Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 18. febrúar 2011.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna vorið 2011 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Förðrun.
Húðin,krem og meðferð.
Snyrting.
Neglur.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Það heitasta í tísku fyrir
árshátíðirnar.
Hvað verður í tísku á vor-
mánuðum.
Tíska & Förðun
sérblað
AF SÖFNUN
Örn Þórisson
ornthor@mbl.is
Nú var komið að því að skipu-leggja DVD-safnið á heim-ilinu. Undanfarin ár hafði
hömlulaus söfnunarárátta og inn-
byggð leti leitt til þess að diska-
hrúgur voru út um allt, allar hillur
fullar og gólfpláss einnig nýtt. Lík-
lega eru um 400 diskar í DVD-
safninu og ná yfir ólíkar kvik-
myndastefnur, frá hryllingi til gam-
anmynda og alvarlegra mynda til
hreinnar afþreyingar. Söfnunar-
áráttan er mjög erfið árátta sem ég
hef glímt við alla ævi eins og hljóm-
plötu-, diska- og bókasafnið ber
glöggt vitni um. Á þessum tímamót-
um höfðu framkvæmdir á heimilinu
opnað tækifæri og neytt mann til að
huga að flokkun og röðun
diskanna. Og það er einmitt vanda-
málið.
Hvernig á maður að raðaDVD-diskum? Í einfalda staf-
rófsröð? Það klikkar fljótlega þeg-
ar maður rekst á ólíka diska hlið
við hlið, myndir sem eiga ekkert
sameiginlegt. Mér fannst þess
vegna lógískt að flokka myndir í
tegundir, þ.e. stríðsmyndir saman,
vestra, gamanmyndir, film-noir,
sjónvarpsseríur, o.s.frv. Nú er mál-
ið leyst, þegar mig langar að sjá
vestra þá fer ég í vestrahilluna,
ekki satt?
Svoleiðis lagði ég af stað en
lenti strax í ógöngum. Hvað með
óflokkanlegar myndir, s.s. The Big
Lebowski? Er þetta noir-mynd eða
gamanmynd? Nú svo kom líka upp
erfiðari spurning um höfunda, er
ekki rétt að setja allar myndir Cop-
pola saman, taka þar með God-
father-seríuna úr glæpamynda-
flokknum (nú eða fjölskyldu-
myndum) og taka Apocalypse Now
úr stríðsmyndaflokknum; saman
ásamt fleiri Coppola-myndum fara
þær í C-ið „Coppola myndir“. Auð-
vitað í stafrófsröð eða jafnvel í
tímaröð!! Já, nú er þetta farið að
rúlla að ég hélt. Spurningin er auð-
vitað hvaða leikstjórar flokkast
undir að vera höfundar. Auðvelt að
setja Coppola, Coen-bræður, Kuro-
sawa, Fellini og Polanski (þó mér sé
illa við að taka Chinatown úr film
noir-flokknum) o.fl. saman. Upp
koma erfiðari spurningar um t.d.
Sam Raimi sem er vanmetinn leik-
stjóri. Get ég tekið Spider Man-
seríuna út úr sci-fi flokknum (und-
irflokkur „ofurhetjur“) og sett með
The Evil Dead, einhverri flottustu
hryllingsóperu allra tíma? Einnig
verður lítið eftir í vestraflokknum
þegar maður tekur John Ford, Ser-
gio Leone og Clint Eastwood og
setur þá í höfundaflokkinn.
Clint Eastwood setti mig í ann-an bobba. Framan af ferlinum
var hann kunnur sem leikari, stór-
stjarna sem seldi myndirnar ekki
síður en leikstjórar. Svo fer hann
að leikstýra eins og öllum er kunn-
ugt um. Greinilega verðskuldar
hann að vera settur í einhvers kon-
ar ofurflokk (í tímaröð!!), tæplega
einn hillumetri, svo hægt sé að
skoða ferilinn frá a til ö eða 1960 til
2011. Stallone er að vinna að því að
komast í ofurflokkinn, sem mundi
rýra hnefaleikamyndaflokkinn og
ég er vongóður um að Clooney
komist þangað, þó svo ég viti ekk-
ert hvað eigi þá að gera við O Brot-
her, Where Art Thou? (úr Coen-
flokknum) og Soderbergh--
myndirnar hans. Úff, þetta er ekki
létt verk.
