Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 17
Eins og kunnugt er
skildi Sjálfstæðisflokk-
urinn í Kópavogi bæinn
eftir í mikilli skulda-
súpu eftir 20 ára valda-
tíð. Stórar, illa und-
irbúnar og
fljótfærnislegar
ákvarðanir eru meg-
inorsökin. Lönd voru
keypt og lóðum út-
hlutað í gríð og erg,
jafnvel á vatnsverndasvæðum. Risa-
vaxnar hugmyndir um alþjóðlegt
skrifstofu- og verslunarhverfi á Glað-
heimasvæðinu voru á teikniborðinu,
byggð höfn fyrir stór skip og hafinn
undirbúningur að byggingu óp-
eruhúss svo eitthvað sé nefnt. Millj-
ónum, jafnvel milljörðum var mokað
úr sjóðum bæjarins til að kaupa lönd,
hesthús á okurverði og í ýmis gælu-
verkefni Sjálfstæðisflokksins. Jafnvel
eru skýrar vísbendingar um að bæj-
arsjóður hafi verið látinn greiða
reikninga vegna kynningarefnis í
kosningabaráttu flokksins árið 2006.
Sársaukafullar aðgerðir vegna
óstjórnar Sjálfstæðisflokksins
Eftir kosningar síðasta vor komst
nýtt fólk til valda með aðrar áherslur
og nýja sýn en við fengum jafnframt
það erfiða verkefni að koma bænum
upp úr skuldafeni Sjálfstæðisflokks-
ins. Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga var komin í bæinn
skömmu fyrir kosningar, viðvör-
unarbjöllur klingdu og hætta var á að
stjórn fjármála yrði tekin frá bæj-
arstjórn. Helsta verkefni nýja meiri-
hlutans hefur því verið að ná utan um
fjármálin og sér nú til lands í því.
Rekstur bæjarins hefur verið færður
í það sem bæjarsjóður ræður við.
Störfum hefur verið fækkað, dregið
úr þjónustu, laun sumra starfsmanna
lækkuð, dregið úr yfirvinnu, gjald-
skrár hækkaðar og reksturinn hvar-
vetna skrúfaður niður. Sannarlega
sársaukafullar aðgerðir. Þrátt fyrir
þetta hefur tekist að verja kennslu í
leik- og grunnskólum bæjarins sem
sjá má af því að fjár-
magn til kennslu er
nánast óbreytt frá því
sem var.
Ármann vill ekki
taka til eftir sig
Meirihlutinn vildi að
allir bæjarfulltrúar
ynnu saman að gerð
áætlunarinnar nú í
haust, enda verkefnið
erfitt og eðlilegt að þeir
sem komu bænum í
þessa stöðu tækju þátt í
að taka til. Það var niðurstaðan en
samstaðan innan Sjálfstæðisflokksins
var þó ekki meiri en svo að einn
fulltrúi þeirra treysti sér ekki í sam-
starf við aðra en sjálfan sig. Sam-
vinna tókst með tíu bæjarfulltrúum
og rétt fyrir jól var samþykkt áætlun
sem sátt virtist ríkja um og allir bæru
ábyrgð á. Hver og einn þurfti vissu-
lega að slá af sínum kröfum og sam-
þykkja eitthvað með semingi. Það
kom því á óvart þegar Ármann Kr.
Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins, þvoði hendur sínar opin-
berlega í byrjun janúar með fullyrð-
ingum um að Sjálfstæðisflokknum
hefði tekist að koma í veg fyrir t.d. að
sparnaður í skólum kæmi niður á
gæðum kennslunnar með fjölgun í
bekkjum eða fækkun kennslustunda,
að hann hefði komið því til leiðar að
framlag til íþróttafélaga var hækkað
á milli umræðna o.s.frv. Hvers konar
samstaða er þetta hjá Ármanni? Á ég
að benda á að þetta er ósatt og að Ár-
mann vildi ganga lengra í niðurskurði
í skólum og þrengja enn meira að
menningarmálunum en raunin varð?
Vandaðar aðgerðir meirihlut-
ans
Í kjölfar fjárhagsáætlunarinnar
þurfti að ráðast í breytingar á skipu-
riti bæjarins og fækkun nefnda og
ráða. Það vissi Ármann jafnvel og
aðrir bæjarfulltrúar. Meirihlutinn
lagði fljótt fram tillögur sem fóru í
tæplega þriggja vikna umræðuferli í
bæjarstjórn. Það var þó ekki fyrr en
á síðustu stundu sem Ármann lagði
fram breytingartillögur úr ræðustól.
