Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.02.2011, Qupperneq 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Sudoku Frumstig 9 1 4 3 2 5 9 6 7 9 5 2 7 4 6 1 5 3 1 6 7 1 6 4 3 7 1 4 3 6 3 7 4 6 2 8 9 1 9 4 7 3 6 1 8 9 1 6 9 2 1 8 3 7 4 8 7 9 6 3 4 5 9 1 4 7 9 3 8 1 3 2 6 9 7 6 8 1 5 4 2 3 1 2 4 3 9 7 5 8 6 3 5 8 4 6 2 7 9 1 2 6 3 7 4 8 1 5 9 5 9 7 1 2 3 6 4 8 8 4 1 6 5 9 2 3 7 4 3 5 9 7 6 8 1 2 7 8 2 5 3 1 9 6 4 6 1 9 2 8 4 3 7 5 3 4 5 7 1 2 9 8 6 9 2 6 3 5 8 1 4 7 1 7 8 9 6 4 2 3 5 4 9 7 1 8 3 6 5 2 6 8 2 5 4 7 3 9 1 5 1 3 6 2 9 4 7 8 7 6 4 8 9 1 5 2 3 8 5 9 2 3 6 7 1 4 2 3 1 4 7 5 8 6 9 5 3 1 6 2 7 9 8 4 4 7 9 8 5 1 3 2 6 8 2 6 3 4 9 7 1 5 6 5 3 1 9 4 2 7 8 9 4 2 7 8 5 6 3 1 1 8 7 2 6 3 5 4 9 3 9 4 5 1 2 8 6 7 2 1 8 9 7 6 4 5 3 7 6 5 4 3 8 1 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 10. febrúar, 41. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Hvern þann sem kann- ast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Það gladdi Víkverja að lesa umátak lögreglu gegn „stefnulaus- um“ ökumönnum. Íslenskir ökumenn virðast hafa sérstaka óbeit á stefnu- ljósum. Þeir virðast halda að stefnu- ljós séu tilræði við friðhelgi einkalífs- ins, fordæmalaus hnýsni, næsta skref á undan eftirlitsmyndavél í svefnherberginu. Nóg sé að þeir viti sjálfir hvort þeir ætli að beygja, skipta um akrein eða fara út úr hringtorgi, öðrum ökumönnum komi það ekki við. x x x Annar möguleiki er að þeir haldiað það sé meira spennandi í um- ferðinni og hjálpi ökumönnum að halda sér vakandi í umferðinni að vita aldrei upp á hverju aðrir öku- menn taki næst, hvort þeir ætli að troða sér fyrir framan þig inn á ak- reinina, sem þú ert á, eða skjótast óforvarandis út úr hringtorgi. Þeir gætu verið með kjörorðið Óvissa skapar árvekni. x x x Einnig gætu hinir stefnuljósa-fælnu ökumenn verið haldnir þeirri sannfæringu að aðrir ökumenn haldi að þeir séu að láta uppi póli- tíska sannfæringu sína með því að gefa til kynna hvort þeir ætli að beygja til hægri eða vinstri. Rétt er að taka fram að það er misskilningur. x x x Víkverji dagsins getur látið þaðuppi hér og nú að það fer óum- ræðilega í taugarnar á honum þegar ökumenn gefa ekki stefnuljós. Hann reynir að hemja þessa tilfinningu og láta sér í léttu rúmi liggja, en það er erfitt og stundum þarf hann að hafa sig allan við að hleypa ekki inn á sína akrein ökumanni, sem reynir að troða sér án þess að gefa stefnuljós. Víkverji er hins vegar fyrst og fremst forvitinn að vita hvers vegna svona margir ökumenn gefa ekki stefnuljós. Er það leti? Sannfæring? Eru þeir svo lengi að ákveða hvort þeir eigi að beygja að þeir ná ekki að gefa stefnuljós? Lögreglan gæti kannski spurt að þessu í stefnuljósa- herferðinni og birt niðurstöðuna í dagbókinni hjá sér. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 29. ágústs, 8 vit- laus, 9 kroppar, 10 sár, 11 virðir, 13 óhreinkaði, 15 sak- leysi, 18 lýsisdreggja, 21 kyrr, 22 beri, 23 reyfið, 24 fýsilegt. Lóðrétt | 2 gjafmild, 3 alda, 4 dútla, 5 hlýða, 6 hóta, 7 vaxi, 12 elska, 14 hreinn, 15 bráðum, 16 bogni, 17 eld- stæði, 18 heilabrot, 19 land- ræk, 20 hljómur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 útför, 4 kjóll, 7 látum, 8 öfugt, 9 Týr, 11 tóra, 13 Oddi, 14 seigt, 15 hólk, 17 akir, 20 Ægi, 22 gómar, 23 lufsu, 24 aukið, 25 iðrun. Lóðrétt: 1 útlit, 2 fótur, 3 rúmt, 4 kjör, 5 ólund, 6 látni, 10 ýring, 12 ask, 13 ota, 15 hegna, 16 lúmsk, 18 kofar, 19 rausn, 20 ærið, 21 ildi. