Póstmannablaðið - 01.10.1942, Síða 11

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Síða 11
Snæfel Isnesför Á undanförnum árum hafa póstmenn farið eina skemmtiferð á sumri hverju. Hefir verið reynt að vanda til þessara ferðalaga eftir föngum og verið farið til margra fagurra staða. Eiga póst- menn margar góðar endurminningar frá þeim ferðalögum. I sumar var efnt, til skemmtiferðar á Snæfellsnes og lagt af stað frá Reykjavík, að morgni þess 2. ágústs, sem nú bar upp á sunnudag. Flestir fóru með Laxfossi í Borgarnes kl. 7 Reykjavík og tjaldað hjá Langárfossi um nóttina. Við hjálpuðumst að að taka niður tjaldbúðir þeirra, sem virtust heldur lágkúrulegar ásýndum. Hentu menn gaman að hinum lágreistu híbýl- um fulltrúanna, og höfðu sumir á orði, að stundum væri hærra á þeim risið. Nú var haldið áfram sem leið liggur vestur Mýrar að Haffjarðará. Þar var staðar numið stutta stund til að horfa á laxinn, sem liggur þar í torfum undir brúnni. Höfðu menn gaman af þessari Þátttakendur. um morguninn, en þrennt fór í póst- bílnum fyrir Hvalfjörð og tvennt bætt- ist í hann í Skorradal. Keyrði hann í Borgarnes og þaðan var lagt af stað kl. rúml. 10. Við vorum í 2 bifreiðum, stórri áætlunarbifreið og póstbifreið- inni, sem tók 4—5 í sæti. Hjá Langár- fossi á Mýrum bættust í hópinn 3 póst- fulltrúar, sem ásamt konum þeirra höfðu farið daginn áður í bifreið frá laxamergð, enda nýstárleg sjón flest- um. Á vegamótum, þar sem leiðir skipt- ast í norður, yfir Kerlingarskarð og í vestur, til Staðarsveitar, drukkum við ágætis kaffi í veitingaskála, sem þar er. Leiðin lá svo um Kerlingarskarð, var staðnæmst efst í skarðinu til að njóta fagurs útsýnis, sem þar gaf að líta. En þó hefði skyggni mátt, vera PÓSTMANNABLAÐIÐ 3

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.