Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS Morgunblaðið/Ómar Klipping Brynjar Kjærnested segir að nú megi fara að snyrta og klippa flestallar tegundir. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Síðla vetrar og á vorin er góð-ur tími til að klippa allfestartegundir trjágróðurs en áþeim tíma er greinabygging gróðursins best sýnileg. Einnig er þetta mjög góður tími til þess að móta trjágróður. Ef limgerði er orðið gamalt og úr sér vaxið má klippa það alveg niður og leyfa því svo að vaxa á nýjan leik. Rétt klipping á trjágróðri dregur úr líkum á skaða af völdum sára og því er mikilvægt að rétt sé staðið að verkinu. Plöntur getur kalið „Núna upp úr mars þegar mesta kuldakastinu lýkur þá má fara út og snyrta og klippa flestallar tegundir. Þó þarf að hafa í huga að ungar plöntur er best að klippa rétt fyrir vorið. Nýjar plöntur sem voru gróð- ursettar í fyrra eða hittifyrra getur nefnilega kalið ef það kemur mikið kuldakast eftir að búið er að klippa. Þetta á líka við um sumar rósateg- undir. Þegar verið er að snyrta stór tré er best að fara ekki of geyst í verkið og skipta því frekar í tvo parta ef þarf að taka mikið af þeim,“ segir Brynjar Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Garðlistar. Lágmark einu sinni á ári Brynjar talar sérstaklega um að plöntur í hekki og öðru slíku sé mjög nauðsynlegt að klippa einu sinni á ári Rétti tíminn til trjáklippinga Trjárækt á ekki að sitja á hakanum á þessum árstíma. Nú er einmitt góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs. „Núna upp úr mars þegar mesta kuldakastinu lýkur þá má fara út og snyrta og klippa flestallar tegundir. Þó þarf að hafa í huga að ungar plöntur er best að klippa rétt fyrir vorið, “ segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar. Vefsíðan google.com/weddings hlýt- ur að vera draumasíða verðandi brúðhjóna. Það er jú ekkert smá- skipulag sem fylgir því að skipu- leggja heilt brúðkaup og hefur Google ákveðið að hjálpa til með þessu móti. Inni á vefsíðunni eru nokkrir val- möguleikar fyrir hin verðandi brúð- hjón. Í fyrsta lagi geta þau notað síðuna til að hanna boðskortin í veisluna, þau geta líka sett upp vef- síðu vilji þau leyfa fólki að fylgjast með undirbúningnum. Þetta getur verið sniðugt fyrir þá sem búa er- lendis eða eiga þar ættingja og vini. Einnig er þarna tenging við Picasa- myndavefinn sem er tilvalinn til að deila myndum úr brúðkaupinu auð- veldlega með gestum. Langsniðugast er þó brúðkaups- planið þar sem setja má allar upp- lýsingar inn í eins konar excel-skjöl. Með þessu getur þú haldið nákvæm- lega utan um kostnað, hvað þarf að gera og haft gestalistann á góðum stað. Þetta eru nokkur dæmi um þau skjöl sem hægt er að fylla inn í og svo má prenta allt heila klabbið út og setja í möppu. Þetta ætti að geta létt undir með þeim sem eru í óða- önn að skipuleggja brúðkaup. Vefsíðan google.com/weddings Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúðkaup Brúðkaupsdagurinn er stór dagur og nóg að gera við undirbúning. Brúðkaupsplanið á einn stað Aldrei er góð vísa of oft kveðin og jú jú, þetta er vissulega klisja, en það er afar gott að reyna eins og hægt er að halda í jákvæðnina. Byrjaðu á umferðinni. Hún pirrar marga þannig að þeir eru blót- andi og urrandi hálfa leiðina heim eftir erfiðan dag. Keyrðu eins vel og þú getur sjálf/ur og reyndu að æsa þig ekki um of. Það getur verið gott að vera með hljóðbók í græjunum eða bara sitja í þögn og hugleiða með sjálfum sér. Brostu í spegilinn og hugsaðu um eitthvað skemmtilegt framundan. Bílferðin er ekki svo löng eftir allt saman og mestu skiptir að kom- ast heill heim. Endilega … … temjið ykkur jákvæðni Morgunblaðið/Eyþór Kátur Temjum okkur gleði undir stýri. Þegar umræðan berst að erfða-breyttum matvælum vaknaspurningar eins og: „Borðum við gen?“ „Eru erfðabreytt matvæli á markaði á Íslandi?“ „Flytjast gen úr erfðabreyttri fæðu í menn?“ „Eru erfðabreytt matvæli örugg til neyslu?“ „Þarf að merkja erfða- breytt matvæli?“ „Eru afurðir dýra sem alin eru á erfðabreyttu fóðri erfðabreyttar?“ Ekki eru allir á eitt sáttir um áhrif erfðabreyttra matvæla og spurning- arnar sem við stöndum frammi fyrir varðandi öryggi og hollustu þessara matvæla eru ekki alltaf einfaldar. Hins vegar mætti ætla að erfða- breytt matvæli sem leyfð eru til markaðssetningar í Evrópusam- bandinu séu örugg því matvælin eru ekki sett á markað nema að und- angengnu ströngu áhættumati sem framkvæmt er af Matvælaörygg- isstofnun Evrópu. Sá algengi misskilningur á sér stað meðal neytenda að þeir vilja ekki borða gen og vilja því ekki neyta erfðabreyttra afurða. Allar líf- verur innihalda mörg þúsund gen og í hvert sinn sem við borðum matvæli borðum við gen. Erfðaefni flyst ekki úr mat yfir í erfðamengi fólks sem neytir matvælanna. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða erfðaefni úr erfðabreyttri lífveru eður ei. Erfðaefni úr erfðabreyttum líf- verum er brotið niður í melting- Örugg matvæli – allra hagur! Staða erfðabreyttra matvæla Reuters Kálakur „Öruggt má teljast að erfðabreytt matvæli séu á markaði hér- lendis, því mörg lönd krefjast ekki merkinga á þessum matvælum,“ segir meðal annars í þessum pistli um stöðu erfðabreyttra matvæla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.