hitið pasta samkvæmt leið- beiningum. 7. Blandið pasta og kjúklingasós- unni saman í stórri skál og berið strax fram með nýrifnum parmes- anosti og grænu salati. Uppskriftin Kjúklinga-pasta með sólþurrkuðum tómötum Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is Kaupmannsþjóð með klæði fín körlum selur brennivín sem aumra manna eykur pín og eyðir snauðra mála. Þegjandi ganga þorskarnir í ála. Oft þótt vínið ylji blóð og ýmsum þyki að skemmtan góð ei þess neyta íslensk fljóð utan fordæmd gála. Þegjandi ganga þorskarnir í ála. Öll erum við menn VÍSUR HELGU HALLDÓRSDÓTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.