Morgunblaðið - 10.02.2011, Side 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Tónlist er gjarnan skipt íflokka; sígilda (klassík),popp, rokk, djass, blús …Svona mætti eflaust lengi
telja. Fyrir einfaldan alþýðumann
eins og mig duga tveir flokkar; ann-
aðhvort er tónlist góð eða vond, lesist:
skemmtileg eða leiðinleg.
Góðrar tónlistar nýtur fólk en varla
vondrar. Flokkunin er svo vitaskuld
mat hvers og eins hverju sinni og ger-
ir lífið skemmtilegra. Jafnvel hægt að
rífast! Og smekkurinn getur breyst
með auknum þroska eða minnkandi,
eftir því hvernig á það er litið.
Langt er síðan molna fór úr múr-
um á milli tónlistarstefna og hér
heima hafa listamenn, hver úr sinni
áttinni, verið iðnir við að rugla saman
reytum. Boðið var upp á vel heppnað
dæmi um slíka samvinnu í Hofi um
síðustu helgi þar sem hljómsveitin
Dúndurfréttir og Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands fluttu eitt snilldarverka
bresku rokksveitarinnar Pink Floyd,
The Wall, í heild, ásamt Karlakór
Dalvíkur og stúlknakór, sem að
mestu var skipaður nemendum Tón-
listarskólans á Akureyri.
Dúndurfréttir sérhæfa sig í flutn-
ingi gamalla meistaraverka helstu
rokksveita heimsins og tekst jafnan
svo vel upp að vart má á milli heyra
hvorir eru betri, „okkar menn“ eða
fyrirmyndirnar.
Ef marka má viðtökur áhorfenda í
Hofi – og vitaskuld má marka þær,
hvað annað? – tókst frábærlega til.
Múrinn, The Wall, samdi Roger
Waters síðla á áttunda áratug síðustu
aldar og Pink Floyd gaf út sam-
nefnda plötu 1979. Þar er sögð saga
Pinks, persónu sem byggð er á lífi
Waters sjálfs að sögn; fjallað um upp-
vaxtarár hans í Bretlandi á árunum
eftir seinna stríð, en á tónleikum eins
og í Hofi skiptir það í sjálfu sér ekki
máli. Gamlir unnendur Pink Floyd
hafa hugsanlega haft það á bak við
eyrað og ugglaust borið saman í hug-
anum jafnóðum flutning sveitarinnar
sjálfrar og íslensku listamannanna.
Hafi einhver heyrt verkið í fyrsta
skipti á laugardaginn, hlýtur sá hinn
sami að hafa hrifist.
Útsetningin var afbragð. Vissulega
óvenjulegt að heyra sinfónískan und-
irleik við Múrinn en það var fallegt og
áhrifamikið.
Dúndurfréttir eru magnaður hóp-
ur. Frábærir hljóðfæraleikarar þar á
ferð og ótrúlegt samsafn úrvals-
söngvara. Kaflar verksins eru afar
misjafnir að gerð, styrk og lengd og
erfitt að nefna einhvern sérstaklega.
Þó verður vart hjá því komist að
nefna Comfortably Numb; hafi þakið
lyfst af Hofi við framíköll á fundi um
sjávarútvegsmál á dögunum, eins og
ónefndur þingmaður hélt fram, hafa
akureyrskir smiðir unnið kraftaverk
við að festa það á ný því ekki hagg-
aðist það við flutning þess kraftmikla
lags. Og þá kom vel í ljós að hljóð-
kerfið í Hofi er alvöru. Þvílík snilld!
Magnaður múr
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heill ykkur! Meðlimir Dúndurfrétta, fremst á sviðinu, klappa hljómsveit og kór lof í lófa í lok magnaðra tónleika.
Dúndur Hljómsveitin Dúndurfréttir lék við hvern sinn fingur í Hofi.
Hof á Akureyri
Dúndurfréttir og fleiri
bbbbn
Dúndurfréttir, Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands, Karlakór Dalvíkur og stúlkna-
kór fluttu The Wall eftir Roger Waters
(David Gilmour og Bob Ezrin). Stjórn-
andi Guðmundur Óli Gunnarsson. Laug-
ardagur 5. febrúar, fyrri tónleikar af
tvennum.
