Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
✝ Soffía Guð-mundsdóttir
fæddist að Syðsta-
Mó í Fljótum 23.
nóvember 1918.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
31. janúar 2011.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Jónsson, f. 17. júní
1877 á Vestarahóli
í Fljótum, d. 2.
apríl 1959, og kona
hans Guðrún
Magnúsdóttir, f.
14. sept. 1880 á Krakavöllum í
Fljótum, d. 11. júní 1956. Soffía
var yngst í átta barna hópi
þeirra Guðrúnar og Guðmundar.
Öll eru þau nú látin.
Soffía kvæntist Frímanni Guð-
mundssyni þann 11. maí 1940 í
Siglufjarðarkirkju. Frímann
Guðmundsson fæddist í Gunn-
ólfsvík í N.-Múl. 24. ágúst 1917.
Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 15. apríl 2000. Foreldrar
hans voru Guðmundur Jónasson,
f. 1. sept. 1865 að Sporðshúsum í
Víðidal, d. 6. júní 1918, og kona
hans Sigmunda Katrín Jóns-
dóttir, f. 4. júní 1880 á Akri í
jánsdóttir, f. 5. maí 1950. Dóttir:
Dagný Björg, f. 2. jan. 1985. 4)
Grettir Örn, f. 17. nóv. 1952,
kjötiðnaðarmaður. K. Margrét
Þórðardóttir, f. 9. maí 1952.
Börn: a) Haukur, f. 30. sept.
1971. b) Axel, f. 8. sept. 1976. c)
Jenný, f. 19. des. 1988. 5) Guð-
rún, f. 7. maí 1956, félagsráð-
gjafi. M. Jónas Sigurbjörnsson,
f. 24. ágúst 1950, d. 7. júlí 1989.
Börn: a) Eva, f. 1. sept. 1974. b)
Grettir, f. 9. okt. 1988. Alls eru
afkomendur Soffíu og Frímanns
52 talsins.
Soffía naut hefðbundinnar
skólagöngu í heimasveit sinni og
síðar í barnaskóla á Siglufirði.
Þaðan lá leiðin í Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði. Árið 1939 flutti
Soffía til Akureyrar og þau Frí-
mann stofnuðu heimili. Á Ak-
ureyri vann Soffía ýmiskonar
störf samhliða húsmóðurstörfum
og barnauppeldi. Soffía starfaði
með Bridsfélagi Akureyrar í
áratugi og var þar heiðursfélagi
allt frá árinu 1988. Spila-
mennskan átti mjög stóran þátt
í lífi Soffíu, allt fram á síðasta
dag. Hún tók þátt í fjölda spila-
móta hérlendis sem og erlendis,
meðal annars í Evrópumóti
landsliða á Ítalíu.
Útför Soffíu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 10. febrúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Öxarfirði, d. 24.
maí 1950.
Soffía bjó allt til
æviloka að Eyr-
arvegi 27, þar sem
þau hjónin stofn-
uðu heimili árið
1948.
Frímann og
Soffía eignuðust
fimm börn; 1) Guð-
mundur, f. 10. júlí
1940 á Akureyri,
stýrimaður. K.
Ingibjörg Eiríks-
dóttir, f. 1. apríl
1942. Dætur Guðmundar a)
Soffía, f. 9. ágúst 1959. b) Guð-
björg, f. 1. jan. 1962. 2) Frí-
mann, f. 9. júní 1944 á Akureyri,
prentari. K. Sigríður G. Árna-
dóttir, f. 6. feb. 1945. Börn: a)
Ásdís Guðrún, f. 11. nóv. 1964.
b) Frímann, f. 14. júní 1966. c)
Soffía, f. 27. júlí 1973, d) Harpa,
f. 13. jan. 1976. e) Hulda, f. 14.
jan. 1983. 3) Gunnar, f. 25. jan.
1949 á Akureyri, rafvirki. K. 1.
Hanna Gerður Haraldsdóttir, f.
16. maí 1949, d. 8. nóv. 1980.
Börn a) Valgerður María, f. 8.
mars 1969. b) Davíð Rúnar, f.
14. júní 1971. K. 2. Áslaug Krist-
Í dag kveðjum við elskulega móður
og tengdamóður, Soffíu Guðmunds-
dóttur. Hún fæddist frostaveturinn
mikla 1918 í einni snjóþyngstu sveit
landsins, Fljótum í Skagafirði. Hún
var yngst átta systkina, sem öll eru
nú látin. Hún var í skóla í heimasveit-
inni, en um níu ára aldur fluttist fjöl-
skyldan til Siglufjarðar. Guðmundur
faðir hennar var smiður og hagur
bæði á járn og tré. Einnig var hann
skipstjóri á Voninni. Vegna þess hve
örðugt var að ná í vatn yfir veturinn
leiddi hann læk í gegnum húsið og
eftir það var enginn vatnsskortur.
