Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 7
EHF-bikarinn
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Bjerringbro – Grosswallstadt ............22:22
Sverre Jakobsson gerði eitt mark fyrir
Grosswallstadt.
Evrópukeppni bikarhafa
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Krems – Drott.......................................31:29
Gunnar Steinn Jónsson gerði þrjú mörk
fyrir Drott.
Vardar Skopje – FIF............................33:20
Gísli Kristjánsson komst ekki á blað hjá
FIF.
Elverum – Kaustik Volgograd ...........30:28
Sigurður Ari Stefánsson gerði 6 mörk
fyrir Elverum.
Elverum áfram, 60:58 samanlagt.
Áskorendabikarinn
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Guif – Cimos Koper ..............................32:33
Haukur Andrésson leikur með Guif og
Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Þýskaland
A-DEILD:
Melsungen – Füchse Berlín ................22:22
Alexander Petersson gerði 5 mörk fyrir
Berlínarliðið og var markahæstur þar á
bæ, Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse.
Friesenheim – Ahlen-Hamm ..............26:33
Einar Hólmgeirsson gerði 6 mörk fyrir
Ahlen-Hamm
Staðan:
Hamburg 22 21 0 1 718:581 42
Kiel 22 18 1 3 713:546 37
Füchse Berlin 22 17 2 3 621:564 36
RN Löwen 22 15 3 4 701:633 33
Göppingen 22 15 2 5 620:578 32
Flensburg 22 15 0 7 695:601 30
Gummersbach 22 11 2 9 651:626 24
Magdeburg 22 11 2 9 643:614 24
Lemgo 21 9 4 8 589:568 22
Grosswallst. 22 10 2 10 575:597 22
Wetzlar 22 7 2 13 551:623 16
N-Lübbecke 22 6 2 14 608:648 14
Melsungen 22 5 3 14 577:646 13
Balingen 22 5 3 14 600:681 13
Friesenheim 22 4 3 15 598:682 11
Ahlen-Hamm 23 4 2 17 624:707 10
Burgdorf 22 4 1 17 576:666 9
Rheinland 22 4 0 18 552:651 8
B-DEILD NORÐUR:
Emsdetten – Potsdam..........................29:30
Fannar Þór Friðgeirsson gerði 9 mörk
fyrir Emsdetten. Hreiðar Levy Guðmunds-
son ver mark Emsdetten og Patrekur Jó-
hannesson þjálfar liðið.
Varel – Nordhorn ................................25:27
Einar Ingi Hrafnsson gerði eitt marka
Nordhorn.
B-DEILD SUÐUR:
Gross-Bieberau – Aue .........................25:26
Arnar Jón Agnarsson gerði 5 mörk fyrir
Aue.
Bittenfeld – Bergischen Löwen .........36:28
Arnór Þór Gunnarsson gerði 8 mörk fyr-
ir Bittenfeld og var markahæstur þar á bæ
og Árni Sigtryggsson gerði eitt mark.
Rúnar Kárason var með fjögur mörk
fyrir Bergischer.
Düsseldorf – Eisenach ........................31:23
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Eisenach.
Danmörk
A-DEILD KARLA:
AG Köbenhavn – Mors-Thy ................38:32
Arnór Atlason gerði 9 mörk fyrir AG og
Snorri Steinn Guðjónsson tvö.
Jón Þorbjörn Jóhannsson komst ekki á
blað hjá Mors-Thy.
Svíþjóð
A-DEILD KVENNA:
Spårvägen – Lugi .................................19:17
Harpa Sif Eyjólfsdóttir var ekki á meðal
markaskorara hjá Spårvägen.
H 43 – Heid............................................28:41
Þorgerður Anna Atladóttir gerði eitt
marka H 43.
Noregur
A-DEILD KARLA:
Viking – Follo .......................................26:31
Ingvar Árnason gerði eitt marka Viking.
Oppsal – Haslum...................................19:24
Kristinn Björgúlfsson skoraði ekki fyrir
Oppsal.
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Hádegisfundur ÍSÍ
Föstudagur 25. feb. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.-
miðstöðv. í Laugardal. David Jack, þekktur íþróttaþjálfari
frá USA mun m.a. fjalla um hvatningu og skuldbindingu í
íþróttum. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í 460-
1467 og á vidar@isi.is
Sjá nánar á www.isi.is
Lionel Messi hélt upp á 250. leik
sinn fyrir hönd Barcelona í gær
með því að skora sigurmarkið í 2:1
sigri á Athletic Bilbao í spænsku
1. deildinni í knattspyrnu. Real
Madrid vann Levante á laugardag
og því er Barcelona áfram með 5
stiga forskot á toppi deildarinnar.
