Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Ríkisstjórnin þarf ekki að kvartaundan Ríkisstjórnarútvarpinu frekar en fyrri daginn. Í gær var útvarpað viðtali Boga Ágústssonar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.    Bogi spurðiBjarna um stöðu rík- isstjórnarinnar eftir nýjustu ákvörðun forsetans. Bjarni sagðist telja stöðu stjórnarinnar veika, og sagði svo: „Það hljóta að teljast ótrúleg tíð- indi í sjálfu sér að stjórnin skyldi hafa setið áfram eftir fyrri þjóð- aratkvæðagreiðsluna þar sem að nær allir greiddu atkvæði gegn rík- isstjórninni.“ Bogi: „En ríkisstjórnin beitti sér ekkert í þeirri þjóðaratkvæða- greiðslu. Forsætisráðherra kaus ekki einu sinni sjálfur ef ég man rétt.“ Bjarni: „Nei, sem er ótrúlegt, sem er alveg ótrúlegt, og …“ Bogi [grípur inn í]: „Þannig að ríkisstjórnin var ekkert að leggja undir þar en í þessari þjóðar- atkvæðagreiðslu er náttúrlega allt undir.“    Þessi fráleita stjórnmálaskýringBoga er með ólíkindum. Einnig er með ólíkindum hve Ríkisstjórnarútvarpið sýndi kosn- ingunni í fyrra lítinn áhuga og hjálpaði ríkisstjórninni þannig að reyna að draga úr þátttöku, sem þó varð góð.    Helsta afrek RÚV í þeirri kosn-ingabaráttu var að láta það nægja sem umfjöllun kvöldið fyrir kjördag að leyfa Steingrími J. að flytja einræðu um hörmungarnar sem færu í hönd ef sagt yrði nei.    Mun RÚV framkvæma hlutleys-isstefnu sína með sama vand- aða hætti að þessu sinni? Ríkisstjórnarút- varpið af stað á ný STAKSTEINAR Kirsubergjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov verður settur upp í Borg- arleikhúsinu í haust í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Áætlað er að frumsýna verkið á stóra sviði Borgarleikhússins í október nk. Ekki hefur verið gengið frá hlut- verkaskipan í Kirskuberjargarðinn en það gerist á næstu vikum, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leik- hússtjóra Borgarleikhússins. „Við hlökkum mikið til að takast á við þetta dásamlega leikrit sem er í uppáhaldi hjá mörgum leikhúsunn- endum – þar á meðal mér. Og það getur ekki verið í betri höndum en hjá Hilmi sem er einn fremsti leik- stjóri landsins og einstaklega sterk- ur leikaraleikstjóri,“ segir Magnús Geir Þórðarson. Verkefnaval næsta leikárs er vel á veg komið og verður kynnt þegar nær dregur að sögn Magnúsar Geirs. Þegar hefur verið tilkynnt að Galdrakarlinn í Oz verður frum- sýndur í september en nú standa yf- ir áheyrnarprufur fyrir það. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir. Þá er ljóst að nokkrar vin- sælar sýningar þessa árs snúa aftur. Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur mun snúa aftur með haustinu og sömu sögu er að segja af Elsku barni. Þá þarf nú að hætta sýn- ingum á Faust í bili, því senda þarf leikmyndina til Rússlands þar sem sýningin verður sýnd í apríl. Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónasson og Hallur Ingólfsson munu setja upp sýningu í haust en þeir gerðu sýn- ingarnar Þú ert hér og Góðir Íslend- ingar í Borgarleikhúsinu. Gengið hefur verið frá samningi við leik- stjórann Oskaras Korsunovas, sem leikstýrði Ofviðrinu, um leikstjórn í Borgarleikhúsinu á leikárinu 2012- 2013. Bragi Valdimar Skúlason vinn- ur nú að handritaskrifum fyrir Diskóeyjuna sem sett verður upp 2012. sisi@mbl.is Kirsuberjagarð- urinn settur upp  Hilmir Snær stýrir í Borgarleikhúsinu Hilmir Snær Guðnason Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Veður víða um heim 20.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Egilsstaðir 7 rigning Kirkjubæjarkl. 5 rigning Nuuk -5 heiðskírt Þórshöfn 6 þoka Ósló -12 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -6 heiðskírt Helsinki -13 léttskýjað Lúxemborg 0 snjókoma Brussel 2 þoka Dublin 7 skýjað Glasgow 6 skýjað London 5 þoka París 7 skýjað Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg -2 skýjað Berlín -2 skýjað Vín -1 alskýjað Moskva -11 snjóél Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -25 léttskýjað Montreal -11 skýjað New York -2 heiðskírt Chicago 1 skúrir Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 18:17 SIGLUFJÖRÐUR 9:00 17:59 DJÚPIVOGUR 8:35 17:47 Hátt í hundrað konur tóku þátt í kvennatöltmótinu Bleikt tölt, í Reiðhöllinni í Víðidal í gær, á sjálf- um konudeginum. Keppt var til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands en öll skráning- argjöld sem og annar ágóði af mótinu runnu óskipt til félagsins. Þá gáfu dómarar og aðrir starfs- menn vinnu sína. Upphæð skrán- ingargjalda var frjáls, en að lág- marki 3.000 krónur. Margar kvennanna greiddu tugi þúsunda í skráningargjöld til að styrkja mál- efnið. Morgunblaðið/Golli Bleika töltmótið Um 100 kon- ur skráðar til leiks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.