Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. • Rótgróið gistihús í miðbænum. 40 herbergi. • Framkvæmdastjóri - meðeigandi óskast að ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki á sérhæfðu sviði. Nauðsynlegt að viðkomandi sé reyndur rekstrarmaður og hafi vit á ferðaþjónustu og/eða markaðsmálum. • Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 25 mkr. • Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr. • Þekkt matvælavinnsla. Ársvelta 300 mkr. • Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki. • Vel rekið þjónustu- og viðgerðafyrirtæki á sérhæfðu sviði. Ársvelta 80 mkr. Góður hagnaður. • Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Frá árinu 2003 hefur Sigrún Þor- mar hjálpað Íslendingum að nema land í Danmörku. Hún hafði verið búsett í Danmörku um langt skeið þegar örlögin höguðu því svo að hún setti á laggirnar endurhýsing- arþjónustu. „Á þessum árum jókst streymi Íslendinga til Danmerkur. Þetta var alls konar fólk, fullt af námsmönnum en einnig einstak- lingar sem vildu stofna fyrirtæki. Fólk fór að leita til mín og ég hjálp- aði því að leysa úr málunum og koma sér fyrir,“ segir Sigrún. Allt klárt frá fyrsta degi Á endanum var Sigrún orðin manna fróðust um danska „kerfið“ og allt sem viðkemur flutningum til nýs lands. „Verkefnin voru fljótt farin að spanna allt frá því að taka og senda myndir af áhugaverðu húsnæði yfir í að hjálpa fjölskyldu- fólki að fóta sig í danska skólakerf- inu.“ Mest hafa einstaklingar leitað til Sigrúnar, þótt eitthvað sé um að fyrirtæki fái hjálp hennar til að koma starfsmönnum fyrir á nýrri vinnustöð í Danmörku. „Kúnnahóp- urinn hefur mest verið fjölskyldu- fólk á fertugsaldri. Þetta er fólk sem ýmist er að fara út í framhalds- nám eða hefur verið boðið starf, og vill að allt sé pottþétt fyrir börnin og alla fjölskylduna í nýja landinu.“ Með tímanum varð Sigrún einnig ansi sjóuð í stofnun fyrirtækja og farin að aðstoða frumkvöðla við bókhaldið. „Þetta voru engir útrás- arvíkingar, heldur bara venjulegt fólk sem vildi spreyta sig með smá- an eða meðalstóran rekstur.“ Færri til Danmerkur nú Hámarki var náð á árunum 2006-7 og reiknast Sigrúnu til að á þeim tíma hafi allt að 1.700 Íslend- ingar flutt til Danmerkur árlega. Núna er talan nær 1.000 og kemur blaðamanni á óvart að straumurinn skuli ekki vera meiri nú, sérstak- lega í ljósi frétta af miklum land- flótta. „Ég held það breyti miklu hvað gengið hefur veikst, og fólk horfir mjög mikið í hvað Danmörk virkar í raun dýr. Úthlutunarreglur LÍN hafa líka breyst til hins verra fyrir fólk með maka, og þar að auki verður námslánaskuldin mun hærri þegar gengi krónunnar er svona veikt,“ útskýrir Sigrún. „Þegar streymið var mest var líka óvenju- lítið atvinnuleysi í Danmörku, en núna er atvinnuleysi nokkru meira en á Íslandi, og fyrir flesta gengur ekki að ætla að flytja án þess að vera með vinnu frá fyrsta degi. En fyrst og fremst er allt í Danmörku orðið dýrt fyrir Íslending, sama hvaða nafni það nefnist.“ Hins vegar er straumurinn meiri til Noregs. „Þar sýnist mér fjöldi aðfluttra Íslendinga vera svipaður og þegar straumurinn var mestur til Danmerkur. Mér virðist líka að í Noregi taki bæði vinnumarkaður og félagslega kerfið betur á móti Ís- lendingum en ef þeir færu til Dan- merkur. Svíar virðast líka hafa dregið svolítið saman og taka ekki svo vel á móti íslenskum flótta- mönnum,“ bætir Sigrún við. Sjálf er Sigrún nýflutt til Íslands eftir 30 ára búsetu í Danmörku. Hún rekur enn endurhýsingar- og bókhaldsþjónustuna en eðlilega með aðeins breyttum áherslum, og býð- ur nú einnig upp á fyrirtækja- og bókhaldsþjónustu fyrir Noreg. „Eftir 30 ár í útlöndum