Morgunblaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Hvort er betra
hlutskipti að
vera bardaga-
hani eða kjúk-
lingur í kjúk-
lingabúi?
Mótsagnakennd
umgengni
mannsins við
dýr er umfjöll-
unarefni bók-
arinnar „Some
we love, some we hate, some we
eat“ eftir bandarískan sálfræðing,
Hal Herzog. Höfundurinn bendir á
að bardagahaninn fái að njóta lífs-
ins í tvö ár áður en hann er send-
ur í atið og þá séu helmings líkur
á að hann lifi af. Kjúklingurinn lifi
aðeins í nokkrar vikur við mikil
þrengsli og kvalir, sjái aldrei
dagsins ljós, fái raflost áður en
hann er skorinn á háls og eigi
enga möguleika á að komast lífs
úr þeirri viðureign. Hanaatið sé
fordæmt fyrir villimennsku, en
ekki það sem gerist á kjúklinga-
búinu, þótt áhöld séu um hvort sé
grimmilegra.
Hlutskipti
dýrs
Kápa Some we love,
some we hate, ...
Fréttir af því að
listaverk hafi
verið slegið fyrir
metfé berast
reglulega. Í bók-
inni Art of the
Deal eftir Noah
Horowitz sem
kom út í byrjun
febrúar er
skyggnst yfir
sviðið þar sem
heimar lista og fjármála skarast.
Horowitz fjallar um það í bókinni
hvernig listamenn skapi ekki bara
list, þeir pakki henni inn, setji á
hana vörumerki og selji. Ein afleið-
ingin er sú að verk lifandi lista-
manna eru ekkert síður eftirsótt en
látinna.
Í bókinni er einnig fjallað um hlið
fjárfestanna og hvað reki þá áfram
þegar þeir leita að list til að festa í
fé, farið ofan í samspil listar og
ferðamennsku og goðsagnirnar,
sem þarf að búa til þannig að list
verði söluvænleg.
Listin að
selja list
Art of the Deal eft-
ir Noah Horowitz.
Í dag verður opnuð í Nikosíu á
Kýpur sýning sem listamað-
urinn Alexander Zaklynsky
setur saman, en á henni kynnir
hann og er fulltrúi fyrir lista-
mennina sem vinna með The
Lost Horse Gallery í Reykja-
vík. Zaklynski er búsettur hér
á landi og rekur galleríið.
Sýningin á Kýpur er kölluð
Cyprislandia og er sögð vera
fyrsta skref í samskiptum lista-
manna landanna tveggja, bæði hvað varðar sýn-
ingahald og tímabundna vinnuaðstöðu. Ákveðin
líkindi eru sögð með þessum tveimur eyjum, sem
eru hvor sínum megin í Evrópu. Verkefnið nýtur
stuðnings menningarráðuneytis Kýpur.
Myndlist
Lost Horse Gallery
kynnt á Kýpur
Alexander
Zaklynsky
Í dag, miðvikudag, klukkan 17
fjalla gestalistamenn í Skaft-
felli, miðstöð myndlistar á
Austurlandi, um verk sín í
Bistrói Skaftfells.
Listamannatvíeykið Konrad
Korabieewski og Litten, sem
eru gestalistamen á Hóli, tala
um verk sín og kynna hljóð-
bókverk. Listamaðurinn Ant-
hont Bacigalupo talar einnig
um verk sín og sýnir kvikar
myndir. Korabiewski fæst við tilraunakennda raf-
tónlist og hefur komið fram á fjölmörgum tónlist-
arstöðum og hátíðum. Litten fæst við blandaða
miðla. Bacigalupo hefur búið á Íslandi síðasta ár
og er menntaður ljósmyndari.
Myndlist
Gestalistamenn
sýna og segja frá
Skaftfell á
Seyðisfirði.
