Morgunblaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
S
aga kakóbaunarinnar nær
allt til ársins 1200 fyrir
Krist en þá ræktuðu Ol-
mekar í Mið-Ameríku
fyrstir manna kakótré,
en þeir eru fyrir-
rennarar Asteka
og Maja,“ segir
Héðinn Svarfdal
Björnsson,
félagsvísinda-
maður og rithöf-
undur, en hann
ætlar að fræða
fólk um hið un-
aðslega fyrirbæri
súkkulaði á nám-
skeiði hjá Endur-
menntun seinna í þessum mánuði.
„Olmekar tóku eftir að apar kunnu
vel að meta ávöxt kakótrésins, hann
er sætur og ekki ólíkur mangói en
inni í honum er kakóbaunin. Þegar
menn svo átta sig á að nýta má baun-
irnar til drykkjargerðar með því að
brenna þær verður kakódrykkurinn
til en hann er fyrirrennari súkku-
laðis í föstu formi,“ segir Héðinn og
bætir við að kakódrykkurinn til
forna hafi verið beiskur mjöður,
kryddaður með chillipipar eða van-
illu og drukkinn einvörðungu af há-
stétt og kóngafólki, því þetta var dýr
og fágæt nýlenduvara. „Prestarnir
notuðu hann í tengslum við trúar-
brögð til forna og því var hann bók-
staflega matur guðanna (Theobroma
cacao). En kakódrykkurinn þótti
líka örvandi vökvi fyrir lífsþrótt og
kynmátt.“
„Astekinn Montesuma á að hafa
drukkið allt að 50 bolla af kakódrykk
á dag og áður en hann hélt inn í
kvennabúr sitt, kakóið hefur því ver-
ið Viagra þess tíma. Einnig eru til
sögusagnir um að Casanova, löngu
seinna í Evrópu, hafi dælt súkkulaði
í konur sem hann vildi fleka því hann
trúði að það væri kynhvetjandi. En
seinna hefur komið í ljós að gleði og
vellíðanin tengd súkkulaðiáti er
meira skilyrt en efnafræðileg því
mörg þeirra 300 efnasambanda sem
finnast í súkkulaði eru í mjög litlu
magni.“
Spánverjinn Cortes kom með
kakóbaunir til Evrópu árið 1525 og
hann vissi hvað átti að gera með
þær, ólíkt Columbusi. Spánverjar
byrjuðu að blanda sykri saman við
drykkinn. Árið 1847 hófst súkkulaði-
gerð á Englandi, í því fasta formi
sem við þekkjum og 1875 kemur
mjólkursúkkulaðið til sögunnar, en
það var uppfinning Svisslendingsins
Daniel Peter. Hann seldi Nestlé ná-
granna sínum hugmyndina og sú
súkkulaðigerð varð stórveldi. Sviss-
lendingar voru snemma duglegri við
að þróa aðferðir í súkkulaðigerð á
nítjándu öldinni, Rodolf Lindt fann
upp aðferð til að gera súkkulaði
fínna og hreinna.“
Lækkar blóðþrýsting
Á námskeiðinu er fyrst og
fremst frætt um hið dökka kakóríka
súkkulaði og jákvæð áhrif þess.
„Dökkt súkkulaði inniheldur miklu
minni sykur en mjólkursúkkulaði og
því eru jákvæðir eiginleikar einvörð-
ungu tengdir neyslu dökka súkku-
Matur guðanna,
súkkulaðið góða
Til forna var kakó einskonar Viagra, Astekinn Montesuma á að hafa drukkið allt
að 50 bolla af kakódrykk á dag og áður en hann hélt inn í kvennabúr sitt. Einnig
eru til sögusagnir um að Casanova hafi dælt súkkulaði í konur þær sem hann
vildi fleka því hann trúði að það væri kynhvetjandi. Saga súkkulaðis er marg-
slungin og ekki er súkkulaði sama og súkkulaði.
Astekar Þeir kunnu vel að meta kakódrykkinn og notuðu við trúarathafnir.