Messi náði með sigurmarki
sínu, sem kom korteri fyrir leiks-
lok, að jafna Cristiano Ronaldo á
toppi listans yfir markahæstu
menn deildarinnar en hvor um sig hefur gert 25 mörk.
David Villa kom Börsungum yfir í leiknum en gest-
irnir jöfnuðu með marki úr víti. sindris@mbl.is
Mark í tímamótaleik
Lionel
Messi
Kristján Bernburg í Belgíu
sport@mbl.is
Peter Maes, þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins
Lokeren, hældi Alfreð Finnbogasyni í hástert eft-
ir leik liðsins við Cercle Brugge í 1. deildinni á
laugardagskvöldið. Alfreð kom þá inná sem vara-
maður í hálfleik og skoraði mark liðsins í 2:1
ósigri þegar 8 mínútur voru til leiksloka.
„Alfreð hefur allt til að verða klassa leikmaður
og núna er hann að venjast hraðanum og strang-
ari gæslu. Hann er leikmaður sem verður enn
betri og ég lít á hann sem mikilvægan framtíð-
arleikmann fyrir Lokeren,“ sagði Maes á blaða-
mannafundi eftir leikinn.
Alfreð skoraði þarna í
öðrum leik sínum í röð en
hann mátti ekki spila síðasta
leik Lokeren, þar sem það
var frestaður leikur frá því
fyrir áramót. Mark hans var
mjög vel gert, Alfreð fékk
stungusendingu innfyrir
vörn Club Brugge og með
varnarmann á hælunum hélt
hann ró sinni, fór hann lag-
lega framhjá markverðinum og skoraði með
vinstra fæti. Leikur Lokeren breyttist mjög til
hins betra þegar Alfreð og Donovan Deekman
var skipt inná í upphafi seinni hálfleiks.
„Framtíðarleikmaður fyrir Lokeren“
Alfreð
Finnbogason
ENSKI BIKARINN
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Jonathan Téhoué er knatt-
spyrnumaður sem fáir vita deili á,
tja, alla vega þar til í gær. Nú er
þessi 26 ára Frakki í ónáðinni hjá
stuðningsmönnum Arsenal en hetja
í augum allra sem tengjast C-
deildarliðinu Leyton Orient því
hann gerði laglegt og dýrmætt
jöfnunarmark fyrir liðið í uppbót-
artíma gegn Arsenal í 16 liða úr-
slitum enska bikarsins í gær.
Þar með þurfa liðin að mætast
að nýju á Emirates-vellinum, sem
skilar mikilvægum tekjum í vasa
Orient auk þess að gefa liðinu ef-
laust byr undir báða vængi í bar-
áttunni um að komast upp í næst-
efstu deild. Það ætti alla vega að
efla sjálfstraust venjulegra knatt-
spyrnumanna að ná jafntefli við lið
(þó alls ekki væri það skipað ná-
kvæmlega sömu mönnum) sem
nokkrum dögum áður lagði eitt
besta lið sögunnar, Barcelona, að
velli. Það vantaði alla vega ekki
gorgeirinn í stuðningsmenn Orient
sem sungu hástöfum „við erum
betri en Barcelona,“ eftir leikinn.
Téhoué hefur spilað víða um
Evrópu en hann kom til Englands í
janúar fyrir rúmu ári. Honum hef-
ur lítið gengið að festa sig í sessi í
liði Orient, og alla jafna komið inná
sem varamaður líkt og gegn Arsen-
al í gær. Markið gegn Arsenal sem
og sigurmark gegn MK Dons í síð-
asta deildarleik ættu hins vegar að
veita honum tækifæri í byrj-
unarliði.
Man. Utd í vandræðum
með utandeildarliðið
Fyrir menn sem spila á rúmlega
9.000 manna heimavelli, eins og
leikmenn Leyton Orient gera, er
það sannkallaður draumur að fá að
spila á Emirates. Annar drauma-
leikur er jafnframt í boði fyrir
Téhoué og félaga því ef þeim tekst
hið „ómögulega“, að vinna Arsenal
á útivelli, fara þeir á Old Trafford
til að etja kappi við Manchester
United í 8 liða úrslitunum. Öllu lík-
legra verður að teljast að í 8 liða
úrslitunum mætist United og Ars-
enal, tvö efstu lið úrvalsdeild-
arinnar, og það yrði jafnframt
draumaleikur, en í þetta sinn fyrir
hinn almenna knattspyrnuáhuga-
mann. United var nálægt því að
lenda í sömu vandræðum og Arsen-
al því sigur liðsins á utandeildarlið-
inu Crawley Town á laugardaginn
var allt annað en öruggur. Wes
Brown gerði eina mark leiksins en
gestirnir áttu meðal annars skalla í
þverslá í uppbótartíma!
