Morgunblaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 Greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum einstaklinga og lögaðila sem eru og hafa verið í atvinnurekstri Alþingi samþykkti þann 18. desember 2010 lög sem breyta skilyrðum þess að einstaklingar og lög- aðilar geti sótt um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum samkvæmt lögum nr. 24/2010. Sjá VI. kafla laga nr. 165/2010. Skilyrðum laganna hefur verið breytt á þann veg að nú geta lögaðilar og einstaklingar sem eru eða hafa verið í atvinnurekstri sótt um greiðsluuppgjör á virðisaukaskatti, staðgreiðslu tryggingagjalds, staðgreiðslu opinberra gjalda og þing- og sveitarsjóðsgjöldum sem gjaldféllu fyrir 1. janúar 2010. Athygli skal vakin á því að umsækjandi greiðsluuppgjörs skal vera í skilum með skatta og gjöld sem falla ekki undir greiðsluuppgjör. Í greiðsluuppgjöri felst að gjaldandi fær frest til greiðslu þeirra gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla til 1. júlí 2011. Gjöldin bera ekki dráttarvexti á freststímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2011. Að uppfylltum skilyrðum, sem fram koma í lögunum, getur gjaldandi skuldbreytt vanskilum gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla þann 1. júlí 2011, með því að gefa út skuldabréf til greiðslu vanskilanna. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Fyrsta afborgun af skuldabréfinu er 1. júlí 2012. Á vef Tollstjóra eru ítarlegar upplýsingar um reglur og skilyrði greiðsluuppgjörs ásamt umsóknareyðublaði. http://www.tollur.is/greidsluuppgjor GREIÐSLUUPPGJÖR OPINBERRA GJALDA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is Niðurfelling á tekjuskatti lögaðila samkvæmt lögum um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum nr. 24/2010. Alþingi samþykkti þann 18. desember 2010 lög sem heimila Tollstjóra að fella niður hluta tekjuskatts lögaðila að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Tollstjóra er heimilt að fallast á beiðni um niðurfellingu tekjuskatts að hluta, enda telji Tollstjóri hags- munum ríkissjóðs betur borgið með slíkri niðurfellingu. Athygli skal vakin á því að umsækjandi niður- fellingar skal vera í skilum með skatta og gjöld sem falla ekki undir greiðsluuppgjör. Fallist Tollstjóri á niðurfellingu hluta tekjuskatts munu eftirstöðvar hans ásamt öðrum skattskuldum sem falla undir greiðsluuppgjör samkvæmt lögum 24/2010 verða settar á skuldabréf. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Fyrsta afborgun af skuldabréfinu er 1. júlí 2012. Á vef Tollstjóra eru ítarlegar upplýsingar um niðurfellingu tekjuskatts lögaðila ásamt umsóknareyðublaði. http://tollur.is/greidsluuppgjor/nidurfelling NIÐURFELLING TEKJUSKATTS LÖGAÐILA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is Mikilvægt er áður en lestur hefst um ein- kenni heilkennis Sjög- rens að taka það fram að á Íslandi eru ýmsir meðferðarmöguleikar fyrir hendi. Meðferð er einstaklingsbundin og í flestum tilfellum er hægt að draga úr ein- kennunum. Á rann- sóknarstofu í gigt- arsjúkdómum fara fram rannsóknir á Sjögrens sem er afar mikilsverð vitneskja fyrir Sjögrens-sjúklinga og gefur tilefni til bjartsýni til fram- tíðar. Ekki verður fjallað um meðferð- arúrræði í þessari grein. Undir venjulegum kring- umstæðum er ónæmiskerfi líkamans virkt í að verjast utanaðkomandi áreitum eins og t.d. veirum og bakt- eríum og gegnir því geysilega mik- ilvægu hlutverki. Þegar um Sjögrens er að ræða, verður truflun í starfsemi ónæmiskerfisins. Það veldur því að eitilfrumur, en þær eru mikilvægur „leikstjórnandi“ í ónæmiskerfinu, ryðjast inn í kirtla, bæði í slímhúð og annars staðar í líkamanum og trufla þannig starfsemi þeirra. Þessi íferð eitilfrumna getur líka farið fram í önnur líffæri en kirtla, t.d. lungu og nýru. Síðan kallar íferð eitil- frumnanna á aðra bólguvalda og veldur enn frekari bólgum sem geta skemmt líkamsvefinn og truflað starfsemi líffæra. Sjúkdómar sem verða til á þennan hátt kallast sjálfsofnæmissjúkdóm- ar. Helstu sjálfsofnæmissjúkdóm- arnir, auk