Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
✝ Kristjana Sig-ríður Krist-
jánsdóttir fæddist á
Kirkjubóli í Val-
þjófsdal í Önund-
arfirði 14. mars
1921. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Litlu-Grund í
Reykjavík, 10. febr-
úar 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
María Bjargey Einarsdóttir, f. 4.
des. 1894, d. 15. feb. 1975 og
Kristján Sigurður Eyjólfsson, f.
21. nóv. 1882, d. 22. sept. 1921.
Bróðir Kristjönu var Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, f. 10. okt.
1919, d. 14. apríl 2010.
Kristjana giftist hinn 21. sept.
1952 Þorleifi Þórðarsyni, f. 27.
apríl 1908, d. 8. ágúst 1980, for-
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins.
Hann var sonur hjónanna Bjarg-
ar Þorsteinsdóttur, f. 20. nóv.
1875, d. 14. janúar 1912 og
hildur Ýrr, f. 1996. Stjúpbörn
Kristjönu, börn Þorleifs og An-
nie Chaloupek Þórðarson, f.
1911, d. 1948, eru: a) Örn Karl
Sigfried, f. 21. nóv. 1938, maki
Elsa Þorbjörg Árnadóttir, f.
1946, þau skildu. Börn þeirra
eru Anna Aðalheiður, f. 1967,
Þorleifur Kristján, f. 1968,
Hjálmar Örn, f. 1974, stjúpdóttir
Árný Vaka Jónsdóttir, f. 1965.
Seinni kona Arnar er Laufey
Ólafsdóttir, f. 1966. Börn þeirra
eru Örn, f. 1999 og Arney Ólöf,
f. 2002. Barnabörn Arnar eru
10. b) Rosemarie Brynhildur, f.
17. júní 1941, maki Sigfús Guð-
mundsson, f. 1941. Börn þeirra
eru Þorleifur, f. 1963, Guð-
mundur Arnar, f. 1966, Annie
Brynhildur, f. 1969, Sigfús
Brynjar, f. 1981. Barnabörn Ro-
semarie eru 8.
Kristjana ólst upp á Flateyri
en fluttist til Reykjavíkur þar
sem hún lauk námi í Kvenna-
skólanum. Um eins árs skeið,
1948-49, dvaldi hún í Lundúnum
við nám og störf. Hún starfaði í
Útvegsbankanum í Reykjavík
og síðar hjá Olíufélaginu hf.
Kristjana verður jarðsungin
frá Áskirkju í dag, 21. febrúar
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Þórðar Matthías-
sonar, f. 12. maí
1873, d. 17. okt.
1923. Börn Krist-
jönu og Þorleifs
eru: a) Einar Krist-
ján, f. 14. apríl
1953, maki Liu Bao
Mei, f. 1970. b)
María, f. 14. júní
1954, maki Haf-
steinn Másson, f.
1960. Dóttir þeirra
er Ragnhildur Þóra, f. 1986. c)
Björg, f. 2. júlí 1955, maki Ólaf-
ur Karl Nielsen, f. 1954. Dóttir
hennar og Guðmundar Ein-
arssonar, f. 1962, d. 2010, er
Kristjana Margrét, f. 1991;
stjúpbörn Ólafur Hrafn, f. 1977,
Sólveig, f. 1981 og María, f.
1989. d) Olga Bergljót, f. 26.
ágúst 1956, maki Gunnar Örn
Gunnarsson, f. 1958. Börn
þeirra eru Þorleifur Örn, f.
1984, Snorri Björn, f. 1987,
Anna Bergljót, f. 1991, Gunn-
Elskuleg stjúpmóðir okkar er
látin eftir skamma sjúkdóms-
legu. Elsku Kitty, ég þakka alla
þá umhyggju sem þú sýndir
okkur Erni eftir að þú komst í
líf okkar systkina, ég 11 ára og
Örn 13 ára. Það var skrýtið er
pabbi kynnti okkur fyrir vin-
konu sinni. Ég var afbrýðisöm,
vildi eiga pabba ein en eftir góð
kynni þá áttum við alltaf góð
samskipti. Það hlýtur að hafa
verið erfitt fyrir unga glæsilega
konu, bankamey, að taka að sér
heimili og 2 fósturbörn.