Héðinn Svarfdal
Björnsson
Allir sem reynt hafa vita að gæða-
súkkulaðimoli sem nostrað hefur ver-
ið við er gleðjandi bæði fyrir augu og
munn. Slíkur moli er unaðslegur þar
sem hann rennur á tungu og því er
um að gera að leita uppi hvar hægt er
að nálgast slíka munaðarvöru. Vef-
verslunin chocolate.com býður upp á
handunnið súkkulaði gert af meist-
arahöndum bandarískra súkku-
laðisnillinga sem hafast við í litlum
en metnaðarfullum fyrirtækjum. Full-
yrt er á vefsíðunni að súkkulaðið sem
þar er í boði sé ferskara, listrænna og
óvenjulegra en verksmiðjuframleitt
súkkulaði. Til að komast að raun um
hvort það sé rétt er eina ráðið að
panta sér mola hið fyrsta. Það er ein-
stök ánægja að flakka um þessa síðu
og skoða dásemdirnar sem þar er að
finna. Skella sér svo á nokkra mola
fyrir sjálfan sig og nokkra ein-
staklega góða fyrir þann sem manni
þykir vænt um. Súkkulaði er klassísk
gjöf og viðeigandi við hin ólíkustu
tækifæri. Fallega innpakkaður og vel
formaður moli sem bragðast jafnvel
og hann lítur út, bræðir hvert hjarta.
Fólk ætti að láta óhikað eftir sér að
fullnægja unaðstilfinningunni sem
hríslast um kroppinn þegar súkku-
laðiát er viðhaft. Nammmmmm.
Vefsíðan www.chocolate.com
Gott Fáir geta staðist súkkulaðisælu sem fylgir því að sporðrenna mola.
Óteljandi súkkulaðigjafir
Nú þegar farið er að birta og daginn
tekið að lengja hressast flestir við eft-
ir vetrardrungann. Þá er um að gera
að nota tækifærið og halda matar-
boðin sem þú ætlaðir að halda í janúar
en nenntir því ekki. Eða taka til í
skápnum sem þú hafðir ekki tíma til
fyrir jólin. Allur slíkur undirbúningur
sem styttir biðina eftir vorinu er góður
og maður verður um leið eftirvænting-
arfullur. Það er jú ekkert svo langt í
blessað vorið sem er rétt hinum megin
við hornið. En þangað til skulum við
njóta þess að finna birtu og sól fylla
okkur af krafti. Hina dagana, þegar
veðrið er vont, má svo bara kúra sig
undir teppi og hafa það notalegt.
Byggja sig þannig smám saman upp
og komast út úr vetrarhíðinu. Skref
fyrir skref er best og muna að brosa.
Endilega...
...styttið biðina eftir vorinu
Morgunblaðið/Ernir
Sólskin Smám saman tekur daginn að lengja.
Hvert er hlutverk Tryggingastofn-
unar?
Hlutverk Tryggingastofnunar er að
framfylgja lögum um almannatrygg-
ingar, lögum um félagslega aðstoð og
lögum um málefni langveikra barna
auk þess að sinna öðrum verkefnum
sem stofnuninni eru falin hverju sinni.
Tryggingastofnun heyrir undir vel-
ferðarráðuneytið og er ein stærsta
þjónustustofnun landsins. Stofnunin
setur ekki lög eða reglugerðir og
ákvarðar ekki fjárhæðir bóta.
Hver eru helstu verkefnin?
Tryggingastofnun ríkisins skiptist í
október 2008 í Tryggingastofnun rík-
isins og Sjúkratryggingar Íslands.
Helstu verkefni Tryggingastofnunar í
dag varða lífeyrismál og fjölskyldu-
og vistunarmál.
Hverjar eru helstu greiðslurnar?
Réttur til ellilífeyris myndast við 67
ára aldur. Sá sem náð hefur þeim aldri
og hefur búið hér á landi í minnst þrjú
ár á aldrinum 16-67 ára getur átt rétt
á greiðslu ellilífeyris. Upphæð lífeyris
fer eftir aðstæðum og tekjum hvers
og eins. Sú skylda hvílir á umsækj-
endum að veita Tryggingastofnun
réttar og nauðsynlegar upplýsingar
um tekjur og persónulegar aðstæður.