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Be3 e6 5. Rd2 Rd7 6. Rgf3 Bg6 7. Be2 Re7 8. Rh4 c5 9. c3 Rc6 10. Rxg6 hxg6 11. Rf3 Hc8 12. O-O a6 13. g3 Be7 14. h4 b5 15. a4 Db6 16. axb5 axb5 17. Kg2 c4 18. Rg5 Dd8 19. Bg4 Bxg5 20. Bxg5 Dc7 21. Hh1 Rb6 22. h5 gxh5 23. Bxh5 Ra4 Staðan kom upp í A-flokki Tata Steel skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Stigahæsti skákmaður heims, Norð- maðurinn Magnus Carlsen (2814), hafði hvítt gegn hinum kínverska Hao Wang (2731). 24. Bxf7+! Kxf7 25. Df3+ Kg8 26. Hxh8+ Kxh8 27. Hh1+ Kg8 28. Dh5 Hf8 29. Bf6! og svartur gafst upp enda fátt til varna eftir t.d. 29… Hxf6 30. exf6. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Skot í myrkri. S-Allir. Norður ♠-- ♥D10984 ♦D7432 ♣Á106 Vestur Austur ♠52 ♠G74 ♥K532 ♥Á7 ♦K9 ♦ÁG865 ♣KG873 ♣942 Suður ♠ÁKD109863 ♥G6 ♦10 ♣D5 Suður spilar 4♠. Líttu sem snöggvast í vestur. Suður opnar á 4♠ og allir passa. Hvar viltu koma út? Spilið er frá sveitakeppni Bridshátíð- ar. Á 60 borðum var samningurinn 4♠, vannst í 39 skipti, tapaðist í 21 skipti. Útspilin voru fjölbreytt: tromp (17), hjarta (14), ♦K (17) og lítið lauf (12). Lauf frá kóngnum gefur samninginn strax, en best vegnaði vörninni með ♦K út. Austur kallaði og þegar sagnhafi trompaði næsta tígulslag var staðan í þeim lit á hreinu. Þar með var auðvelt fyrir austur að spila laufi á síðari stig- um. Vörnin er á lífi eftir útspil í hjarta og trompi, en í reynd var spilið víða gef- ið eftir þá byrjun þegar austur fann ekki laufið til baka. Almennt borgar sig að taka afstöðu í útspilinu – ekki trompa út bara af því annað er frá- hrindandi. 10. febrúar 1943 Orlofslög voru samþykkt á Al- þingi. „Stórkostleg réttarbót handa verkalýðnum,“ sagði Alþýðublaðið. Lögin tryggðu einn frídag fyrir hvern unninn mánuð. Síðan hefur orlofstím- inn verið lengdur um helming. 10. febrúar 1944 Þrjár þýskar flugvélar vörp- uðu sprengjum að olíuskipinu El Grillo sem lá á Seyðisfirði og sökk það. Þetta var tíu þús- und tonna skip. Lengi hefur verið glímt við olíuleka úr flakinu. 10. febrúar 1962 Togarinn Elliði frá Siglufirði sökk undan Öndverðarnesi. Tuttugu og sex skipverjum var bjargað á síðustu stundu um borð í Júpíter en tveir fór- ust. 10. febrúar 1966 Byggingarnefnd Reykjavíkur samþykkti 85 ný götuheiti í Fossvogi (lönd), Breiðholts- hverfi (bakkar og stekkir) og Ártúnshöfðahverfi (höfðar). 10. febrúar 1966 Níunda sinfónía Beethovens var flutt í fyrsta sinn hér á landi. Sinfóníuhljómsveitin og Söngsveitin Fílharmonía fluttu verkið undir stjórn Ró- berts Abrahams Ottóssonar. Æfingar höfðu staðið í fjóra mánuði. „Tímamót í tónlist- arflutningi á Íslandi,“ sagði Morgunblaðið. „Mikill menn- ingarviðburður,“ sagði Al- þýðublaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég ætla að vera með fjölskyldunni og verði opið í Bláfjöllum ætla ég að reyna að fara á skíði,“ segir Einar Lyng Hjaltason, PGA-golfkennari með meiru, sem er 40 ára í dag. Rakel Árnadóttir, kona hans, verður fertug síðar á árinu og ætla þau að halda upp á áfangana saman í sumar. „Við ætlum að fara í útilegu, grilla og halda tjaldpartí með vinum og vandamönnum til að fagna áfanganum.