Þið pabbi eignuðust 4 börn á
4 árum og man ég hvað mér var
um og ó, eitt enn á leiðinni, ég
var feimin og afbrýðisöm. En
öll þessi hálfsystkin voru ynd-
isleg og skemmtileg, náðu til
minna hjartaróta. Mig hafði
alltaf langað að eiga systkin.
Heimilið á Hrefnugötu varð
stórt, allt í einu 6 börn, pabbi
mikið á ferðalögum erlendis og
þú hafðir alla ábyrgð á krakka-
skaranum. Við Örn fórum í
sveit á sumrin, það var léttara
fyrir ykkur.
Á langri ævi eru skin og
skúrir. Alltaf var gott að leita
til þín og fá ráð og hjálp með
börnin. Á Laugarásvegi var
alltaf pláss fyrir okkur og börn-
in okkar þegar við komum í bæ-
inn og þegar ég, sveitakonan,
eignaðist börnin í bænum varst
þú mér sem móðir og gladdist
með mér með hverju barni eins
og ég væri þín eigin dóttir. Allt
þetta ber að þakka. Pabbi var
mikið náttúrubarn og landið og
dýrin áttu hug hans allan, eins
og hann sagði: Verið dýrunum
góð, þau eiga sinn rétt. Þið
komuð eins oft og hægt var
meðal annars til að hlusta á
spóann úti á Langholti því nátt-
úran var ykkur sameiginlegt
hugðarefni.
Elsku Kitty, skopskyn þitt
var einstakt, þú áttir auðvelt
með að sjá spaugilegar hliðar
jafnvel á alvarlegum málefnum
við gátum oft hlegið saman dátt
og innilega. Þú varst mikill fag-
urkeri, bjóst ykkur pabba fal-
legt heimili og söngur og tónlist
einkenndi samverustundir fjöl-
skyldunnar. Þegar Örn bróðir í
Húsey kom í heimsókn til þín
tókuð þið í spil og sunguð sam-
an. Fjarlægðin lagði sitt hald á
samskipti fjölskyldu okkar í
seinni tíð, þú varst svo dugleg
að hringja og spyrja hvernig
okkur liði, börnunum okkar og
fjölskyldum þeirra. Stutt er síð-
an síðasta símtalið var kveðja
til allra barnanna. Tæp 60 ár
höfum við fylgst að, engin blóð-
bönd en sterk tryggðarbönd.
Alltaf gott að leita til þín, öll
ömmubörnin þér svo kær og
langömmubörnin nutu kærleiks
þíns. Nú er komið að leiðarlok-
um. Er þú komst í heimsókn í
Geldingaholt 9. janúar sl. ásamt
fjölskyldu gafst þú mér litla
styttu af hesti sem pabbi gaf
þér í byrjun ykkar búskapar,
þessi hestur mun minna á þig
og pabba. Elsku Kitty, spóinn
kemur aftur og minnir á heim-
sóknir ykkar pabba, holtin gróa
og grænka á ný. Hekla ógnar
enn sem fyrr, allt var þetta
okkur svo sameiginlega hjart-
fólgið. Óðurinn frá Þjórsá í
fossinum Búða um veðurbreyt-
ingu og áttir, og Þurrkaskott í
Heklu lesum við í um ókomin
ár. Vestfirsku fjöllin og Flateyri
þínar æskustöðvar sem þú
sagðir okkur svo oft frá er fróð-
leikur sem geymist.
Við kveðjum þig með sökn-
uði, hlýju þína geymum við í
hjörtum okkar. Nú ert þú kom-
in til pabba.
Guð blessi þig.
Rosemarie og Örn Þorleifs-
börn.
Í dag kveð ég Kristjönu
tengdamóður mín í síðasta sinn.
Kristjönu kynntist ég fyrst lík-
lega sumarið 1983 þó að ég
muni nú ekkert sérstaklega eft-
ir því enda blindaður af tilvon-
andi eiginkonu henni Olgu
Bergljótu. Við Olga hófum síðan
búskap í Kaupmannahöfn og
sumarið eftir heimsótti Krist-
jana okkur og dvaldi um nokk-
urn tíma. Þá var frumburðurinn
væntanlegur og Kristjana lík-
lega að taka út væntanlegan
tengdason. Ekki veit ég hvernig
henni leist á manninn en hitt
veit ég að gleðin yfir að eiga
von á barnabarni var ósvikin.
