Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 5
Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Tuttugu ára bið KR-inga eftir bik- armeistaratitlinum í körfuknattleik karla lauk á laugardaginn þegar KR vann sannfærandi sigur á Grindavík 94:72 í Laugardalshöll. Að loknum skemmtilegum fyrri hálfleik var staðan 40:39 fyrir KR en um miðjan síðari hálfleik tókst KR-ingum að slíta sig frá Grindvíkingum og gáfu fá færi á sér eftir það. Báðir bik- arúrslitaleikirnir þróuðust því ná- kvæmlega eins. Drakk í sig umhverfið Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Eftir að hafa átt frábært tímabil með KR þá voru miklar væntingar gerðar til hans fyrir þennan leik og hann stóðst þær með glæsibrag. „Ég reyndi að sannfæra mig um að ég gæti komið í þennan leik eins og hvern annan. Þegar ég mætti hins vegar í Höllina, fór að hita upp og sá allt fólkið þá áttaði ég mig á því að þessi leikur er öðruvísi en aðrir. Ég ákvað að njóta þess að spila því þetta er sérstakur leikur. Í staðinn fyrir að reyna að loka á umhverfið þá ákvað ég að drekka umhverfið í mig. Ég notaði sem sagt stemn- inguna, umgjörðina og mikilvægi leiksins til þess að spila betur og það tókst,“ sagði Pavel þegar Morg- unblaðið ræddi við hann að leiknum loknum. Pavel var maður leiksins Pavel skoraði 21 stig, tók 11 frá- köst og gaf 11 stoðsendingar. Fyrir frammistöðu sína var hann valinn maður leiksins. „Á svona degi áttar maður sig á því af hverju maður er í íþróttum. Það er ekki vegna ein- staklingsverðlauna, eða samninga og peninga, heldur þeirrar upplifunar að vera hluti af hópi sem stefnir að sama markmiði og nær því. Það er afskaplega sérstök tilfinning,“ sagði Pavel sem lengst af hefur búið á Akranesi hérlendis en segist vera orðinn mikill KR-ingur. „Þetta er mitt lið hérna heima. Ég er kominn inn í þessa vesturbæjarmenningu. Það er ákveðinn karakter í þessum vesturbæingum og maður er smám saman að þróa hann með sér,“ sagði Pavel ennfremur við Morgunblaðið. Auk Pavels átti Brynjar Björns- son stóran þátt í sigrinum. Þessi mikla skytta hitnaði í síðari hálfleik og setti þá niður þrjú þriggja stiga skot og alls fimm í leiknum. Brynjar skoraði 23 stig og var stigahæstur KR-inga. Hreggviður Magnússon sýndi einnig af hverju KR-ingar fengu hann til liðs við sig og skoraði mikilvægar körfur í seinni hálfleik. Stóru strákarnir, Fannar Ólafsson, Finnur Atli Magnússon og Jón Orri Kristjánsson, tóku samtals 18 frá- köst. Horfið frá leikskipulagi Leikurinn var kaflaskiptur hjá Grindvíkingum. Fyrstu 25 mínútur leiksins áttu þeir alveg jafna mögu- leika á því að hirða bikarinn. Þeir brotnuðu hins vegar um leið og þeir misstu KR-ingana aðeins frá sér um miðjan þriðja leikhluta. Af ein- stökum leikmönnum voru Ólafur Ólafsson og Ryan Pettinella mjög góðir og létu KR-inga hafa fyrir hlutunum. Þeir hættu aldrei að berj- ast og sama má segja um Ómar Örn Sævarsson. Hann komst vel frá leiknum en missti margar mínútur út af Mladen Soskic sem ekkert sýndi í þessum leik. Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, sagði við undirritaðan að hans menn hefðu horfið frá leikskipulaginu þeg- ar á móti blés. Slíkt hið sama sagði þáverandi þjálfari Grindavíkur, Friðrik Ragnarsson eftir úrslitaleik- inn í fyrra og kannski er þetta eitt- hvað sem Grindvíkingar þurfa að skoða. „Áttaði mig á því að þessi er öðruvísi“  Maður leiksins hætti við að reyna að loka á umhverfið  Pavel átti stórleik með KR ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ÞorleifurÓlafsson, einn lykilmanna Grindvíkinga, varð fyrir meiðslum undir lok fyrri hálfleiks í bikarúrslita- leiknum gegn KR. Þorleifur sneri sig á ökkla þegar hann lenti of- an á andstæðingi. Þorleifur kom ekki meira við sögu í leiknum. Hann hugðist láta reyna á meiðslin í síðari hálfleik en reyndist ekki leikfær þegar til kastanna kom.    