Morgunblaðið - 10.02.2011, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hljómsveitin Of Monsters and Men
hefur skrifað undir útgáfusamning
við Record Records um útgáfu á
væntanlegri breiðskífu þeirra. Sveit-
in fer í hljóðver í lok mars, nánar til-
tekið Stúdíó Sýrland, og tekur þar
upp undir stjórn Arons Þórs Arnars-
sonar.
Blaðamaður hringdi í söngkonu
sveitarinnar, Nönnu Bryndísi Hilm-
arsdóttur, og óskaði henni til ham-
ingju með saminginn. Eins og svo
margir tónlistarmenn er hún líka
með aðra vinnu en hún var í miðri af-
greiðslu á lottómiða á myndbanda-
leigunni sem hún vinnur hjá. Lukk-
an er ef til vill með þessum
miðaeiganda en það voru hæfileikar
en ekki heppni sem færðu Of Mon-
sters and Men sigur í Músíktil-
raunum á síðasta ári.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá og sveitin fengið mörg tæki-
færi til spilamennsku og jafnt og
þétt bæst í aðdáendahópinn.
Hljóðversvinnan leggst vel í
Nönnu Bryndísi. „Þetta er frábært,
við erum öll virkilega spennt að fara
að vinna með Record Records,“ seg-
ir hún og útskýrir að sveitin hafi
mikla trú á forsprakka útgáfunnar,
Haraldi Leví Gunnarssyni.
Lögin eru flestöll tilbúin en þau
eru samt enn að bæta í sarpinn. „Við
erum komin með svona ellefu lög en
viljum vera með fleiri til að hafa nóg
að velja úr. Við erum að æfa, útsetja
og pæla heilmikið núna.“
Stefnt er að útgáfu í júní og verð-
ur „sumarfílingur“ í plötunni að
sögn söngkonunnar en tónlistinni
hefur verið lýst í Morgunblaðinu
sem melódísku nýþjóðlagapoppi,
sem á áreiðanlega eftir að passa vel
fyrir sumarið 2011.
„Við erum mjög spennt fyrir
framhaldinu,“ segir Nanna Bryndís.
Of Monsters and Men tók upp tvö
lög í Sundlauginni fyrir Músíktil-
raunaverðlaunin, sem rötuðu á
kynningardisk fyrir Iceland Air-
waves-hátíðina. Annað lagið heitir
„Little Talks“ og verður það gefið í
tilefni samningsins á recordrecords.-
is.
Rokkað fyrir Pétur Kristján
Sveitin er síðan að fara að spila á
tónleikum á Faktórý á föstudags-
kvöldið ásamt Retro Stefson og Who
Knew. Hún ætlaði að vera í fríi frá
spilamennsku en gerði undantekn-
ingu því um er að ræða styrkt-
artónleika fyrir Pétur Kristján Guð-
mundsson, sem lenti í alvarlegu slysi
í Austurríki á nýársnótt. Pétur er
sem stendur í endurhæfingu á
Grensási.
Efri hæðin verður opnuð klukkan
22 og hefjast tónleikarnir klukku-
stundu síðar og er aðgangseyrir
1.000 krónur.
Sumarplata í vændum
Ljósmynd/Megin Zondervan
Útgáfusamningur í höfn Of Monsters and Men er á leið í hljóðver í lok mars.
Of Monsters and Men á leið í hljóðver Sveitin gefur lag í tilefni útgáfusamnings við Record
Records Spilar á styrktartónleikum fyrir Pétur Kristján Guðmundsson á föstudagskvöld
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hugleikjafélag Reykjavíkur var
stofnað 21. nóvember í fyrra og hefur
það að markmiði að efla hugleiki í
Reykjavík og stuðla að nýliðun innan
hvers áhugamáls fyrir sig. Félagið
hefur haldið leikjakvöld nær daglega
allt frá stofnun, í húsnæði sínu að
Hverfisgötu 102, og er eitt af mark-
miðum þess að
halda úti félags-
heimili þannig að
félagsmenn geti
stundað þar
áhugamál sitt en
félaginu er skipt í
fimm undirsvið:
borðspil, her-
kænskuspil, safn-
kortaspil, spuna-
spil og tölvuleiki.
Helgi Már
Friðgeirsson er formaður félagsins
og fyrrverandi starfsmaður versl-
unarinnar Nexus sem sérhæfir sig
m.a. í slíkum leikjum. Helgi býr yfir
áratuga reynslu af hugleikjum, að því
er fram kemur á vef félagsins. Blaða-
maður ræddi við nafna sinn um þetta
forvitnilega félag og spurði hann
fyrst hvaða leikir teldust hugleikir.
„Hugleikir eru t.d. alls konar spil
sem maður spilar ekki í tölvunni,
borðspil, hlutverkaspil og svona
kortaspil þar sem þú notar eitthvað
annað en klassíska 52 spila stokkinn,
safnkortaspil eins og þau eru oft köll-
uð. Spil þar sem ímyndunaraflið og
hugur þinn fær að ráða ferðinni,“
svarar Helgi. Hann segir félagið
halda úti þéttri dagskrá, eitthvað sé
um að vera nánast öll kvöld í félaginu,
leikjakvöld eða aðrir viðburðir tengd-
ir félagsstarfinu. Meðal þeirra leikja
sem félagsmenn stunda eru sk. her-
kænskuleikir en leikmenn þurfa m.a.
að mála módel og koma sér upp her
sem þeir nota gegn andstæðingum
sínum í leiknum. Sem dæmi um slík-
an herkænskuleik má nefna War-
hammer en sem dæmi um þekktan
hlutverkaleik má nefna Dungeons &
Dragons.