Kristjana kom mjög vel fyrir,
myndarleg og sjálfstæð kona
með sterkar skoðanir og mein-
ingar. Þegar við komum heim
kom strax í ljós að Kristjana
vildi fjölskyldu sinni alltaf hið
besta og lagði sig alla fram við
að hjálpa til, létta undir og leið-
beina. Stundum fannst unga
manninum að hún væri á köfl-
um kannski heldur of stjórnsöm
en þegar betur var að gáð vildi
hún alltaf vel og hafði margt til
síns máls. Börnunum fjölgaði í
fjölskyldunni smátt og smátt og
alltaf var Kristjana jafn stolt og
glöð yfir hverju nýju barna-
barni. Í hvert sinn sem hún
kom í heimsókn eða þau til
hennar urðu fagnaðarfundir.
Kristjana hafði alltaf brennandi
áhuga á hvað þau höfðu fyrir
stafni og fylgdist vel með allt til
síðasta dags. Hjá henni lærðu
þau margt og nálægð þeirra við
hana hefur örugglega mótað
þau á góðan hátt til allrar fram-
tíðar. Mikill er þeirrar sökn-
uður.
Kristjana var listelsk kona.
Hafði gaman af góðum bókum,
sótti myndlistasýningar og leik-
hús en þó held ég að tónlistin
hafi alltaf höfðað sterkast til
hennar. Hún söng í mörgum
kórum og hlustaði mikið á tón-
list. Hversu oft kom hún ekki í
heimsókn og settist við píanóið
og spilaði eitthvað fallegt. Nú
síðast í janúar á þessu ári.
Stundum söng ég með henni
okkur báðum til ánægju. Hún
hvatti börnin mín áfram í tón-
list og studdi þau með því að
hvetja þau til að spila í heim-
sóknum eða með því að mæta á
tónleika hjá þeim. Það sama má
segja um mig. Á meðan ég var
meðlimur í Mótettukórnum var
klassískt umræðuefni að spyrja
út í hvað verið væri að æfa og
hvernig miðaði áfram. Í þau
rúm 20 ár sem ég var viðloðandi
kórsöng mætti hún á flesta tón-
leika. Nú síðast var Kristjana á
jólatónleikum Mótettukórsins
með okkur Olgu, sér til mikillar
ánægju.
Síðustu árin fóru hlutverkin
að snúast við. Nú voru það
systkinin og barnabörnin sem
fóru að hugsa um Kristjönu.
Olga mín var stöðugt að hugsa
um mömmu sína og reyna að
létta undir hjá henni og ófá
skiptin fékk hún börnin til að
hringja eða heimsækja hana
sem var auðsótt. Alltaf var hún
jafn þakklát og glöð í hvert sinn
sem hún kom í mat til okkar og
naut þess að vera með fjöl-
skyldunni á Lindarbraut. Ég
gæti haldið áfram að hripa nið-
ur mörg minningabrot. En nú
skilja leiðir. Ég vil þakka Krist-
jönu fyrir allt sem hún hefur
gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Þó að hún sé farin þá
veit ég að hún á alltaf eftir að
skipa stóran sess hjá okkur öll-
um. Hvíl í friði, elsku Kristjana
mín.
Gunnar Örn.
Elsku amma. Ég á svolítið
erfitt með að trúa því að þú sért
farin, og það að eilífu. Að ég
muni aldrei aftur hljóta þá
ánægju að eiga eins frábæra
ömmu að og þú varst. En minn-
ingin lifir þó alltaf. Allar minn-
ingarnar sem ég á um þig eru
góðar. Þegar þú fórst þá rifj-
aðist upp heill hellingur af
minningum. Eins og til dæmis
spilamennskan. Þú hafðir alltaf
gaman af því að spila við mann
og þá var það allra helst spilið
rússa. Þú gast endalaust spilað
rússa. Ef maður sagði þér að
ákveða spilið þá sagðir þú
strax: „Ókei, förum í rússa.“ Þú
varst líka svo hógvær, t.d. ef þú
varst búin að vinna mig nokkr-
um sinnum þá sagðir þú alltaf:
„Það er bara engin leið að vinna
þig, þú vinnur alltaf.“ Þú varst
samt með mikið keppnisskap og
ég sá alltaf þegar þú varst orðin
tapsár, sá svipur gleymist aldr-
ei. Ef ég loka augunum, þá sé
ég svipinn eins og í raunveru-
leikanum.
