Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 11
að lágmarki. Sumir láti tvö ár líða til
að ná hekkinu hratt upp og háu.
Þetta sé ekki góð leið en það sem
gerist er einfaldlega að hekkið verð-
ur óþétt og mjög líklega þarf að
klippa fyrir neðan þann vöxt sem það
hefur náð á þessum tveimur árum til
að ná því aftur góðu. Því sé mjög
nauðsynlegt að klippa plöntur í hekki
árlega, jafnvel tvisvar á ári og þá um
sumarið líka. Eins segir hann mik-
ilvægt að láta úða fyrir maðki jafnvel
þótt fólk sé nýbúið að klippa niður
hekk. Margir hugsi með sér að þess
vegna sé best að sleppa því að úða
fyrir maðki, sérstaklega víðiteg-
undir. Þau tré séu hins vegar sér-
staklega viðkvæm fyrir því að fá
maðk í sig og hann étur brumið.
Þetta verði til þess að trén nái ekki
að koma sér af stað og geti jafnvel
drepist.
Trjáfelling orðin vinsæl
Fyrir þá sem ekki hafa mikla
reynslu af trjáklippingum getur ver-
ið gott að leita ráða hjá fagmönnum.
Brynjar segir velkomið að fólk leiti til
hans með spurningar en fyrirtækið
býður einnig þá þjónustu að taka að
sér trjáklippingar. „Við komum í
garðinn og heyrum hverju fólk er að
leitast eftir með klippingum. Það er
misjafnt, sumir vilja hefðbundna
klippingu, aðrir eru að leita að mikilli
blómgun og enn aðrir eftir mikilli
formun á trjánum. Með spurningum
og spjalli komumst við að því hvað
fólk vill fá út úr sínum garði. Trjáfell-
ingar hafa líka aukist mikið nú þegar
fólk fer minna til útlanda. Þá notar
það garðana meira yfir sumartímann
og vill að meiri sól geti skinið inn í þá.
Við höfum mikinn búnað til að fella
niður tré í þröngum görðum, klifrum
upp í tréð og tökum það í bútum nið-
ur. Síðan þegar búið er að fella tréð
og eingöngu stubburinn er eftir og
rætur sem ganga út frá trénu notum
við sérstakan stubbatætara til að
fjarlæga það. Eftir það er ekki að sjá
að tré hafi nokkurn tíma verið þarna
á staðnum en við setjum gjarnan
steina eða þann jarðveg sem er í
kring,“ segir Brynjar.
Hekk Plöntur í
hekki og öðru slíku
er mjög nauðsynlegt
að klippa einu sinni á
ári að lágmarki.
Snyrting Trjáfelling
er orðin vinsælli nú
þegar fólk notar
garðana meira yfir
sumartímann.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Við vitum flest hvað er holltað borða og hvað ekki.Flest er líka gott í hófi og
því verður ekki heimsendir ef við
seilumst í kexpakkann einn dag-
inn eða súkkulaðið sem liggur
makindalega inni í skáp. Hér eru
hins vegar nokkrir hlutir sem þú
getur alveg sleppt ef þú vilt
passa upp á þyngdina og líkam-
ann.
Djúpsteiktir ávextir
Ávaxtasalat í eftirrétt er með
því hollara sem hægt er að fá sér.
Ferskir og góðir ávextir, kannski
með smá grískri jógúrt, eru til-
valdir í hollan eftirrétt. Það segir
sig hins vegar eiginlega sjálft að
það er ekki mjög mikil hollusta í
því að borða djúpsteikta ávexti.
Algengt er að djúpsteikja banana
og ananas, hella yfir sírópi og
bera fram með rjóma eða ís. Þar
með er sykur- og fituinnhald orð-
ið nokkuð hátt og er þetta nokk-
uð sem við ættum ekki að borða á
hverjum degi.
Ilmandi og nýsteiktar franskar.
Þær eru góðar og finnst flestum.
