Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Möguleikhúsið hefur starfað sem at- vinnuleikhús í rúm tuttugu ár, eða frá árinu 1990, með megináherslu á leiksýningar fyrir börn og unglinga. Starfsemin er nú í uppnámi vegna fjárskorts, en fjórða árið í röð fær leikhúsið ekki styrk frá Leiklist- aráði mennta- og menningar- málaráðuneytisins. Þetta kann að virka nokkuð kaldhæðnislegt því í nóvember síðstliðnum, á degi ís- lenskrar tungu, fékk Möguleikhúsið viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. „Þessari viðurkenningu sem menntamálaráðherra afhenti okkur í nóvember fylgdi greinargerð frá ráðgjafanefnd þar sem okkur var hrósað fyrir að hafa haldið starfinu áfram þrátt fyrir niðurskurð á styrkjum,“ segir Pétur Eggerz, for- svarsmaður Möguleikhússins. „Ég er nú svo einfaldur að ég álít að ef skilaboð koma frá ráðuneytinu þá séu þau frá ráðuneytinu og lýsi stefnu þess. En örfáum mánuðum eftir að hafa fengið þessa viðurkenn- ingu þá er okkur neitað um styrk fjórða árið í röð án skýringa. Þetta þykja mér mjög misvísandi skilaboð frá ráðuneytinu. Leikhúsið hefur starfað síðan 1990. Fyrstu árin fengum við enga styrki en síðan tóku við fjórtán ár þar sem við fengum úthlutun frá Leiklistarráði, bæði styrki og starfs- laun. Við úthlutun 2008 fengum við ekki neitt og síðan hefur það verið þannig. Við heyrum ekki frá Leik- listarráði og fulltrúar Leiklistarráðs hafa ekki komið til að sjá sýningar hjá okkur eða kynnt sér starfið svo einhverju nemi. Þau þurfa heldur ekki að færa nein rök fyrir því af hverju umsóknum okkar er hafnað ár eftir ár. Þetta þykja okkur frem- ur ófagmannleg vinnubrögð þegar verið er að fjalla um starfsemi leik- húss sem starfað hefur þetta lengi og hlotið fjölda viðurkenninga. Þá vekur ekki síður athygli að í ár virð- ist okkur sem einungis eitt prósent þeirrar upphæðar sem úthlutað er renni til barna- leikhúss. Í ná- grannalöndum okkar er gjarnan miðað við að barnaleikhús fái um 25 prósent af heildarupphæð- inni. Það virðist því skoðun Leik- listarráðs að ís- lensk börn þurfi síður á leiklist halda en börn annarra þjóða.“ Hundrað sýningar á síðasta ári Er ljóst að þið verðið að leggja niður starfsemi? „Miðað við óbreytta stöðu sé ég ekki að við getum haldið uppi þeirri starfsemi sem við höfum verið að reka. Við sýnum að langmestu leyti í grunnskólum og leikskólum um land allt. Sýningartími okkar er á daginn, á virkum dögum. Sá sýningartími gerir okkur erfitt að reka leikhúsið í hliðarstarfi með öðru starfi. Þess ut- an er það mikil vinna að halda leik- húsi eins og þessu á floti. Ég hef tekið saman og uppreiknað sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni að styrkir ríkis og borgar til okkar hafa dregist saman um 75 prósent á ár- unum 2003-2010. Ef svo fer sem horfir að niðurskurðurinn verði enn meiri í ár þá gefur augaleið að ekki er hægt að halda áfram.“ Hvaða máli hefur leikhúsið skipt? „Þegar við byrjuðum árið 1990 voru ekki margar ferðasýningar fyr- ir skólabörn, aðrar en brúðusýn- ingar, en brúðuleikhúsin hafa staðið sig afar vel við erfiðar aðstæður. Við í Möguleikhúsinu förum með sýn- ingar um allt land og höfum sýnt á öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Það kemur iðulega fyrir að börn sem sjá sýningar okkar séu að koma í leikhús í fyrsta skipti og eins er það oft sem leiksýningar Möguleik- hússins eru þær einu sem börnin á staðnum eiga kost á að sækja. Á síð- asta leikári vorum við með um hundrað sýningar þrátt fyrir nið- urskurð. Starfsemi þessa leikhúss snýst um það hvort við viljum að börnin okkar fái að njóta menning- ar. Það hefur sýnt sig í starfi okkar í gegnum tíðina að það er þörf fyrir leikhúsið og eftirspurn er mikil. Því er ekki hægt að rökstyðja nið- urskurð með því að þörf og eft- irspurn séu ekki fyrir hendi, enda veit ég ekki til þess að Leiklistarráð hafi ráðfært sig við skólafólk um það hvort rétt sé að styrkja þessa teg- und af leikhúsi fyrir börn eða kynnt sér hvernig leikhúsið virkar í skól- unum.