Önnur minning sem kom
strax upp í huga minn er það
hversu gjafmild og góð þú
varst. Ég get nokkurn veginn
fullvissað mig um það að ég
muni aldrei á ævi minni kynn-
ast jafn gjafmildri manneskju
og þú varst. Aldrei komstu í
heimsókn til okkar án þess að
koma með eitthvað til að gefa.
Gafst mér heilu þúsundkallana
og þegar ég þakkaði þér fyrir
hristir þú höfuðið og sagðir
kannski að þetta væri ekki mik-
ið, bara rétt fyrir einni strætó-
ferð eða svo. En líka það hvað
þú varst áhugasöm. Hafðir
gaman af því að heyra allt sem
maður hafði frá að segja. Þú
spurðir mann alltaf um vinina
og skólann og hvað ég hefði
gert í dag og svo framvegis.
Gaman líka þegar þú fórst
með okkur upp í sumarbústað-
inn okkar. Þú hafðir svo gaman
af því að sitja úti í góða veðrinu
sem er þar alltaf, leggja kapal
og hlusta á útvarpið. Æ, það er
óréttlátt að þú þurftir að fara
núna, ég hefði svo gjarnan vilj-
að hafa þig lengur hérna hjá
okkur. En svona gerist þetta
með tímanum og ég skil þetta
vel. En það breytir nú engu um
það að ég á eftir að sakna þín
mikið, elsku besta amma mín.
Gunnhildur Ýrr.
Elsku besta amma mín. Nú
þegar ég kveð þig í hinsta sinn
koma upp ógrynni af góðum
minningum. Minningar um ynd-
islega ömmu.
Amma var ekki aðeins góð
amma heldur einnig góð vin-
kona. Alltaf gat maður komið til
hennar með sín vandamál og
rætt þau opinskátt með vissu
um að vandamálið myndi ekki
fara lengra. Alltaf var hún
tilbúin að ræða hluti sem ollu
manni hugarangri og hafði hún
þann hæfileika að geta spurt
réttu spurninganna á réttu
augnabliki. Skipti þá engu máli
hvort hún vissi eitthvað um um-
ræðuefnið. Alltaf hafði hún tíma
og áhuga á að koma sér inn í
efnið uns niðurstaða fannst. Það
var gott að eiga sér samastað
hjá ömmu vitandi að það yrði
hlustað af áhuga og einbeitingu
og á endanum myndi niðurstaða
fást í málinu.
Amma hafði þann hæfileika
að geta miðlað reynslu sinni og
þekkingu vel. Hún hvatti mann
sífellt í öllu sem maður gerði og
hafði ákaflega mikinn áhuga á
að vita hvað væri um að vera og
skipti þá engu hvort um væri að
ræða námið eða daglegt líf.
Alltaf vildi hún mæta á viðburði
sem skiptu máli en í seinni tíð
treysti hún sér ekki alltaf til
þess að mæta en þó vissi maður
alltaf innst inni að hún væri
með í anda.
Amma gaf mér í gegnum tíð-
ina mörg góð ráð sem ég met
mikils. Slík heilræði og góð ráð
er ekki hægt að meta til fjár.
Þau eru raunveruleg og mik-
ilvæg fyrir mig og hef ég ein-
sett mér að tileinka mér þau.
Að fá slíkt veganesti frá ömmu
minni er mér ákaflega dýrmætt.
Ömmu fannst alltaf ákaflega
gaman að spila. Oft spiluðum
við rússa saman og alltaf var
það jafn skemmtilegt. Erfitt var
hins vegar að vinna ömmu. Hún
spilaði rússa af kappi, áhuga og
útsjónarsemi. Þegar amma lá
banaleguna á Grund sagði ég
henni að ég ætlaði mér að
kenna mínum börnum og
barnabörnum rússa. Henni
þótti ákaflega vænt um að
heyra það ásamt mörgu öðru og
tók þéttingsfast um hönd mína.