Sjögrens, eru rauðir úlfar (Lupus), herslimein (Scleroderma) og iktsýki (liðagigt). Stundum koma þessir sjúkdómar saman, t.d. Lupus og Sjögren, og getur þá hvor sem er verið virkari sjúkdómurinn. Rétt er að geta þess áður en lengra er haldið að engir tveir Sjö- grens-sjúklingar hafa nákvæmlega eins einkenni. Sjögrens er fjölkerfasjúkdómur og útskýrir það hvers vegna Sjö- grens-sjúklingur getur verið með einkenni frá mörgum líffærakerfum. Ákveðin einkenni eru þó sameiginleg og er það slímhúðarþurrkur í allri slímhúð líkamans, þreyta, úthalds- leysi ásamt verkjum í liðum og vöðv- um. Hér á eftir mun ég telja upp helstu einkenni heilkennis Sjögrens, en þó ekki svo tæmandi sé. Algeng einkenni Sjögrens eru eft- irfarandi: Slímhúðarþurrkur í aug- um, nefi, munni og í allri slímhúð lík- amans. Tannvandamál eru alvarleg og talið er að um 100-150 Íslendingar séu á hverjum tíma með alvarlegan tannvanda af völdum Sjögrens, en allt að 1200 einstaklingar hér á landi eru taldir hafa heilkenni Sjögrens. Húðin er þurr og viðkvæm, sumir Sjögrens-sjúklingar geta ekki verið í sól vegna hættu á útbrotum og vegna þess að sólin getur aukið virkni sjúk- dómsins og komið af stað kasti. Köst eru mislöng og miserfið, en geta staðið allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur og er þá sjúklingurinn oftast rúmliggjandi. Svefnvandamál eru algeng hjá Sjögrens-sjúklingum og oft er talað um að þeir nái ekki djúpum svefni. Þá erum við komin að einu erfiðasta einkenni Sjögrens, langvarandi þrúgandi þreytu sem ekki er hægt að hvíla sig frá. Talið er að þreytan stafi af boðefnum bólgu- frumnanna sem áður er getið. Liðverkir eru algengir sem og vöðvaverkir. Af innri líffærum ber helst að nefna bólgur og fleira í lung- um, nýrum, lifur, gallblöðru og bris- kirtli ásamt ýmsum einkennum frá maga og ristli. Bólgur í úttaugakerf- inu eru algengar og þar með ráða taugarnar ekki við að flytja boð frá skynfærum til heilans. Þetta getur haft áhrif á skynjun sársauka, hita og kulda ásamt ofurviðkvæmni. Heila- þoka (brainfog á ensku og hjärnd- imma á sænsku) er ástand sem margir Sjögrens-sjúklingar þekkja til. Það sem gerist er að sjúklingurinn verður gleyminn, vinnur hæg- ar úr áreitum úr um- hverfinu og verður eins og hálf-utangátta. Yf- irleitt þýðir þetta ástand að nú sé kominn tími á hvíld og stundum að kast sé í nánd. Þunglyndi er algeng- ur fylgifiskur langvar- andi, ólæknandi sjúk- dóma. Á fyrirlestri fyrir allmörgum árum sagði góður Sjög- rens-læknir að sjúklingarnir væru ekki beint þunglyndir, þeir væru daprir. Kvíði er annað einkenni sem margir þekkja. Geðlæknir eða sál- fræðingur er góð viðbót við Sjög- rens-lækninn, augnlækninn, tann- lækninn, sjúkraþjálfarann og alla aðra sem koma að meðferð ein- staklings með heilkenni Sjögrens. Dagleg líðan Sjögrens-sjúklings er eins og viðkomandi sé með inflúensu og hitavellu. Hann er slappur, þreyttur, illa fyrirkallaður og oft með verki. Úthald er misjafnt eftir ein- staklingum en er þó sjaldnast margir klukkutímar í senn. Dagur Sjögrens- sjúklings er því oft mun styttri en gengur og gerist í samfélaginu og þar með er hætta á að félagslífið rýr- ist frá því sem áður var og sama má segja um atvinnuþátttöku. Eins og áður hefur verið sagt er þessi grein langt frá því að vera tæmandi. Hún byggist að mestu á bæklingi Gigtarfélags Íslands um heilkenni Sjögrens. Til að fá frekari upplýsingar vísast í þann bækling ásamt aragrúa upplýsinga á netinu. Víða um heim eru starfrækt kraft- mikil félög fólks með Sjögren og hér á landi er starfandi hópur áhugafólks um heilkenni Sjögrens. Hægt er að ná sambandi við þann hóp hjá Gigt- arfélagi Íslands. Meira: Mbl.is/greinar Hvað er heilkenni Sjögrens? Eftir Guðnýju Þ. Magnúsdóttur » Sjögrens er fjölkerfasjúkdómur og útskýrir það hvers vegna Sjögrens-sjúk- lingur getur verið með einkenni frá mörgum líf- færakerfum. Guðný Þ. Magnúsdóttir Höfundur er sérkennari og situr í stjórn áhugahóps um heilkenni Sjögrens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.