“ Íslenskur bakgrunnur Hvernig leikrit hafið þið verið að sýna? „Þetta eru ferðasýningar sem mega ekki vera dýrar þannig að þær byggjast upp á einum til þrem- ur leikurum. Þetta eru yfirleitt frumsamin leikrit eða leikgerðir eft- ir sögum. Við höf- um haft að leiðar- ljósi að sýna íslensk verk og á tuttugu árum höf- um við frumsýnt 32 ný íslensk leik- rit. Við teljum mikilvægt að sækja í íslenskan bakgrunn, sýna verk sem eru sprottin upp úr íslensku um- hverfi og að börnin upplifi þannig ýmislegt úr íslenskri menningu og þjóðararfi. Sýningarnar okkar ganga yfirleitt mjög lengi. Við vorum fyrir skömmu að sýna síðustu sýningar á Langafa prakkara, en sýningar á því hafa verið hátt í þrjú hundruð. Það er mjög algengt að sýningafjöldi fari upp í hundrað sýningar og upp fyrir það og að þær gangi í nokkur ár. Einnig tökum við oft upp sýningar sem hafa legið í dvala í nokkur ár. Sumir kynnu að halda að af því að við sýnum svo margar sýningar þá ættu þær að standa undir kostnaði. En við getum ekki selt inn á sýn- ingar fyrir nema brot af því sem kostar á fullorðinssýningu. Við höf- um líka verið að selja sýningar til skóla en það vita allir hvernig fjár- hagur skóla er um þessar mundir, þannig að verð á sýningum hefur ekki fylgt verðlagsþróun. Á sama tíma hækkar allt og bensínkostn- aður hefur til dæmis gjörbreytt kostnaði við að fara um landið. Það er útilokað að standa í svona rekstri án stuðnings.“ Nýtt leikrit um Grýlu Þrátt fyrir mjög erfiða tíma ætlar Möguleikhúsið að frumsýna nýtt leikrit í apríl. Það nefnist Gýpu- garnagaul og meðal annarra kemur þar við sögu Gýpa, sem er sífellt svöng og gleypir í sig allt sem á vegi hennar verður. „Við erum búin að vinna að þessari sýningu í langan tíma og smíðum hana að mestu í kringum efni úr munnlegri geymd sem við höfum fundið hjá Árna- stofnun og víðar og setjum saman í leikrit,“ segir Pétur. „Við höfum notið aðstoðar Rósu Þorsteinsdóttur sem er þjóðfræðingur og rannsókn- arlektor á þjóðfræðasviði á Árna- stofnun, Bára Grímsdóttir semur tónlist, Messíana Tómasdóttir hann- ar búninga og Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir. Á sviðinu verða leikkonan Alda Arnardóttir, söngkonan Þór- unn Elín Pétursdóttir og kontra- bassaleikarinn Birgir Bragason.“ Morgunblaðið/Kristinn Pétur Eggerz „Ef svo fer sem horfir að niðurskurðurinn verði enn meiri í ár þá gefur augaleið að ekki er hægt að halda áfram,“ segir forsvarsmaður Möguleikhússins. Möguleikhúsið á krossgötum  Starfsemi Möguleikhússins í uppnámi vegna fjárskorts  Útilokað að standa í svona rekstri án stuðn- ings, segir forsvarsmaður leikhússins  32 ný íslensk leikrit hafa verið frumsýnd á tuttugu árum » Það kemur iðulega fyrir að börn sem sjá sýn-ingar okkar séu að koma í leikhús í fyrsta skipti og eins er það oft sem leiksýningar Möguleikhúss- ins eru þær einu sem börnin á staðnum eiga kost á að sækja. Á síðasta leikári vorum við með um hundrað sýningar þrátt fyrir niðurskurð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.