Tveimur vikum eftir að flokk-unarstarfið hófst er því ekki
enn lokið, diskar eru út um allt og
þolinmæðin á þrotum hjá eiginkon-
unni. Alltaf bætast við myndir. Að
ógleymdum nýjum vandamálum
eins og Blu-ray-diskum. Varla setur
maður þá í bland með DVD, verð-
skulda þeir ekki nýja hillu, Blu-ray-
hilluna? Og þá með sama flokk-
unarkerfi? Sam Peckinpah-myndin
The Wild Bunch skipar nú heið-
ursflokk, en hana er að finna í
Peckinpah-höfundaflokknum, eitt
eintak er í vestraflokknum og nú er
komið eintak í Blu-ray-hilluna. Mál-
ið leyst!
Flókið flokkunarstarf
» Tveimur vikumeftir að flokkunar-
starfið hófst er því ekki
enn lokið, diskar eru út
um allt og þolinmæðin á
þrotum hjá eiginkon-
unni.
Eastwood Framan af ferlinum var hann kunnur sem leikari en fór svo að leikstýra. Eastwood á skilið að vera
settur í einhvers konar ofurflokk svo hægt sé að skoða ferilinn frá a til ö, eða frá árinu 1960 til 2011.
Three Parts Whole er heiti sýningar
myndlistarmannanna Finnboga Pét-
urssonar, Hrafnkels Sigurðssonar
og Ívars Valgarðssonar sem verður
opnuð í i8 galleríi klukkan 17 í dag.
Sýningarstjóri er Bandaríkjamað-
urinn Gregory Volk, en hann starfar
í New York sem sýningarstjóri og
gagnrýnandi, auk þess sem hann
gegnir stöðu aðstoðarprófessors við
listaháskóla í Virginíu-ríki.
Á sýningunni eru ný verk eftir alla
listamennina; stór vatnslitaskúlptúr
á gólfi og bárur á veggjum eftir Ívar,
ljósmyndaverk eftir Hrafnkel af
snjómyndunum og Eyjafjallajökli,
og veggteikning og sveiflandi
myndavél eftir Finnboga.
„Það var sérlega ánægjulegt að
vinna með þessum ólíku en snjöllu
listamönnum,“ segir Volk.
„Ég vildi bara hafa ný verk hérna,
rétt eins og þetta vatnslitaverk Ív-
ars,“ segir hann og bendir á stóran
kúlulaga pappírsskúlptúrinn sem
vísar til hafs og himins. „Þessi verk
tengjast öll í núinu.“
Tengingar verkanna eru ýmiss
konar; blátt er gegnumgangandi og
sveiflandi upptökuvélin kemur
hreyfingu af stað í rýminu.
„Þótt einstaklingseinkennin séu
sterk þá eru mörg lög af tengingum,
við sjáum bláa tóninn og línur í upp-
setningunni,“ segir Volk. „Það er
verið að fást við orkuna í landinu og
náttúruna; sýningin er þó ekki um
náttúru klandsins þótt hún sé með í
verkunum.
Ég er mjög spenntur fyrir sýn-
ingum þar sem margskonar verk
koma saman og mynda tímabundið
og sérstakt samtal, eins og hér
kviknar,“ segir hann. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Í sýningarsalnum Ívar Valgarðsson, Finnbogi Pétursson, Gregory Volk og
Hrafnkell Sigurðsson. Listamennirnir og sýningarstjórinn.
Tímabundið og
sérstakt samtal
Finnbogi, Ívar og Hrafnkell sýna í i8