„Nörd“ ekki ljótt orð
-Það hlýtur að vera dálítið erfitt að
setja sig inn í þessa leiki, að læra þá?
„Nei, nei. Þetta er svo opið sam-
félag hjá okkur að það eina sem þú
þarft er að koma í heimsókn. Yfirleitt
er einhver tilbúinn til þess að ganga
með þér í gegnum fyrstu sporin og
lána þér það sem þú þarft, til að
prófa. Eitt af gildum fé-
lagsins er að það eru allir
velkomnir hjá okkur,“ segir
Helgi. Félagsmenn voru 93 í
byrjun vikunnar og segist Helgi
eiga von á því að þeim fjölgi,
góðir hlutir gerist hægt.
-Nú hafa menn sem hafa
brennandi áhuga á svona
leikjum, t.d. hlutverka- og her-
kænskuleikjum, fengið á sig
þennan leiðinlega og heldur nei-
kvæða nörda-stimpil …
„Okkur finnst „nörd“ ekkert
ljótt orð en okkur finnst „lúði“
frekar ljótt orð. En „nörd“ er-
um við farnir að nota sjálfir,“
svarar Helgi án umhugsunar.
„Til dæmis finnst okkur marg-
ir af þessum Formúlu 1-
strákum vera miklu meiri nördar en
við, á sínu sviði, og fótbolta-
áhugamenn.“
-Nörda-stimpillinn er kannski til-
kominn vegna einhverrar öfundsýki?
„Já, sennilega. Ég vorkenni þeim
sem hefur ekki áhugamál sem hann
getur helgað sig nógu mikið til að
vera kallaður nörd.“
Leikir fyrir ímyndunaraflið
Hugleikjafélag Reykjavíkur heldur leikjakvöld þar sem menn spreyta sig m.a.
í hlutverka- og herkænskuleikjum Óreyndir fá leiðsögn frá þeim reyndari
Heilabrot Félagsmenn spá í spil með líkönum og tindátum í húsakynnum Hugleikjafélags Reykjavíkur.
Helgi Már
Friðgeirsson
Gildi Hugleikjafélags Reykjavíkur má finna á heima-
síðu þess og eru þau eftirfarandi:
Virðing Við erum ekki öll eins. Við erum ekki öll að
spila sama spilið. Berum virðingu hvert fyrir öðru.
Jákvæðni Mætum með bros á vör og förum einn-
ig með bros á vör. Mætum félögum okkar í Hug-
leikjafélaginu af jákvæðni.
Hjálpsemi Tökum vel á móti öllum. Tökum höndum
saman um að gera spilasalinn skemmtilegan. Hjálp-
um nýliðum að stíga sín fyrstu skref í áhugamálum
sínum. Tökum til saman. Hjálpumst að!
SamkenndVið erum félag og þar af leiðir félagar.
Við stöndum saman og sýnum hvert öðru skilning
og stuðning.
Hugleikjafélagið er með heimasíðu á slóðinni hugleikjafelagid.wordpress.com
og það má einnig finna á Facebook. Þeir sem hafa áhuga á því að ganga í félag-
ið geta sent póst á hugleikjafelagreykjavikur@gmail.com. Einnig má sækja sér
fróðleik um hina ýmsu gerðir hugleikja á vef Nexus, nexus.is.
Jákvætt hugarfar
FARIÐ EFTIR GÓÐUM GILDUM
Persóna úr Dungeons & Dragons,
Pathfinder Barbarian.
Vefur Paste Magazine segir frá
nýrri heimildarmynd kvikmynda-
fyrirtækisins Serious Feather um
íslensku tónlistarsenuna og ber
myndin heitið Beyond Sigur Rós,
eða Handan Sigur Rósar. Í mynd-
inni má sjá tónlistarflutning ýmissa
íslenskra hljómsveita og tónlistar-
manna sem njóta vinsælda og virð-
ingar hér á landi, m.a. Seabear, DJ
Musician, Ólafs Arnalds, Hafdísar
Huldar, Berndsen, Mugison, Láru
Rúnars, Bloodgroup, For A Minor
Reflection, Sykurs og Severed
Crotch. Auk þess rætt er við menn í
plötuútgáfu og annarri tónlistar-
tengdri starfsemi. Hægt er að hlaða
myndinni niður á vef Serious Feat-
her, seriousfeather.com. Leikstjóri
hennar er Brett Gregory.
Heimildarmynd til heið-
urs íslenskri tónlist
Hljómsveitin Ensími hélt fyrstu
tónleika sína utan höfuðborgar-
svæðisins í ein tíu ár í gær, á Höfn í
Hornafirði, en sveitin gaf fyrir
nokkrum mánuðum út breiðskífuna
Gæludýr. Næsti viðkomustaður er
Selfoss, þann 18. febrúar, og degi
síðar verður spilað á Egilsstöðum.
Þá spilar Ensími í Reykjanesbæ 24.
feb., á Akranesi 25. feb., Akureyri
25. mars og Húsavík 26. mars.
Sérlegir útgáfutónleikar vegna
nýju plötunnar verða haldnir í
Reykjavík, á skemmti- og tónleika-
staðnum Nasa, 26. febrúar. 16. apríl
mun hljómsveitin svo halda tón-
leika á Sódómu Reykjavík en ekk-
ert aldurstakmark er á þá tónleika.
Ensími heldur tónleika
víða um land