Nokkrir kunnir KR-ingar voru íLaugardalshöll og fögnuðu fyrsta bikarsigri félagsins í 20 ár. Á meðal þeirra voru til dæmis Páll Kolbeinsson, sem var spilandi þjálf- ari KR-liðsins sem vann 1991 og Einar Bollason sem er eini mað- urinn sem unnið hefur bikarinn með bæði meistaraflokki karla og kvenna sama árið. Hrafn Kristjánsson átti möguleika á því að jafna það met en það gekk ekki eftir.    Ítarlega varfjallað um bikarúrslitaleik- ina í körfubolt- anum á mbl.is á laugardaginn. Auk lýsinga á leikjunum tveim- ur er þar að finna myndskeið með viðtölum við Hrafn Kristjánsson, Helga Jónas Guðfinnsson, Hregg- við Magnússon, Þorleif Ólafsson, Brynjar Björnsson, Jón Halldór Eð- valdsson, Bryndísi Guðmunds- dóttur, Signýju Hermannsdóttur og Birnu Valgarðsdóttur. Allt þetta er að finna á mbl.is/sport/korfubolti.    Tuttugu mínútna töf varð á því aðbikarúrslitaleikurinn hæfist í kvennaflokki. Þegar leikmenn voru komnir út á völl og tilbúnir í slaginn kom í ljós að önnur skotklukkan virkaði ekki. Eftir nokkra athugun voru aðrar klukkur notaðar í stað- inn.    Helena Sverr-isdóttir gerði 10 stig fyrir lið sitt, TCU, í bandaríska há- skólakörfubolt- anum þegar liðið tapaði 70:60 fyrir BYU. Þetta var toppslagur í Mountain West riðlinum. BYA hefur aðeins tapað einum leik en nú eru tapleikir TCU orðnir þrír. Auk þess að skora tíu stig gaf Helena fimm stoðsendingar, tók fjögur fráköst og varði tvö skot.    Róbert Fannar Halldórsson sigr-aði á Allra Átta skvassmótinu sem haldið var um helgina í Vegg- sporti. Róbert Fannar lagði hinn unga Þorbjörn Jónsson 3:0 í úrslita- leik. Gunnar Þórðarson varð þriðji með 3:1 sigri á Heimi Helgasyni. Í A-flokki vann Dagný Ívarsdóttir, lagði Erling Adolf Ágústsson 3:1 í úrslitum.    Blake Griffin, leikmaður LA La-kers í NBA körfuknattleiknum, sigraði í troðslukeppni NBA í fyrri- nótt en stjörnuhelgi deildarinnar var um helgina og lauk í nótt með sjálf- um stjörnuleiknum. Griffin stökk yf- ir húddið á fólksbíl og tróð með mikl- um látum og það var sigurtroðslan. JaVale McGee, sem leikur með Washington, veitti honum harða keppni og tróð meðal annars tveim- ur boltum, sínum í hvora körfuna. James Jones hjá Miami, kom á óvart í þriggja stiga skotkeppninni og hafði þar betur á móti þeim Ray Al- len og Paul Pierce frá Boston. Fólk sport@mbl.is Morgunblaðið/hag fyrir sér afraksturinn eftir verðlaunaafhendinguna á laugardaginn og ánægjan leynir sér ekki. Fyrsti bikarsigurinn í sjö ár orðinn staðreynd. Laugardalshöll, Bikarkeppni KKÍ, Poweradebikar karla, úrslitaleikur, 19. febrúar 2011. Gangur leiksins: 6:6, 12:8, 14:14, 19:20, 24:28, 33:31, 36:36, 40:39, 42:42, 48:46, 61:49, 65:53, 75:59, 82:60, 88:65, 94:72. KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 frá- köst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1. Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn Grindavík: Kevin Sims 18/4 frá- köst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 var- in skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn S. Brynjólfsson 3, Helgi B. Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst. Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson. KR – Grindavík 94:72 Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík. Hún átti stórleik og lét til sín taka á mikilvægum augnablikum. Sýndi fjölhæfni í vörn og sókn eins og sjá má í tölfræðiþáttum leiksins. Einn af leiðtogum Keflavíkurliðsins. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.