Menningarhúsið Hof og Tón-
listarskólinn á Akureyri efna
til málþings á föstudaginn
kemur, 18. febrúar, um fram-
tíðarstefnu menningarmála á
Norðurlandi. Yfirskriftin er
„Menning í dag, menning á
morgun?“
Að erindum loknum fara
fram pallborðsumræður og
taka þátt þau Gunnar Gíslason
fræðslustjóri, Halla Björk
Reynisdóttir frá Akureyrarstofu, Karitas Gunn-
arsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menning-
armálaráðuneytinu, Pétur Halldórsson, Margrét
Sigrún Sigurðardóttir og Bjarki Valtýsson. Mál-
þingið er haldið í Hofi og stendur kl. 13-17.
Málþing
Rætt um framtíð
menningarmála
Menningarhúsið
Hof á Akureyri.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í sýningunni Gjöf til þín, yðar há-
tign, sem nú stendur yfir í Listasafni
ASÍ, leitast listakonurnar Gunn-
hildur Hauksdóttir og Kristín Óm-
arsdóttir við að sameina listgreinar;
skáldskap, myndlist og leiklist.
Í salnum er innsetning sem jafn-
framt eru svið og leikmunir fyrir
upptökur á leikþáttum á laug-
ardögum, en þeir eru síðan sýndir
sem vídeóverk í salnum.
„Guðmóðir þessa bræðings var
Listahátíð 2002 en þá voru valdir
myndlistarmenn og rithöfundar til
að vinna saman verk. Við Gunn-
hildur Hauksdóttir voru paraðar
saman og vorum með gjörning í
Fógetagarðinum sem hét Fótabað,“
segir Kristín.
„Samstarfið gekk strax vel, vinstri
hönd Gunnhildar og hægri höndin
mín prjónuðu vel saman,“ segir hún.
Árið 2008 unnu þær Kristín og
Gunnhildur aftur saman og sýning
þeirra, Auditions, var þá opnuð í
AceArt galleríi í Winnipeg í Kanada
en hún var hluti af sýningaröð sem
Hannes Lárusson myndlistarmaður
og dr. Birna Bjarnadóttir stóðu að.
„Þessi nýja sýning er ónákvæm
endurgerð þeirrar í Kanada en það
stóð alltaf til að setja hana líka upp
hér,“ segir Kristín.
Á laugardögum eru tekin upp
leikatriði, eintöl og samtöl, sem þær
hafa samið. Upptökurnar fara inn í
sýninguna nokkrum dögum síðar.
„Þetta eru átján sjálfstæð atriði
sem mynda heild; ekki þó með
plotti,“ segir Kristín. Um verkin í
salnum; bryggju og færanlegt púlt
sem á eru ræður, meðal annars eftir
forseta Íslands, veggtexta og margt
fleira, segir hún að það séu leik-
munir sem atriðin kalli á. Eftir
hverjar upptökur bætist við víd-
eóverkin. „Þessari sýningu lýkur því
aldrei og hún er aldrei tilbúin,“ segir
hún.
Kristín er kunn sem ljóðskáld og
rithöfundur en segir að það hafi ver-
ið afar áhugavert að vinna með
myndlistarkonunni Gunnhildi.
„Það er merkilegt að kynnast
heimi og aðstæðum myndlistarfólks
sem hreyfir sig mun meira við störf
sín en rithöfundar. Við Gunnhildur
vinnum þetta saman að öllu leyti;
það er ekki hægt að greina sporin
okkar í sundur.“
„Átján sjálfstæð atriði sem
mynda heild, ekki þó með plotti“
Morgunblaðið/RAX
Á sviði Kristín Ómarsdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir á sýningu sinni, Gjöf til þín, yðar hátign.
Gunnhildur
Hauksdóttir og Krist-
ín Ómarsdóttir sam-
eina listgreinar
Átta konur undirbúa nú útgáfu tímarits sem á að
vera vettvangur íslenskra myndlistarkvenna hér á
landi. Fjalla á um verk þeirra, starf og starfs-
umhverfi. Eitt af markmiðum tímaritsins er að
auka aðgengi og meðvitund almennings um ís-
lenska samtímamyndlist. Ritið verður prentað á
íslensku, dreift sem víðast, og samhliða verður
valið efni gefið út á netinu.