Unglingsárin liðu á Siglufirði og
tók Soffía virkan þátt í hinum ýmsu
íþróttum, svo sem skíðum. Eftir
námsárin fór hún í Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði. Mamma var mjög
ákveðin kona og hélt sínu stíft fram
og hafði oft árangur. Það kom vel
fram í aðaláhugamáli hennar, en það
var spilamennska af ýmsu tagi. Að-
allega átti bridge þó hug hennar all-
an, en einnig félagsvist og allt sem
tengdist spilum. Hún fór á fjölda-
mörg Íslandsmót og auk þess spilaði
hún bridge í keppnum út um allt
land. Hún var í landsliði kvenna, sem
spilaði á Ítalíu. Soffía var heiðurs-
félagi í Bridgefélagi Akureyrar frá
1988. Þegar hún var 75 ára hélt hún
opið tvímenningsmót, eitt það fjöl-
mennasta og glæsilegasta, enda
komu spilarar víðsvegar að af land-
inu til þess að samgleðjast henni á
þessum tímamótum. Í bridgedálki
fyrir allmörgum árum er GPA að
segja frá samskiptum sínum við
Soffíu við spilaborðið þar sem hún
fékk topp á móti honum og segir í
lokin: „Þetta er kona sem spilar
ávallt til sigurs.“ Foreldrar mínir
byrjuðu sinn búskap í Oddeyrargöt-
unni, en fluttust 1948 á Eyrarveg 27.
Og þar átti Soffía heima alla sína ævi
enda vildi hún hvergi annars staðar
vera. Það var gott að alast upp á Eyr-
inni, gestagangur var mikill og mikið
spjallað. Ekki var alltaf auðvelt fyrir
mömmu að vera með fjóra fyrirferð-
armikla stráka og eina stúlku. Það
var farið á hverju sumri til Herdísar
systur hennar og Páls á Siglufirði, en
þar saltaði mamma síld en pabbi
vann á plani. Það vantaði oft fjórða
mann í bridge, þegar ég var að alast
upp og var maður þá drifinn að borð-
inu. Hinir voru oftast Angantýr og
Mikki og þarna lærði ég að spila
bridge.
Elsku mamma og tengdamamma,
þín verður sárt saknað og ber að
þakka fyrir góð tengsl við okkur,
börnin okkar og barnabörn.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Þinn sonur og tengdadóttir,
Frímann og Sigríður.
Komið er að kveðjustund, elsku-
leg amma mín hefur kvatt þessa
jarðvist. Ég hef undanfarna daga
verið föst í flaumi minninganna,
hlátur og grátur yfir yndislegum
stundum sem ég geymi í hjarta
mínu. Fyrirmynd mín í 37 ár, ómet-
anleg gagnkvæm vinátta, virðing,
hlýleiki, ást og umhyggja. Þegar
horft er yfir farinn veg er margt
sem kemur upp í hugann en ömmu
var mjög umhugað um að halda
stórfjölskyldunni saman en í tugi
ára var mjólkurgrautur og tilheyr-
andi í hverju laugardagshádegi á
Eyrinni hjá ömmu og afa en með
þessu bundumst við systkinabörnin
sterkum böndum.
Amma var einstaklega áhugasöm
um litlu barnabarnabörnin sín og
gott dæmi um það er þegar hún
mætti á LSP þegar ég var búin að
eiga Hrannar Hólm og Diljá á af-
mælisdegi hennar 23. nóv. 2005, og
tveim dögum seinna kom amma
arkandi eftir ganginum og sagðist
vera komin að sjá afmælispakkann
sinn eins og hún kallaði þau gjarn-
an. Eldri dóttir mín, Thelma Rut,
sem einnig á afmæli í nóvember
nefndi það við langömmu sína á síð-
asta afmæli hvort hún gæti ekki
fært afmælisdaginn sinn til 23. nóv.
því tvíburarnir væru mjög heppnir
því amma Sossa hefur ávallt sent
þeim fallega merkta tertu á afmæl-
isdaginn.
Söknuður barnanna er mikill
enda var amma barngóð með ein-
dæmum en þeim finnst það huggun
gegn harmi að Kisu-afi sé búinn að
hitta konuna sína aftur og eru viss
um að þau séu með kisuna Píu hjá
sér og sá gamli bjóði henni á hest-
bak á Þyt eða Laugu.
Amma var skemmtileg kona og
hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um og það gerði hana að þeirri
merkiskonu sem hún var, hvort sem
það var þjóðfélagsumræðan, stjórn-
mál, fjölskyldan eða íþróttir. Það
var aldrei legið á skoðunum sínum
og málin rædd í þaula. Orðið kyn-
slóðabil var ekki til í hennar orða-
forða, og til marks um það er sam-
eiginlegur áhugi okkar á
sápuþáttum, en við horfðum saman
á Leiðarljós til margra ára og síðan
á Glæstar vonir sem við ræddum
um daglega, jafnvel í síma á meðan
á þættinum stóð. Amma átti sína
vini og óvini í þáttunum og hafði
sterkar skoðanir á hlutunum sem
þar gerðust, hótaði stundum að
hætta að horfa ef henni mislíkaði
leikfléttan. Innlifunin var slík að oft
fannst mér að við amma værum
hluti af Forrester-fjölskyldunni.