SKAPTI
HALLGRÍMSSON
TÓNLIST Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hljómsveitin The Jimi Hendrix
Project verður með tónleika í kvöld
á Sódómu Reykjavík en eins og
nafnið gefur til kynna spilar hún að-
eins tónlist Jimi Hendrix. Sveitin
samanstendur af fjórum strákum af
Skaganum en sveitin var einmitt
stofnuð fyrir tónleikahátíð á Akra-
nesi í fyrra.
„Mig hafði lengi langað að stofna
svona hljómsveit og fékk félaga
mína, sem ég hef verið að spila með í
gegnum tíðina, með mér,“ segir
Siggi Bach gítarleikari.
Það sem hrífur Sigga mest við
tónlist Hendrix er að hann var
„drullufær gítarleikari“ og „braut-
ryðjandi í rokkblústónlist“.
Honum hefur fundist vanta um-
fjöllun og spilun tónlistar Hendrix
hérlendis og greip því sjálfur tæki-
færið. „Við viljum vekja meiri áhuga
á honum hér.“ Hann segir það góðan
stökkpall til að koma sér á framfæri
að spila Hendrix enda sé það ekki
fyrir hvern sem er. „Ég treysti mér í
það en það krefst mikilla æfinga. Ég
er þannig gerður að ég vil fá áskor-
un.“
Hann tekur þó fram að þeir fé-
lagar leiti innblásturs frá tónlist
Hendrix en ekki lífsstíl.
Lofar stuði í stórborginni
Hann lofar miklu stuði á Sódómu.
„Við spiluðum síðast á blúshátíð á
Akranesi og fengum góð viðbrögð.
Það verður gaman að sjá hvernig
stórborgarliðið tekur í þetta,“ segir
hann og hvetur alla áhugasama til að
mæta.
Siggi segist ekki geta nefnt neitt
eitt lag sem sitt uppáhalds með
meistaranum en sú plata sem er í
mestu uppáhaldi er Axis: Bold as
Love. Flutt verða vel valin lög af
þeirri plötu auk platnanna Are You
Experienced og Electric Ladyland.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21
og kostar 1.000 krónur inn. Athygli
er vakin á því að enginn posi verður
á svæðinu og fólk því beðið um að
taka reiðufé með sér. Þess skal jafn-
framt getið að 18 ára aldurstakmark
er á tónleikana.
The Jimi Hendrix Project Meðlimir eru frá vinstri Bergur Líndal, Siggi
Bach, Axel Freyr Gíslason og Björn Breiðfjörð.
Verðug áskorun að
spila meistarann
Fjórir strákar frá Akranesi spila tón-
list Jimi Hendrix á Sódómu Reykjavík
Meistarinn sjálfur Þeir félagar
leita innblásturs frá tónlist Hendrix
en ekki lífsstíl.
BLACK SWAN KL. 5.40 - 8 - 10.30 16
BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.30 16
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 L
THE DILEMMA KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
THE GREEN HORNET 3D KL. 3.30 - 5.25 - 8 - 10.35 12
ALFA OG ÓMEGA 3D KL. 3.30 L
THE TOURIST KL. 10.30 12
GULLIVER´S TRAVELS 3D KL. 3.30 - 5.50 L
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
LONDON BOULEVARD KL. 8 - 10.10 16
THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
BURLESQUE KL. 8 - 10.30 L
GAURAGANGUR KL. 5.50 7
BARA HÚSMÓÐIR* KL. 6 ENSKUR TEXTI L
*SÝND ÁFRAM Í NOKKRA DAGA
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
B. I., KVIKMYNDIR.COM -H.S.S.,MBL
THE DILEMMA KL. 8 SÍÐASTA SÝNING L
MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 L
DEVIL KL. 8 - 10.10 16
THE GREEN HORNET 3D KL. 10.10 SÍÐASTA SÝNING 12
ALFA OG ÓMEGA 2D KL. 6 L
ÍSLENSKT TAL Í 3-D
-H.S.S., MBL
LAUGARÁSBÍÓ
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Sýningartímar
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ ÓSKARS-
VERÐLAUNAHAFANUM WILLIAM MONAHAN,
HANDRITSHÖFUNDI “THE DEPARTED”
THE FIGHTER Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 8 og 10
LONDON BOULEVARD Sýnd kl. 8 og 10:10
MÚMMÍNÁLFARNIR 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
ALFA OG ÓMEGA 2D Sýnd kl. 6 ísl. tal
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is