Eftir Hafstein
Karlsson »Á ég að benda á að
þetta er ósatt og að
Ármann vildi ganga
lengra í niðurskurði í
skólum og þrengja enn
meira að menningarmál-
unum en raunin varð?
Hafsteinn Karlsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Þær voru ekki vandaðar og snerust
þær að mestu um að verja óbreytta
nefndaskipan. Því voru þær felldar. 5.
febrúar segir Ármann í grein í Morg-
unblaðinu að meirihlutinn ráðist gegn
atvinnu-, íþrótta-, lista-, menningar-
og umhverfismálum. Hvorki meira
né minna. Hann segir að meirihlutinn
beri einn ábyrgð á því að atvinnu-
málanefnd og lista- og menningarráð
hafi verið lögð niður. Það er rétt en
hann getur þess ekki að til er orðið
öflugt menningar- og þróunarráð
sem tekur yfir þessa málaflokka
ásamt fleiru. Ármann segir að um-
hverfismálin hafi misst sjálfstæði sitt
og verið færð undir framkvæmda-
hlutann. Það er alrangt, þessu er ein-
mitt öfugt farið. Þá segir hann að
tómstunda- og íþróttamálin hafi verið
skilin að. Það er rétt og báðir mála-
flokkar fá aukið vægi í nefndakerfi
bæjarins. Þær breytingar sem gerð-
ar hafa verið eru vandaðar, munu
auka skilvirkni og lækka útgjöld bæj-
arins um fast að 80 milljónum á ári.
Ármann sá sjálfur um að slíta
samstarfinu
Ármann er lítið fyrir samstarf í
bæjarstjórn Kópavogs. Hann vill ná
sínum sjónarmiðum í gegn og er illa
við málamiðlanir. Hann þvær hendur
sínar af óþægilegum ákvörðunum og
gasprar á torgum hvað hann vildi
gera en hinir ekki og gildir einu hvort
það er satt eða ekki. Framkoma af
þessu tagi er ekki vænleg til að skapa
það traust sem þarf að vera í sam-
starfi. Það var ekki meirihlutinn sem
sleit samstarfinu við Sjálfstæð-
isflokkinn, Ármann sá um það sjálfur.
Meirihlutinn í Kópavogi
rífur bæinn upp úr skuldafeni
Sjálfstæðisflokksins
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Fréttir af tíðum
snjóflóðum sunnan
Múlaganganna og af
öðru flóði sem féll úr
800 m hæð í Skútu-
dal við Siglufjörð áð-
ur en það fór yfir
veginn um 150 metra
frá Héðinsfjarð-
argöngunum vekja
spurningar um hvort
vegfarendur í Fjalla-
byggð sem nú keyra í
gegnum þrjú fjöll milli Siglu-
fjarðar og Dalvíkur telji fulla
ástæðu til að krefjast þess að haf-
inn verði undirbúningur að upp-
setningu snjóflóðavarnargarða í
Skútudal, Héðinsfirði og fyrir ofan
gangamunnann við Ólafsfjarð-
arflugvöll. Þá er líka mikilvægt að
Múlagöngin víki strax fyrir nýjum
tvíbreiðum jarðgöngum sem ætti
að grafa 3 km norðan Dalvíkur.
Án þeirra tekst aldrei að tryggja
örugga heilsárstengingu Fjalla-
byggðar við Eyjafjörð. Um það
ættu sveitarstjórnirnar og allir
heimamenn í Dalvíkur- og Fjalla-
byggð að sameinast. Fyrr verða
þessi tvö sveitarfélög aldrei eitt
atvinnu-, þjónustu-, samgöngu- og
skólasvæði á meðan grjóthrun,
aurskriður og snjóflóð halda
áfram að hrella vegfarendur á
svæðinu sunnan einbreiðu Múla-
ganganna sem ekki uppfylla hert-
ar öryggiskröfur ESB. Það geng-
ur kraftaverki næst að ökumenn
sem lent hafa í snjóflóðum sunnan
Múlaganganna skuli hingað til
hafa sloppið lifandi.
Í stað þess að fara undan í
flæmingi skulu allir þingmenn
Norðausturkjördæmis svara því
hvort það þurfi minnst 9 þúsund
dauðaslys á sólarhring eða meira
til að réttlæta tvíbreið jarðgöng 3
km norðan Dalvíkur. Fyrr sam-
þykkir meirihluti Eyfirðinga aldr-
ei sameininguna við Fjallabyggð.