Eiður Smári fórnarlamb
tæknilegra mistaka
Eiður Smári Guðjohnsen gat
ekki leikið með Fulham gegn sínu
gamla liði Bolton vegna tæknilegra
mistaka, en ekki var gengið löglega
frá skráningu hans í bikarkeppnina
eftir félagaskiptin frá Stoke þó
Eiður hafi ekkert leikið í keppninni
fyrir Stoke. Hann gat því lítið gert
í því að Bolton ynni 1:0 sigur í gær.
Ásamt Bolton og Man. Utd eru
Birmingham og Stoke komin í 8
liða úrslit. Fjögur einvígi eru því
sumsé óútkljáð en Everton og Man.
City komust áfram í 16 liða úrslitin
um helgina. Everton sló út ríkjandi
bikarmeistara Chelsea í víta-
spyrnukeppni og City vann 5:0 sig-
ur á Notts County. Everton mætir
Reading í 16 liða úrslitum, Man.
City mætir Aston Villa, og loks
mætast West Ham og Burnley.
Í 8 liða úrslitunum eru svo eft-
irfarandi viðureignir:
Stoke - West Ham/Burnley
Man. City/Aston Villa - Everton/
Reading
Birmingham - Bolton
Man. United - Orient/Arsenal
Betri en Barcelona?
Sannkallaður draumaleikur í augsýn í 8 liða úrslitum
ensku bikarkeppninnar Lítt þekktur Frakki setti strik í
reikning Arsenal Everton sló meistarana út
Reuters
Hetja Jonathan Téhoué var fagnað af samherjum og lukkudýri Leyton Ori-
ent eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið dýrmæta gegn Arsenal í gær.
Svarfdæling-urinn Heiðar
Helguson skor-
aði eina mark
QPR í jafn-
teflisleik við Pre-
ston North End á
útivelli í ensku B-
deildinni um
helgina. Heiðar
átti sömuleiðis skalla í þverslá í
leiknum áður en honum var skipt af
velli korteri fyrir leikslok. QPR er
eftir sem áður á toppi deildarinnar
og hefur þar 5 stiga forskot á Nott-
ingham Forest, sem þó á leik til
góða, og Swansea.
Íslensku U21-landsliðs-
mennirnir Kol-
beinn Sigþórs-
son og Jóhann
Berg Guðmunds-
son, sem hafa
reyndar líka verið
að gera sig gild-
andi með A-
landsliði Íslands, voru báðir í liði AZ
Alkmaar sem vann 2:0 útisigur á
Heerenveen um helgina. Kolbeinn
átti sinn þátt í seinna markinu en
hann átti þá þrumuskot í kjölfar
aukaspyrnu sem markvörður heima-
manna varði. Héctor Moreno fylgdi
skotinu eftir og skoraði auðveldlega
fyrir AZ sem er í 6. sæti með 40 stig,
13 stigum á eftir toppliði PSV. Liðin
í 4.-7. sæti fara í umspil um sæti í
Evrópudeildinni og er AZ 4 stigum
fyrir ofan liðið í 8. sæti.
Dirk Kuyt, hollenski knatt-spyrnumaðurinn, sagði um
helgina að hann væri langt kominn
með að ganga frá nýjum samningi
við Liverpool. Hann virðist því ætla
að framlengja dvöl sína hjá félaginu
en þangað kom hann árið 2006.
Hann á hálft annað ár eftir af núver-
andi samningi sínum.
Sænski kylf-ingurinn
Henrik Stenson
fær tækifæri til
að keppa á heims-
mótinu í holu-
keppni sem hefst
á miðvikudaginn.
Þar mæta 64
efstu kylfingar
heimslistans til
leiks en Stenson er í 65. sæti. Jap-
aninn Toru Taniguchi forfallaðist og
mun Stenson taka sæti hans og
mæta efsta manni heimslistans í
fyrstu umferð, Englendingnum Lee
Westwood.
Fólk sport@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Kaplakriki: FH – Akureyri.................. 18.30
Digranes: HK – Valur .......................... 19.30
Framhús: Fram – Afturelding ............ 19.30
Selfoss: Selfoss – Haukar .................... 19.30
1. deild karla
Ármann – Skallagrímur........................72:91
Staðan:
Þór Þ. 16 16 0 1583:1218 32
Þór A. 16 11 5 1386:1251 22
Skallagrímur 16 11 5 1371:1251 22
Breiðablik 16 10 6 1344:1183 20
Valur 16 10 6 1538:1336 20
FSu 16 8 8 1325:1293 16
Höttur 16 5 11 1225:1388 10
Laugdælir 16 4 12 1192:1406 8
Leiknir R. 16 3 13 1091:1420 6
Ármann 16 2 14 1179:1488 4
KÖRFUBOLTI
Í KVÖLD!