Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum einstaklinga og lögaðila sem eru og hafa verið í atvinnurekstri Alþingi samþykkti þann 18. desember 2010 lög sem breyta skilyrðum þess að einstaklingar og lög- aðilar geti sótt um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum samkvæmt lögum nr. 24/2010. Sjá VI. kafla laga nr. 165/2010. Skilyrðum laganna hefur verið breytt á þann veg að nú geta lögaðilar og einstaklingar sem eru eða hafa verið í atvinnurekstri sótt um greiðsluuppgjör á virðisaukaskatti, staðgreiðslu tryggingagjalds, staðgreiðslu opinberra gjalda og þing- og sveitarsjóðsgjöldum sem gjaldféllu fyrir 1. janúar 2010. Athygli skal vakin á því að umsækjandi greiðsluuppgjörs skal vera í skilum með skatta og gjöld sem falla ekki undir greiðsluuppgjör. Í greiðsluuppgjöri felst að gjaldandi fær frest til greiðslu þeirra gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla til 1. júlí 2011. Gjöldin bera ekki dráttarvexti á freststímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2011. Að uppfylltum skilyrðum, sem fram koma í lögunum, getur gjaldandi skuldbreytt vanskilum gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla þann 1. júlí 2011, með því að gefa út skuldabréf til greiðslu vanskilanna. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Fyrsta afborgun af skuldabréfinu er 1. júlí 2012. Á vef Tollstjóra eru ítarlegar upplýsingar um reglur og skilyrði greiðsluuppgjörs ásamt umsóknareyðublaði. http://www.tollur.is/greidsluuppgjor GREIÐSLUUPPGJÖR OPINBERRA GJALDA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þensluárið 2007 fór Sadad al-Husseini, jarð- fræðingur og fv. yfirmaður olíuleitar hjá sádi- arabíska olíurisanum Aramco, sem er í ríkis- eigu, yfir horfurnar í olíuvinnslu hjá þessu mesta olíuvinnsluríki sögunnar á fundi með fulltrúum bandaríska sendiráðsins. Við það tilefni fullyrti al-Husseini að Aramco myndi ekki takast að auka olíuvinnsluna í 12,5 milljónir tunna á dag til að mæta vaxandi eftir- spurn. Fremur væri raunhæft að miða við að fyrirtækinu tækist að auka vinnsluna í 10 millj- ónir tunna innan áratugar, eða fyrir 2017, að því er fram kemur í skjölum lekavefjarins WikiLeaks sem Guardian segir frá. Hefur áhrif á orkustefnuna Um tíundi hver olíudropi sem er fluttur inn til Bandaríkjanna kemur frá Sádi-- Arabíu og fylgjast bandarísk stjórnvöld því grannt með olíuvinnslunni í Persa- flóaríkinu. Reynist þessar upplýsingar réttar kunna þær því að bregða birtu á þá áherslu Bandaríkjastjórnar á síðustu ár- um að draga úr þörfinni fyrir innflutta olíu, ekki síst í ljósi þess mats al-Husseini að heimsvinnsl- an kunni að ná hámarki þegar árið 2012 og dala upp frá því. Olíuskjölin eru frá tíma- bilinu 2007 til 2009 og er stöðumatið því ekki byggt á augnabliksmati. Taka stöðumatinu alvarlega Tekið skal fram að í skjölunum er haft eftir Abdallah al-Saif, aðstoðar- forstjóra olíuleitar hjá Aramco, að olíubirgðir fyrirtækisins séu um 716 milljarðar tunna og að þær verði komnar í 900 milljarða tunna innan 20 ára. Telur al-Husseini fyrri töluna ofmat um allt að 300 ma. tunna eða um 40%. Fulltrúi bandaríska sendiráðsins bendir hins vegar á að áðurnefndur al-Husseini sé enginn dómsdagsspámaður, heldur virtur fræðimaður sem beri að taka alvarlega. Þetta er undirstrikað í skýrslu sendiráðsins í Riyadh til Bandaríkjastjórnar þar sem lýst er yfir efasemdum um að Sádi-Arabar muni áfram geta þrýst olíuverðinu niður með aukinni vinnslu. Rímar sú greining við það mat al-Huss- eini