Þetta snýst líka um að einbreiðu
Strákagöngin víki fljótlega fyrir
tvíbreiðum jarðgöngum undir
Siglufjarðarskarð til
þess að heimamenn
búsettir nyrst á
Tröllaskaga og í ut-
anverðum Skagafirði
losni endanlega við 70
cm jarðsig sem skapar
mikla slysahættu á
veginum í Almenn-
ingum. Engin spurn-
ing er hvort aur-
skriður vestan
Strákaganga og sunn-
an Múlaganganna
muni eyðileggja allar
vegasamgöngur Fjallabyggðar við
Skagafjörð og Eyjafjörð, heldur
hvenær þessir hættulegu vegir
sópast af klöppinni niður í fjörurn-
ar með ófyrirséðum afleiðingum.
Til Akureyrar geta Siglfirðingar
og Ólafsfirðingar aldrei keyrt allt
árið um kring í gegnum Skaga-
fjörð og Öxnadal ef vegurinn á
Lágheiði verður endanlega afskrif-
aður.
Þingmenn Norðausturkjör-
dæmis og talsmenn Vegagerð-
arinnar skulu frekar kynna sér
þetta vandamál í stað þess að
ergja Húnvetninga og Skagfirð-
inga með kröfunni um að öll um-
ferðin á hringveginum fari fram
hjá Blönduósi og Varmahlíð. Nú
hafa margir fyrrverandi lands-
byggðarþingmenn viðurkennt að
jarðgangagerð um Héðinsfjörð
hafi verið vitlaus hönnun sem
menn munu brátt iðrast án þess
að haft væri í huga hvort uppsetn-
ing varnargarða fyrir ofan báða
gangamunnanna á þessu snjó-
þunga og illviðrasama svæði í
Fjallabyggð myndi hleypa kostn-
aðinum upp í 15 milljarða króna.
Viðurkennt er að forsendurnar
fyrir því að þessi jarðgöng milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
myndu hafa mikil áhrif á byggðir
Eyjafjarðar og Skagafjarðar séu
nú brostnar. Þarna hefði kostn-
aðurinn við þessa jarðgangagerð
orðið mun minni með því að setja
upp aðeins einn varnargarð við
Ólafsfjarðarflugvöll.
Meira en 93% Norðlendinga
sem snerust gegn þessari ganga-
gerð á norðanverðum Tröllaskaga
var brugðið þegar þeir heyrðu
fréttir um að kostnaðurinn við
þessa framkvæmd hefði nálgast 13
milljarða kr. Árangurslaust voru
fyrrverandi þingmenn Norður-
lands eystra og vestra sem sam-
þykktu kjördæmabreytinguna á
fölskum forsendum spurðir að því
hvers vegna þeim var það þvert
um geð að fjárveitingar til at-
vinnuskapandi verkefna hefðu for-
gang áður en ráðist yrði í þessa
umdeildu jarðgangagerð í Héðins-
firði. Hluta af heildarupphæðinni
sem þessi veggöng í Fjallabyggð
munu kosta hefði fyrst átt að
verja í tvíbreið jarðgöng í stað
Múlaganganna og undir Siglu-
fjarðarskarð. Öllum hugmyndum
um að tengja saman þessi tvö litlu
sjávarpláss við utanverðan Eyja-
fjörð með veggöngum úr botni
Hólsdals sunnan Siglufjarðar sem
komið hefðu út aðeins innar í
Ólafsfirði án þess að farið væri inn
á snjóflóðasvæðið í Héðinsfirði
svöruðu fyrrverandi þingmenn
Norðlendinga og talsmenn Vega-
gerðarinnar með útúrsnúningi og
hnútuköstum.
Héðinsfjarðargöng
á snjóflóðasvæði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur
Karl Jónsson
» Það gengur krafta-
verki næst að öku-
menn sem lent hafa í
snjóflóðum sunnan
Múlaganganna skuli
hingað til hafa sloppið
lifandi.
Höfundur er farandverkamaður.
Sæll Bjarni, var að koma af fundi í
Valhöll, þakka þér fyrir að skýra út
málið um Icesave. Það er aðeins
tvennt sem ég geri athugasemdir
við í útskýringum þínum. Í fyrsta
lagi talar þú um að vera sam-
kvæmur sjálfum þér að vilja fara
samningaleiðina, gott og vel, en þú
sagðir líka að í upphafi samning-
anna hefðir þú sagt að það væri úti-
lokað að tala um
við þig að semja
um óbreyttan
höfuðstól. Hvað
fékk þig til að
vera ósam-
kvæmur sjálfum
þér í þeim hluta
samningsins? Í
öðru lagi: Þegar
þú talar um að
hagsmunum Ís-
lands sé betur borgið með því að
semja núna ertu væntanlega að tala
um að fyrirtækjum á Íslandi sé bet-
ur borgið með því ef ég skildi þig
rétt, en hvernig á þetta að vera
betra fyrir okkur sauðsvartan al-
múgann? Við sitjum eftir sem áður
uppi með forhertan skattheimtu-
mann sem yfirmann í fjármálaráðu-
neytinu og það er alveg sama hvað
hann hækkar skattprósentuna um
mörg hundruð prósent á fyrirtæki;
við vitum að fyrirtæki sem rekið er
á núlli borgar litla sem enga skatta
en við skrælingjarnir, launafólkið,
verðum að taka á okkur auknar
skattbyrðar vegna þessa samnings.