Tryggingastofnun greiðir örorkulíf-
eyri til einstaklinga með skerta
starfsgetu. Til að hægt sé að greiða
út örorkulífeyri verður að liggja fyrir
örorkumat, byggt á læknisfræðilegum
forsendum. Rétt til örorkulífeyris
eiga 75% öryrkjar á aldrinum 18-67
ára. Réttur til lífeyris er jafnframt
háður búsetu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar geta
einnig átt rétt á tekjutryggingu og
uppbótum á ellilífeyri svo sem heim-
ilisuppbót fyrir þá sem búa einir,
uppbót vegna lyfjakaupa, umönn-
unar og vegna reksturs bifreiðar ef
um líkamlega hreyfihömlun er að
ræða. Þessar greiðslur eru þó all-
flestar háðar ákveðnum skilyrðum,
t.d. varðandi tekjur lífeyrisþega, bú-
setu á Íslandi, heimilisaðstæðum og
fleira. Sérstök uppbót til framfærslu
tryggir lífeyrisþegum mánaðarlega
lágmarksfjárhæð. Allar tekjur, nema
uppbætur sem koma til móts við
kostnað, hafa áhrif við útreikning á
þessum greiðsluflokki.
Heimilt er að greiða einstaklingum
á aldrinum 18-67 ára endurhæfing-
arlífeyri í allt að 18 mánuði þegar
ekki er ljóst hver starfshæfni verður
til frambúðar í kjölfar sjúkdóma eða
slysa.
Áður en til mats á endurhæfingar-
lífeyri kemur þarf umsækjandi að
hafa lokið áunnum rétti sínum til
veikindalauna frá atvinnurekanda,
sjúkradagpeninga frá sjúkrasjóði
stéttarfélags, og að eiga ekki rétt á
atvinnuleysisbótum.
Ef sérstakar ástæður eru fyrir
hendi er hægt að lengja greiðslu-
tímabilið um aðra 18 mánuði.
Endurhæfingarlífeyrisþegar geta
átt rétt á tekjutryggingu og uppbótum
á lífeyri eins og aðrir lífeyrisþegar að
undanskilinni uppbót vegna reksturs
bifreiðar.
Umönnunargreiðslur eru fjár-
hagsleg aðstoð til foreldra sem eiga
börn sem glíma við fötlun eða alvarleg
veikindi. Þetta er félagsleg aðstoð
sem veitt er þegar umönnun er krefj-
andi og kostnaður vegna heilbrigð-
isþjónustu, meðferðar og þjálfunar er
orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur
fyrir foreldra.
Foreldragreiðslur eru ætlaðar til
mótvægis við tekjutap foreldra lang-
veikra eða alvarlega fatlaðra barna.
Um sameiginlegan rétt foreldra er að
ræða.
Meðlag telst ekki til greiðslna al-
mannatrygginga en Tryggingastofnun
annast milligöngu um greiðslu þess
fyrir foreldra barna undir 18 ára aldri
sem óska þess. Við 18 ára aldur barns
getur barnið sótt um meðlag vegna
menntunar og notið þess til 20 ára
aldurs. Innheimtustofnun sveitarfé-
laga sér um að innheimta greiðslur hjá
meðlagsskyldu foreldri og end-
urgreiðir Tryggingastofnun.
Barnalífeyrir er greiddur með börn-
um yngri en 18 ára, ef annað hvort for-
eldra er látið eða er elli-, örorku- eða
endurhæfingarlífeyrisþegi. Upphæð
barnalífeyris er sú sama og meðlags.
Við 18 ára aldur getur barnið sótt um
barnalífeyri vegna náms og starfs-
þjálfunar og notið þess til 20 ára ald-
urs.
Þinn réttur
Helstu verkefni og hlutverk Tryggingastofnunar
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Niðurföll og rennur
í baðherbergi
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
evidrain
Mikið úrval
margar stærðir
MAX 30 cm
12.900
MASSIVE 60 cm
36.900AQUA 35 cm11.900