Við skulum bara viðurkenna það
og borða þær öðru hvoru með
tómatsósu ja eða kokteilsósu eftir
smekk. En að bræða feitan ost og
hella yfir diskinn af frönskum
kartöflum. Þá ertu eiginlega bú-
in/n að taka þetta of langt. Láttu
þær frekar duga einar og sér.
Sultufylltir sykurhringir
Kleinuhringir þykja vera eins
konar táknmynd fyrir þá óholl-
ustu sem flætt hefur yfir fólk á
21. öldinni. Húðaðir með ein-
hverju góðgæti eða fylltir með
því, hjúpaðir með glassúr og þar
fram eftir götunum. Það er ekki
skrýtið að þessir sykurtindrandi
sæluhringir heilli marga. Í þeim
er hins vegar hvítt hveiti og syk-
ur og ja ekki mikið annað. Plús
það eru þeir djúpsteiktir svo að
kleinuhringur ætti ekki að fylgja
kaffibollanum á hverjum degi.
Það er engin tilviljun að þeir eru
seldir í tíu stykkja boxum í
Bandaríkjunum, maður freistast
alltaf í bara einn í viðbót …
Heilsa
Sykursætar freistingar
Freisting Þessir
kleinuhringir eru
nú alls ekkert óg-
irnilegir að sjá.
arveginum á sama hátt og annað
erfðaefni og er ekki að finna í afurð-
um (t.d. mjólk og kjöti) dýra s.s.
kjúklinga, svína, nautgripa eða fugla
sem alin eru á erfðabreyttu fóðri
eins og kemur m.a. fram í ályktun
Matvælaöryggisstofnunar Evrópu.
Öruggt má teljast að erfðabreytt
matvæli séu á markaði hérlendis, því
mörg lönd krefjast ekki merkinga á
þessum matvælum. Sem dæmi má
nefna Bandaríkin en þar eru erfða-
breytt matvæli álitin jafngild þeim
sem ekki eru erfðabreytt og gera má
ráð fyrir að hluti sojabauna, maíss,
repju og sykurreyrs sem hingað
kemur frá Bandaríkjunum sé erfða-
breyttur. Frá og með 1. september
nk. verða þessi matvæli hins vegar
að uppfylla skilyrði um merkingar
erfðabreyttra matvæla sem sett eru
í nýrri reglugerð um merkingu og
rekjanleika erfðabreyttra matvæla
og erfðabreytts fóðurs.
Matvælastofnun (MAST) heldur
fræðslufund um erfðabreytt mat-
væli og nýjar reglur þriðjudaginn
22. febrúar kl. 15.00-16.00. Fund-
urinn verður haldinn í umdæm-
isskrifstofu MAST í Reykjavík,
Stórhöfða 23.
Helga M. Pálsdóttir, matvæla-
fræðingur hjá Matvælastofnun.
www.mast.is.
Brynjar Kjærnested stofnaði fyrirtækið Garðlist árið 1989 þegar hann
var tólf ára gamall.
„Það var þannig að mér var sagt upp í unglingavinnunni og var eig-
inlega atvinnulaus, 12 ára, þá ákvað ég að stofna eigið fyrirtæki og
keppa við unglingavinnuna,“ sagði Brynjar í viðtali við
Morgunblaðið árið 2007 um upphafið að Garðlist. „Ég fór
niður í Þór og keypti mér sláttuvél og orf. Pabbi skutlaði
mér niður eftir. Svo fór ég að ganga um hverfið og bjóða
garðslátt og fékk mjög góðar viðtökur.
Fyrirtækið byrjaði sem sagt á að slá garða en smám
saman urðu verkefnin fjölbreyttari. Fólk fór að biðja
mig að hreinsa beð og gera ýmislegt fleira sem
tengdist viðhaldi á görðum. Það var beðið um að
klippa, þá voru keyptar klippur og þannig gekk
þetta. Þetta kom allt svona eins og af tilviljun, koll af
kolli,“ sagði Brynjar.
„Þá voru keyptar klippur“
UPPHAFIÐ
Nýstár-
leg Garð-
slátturvél.
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Acto
Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir
notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og
samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er.
Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto
heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni
sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum.
Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra.
Ómótstæðileg heyrnartæki!