Ég skil vel að fyrirtækjaeigendur
séu ánægðir með samninginn en
hvernig eiga almennir launamenn
að klóra sig fram úr þessu?
Gleymdu því ekki að fólkið í land-
inu setur = á milli þín og fyr-
irtækja!
GUÐMUNDUR
KARL BERGMANN
húsasmíðameistari.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar
Frá Guðmundi Karli Bergmann
Guðmundur Karl
Bergmann
Ískalt órökstutt
hagsmunamat B.
Benediktssonar
er röksemda-
færsla hans fyrir
því að það eigi að
borga Icesave.
Rök Steingríms
eru að Icesave fari
ekki fyrr en búið
er að borga.
Vandinn við þetta hjal er að þetta eru
ekki rök, heldur órökstuddar fullyrð-
ingar. Það eru hinsvegar til mörg rök
fyrir því að við eigum ekki að borga
og margir skynsamir menn og virtir,
erlendir og innlendir, styðja þau rök.
Núverandi stjórnvöld hafa gefist
upp á að halda því fram að okkur beri
að borga og þess í stað sagt að það
verði að borga. Nú hefur þinglið
Sjálfstæðisflokksins tekið undir með
stjórnvöldum og ef allt væri með
felldu þá ætti að setja þessa hjörð í
einangrun til að forðast frekara smit.
Það er bara ekki allt með felldu frek-
ar en í drengsmálinu forðum.
Stöðugleiki og traust skiptir máli.
Það getur verið að sátt við Breta auð-
veldi peningamönnum lífið og að
sjálfsögðu er það ein af forsendunum
fyrir því að þeir geti smalað okkur inn
í Evrópusambandið og er það aug-
ljósasta ástæðan fyrir því að B. Ben
leggur af stað núna til að losa sig og
varaformanninn við þessa hindrun
sem búin hefur verið til úr Icesave.
B. Ben segist vera kjarkmaður,
mér sýnist hann frekar hafa verið
ráðvilltur og spar hefur hann verið á
Ískalt órökstutt hagsmunamat B. Benediktssonar
Frá Hrólfi Hraundal
Hrólfur Hraundal
skoðanir sínar varðandi Icesave og
ESB-mál. En nú allt í einu poppar
hann upp eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum og segir það ískalt mat
sitt að samþykkja eigi ríkisábyrgð við
Icesave. Af vissri ástæðu þá er engin
ríkisábyrgð á Icesave, en hann segist
hafa kjark til að koma henni á. Hann
hefur haft meira en tvö ár til að tala
hreint út um skoðanir sínar að þessu
leyti, en hafði ljóslega ekki þor til,
fyrr en allt í einu núna.
Hvar skyldi B. Ben hafa fundið
kjarkinn, eða var honum troðið upp á
hann? Ekki veit ég, en það hefur ver-
ið sæmileg samstaða um það á Vest-
urlöndum að greiða ekki hryðju-
verkamönnum kröfur þeirra, vegna
fordæmisgildis. Við eigum að senda
Bretum vel orðað bréf á vandaðri ís-
lensku, þess efnis að við ætlum ekki
að samþykkja neina ríkisábyrgð á
þetta svokallaða Icesave. Með þessu
bréfi á að fylgja rökstuðningur fyrir
þessari ákvörðun okkar.
Ríkisábyrgð eiga þeir aldrei að fá og
það hefur enginn heimild til að klína
þeirri ábyrgð á okkur Íslendinga
nema við samþykkjum það sjálf. Lík-
lega hafa þeir Bretar aldrei verið
krafðir um rök fyrir máli sínu, þvílíkur
hefur héraháttur Steingríms verið í
þessu máli. Sök þess þjóðarbrots sem
kaus hann er þó ekki önnur en að hafa
látið hann komast upp með að ljúga að
sér. Sök okkar sjálfstæðismanna er sú
varðandi B. Ben. að hafa ekki krafið
hann skýrari svara áður en við fórum
að treysta honum.
HRÓLFUR HRAUNDAL,
rekur vélsmiðju á landsbyggðinni.