Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.2011, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Þórður Friðjónsson látinn 2. Tengdapabba þótti það skrýtið 3. Lést eftir fegrunaraðgerð 4. Heldur eftir 65.000 kr. af lífeyri »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Franska kvikmyndahátíðin 2011 sem haldin var 21. janúar til 3. febr- úar í Háskólabíói í Reykjavík mun halda áfram göngu sinni í Borgarbíói á Akureyri 12. til 16. febrúar. Fimm kvikmyndir verða sýndar. Franskar kvikmyndir sýndar í Borgarbíói  Tölvuleikjafyrir- tækið CCP heldur árlega aðdáenda- hátíð sína, Fan- fest, í Laugardals- höll í mars og lýkur henni með miklu lokahófi og tónleikum hljóm- sveitanna Booka Shade og FM Belfast þann 26. mars. Booka Shade hefur leikið á mörgum virtum tónlistarhátíðum, m.a. Glastonbury og á Hróarskeldu. Booka Shade í loka- hófi Fanfest CCP  Útvarpsleikhúsið býður upp á for- flutning í Bíó Paradís í dag kl. 17 á út- varpsleikritinu Herbergi 408. Höf- undar og leikstjórar verksins eru Hrafnhildur Hagalín og Steinunn Knútsdóttir en Harpa Arnardóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Aðalbjörg Árnadóttir leika. Verkið verður frum- flutt á Rás 1, 13. febrúar. Útvarpsleikrit for- flutt í Bíó Paradís Á föstudag Suðaustan hvassviðri, jafnvel stormur, og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðanlands. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, svalast norðaustanlands. Á laugardag Ákveðin suðaustlæg átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðan- og austanlands. Kólnar lítið eitt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustanátt, 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en annars mun hægara og þurrt. Hvessir í kvöld. Hiti 1 til 6 stig. VEÐUR „Þetta er spennandi enda er Wolfsburg toppklúbbur sem ætlar sér stóra hluti. Það er hins vegar að ýmsu að hyggja. Við eigum eftir að ræða marga hluti og ég þarf svo að vega og meta hvort þetta henti mér,“ sagði Eyj- ólfur Sverrisson, þjálfari U21 ára landsliðsins, við Morgunblaðið en þýska stórliðið Wolfsburg hefur boðið honum starf aðstoð- arþjálfara. »1 Þýskt stórlið vill fá Eyjólf til starfa Sverre Jakobsson, landsliðsmaður í handknattleik, er bjartsýnn á að sleppa við aðgerð vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu hann á HM í Sví- þjóð á dögunum. Sverre varð fyrir meiðslum í oln- boga í deildaleik með Grosswallstadt í Þýskalandi fyrir ára- mót og hafði ekki jafnað sig þegar HM hófst. Hon- um versnaði smátt og smátt eftir því sem á mótið leið. »3 Sverre er að hressast eftir HM í Svíþjóð Kvennalið Hamars gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar það lagði KR í Iceland Express- deildinni í körfuknattleik. Þetta var 16. sigur Hamarskvenna í röð og þær náðu að hefna ófaranna frá því um síðustu helgi þegar KR hafði betur í rimmu liðanna í undanúrslitum bik- arkeppninnar. »2 Hamarskonur náðu að koma fram hefndum ÍÞRÓTTIR Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í gær voru Framadagar haldnir í Háskólabíói en þeir eru árlegur við- burður þar sem ýmis fyrirtæki kynna nemendum á háskólastiginu starfsemi sína. Dagarnir voru að venju vel sóttir og var sérstaklega margt um manninn í hádeginu þeg- ar nemendur heimsóttu kynning- arbása 25 fyrirtækja í matarhléi. Í sal 1 var boðið upp á for- vitnilega örfyrirlestra auk þess sem kennarar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík öttu kappi í spurningakeppni síðdegis. Í ávarpi sínu í tilefni dagsins tók Gunnar Ingi Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Framadaga, tilgang þeirra saman í eina spurningu: „Hvað ætl- ar þú að verða þegar þú verður stór?“ Brúa bilið „Það er oft þannig að í skólanum les maður misskemmtilegar fræði- bækur og greinar og á kannski erf- itt með að tengja það við hvað mað- ur ætlar svo að gera í atvinnulífinu seinna,“ segir Gunnar. Hann segir námsfólk í mismiklum tengslum við atvinnulífið og að Framadagar séu viðleitni til að brúa bilið milli skóla og vinnumarkaðarins. Þetta er í sautjánda skiptið sem Framadagar eru haldnir en það eru alþjóðlegu stúdentasamtökin AIE- SEC sem hafa veg og vanda af við- burðinum. Samtökin eru starfandi í 1.600 háskólum í 107 löndum og er fyrirmynd Framadaga svokall- aður „career day“ sem haldinn er víða erlendis. Líka fjör og læti Gunnar segir marga nýútskrif- aða nema nýta sér Framadaga til að kynna sér þá at- vinnumöguleika sem í boði eru og ennfremur séu margir sem leiti eftir því að komast í verkefnavinnu í tengslum við lokaverkefnin sín. Meðfram full- orðinslegum framtíðarhugleiðing- unum hefur þó verið passað upp á að hafa nett kæruleysi með í bland. „Við erum með skemmtidagskrá líka,“ segir Gunnar. „Fyrirtæki sem vinna að nýjum hugmyndum eða eru í miklum vexti buðu upp á skemmtilega örfyrirlestra og svo vorum við með lukkuhjól og voru 80 vinningar í boði. Dr. Gunni stjórnaði síðan spurningakeppni milli kenn- ara HÍ og HR af mikilli snilld en það var HÍ sem fór með sigur af hólmi. Fær hann í verðlaun vegleg- an farandbikar.“ Hvað ætlar þú að verða?  Yfir 2.000 manns sækja Framadaga Morgunblaðið/Golli Framadagar Básar fyrirtækjanna voru með veglegasta móti og margt fyrir háskólanemana að sjá og heyra. Steindór Hjartarson, nemi í verkfræði, og Dagný Björk Stefánsdóttir, nemi í tölv- unarfræði, voru meðal þeirra fjölmörgu sem kíktu inn í Háskólabíó á Frama- dögum. „Ég verð í námi í sumar en langaði að koma og for- vitnast um það hvort fyrirtækin væru með einhver störf í boði,“ sagði Steindór. Dagný Björk út- skrifast hins vegar í vor og hafði áhuga á að kynna sér starfsemi tveggja fyrirtækja sem tóku þátt í deginum. Þau voru sammála um að þau hefðu hagnast á því að koma og skoða sig um á Framadögum. „Já, þetta er búið að vera fróðlegt,“ sagði Dagný. „Við erum búin að fá ýmsum spurningum svarað.“ Nemar kynna sér störf í boði FORVITNILEGIR FRAMADAGAR MMeira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.