Einnig verð ég að nefna að þegar
hún var áskrifandi að Séð og Heyrt
las hún upp það markverðasta í
blaðinu hverju sinni ásamt brönd-
urunum, og við gátum hlegið og
hlegið, ógleymanlegt. Nú þegar
komið er að kveðjustund hugsum
við um gleði og sorg. Því meiri gleði,
því meiri sorg. Því meiri kærleikur
því meiri söknuður. En í dag erum
við sorgmædd vegna þeirrar gleði
sem amma gaf okkur öllum sem
elskuðum hana af öllu hjarta. Ég
kveð ömmu mína og vinkonu með
orðunum sem hún kvaddi mig með á
hverju kvöldi: Guð veri með þér og
góða nótt, elskan mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín sonardóttir,
Soffía Frímannsdóttir.
Minningarnar eru margar og góð-
ar um elskulega ömmu mína, Soffíu
Guðmundsdóttur. Ferðirnar sem ég
hljóp niður á Eyri til ykkar afa í
mjólkurgrautinn á laugardögum þar
sem öll fjölskyldan var saman komin
til þess að borða mjólkurgraut,
borða slátur, sem tekið var hvert
haust við mismikla hrifningu okkar
barnanna og sviðalappirnar sem afi
var búinn að svíða á bárujárnsplötu
fyrir utan húsið. Eyrin var sannar-
lega samkomustaður fjölskyldunn-
ar, við spiluðum oft yatzy og ólsen,
það var erfitt að vinna þig enda
margfaldur Íslandmeistari í bridge
á ferð.
Það var yndislegt að koma til þín,
í nýbakaðar kleinur, snúða og
pönnukökur sem kláruðust um leið,
enda gestagangurinn mikill, allir
vildu vera í kringum þig elsku amma
enda hjartahlýja þín og góðmennska
einstök. Aðfangadagur á Eyrinni
var alltaf hátíðlegur og þar var gott
að vera, margar skondnar minning-
ar rifjast upp enda margt um mann-
inn. Þú varst mikil selskapsmann-
eskja og hafðir gaman af fólki og
öllu því sem var að gerast í þjóð-
félaginu. Þú varst eins og fréttamið-
ill, við ræddum um það sem var efst
á baugi og þú hafðir sannarlega þín-
ar skoðanir á hlutunum eins og öllu
öðru. Þú hafðir gaman af öllu glensi
og gríni enda hlógum við mikið sam-
an. Amma var áskrifandi að Séð og
Heyrt og þegar blaðið kom í hús var
eins og forsetinn væri mættur, við
ræddum um það sem var í blaðinu
og ef ég var ekki á staðnum þá last
þú upp úr blaðinu fyrir mig, þá helst
brandarana.
Gott var að leita ráða hjá þér og
oftar en ekki var ég með þig á lín-
unni þegar ég var að baka eða
stússa eitthvað, það þótti okkur báð-
um skemmtilegt. Að hafa átt þig að í
öll þessi ár voru forréttindi, virð-
ingin, áhuginn, hvatningin og um-
hyggjan var ómetanlegur stuðning-
ur fyrir mig. Kærleikurinn okkar á
milli var einstakur, mér þótti óend-
Soffía Guðmundsdóttir
✝
Ástkær frændi okkar og vinur,
JÓN FRIÐRIKSSON
frá Seldal
í Norðfirði,
lést á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað fimmtudaginn 3. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 11. febrúar kl. 14.00.
Jarðsett verður á Skorrastað.
Seldalsfjölskyldan.
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
RAGNHILDUR DAGBJARTSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. febrúar kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Garðar Bjarnar Sigvaldason,
Hildur Garðarsdóttir, Jón Viðar Sigurgeirsson
og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæra
INGVELDUR ALBERTSDÓTTIR BACHMANN,
Bólstaðarhlíð 58,
Reykjavík,
lést mánudaginn 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
16. febrúar kl. 13.00.
Rúnar Bachmann, Guðrún B. Hauksdóttir,
Petrína Bachmann,
Sigríður Bachmann
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín,
AALTJE BAKKER,
Atie,
andaðist sunnudaginn 30. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Guðfinnur Jakobsson.
✝
ÞÓRUNN STEFANÍA SAMÚELSDÓTTIR
frá Bíldudal,
til heimilis að Arahólum 4,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
3. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 11. febrúar
og hefst kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar.
Árni Konráðsson, Anna Aradóttir,
Alda Konráðsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Stefán Konráðsson, Margrét Unnur Kjartansdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Móðir okkar,
HELGA SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Bessastöðum,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga
mánudaginn 7. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.