Þessa síðustu stund sem ég átti
með ömmu minni mun ég aldrei
gleyma. Hún var mér mikils
virði og er ég mjög þakklátur
að hafa átt hana með henni.
Það var svo margt fleira sem
ég vildi segja þér þegar við
kvöddumst, amma mín, en það
var gott að hafa átt þessa stund
með þér. Hún er mér ógleym-
anleg. Ég veit elsku amma mín
að þér mun líða miklu betur
fyrir ofan okkur og veit ég að
þú munt fylgjast með og vernda
okkur í okkar daglega amstri.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Snorri Björn.
Elsku besta amma er farin.
Hún mun samt sem áður alltaf
vera mér ofarlega í huga enda
gaf hún svo mikið af sér. Þegar
ég var yngri var alltaf svo gott
og ánægjulegt að koma í Furu-
gerðið til ömmu og dunda sér
löngum stundum. Þar var svo
mikil ró og endalausir fjársjóðir
til að skoða. Til að mynda skrif-
borðið sem geymdi endalausar
hirslur sem amma var fús til að
opna og rannsaka með manni.
Þegar maður vaknaði í morg-
unsárið hjá ömmu, við ljúfa
tóna útvarpsins og gerði morg-
unleikfimina eftir að hafa fengið
stappaðan banana, kíví og app-
elsínu með örlitlu af bláberja-
skyri, þá fann maður hamingj-
una. Ég tengi tónlist alltaf mjög
sterkt við ömmu enda naut hún
þess að hlusta á fallega tónlist.
Hún á mikinn þátt í að ég hef
haldið tónlistarnámi mínu
áfram. Hvatning hennar hefur
gefið mér aukinn kraft til að
halda því til streitu til að
mynda á tímum þar sem vanda-
mál sjöunda bekkjar fóru að
virðast mikilvægari en píanóið.
Alltaf var hún tilbúin að hlusta
á mig hvort sem ég spilaði á
tónleikum í tónlistarskólanum,
á Lindarbrautinni eða í beinu
símsambandi frá Mývatnssveit.
Og alltaf býsnaðist hún yfir því
hvað ég væri nú orðin flink.
Hún var sjálf mjög flink og ég
dáist að því hvernig hún, sem
ung stúlka á Flateyri, náði að
læra á orgelið í kirkjunni þar.
Það voru ófáar stundirnar á
Lindarbrautinni sem hún settist
niður og spilaði og söng falleg
lög með mikilli einlægni og inn-
lifun. Þær stundir eru ógleym-
anlegar og fylla hug manns
hlýju.
Eftir því sem ég varð eldri
kynntist ég ömmu á annan og
nýjan hátt. Á Grund var svo
gott að koma til hennar, setjast
niður og ræða málefni líðandi
stundar. Hún setti sig ávallt inn
í hvernig lífi manns háttaði og
skipti það hana miklu máli. Iðu-
lega færðist tal okkur til
Hamrahlíðarkórsins en henni
lék forvitni á að vita hvað við
værum að syngja og gat svo oft
á tíðum þulið upp ljóðin sem
áttu við. Þannig fékk ég nýja
sýn á hina ýmsu texta og hún
kenndi mér að meta ljóð. Þá
einkum ljóð Jónasar sem voru
henni hugleikin. Þegar kórinn
söng á degi íslenskrar tungu
fyrir rúmum tveimur árum gat
maður fylgst með hvernig hún
fór með kvæði hans meðan við
fluttum textann í söng. Fleiri
dýrmætar stundir koma upp í
hugann á svona stundu líkt og
endalaus spil, skrafl og gleði.
„Hafðu það gott, það er svo fal-
leg kveðja,“ sagði amma eitt
sinn við mig. Hafðu það gott,
elsku amma mín. Þín er sárt
saknað en minnst með miklu
þakklæti og hlýju.
Anna Bergljót.
Elsku amma. Ég vil þakka
þér alla þá aðstoð sem þú veitt-
ir mér og allar góðu stundirnar
sem við höfum átt saman. Það
eru svo margar góðar minning-
ar sem koma upp í huga minn
nú þegar þú ert farin og ég
hugsa til baka. Ég man til
dæmis sérstaklega vel eftir því
þegar ég var lítill og þið afi
buðuð mér að koma og vera hjá
ykkur á Laugarásveginum. Ég
var svo spenntur og var þetta
bæði fyrsta flugferðin og fyrsta
skipti sem ég kom til Reykja-
víkur þar sem ég man eftir mér
og þótti mér þetta ólýsanleg
upplifun.