“ Tímasetningin liggur samt ekki fyrir því auk þess að kenna golf ætlar Einar að reyna að keppa í sumar og er að bíða eftir að mótaskrá Golf- sambandsins komi út. Einar segist oft hafa boðið fjölskyldunni í kaffi og kökur á þessum degi en ekki í ár. „Dóttir mín á afmæli 11 dögum á eftir mér og henn- ar afmæli er eiginlega jafnframt orðið mitt kaffiboð í leyni.“ Einar kennir golf á daginn og kvöldin en þegar snjór er reynir hann að vera sem mest á skíðum. „Mér finnst skemmtilegra á skíðum en í golfi vegna þess að ef ég dett hristi ég það af mér og stend upp en ef ég slæ vont högg verð ég svo niðurlútur og er lengi að ná mér eftir það. Gleðitilfinningin er meiri á skíðunum. Maður dettur sjaldnar en maður slær reglulega vond högg.“ steinthor@mbl.is Einar Lyng Hjaltason PGA-golfkennari 40 ára Tjaldpartí í sumar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 10. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.22 1,1 10.31 3,1 16.45 1,1 23.02 3,1 9.41 17.44 Ísafjörður 0.10 1,6 6.24 0,6 12.26 1,6 18.52 0,5 9.58 17.37 Siglufjörður 2.56 1,0 8.57 0,4 15.24 1,0 21.10 0,4 9.41 17.19 Djúpivogur 1.35 0,5 7.27 1,5 13.47 0,5 20.00 1,5 9.13 17.11 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Taktu það sem þú ætlar að fram- kvæma í áföngum. Einn kafli endar og annar hefst. Ef einhver biður þig skaltu segja allt af létta. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert í hálfgerðu maraþoni í lífinu. Sér- staklega skaltu láta athugasemdir vinnu- félaga sem vind um eyru þjóta. Sýndu þol- inmæði, hlutirnir eiga eftir að róast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú stendur á tímamótum svo nú er nauðsynlegt að þú gerir hreint fyrir þínum dyrum. Hikaðu hvergi og taktu áhættu því þá koma ýmsir duldir hæfileikar þínir í ljós. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er tilvalið að strengja ný heit um að bæta heilsuna. Kynntu þér vandlega þá kosti sem í boði eru og veldu eitthvað sem hentar þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Farðu sérlega varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert akandi, gangandi eða á hjóli því þér er óvenju hætt við óhöppum. Farðu þér hægt og vertu ekki með neinar kúnstir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hvað sem þú gerir, ertu í skapi til að gera allt með stæl. Þér fer vel að sýna ákveðni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vertu opin/n fyrir öllu þegar þú tekur mikilvæga ákvörðun. Stuðningur vina getur reynst drjúg hjálp. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Í dag skaltu losa þig við óþarfa. Reyndu að senda fólkinu í kringum þig skýr skilaboð. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Áttu gæludýr? Ef ekki þá hvetja stjörnurnar þig til að opna heimili þitt fyrir einhverjum slíkum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekki bregðast harkalega við, þótt þér þyki tilboð vinnufélaga þíns út í hött. Hin- ir skynsömu bæta og breyta á leiðinni og þú ert eins klár og hugsast getur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einfaldasta upplifun getur orðið upphaf mikilla tíma. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú leitast við að láta alla njóta rétt- lætis. Leitaðu leiða til þess að vera jákvæðari gagnvart þeim sem þú ert að rembast við að tengjast. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.