Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 33

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Þri 22/2 kl. 20:00 forsýn Sun 6/3 kl. 20:00 5.k Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn Mið 23/2 kl. 20:00 forsýn Þri 8/3 kl. 20:00 aukasýn Lau 26/3 kl. 19:00 12.k Fim 24/2 kl. 20:00 forsýn Mið 9/3 kl. 20:00 6.k Fös 1/4 kl. 19:00 Fös 25/2 kl. 20:00 frumsýn Fös 11/3 kl. 19:00 7.k Lau 2/4 kl. 19:00 Lau 26/2 kl. 19:00 2.k Fös 11/3 kl. 22:00 aukasýn Sun 3/4 kl. 20:00 Þri 1/3 kl. 20:00 aukasýn Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Fim 7/4 kl. 20:00 Mið 2/3 kl. 20:00 3.k Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Lau 9/4 kl. 19:00 Fös 4/3 kl. 19:00 4.k Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Sun 10/4 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Sun 17/4 kl. 20:00 Lau 5/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 24/3 kl. 20:00 11.k Lau 5/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn Tveggja tíma hláturskast...með hléi Ofviðrið (Stóra sviðið) Fim 3/3 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Sun 27/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar! Afinn (Litla sviðið) Sun 27/2 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 19:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars Nýdönsk í nánd (Litla svið) Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Lau 26/2 kl. 19:30 Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Fös 25/2 kl. 22:00 Lau 26/2 kl. 22:00 Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 27/2 kl. 12:00 Sun 27/2 kl. 14:00 Bestu vinkonur allra barna Nei Ráðherra – forsalan í fullum gangi! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is » Sýningin byggist ámyndheimi Eggerts Péturssonar myndlist- armanns og hljóðheimi Hauks Tómassonar tón- skálds þannig að úr verða listaverkin Mold- arljós. Málverk Eggerts eru fjögur og tónverk Hauks er í fjórum hlut- um, sem kallast á við hverja mynd. Verkið Moldarljós var flutt á sama tíma og sýningin Moldarljós var opnuð í Listasafni Íslands Morgunblaðið/Golli Edda með barnabörn sín, Unu og Nikulás. Caput-tónlistarhópurinn flutti Moldarljós undir stjórn Guðna Franzsonar. Eggert Pétursson myndlistamaður málaði fjögur verk. Halldór B. Runólfsson og Hrefna Haraldsdóttir. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Á hverju kvöldi berst Diskóeyjan í mín eyru á fullu blasti úr barnaherberginu, mér og öðrum fjölskyldu- meðlimum til mikillar ánægu. Sjálf hef ég verið að ylja mér við tónlist ísraelsks tónlistarpars, Yaels Naims og Davids Donatiens, sem er frábær síðdegistónlist þar sem meðal ann- ars má finna skemmtilega útgáfu af laginu Toxic sem Britney Spe- ars tók svo eftirminnilega. Hvaða plata er sú besta sem nokk- urn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Thriller með Michael Jackson hef ég spilað oftast, hvort það er vegna gæða eða unglings- legrar aðdáunar á manninum á sínum tíma veit ég ekki. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Þar sem foreldrar mínir sáu um kaup á barnaplötum var það líklega tvöfaldur Guns’n Roses-diskur, Appetite for Destruction, sem ég hef líklega keypt í splunkunýrri Kringlu þegar ég var um tíu ára. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Mér þykir vænst um plötuna „Áfram stelpur“, hljómplötu sem rauðsokkur gáfu út í tilefni af kvennaverkfallinu árið 1975. Það hefði verið gersamlega óhugsandi að byltingin sem hefur átt sér stað á stöðu kvenna hefði orðið án byltingarsöngva! Hvaða tónlist- armaður værir þú mest til í að vera? Ég væri alveg til í að vera John Len- non sem samdi frábæra tónlist og hafði fallegar hugsjónir – svo hefur örugglega verið dásamlegt að vera svona ástfanginn af Yoko að hann var til í að slaufa Bítlunum! Hvað syngur þú í sturtunni? Síðast söng ég „Eyyyjaafjallllajööökull“ og reyndi allt sem ég gat til að skola það úr hausnum á mér. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? FM Belfast, Retro Stefson og nýjasta er svo Prins póló. Svo má alltaf skella sér á Youtube-„fyllerí“ og rífa upp gamla Michael Jackson-slagara en myndir af kon- ungi poppsins huldu alla veggina í herberginu mínu þeg- ar ég var ellefu ára. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Á sunnudagsmorgnum fær gufan að ráða öllu og þá er það oftast klassísk tónlist. Í mínum eyrum Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland Eyjafjallajökull í sturtunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.