Það var svo margt öðruvísi
hjá ykkur afa en ég átti að
venjast og man ég sérstaklega
eftir því þegar ég hafði lesið
Barbapabba fyrir þig eða afa
áður en þið buðuð mér góða
nótt. Þá fór ég að hugsa spennt-
ur um næsta dag svo sem að
borða Gullkorn í morgunmat og
allar góðu kökurnar í kaffinu og
matinn sem þú varst svo dugleg
að gera, sem var þó nokkuð
öðruvísi en góðu kökurnar og
maturinn sem ég var vanur að
fá heima í sveitinni. Síðan var
það bíltúr með ykkur afa á bláa
Volvonum, fara í Laugardals-
laugina og spjalla um allt á milli
himins og jarðar, fara í sjopp-
una niður á horni, fá að slá gras
í fallega garðinum ykkar og
borða gulrót úr jurtagarðinum.
Þú og afi áttuð svo fallegt
heimili á Laugarásveginum og
hefur hverfið ætíð síðan verið í
huga mínum mitt hverfi í
Reykjavík, og er það örugglega
vegna þess hversu vel þið pöss-
uðuð mig þegar ég kom í heim-
sókn. Hefur öll sú góðmennska
og ráð sem þið gáfuð mér verið
sá þráður sem ég hef reynt að
fara eftir æ síðan. Ég er ykkur
ævinlega þakklátur fyrir að
hafa haft þessi djúpstæðu áhrif
á mig sem barn sem reynst hef-
ur mér vel alla tíð síðan. Þegar
ég hugsa meira og meira um
þær stundir sem við höfum átt
saman þá kemst ég að þeirri
niðurstöðu að ég hef sennilega
aldrei átt stund saman með þér
þar sem mér hefur fundist þú
vera ósanngjörn á einhvern
hátt, og segir það mikið um
hversu góðir vinir við vorum.
Þegar ég var nokkurra mánaða
gamall varð ég veikur og voru
úrræðin í þá daga að senda mig
í burðarrúmi með flugi til ykkar
afa svo að ég gæti komist undir
hendur sérfræðinga í Reykja-
vík. Ég hef oft hugsað um
hversu mikið traust foreldrar
mínir höfðu á ykkur afa og
einnig hversu mikil ábyrgð var
lögð á ykkur. Ég er viss um að
á þessum tíma hafi skapast
bönd okkar á milli sem urðu
einstök alla tíð síðan.
Það var ekki að ástæðulausu
að ég var skírður í höfuðið á
ykkur afa og hefur örugglega
verið þakklæti foreldra minna
til ykkar fyrir að gæta mín
svona vel þegar ég var aðeins
nokkurra mánaða gamall og
veikur.
Elsku amma. Ég kveð þig
með söknuði og megi guð
geyma þig um ókomna tíð.
Þorleifur Kristján Arnarson.
Elsku amma mín.
Nú ert þú farin frá okkur hér
og komin til afa, mikið held ég
að hann hafi tekið vel á móti
þér og verið glaður að hitta þig
aftur. Þið voruð alveg yndisleg
bæði tvö og mér þykir svo vænt
um ykkur. Þó svo að rúm 30 ár
séu síðan afi dó þá sakna ég
hans mjög og hugsa oft til hans.
Allar minningarnar þegar þið
komuð í sveitina í gamla daga
koma oft upp í hugann og þó
sérstaklega á vorin þegar ég
heyri í spóanum og öðrum sum-
arfuglum, gönguferðirnar út í
móa á morgnana að hlusta á
fuglana, við liggjandi í móanum
með fætur uppi á þúfu og lokuð
augun, þetta var svo hollt fyrir
blóðrásina sögðuð þið.
Tilhlökkun okkar systkin-
anna var alltaf mikil fyrir jólin
þegar var von á sendingu frá
Laugarásveginum, því ásamt
dásamlegum gjöfum kom kassi
af eplum, appelsínum og stund-
um perum líka, þetta var alveg
Kristjana S.
Kristjánsdóttir