vorum við hjónin bæði gjörsamlega búin með kvótann,“ segir Sigrún og lýsir löngun í hrikalegt landslag, svarta sanda og íslenska slyddu. Hún legg- ur samt á það áherslu að dvölin hafi verið góð í Danaveldi, og hugmynd- in um að flytja aftur til Íslands hafi ekki gert vart við sig fyrstu 16 árin eða svo. Skólaganga barnanna tveggja á heimilinu, auk viðskipta- rekstrar og verkefna, hafi svo lengt dvölina. „Það er alveg á hreinu að það gerir öllum gott að búa erlendis um skeið, og allir koma til baka úr slíkum ferðum með góðar minning- ar og verðmæta reynslu í fartesk- inu.“ Tækifæri „Mér virðist að í Noregi taki bæði vinnumarkaður og félagslega kerfið betur á móti Íslendingum en ef þeir færu til Danmerkur,“ segir Sigrún Þormar sem hjálpar Íslendingum að nema land í Danmörku. Öllum hollt að búa erlendis um skeið  Aðstoðar fólk við að koma sér fyrir í Danmörku og Noregi Áhugavert er að skoða sögu Sig- rúnar með tilliti til þeirra Íslend- inga sem farið hafa af landi brott síðustu tvö ár, hvort heldur til að leita sér að vinnu eða stunda nám. Það var aldrei ætlunin hjá Sigrúnu og manni hennar að vera í Dan- mörku í nærri þrjá áratugi. „Okkar námi lauk 1991. Við ílengdumst í Danmörku þar sem atvinnuhorfur virtust þá ekki of góðar á Íslandi. Við stofnuðum svo fyrirtæki sem við þurftum að sinna af miklu kappi,“ útskýrir hún. Þegar börnin urðu að táningum kom í ljós að þau höfðu sáralítil tengsl við Ísland. „Þau hreinlega tóku það ekki í mál að flytja frá Danmörku enda Ísland bara land sem þau höfðu kynnst í stuttum sumarleyfisferðum. Sennilega á hvorugt þeirra nokkurn tíma eftir að hafa áhuga á að setjast að á Ís- landi: strákurinn á sína kærustu frá Póllandi og er í námi í Dan- mörku og dóttirin starfar í París og býr þar með sínum franska kær- asta.“ Sigrún segir sína reynslu geta verið íslenskum stjórnvöldum um- hugsunarefni, og ekki von á góðu ef mistekst að skapa á Íslandi um- hverfi sem laðar aftur heim brott- flutta. „Það er alveg á hreinu að ég mun sjá eftir því alla ævi að hafa látið það gerast að börnin mín misstu tengslin við Ísland. Ég hefði viljað gefa þeim landið mitt, en það þýðir víst lítið að hugsa um það núna.“ Börnin misstu tengslin VORU LENGUR Í BURTU EN TIL STÓÐ Í UPPHAFI Frá Kaupmannahöfn. Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evrópu, sagði í viðtali við franska útvarpsstöð í gær að það væri „heimskulegt“ ef látið yrði undan kröfum launþega í ríkjum á borð við Þýskalandi um hærri laun. Samkvæmt Reuters-fréttastof- unni þá hafa bæði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Rainer Bruederle, efnahagsráðherra í rík- isstjórn hennar, kallað eftir því að atvinnurekendur geri vel við verka- menn í kjarasamningum þar sem þeir hafi fallist á litlar launahækk- anir undanfarin ár vegna efnahags- ástandsins. Nú hefur þýska hag- kerfið hinsvegar rétt úr kútnum og þar af leiðandi er svigrúm til launa- hækkana til staðar að margra mati. Tricet varar hinsvegar við þessu og segir að of miklar launahækk- anir á evrusvæðinu geti grafið und- an stöðugleikanum. Verðbólgþrýst- ingur fer vaxandi á evrusvæðinu og segir Trichet að ekkert sé hægt að gera við verðhækkunum á eldsneyti og hrávöru en hinsvegar verði menn að gera allt til þess að forðast víxlverkanir verðlags og launaþró- unar til að afstýra hættunni á að verðbólga festi sig í sessi. Verð- bólga á evrusvæðinu mælist nú um 2,4% en verðbólgumarkmið Evr- ópska seðlabankans er 2%. ornarn- ar@mbl.is „Heimskulegt“ að hækka launin  Jean-Claude Tric- het varar við hætt- unni á launaskriði Reuters Seðlabankastjóri Jean-Claude Trichet varar við verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.