að þegar olíuvinnslan í Sádi-Arabíu nái há- marki muni vinnslan haldast stöðug í 15 ár en síðan minnka. Miðað við áætlun hans fyrir nokkrum misserum mun vinnslan byrja að dragast saman fyrir árið 2030. Þá var bent á að Sádi-Arabar þyrftu að tvöfalda orkuframleiðslu sína á árunum 2009-18 til að anna eftirspurn heima fyrir. Það geti líka haft áhrif á útflutning. Olíubirgðirnar stórlega ofmetnar  Bandaríkjastjórn óttast að Sádi-Arabar geti ekki annað eftirspurn eftir olíu  Sérfræðingur á vegum olíurisans Aramco telur birgðirnar hátt í 40% minni en áætlað er  Kemur fram í skjölum WikiLeaks Olíuvinnsla í Sádi-Arabíu Bresk samtök sem sérhæfa sig í óháðri rannsóknar- blaðamennsku, Bureau for Inve- stigative Journal- ism, hafa birt töl- ur yfir stuðning fjármálageirans í Bretlandi við Íhaldsflokkinn, flokk Davids Came- rons forsætisráðherra. Samantektin hefur vakið athygli í Bretlandi en hún leiðir í ljós að flokkurinn fékk 11,4 milljónir punda í styrk frá fjármálageiranum í fyrra, eða 2.130 milljónir króna á núver- andi gengi. Til samanburðar nam stuðningurinn 2,7 milljónum punda, eða 504 millj. kr., árið 2005, þegar Cameron varð leiðtogi flokksins. Aðalstign fyrir stuðninginn? Tveir þeirra sem létu mest fé af hendi rakna, Stanley Fink og George Magan, voru sæmdir aðals- tign í fyrra, en alls styrktu 57 efna- menn flokkinn um 50.000 pund eða meira í fyrra og áttu því kost á fundi með forsætisráðherranum. Hlutur fjármálalífsins í stuðningi við Íhaldsflokkinn hefur vaxið hratt í leiðtogatíð Camerons en fram kem- ur á vef áðurnefndra samtaka að í fyrra hafi 50,8% af fjárstuðningi til flokksins komið úr þeirri hátt. Var hlutfallið 25% fimm árum áður. Á vef samtakanna er stuðning- urinn sagður vekja spurningar um áhrif efnamanna á flokkinn, nú þeg- ar skattar og kjör fjármálafólks séu til umræðu á breska þinginu. Bankar jusu fé í Cameron Íhaldsflokkurinn fékk 2 milljarða kr. í fyrra David Cameron Peter Chan, forstjóri taílenska flugfélagsins PC Air, kann að koma félaginu á framfæri, áður en það hefur formlega starfsemi í apríl. Sú stefna félagsins að ráða trans- fólk hefur þannig vakið heims- athygli og skýrir Chan þá stefnu svo, að fyrirtækið vilji leggja lóð á vogarskálar réttindabaráttu „þriðja kynsins“, eins og transfólk er kallað í Taílandi. Chan segir margt transfólk dreyma um að verða flugfreyjur og flugþjónar og að með skrefinu sé hann að gera transfólki kleift að láta drauma sína rætast. „Ég er frumkvöðull og er sann- færður um að aðrar stofnanir og fyrirtæki muni fylgja fordæmi mínu,“ sagði Chan. Á annað hundrað transmenn og -konur sóttust eftir starfi hjá PC Air og leynir ánægjan og stoltið sér ekki í augum þessara fjögurra transkvenna sem komust í gegnum nálaraugað. Stefnir félagið á að ráða fleiri þegar flotinn stækkar. Reuters Á þrítugsaldri Þrjár transkvennanna eru 24 ára en sú fjórða 26 ára. Veggmyndin sýnir hæð þeirra. Líka fyrir þriðja kynið Mótmælendur í Egyptalandi þóttu ná frumkvæðinu aftur úr höndum stjórnar Hosni Mubarak forseta í gær er þeim tókst að virkja andstæðinga hans langt út fyr- ir Tahrir-torgið í Kaíró, miðdepil mótmælanna, á 16. degi þeirra í gær. Stjórnar- andstæðingar hafa víða lagt nið- ur vinnu og tók hluti þeirra sig til í gær og lokaði fyrir aðgang að þing- húsinu í Kaíró. Fréttaskýrandi New York Times túlkaði stöðuna svo að stjórnin hefði einangrast enn frekar eftir atburði gærdagsins. Verkföll í Egyptalandi Á Tahrir-torgi í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.