„Það er lítið fjallað um samtímalist yfir höfuð.
Hlutfall kvenna sem útskrifast úr Listaháskól-
anum er mun hærra en karlanna en það skilar sér
einhverra hluta vegna ekki í stóru einkasýning-
arnar, þær eru meira á samsýningunum og ekki
nærri því eins áberandi og karlarnir. Svo segja
rannsóknir okkur að mun minna sé fjallað um
konur í fjölmiðlum yfir höfuð,“ segir Elísabet
Brynhildardóttir, ein kvennanna átta.
„Við ákváðum að gera eitthvað í þessu,“ bætir
hún við og segir að aðstandendurnir séu ýmist
myndlistarmenn eða mannfræðingar að mennt.
Aðalmarkmiðið er að búa til vettvang fyrir starf-
andi samtímamyndlistarkonur hér á landi. El-
ísabet segir að viðbrögð við tilkynningu um hið
væntanlega tímarit, sem var send til félaga Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna í síðustu viku,
hafi verið gríðarlega sterk og hafi rignt yfir þær
upplýsingum frá myndlistarkonum.
Stefnt er að því að fyrsta tölublað hins nýja
tímarits, sem enn hefur ekki fengið nafn, komi út
fimmta maí. Myndlistarsýningu á að opna í
tengslum við hvert tölublað og sú fyrsta verður
opnuð þann dag í Kling & Bang. efi@mbl.is
Gefa út tímarit um myndlistarkonur
Nemendasýning Frá útskriftarsýningu LHÍ. El-
ísabet segir karlana meira áberandi á sýningum.
Stefnt er að því að
fyrsta tölublaðið komi út í
maí Mikil viðbrögð
Nokkrum mánuðum
síðar hættum við
saman og tangónámið fór út
um þúfur í kjölfarið 32
»
Á myndlistar-
uppboðum síð-
ustu daga hafa
kaupendur greitt
hærra verð fyrir
verk eftir súr-
realista en
nokkru sinni.
Metið fyrir
verk eftir Salva-
dor Dali var sleg-
ið í tvígang á
viku. Fyrst þegar Gala-Salvador
Dali-stofnunin greiddi 4,1 milljón
punda fyrir landslagsmynd frá
árinu 1926, og síðan þegar portrett
Dalis af skáldinu Paul Eluard, frá
1929, var slegið kaupanda fyrir
13,5 milljónir punda, 2,4 milljarða
kr., sem er metverð fyrir súrreal-
istaverk. Einnig fékkst metverð
fyrir verk eftir Max Ernst og Rene
Magritte.
Metverð fyr-
ir málverk
eftir Dali
Málverk Dalis af
Paul Eluard.
Á Safnanótt var opnuð sýning
þeirra Gunnhildar Hauksdóttur og
Kristínar Ómarsdóttur í Ásmund-
arsal Listasafns ASÍ, sýning sem
þær kalla Gjöf til þín, yðar hátign.
Í salnum hafa þær reist nokkur
svið sem mynda innsetningu en
eru leikmynd fyrir röð vídeóverka.
Þær Kristín og Gunnhildur bjóða
almenningi að flytja eintöl og leik-
in atriði meðan á sýningunni
stendur. Tvo næstu laugardaga, 19.
og 26. febrúar, verða tekin upp at-
riði og er auglýst eftir fólki sem
vill vera með. Áhugasamir skrái sig
í netfanginu gjoftilthinydarha-
tign@gmail.com. Fyrri útgáfa sýn-
ingarinnar var sett upp í galleríi í
Winnipeg árið 2008, í sýningaröð
sem dr. Birna Bjarnadóttir og
Hannes Lárusson sáu um.
Í burðarliðnum er útgáfa bókar
sem byggir á sýningunum tveimur,
og inniheldur myndböndin, leik-
textana og ljósmyndir og kemur
bókin út hjá Útúrdúr næsta haust.
Leikmynd fyrir röð vídeóverka
SÝNING GUNNHILDAR OG KRISTÍNAR Í LISTASAFNI ASÍ